Morgunblaðið - 19.09.2005, Side 17

Morgunblaðið - 19.09.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 17 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Heitir & fallegir Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is Háteigisvegi 7 Sími: 511 1100 PRODERM · Fyrir mjög þurra og viðkvæma húð. · Lagar strax, þurrk, sviða og kláða. · Berið á fætur til að minnka líkur á sveppasýkingu. · Engin fituáferð. Fæst í apótekum Skráð lækningavara · Vörn í 6 klst. www.celsus.is Fyrir þá sem stunda sundlaugar Vörn gegn klórvatni LYFSALAR í Danmörku vara við ofnotkun nefúða í kjölfar metsölu á þessu kvefmeðali. Nefúði er notaður til að leysa upp stíflu í nefgöngum en við ofnotkun geta áhrifin orðið þveröfug, úðinn getur stíflað nefið. Við kvef eykst slímhúðin í nefgöngum en nefúðinn dregur úr slímmyndun. Við ofnotkun er hætt við að slímmyndun aukist þannig að nefið stíflast sem aftur kallar á nefúða til að draga úr stíflunni. Neytandinn lendir í vítahring sem gerir hann háðan nefúðanum. Í vefútgáfu Berlingske er varað við því að nota nefúða lengur en í tíu daga. Tals- maður danskra lyfsala segir að þótt nefúði sé ekki lyfseðils- skyldur sé um að ræða lyf sem eigi að nota með varkárni. Engin skýring er á stórauk- inni notkun nefúða í Dan- mörku en sölutölur segja að hver Dani noti nefúða í fimm daga á ári. Nefúði getur verið varasamur ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Heilsa starfsfólksinser eitt af því sematvinnurekendur þurfa að huga að. Nú hefur færst í vöxt að starfsfólki er greitt fyrir að hreyfa sig en sannað hefur verið að hreyf- ing er fyrirbyggjandi gegn hvers kyns kvillum og heilsuleysi. Á vef Aftenpost- en er greint frá því að finnska fyrirtækið Pekk- inska borgar starfsfólkinu eina evru fyrir hvern kíló- metra sem það hleypur í vinnutímanum og á hverjum degi hleypur Pirjo Tilander tíu kílómetra. Hún segist þó ekki hlaupa peninganna vegna, heldur sé gott að geta nýtt dagsbirtuna til að fara út að hlaupa en þurfa ekki að gera það fyrir eða eftir vinnu. Tilander getur reiknað með um 200 þúsund króna kaupauka á ári. Þeir sem ekki reykja fá ársbónus upp á sem samsvarar 13 þúsund krónum og sömu upphæð fá þeir sem hlaupa í maraþonhlaupi eða smakka ekki áfengi í eitt ár. Hæsta bónusinn fá þeir sem aldrei eru fjarverandi vegna veik- inda, um 40 þúsund íslensk- ar krónur. Ýmis fyrirtæki hvetja til líkams- ræktar starfsfólksins, m.a. með heilsustyrk eða aðstöðu til líkams- ræktar. Bein umbun fyrir líkams- rækt er þó sjaldgæfari. Í Göteborgs Posten er greint frá fyrirtækinu National Gummi í Halmstad þar sem 180 manns starfa. Ef starfs- mennirnir stunda reglulega líkams- rækt fá þeir sem samsvarar um 7 þúsund íslenskum krónum í launa- uppbót mánaðarlega. Einn starfs- maðurinn segist hafa byrjað vegna peninganna en síðan haldið áfram vegna aukinnar vellíðan. 90% starfs- manna nýta sér líkamsræktar- aðstöðu fyrirtækisins og veikinda- dögum hefur fækkað verulega. Launauppbót fyrir líkamsrækt  HREYFING Morgunblaðið/Árni Sæberg Hæsta bónusinn fá þeir sem aldrei eru fjarverandi vegna veikinda, um 40 þúsund íslenskar krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.