Morgunblaðið - 19.09.2005, Page 18

Morgunblaðið - 19.09.2005, Page 18
18 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Vísindamönnum ber ekkisaman um hvort mjólker holl eða ekki. Sumir telja fituna í mjólkinni óholla en aðrir að hún sé holl. Á vefnum forskning.no er greint frá deilu- málum um mjólk. „Mjólkurfitan er eitt af því versta með tilliti til hjarta- áfalls,“ segir Kristian Drev- on, prófessor í næringarfræði við Háskólann í Osló. Norð- menn neyta að meðaltali mik- illar mjólkur og Drevon telur að hægt sé að koma í veg fyrir 220–230 ónauð- synleg dauðsföll á ári vegna of mikillar mjólkurfituneyslu. Vísindamenn við Landbún- aðarháskólann að Ási í Noregi eru ekki sammála prófess- ornum. Þeir segja sænskar rannsóknir benda til þess að þeir sem neyta mestrar mjólk- urfitu eigi síður á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Nær- ingarefnin í mjólkinni eru einnig mikilvæg fyrir ónæmiskerfið að mati þessara sömu vísinda- manna. Sænskur næringarfræðingur, Kerstin Österberg, vill einnig meina að mjólk hafi grennandi áhrif. Þ.e. að rannsóknir hafi sýnt að þeir sem fá mikið kalk úr fæðunni séu jafnan grennri en þeir sem neyta síður mjólk- urafurða.  HOLLUSTA Mismunandi álit á mjólk E lín María Björnsdóttir sem sér um Brúð- kaupsþáttinn Já ger- ir ýmislegt til að halda sér í formi. „Ég fer í Laugar í tækin og á hlaupabretti eins oft og ég kem því við. Helst reyni ég að fara þrisvar til fjórum sinnum í viku, en það tekst ekki alltaf að koma því fyrir í önnum dagsins,“ segir Elín María sem auk þess að sjá um brúðkaupsþáttinn á sumrin er kennsluráðgjafi í raungreinum fyrir alla grunnskóla Garðabæjar, starfar við Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, er sölustjóri Pil- grim skartgripa í Isis, og svo á hún tvær litlar dætur, tveggja og sex ára, sem þurfa sinn tíma. „En ég nota líka hjólið mitt til að skreppa út í búð eða eitthvað í bæinn og þá er ég oft með dóttur mína aftan á í stól, og það er mikil og góð hreyfing. Svo tekur maður alltaf eitthvað á við það að hugsa um tvær stelpur, lyfta þeim og klæða og allt það. Þannig að ég fæ heilmikla hreyfingu út úr daglegu lífi mínu, þó ég geri mér ekki ferð í ræktina,“ segir Elín María sem vill hvergi annars staðar vera en í Laugum þegar kemur að líkams- rækt. „Ég var alltaf í World Class þannig að ég fylgi því fyrirtæki þó það breyti um nafn og staðsetn- ingu. En ég kann líka svo vel við mig í Laugum. Þar er bjart og vítt til lofts og veggja og góð tæki. Ég fer voða sjaldan í einhverja tíma, kann betur við að ráða mér sjálf í tækjasalnum. Svo finnst mér bað- stofan í Laugum alveg æðisleg. Ég veit fátt betra en að slaka þar á í gufunni og við hjónin förum stundum saman þangað til að eiga góða stund, í róandi umhverfi fjarri erlinum utandyra. Þar eru bæði blaut- og þurrgufur með mis- munandi ilmi, hægt að fara í fóta- bað, nuddpott og fleira. Og svo er líka svo notalegt að fara á slopp- unum og fá okkur eitthvað gott í gogginn á veitingastað baðstof- unnar.“  HREYFING | Elín María Björnsdóttir fer í tæki og á hlaupabretti Að hugsa um dæturnar krefst líka hreyfingar Morgunblaðið/Golli Elín María þjálfar skrokkinn brosandi í Laugum. SAMKVÆMT rannsókn sem gerð hefur verið á körlum sem hafa farið í kynskiptaaðgerð og gerst konur virðast kvenhormón auka á verki og konur því upplifa sterkari verki en karlar. Þetta kemur m.a. fram á vefnum forskning.no. Ekki er hægt að fullyrða um upplifun kvenna af verkjum miðað við upplifun karla en rannsóknin, sem gerð var á Ítalíu, leiddi í ljós að 54 karlar sem gengust undir kynskiptaaðgerð sögðu frá því að verkir væru sterkari, sérstaklega höfuðverkur, að því er fram kemur í tímaritinu Nature. Sveiflur á magni estrógens í lík- amanum valda umræddum verkjum, að sögn Önnu Mariu Aloisi, forsvars- manns rannsóknarinnar. Niðurstöð- urnar eru í samræmi við niðurstöður rannsóknar á konum sem gengust undir kynskiptaaðgerð og gerðust karlar. Helmingur þeirra upplifði að krónískur höfuðverkur tók enda. Kenning vísindamanna er sú að karl- hormónið testósterón deyfi verki með því að hindra taugaboð um þá en kvenhormónið estrógen auki verkina með því að hindra taugaboð- in sem eiga að deyfa þá.  RANNSÓKN Konur upplifa sterkari verki en karlar Ég gæti ekki án þeirra verið,“segir Magnús Kristinsson,sérfræðingur í barnatann- lækningum, en hann býður ungum sjúklingum að dreifa huganum í tannlæknastólnum og horfa á teiknimyndir í gegnum sérstök DVD-gleraugu. Samkvæmt frétt í Ekstrabladet eru danskir tann- læknar, sumir hverjir, farnir að bjóða sjúklingum að horfa á stuttar kvikmyndir. Gleraugun hafa mælst svo vel fyrir að dæmi eru um að sjúklingar afpanti tímann ef þau eru ekki í boði. Magnús kannast við að hér á landi bjóði einhverjir tannlæknar og tannréttingalæknar upp á gler- augun. „Þetta er eðlileg þróun,“ segir hann. „Hér áður fyrr var leik- in tónlist fyrir sjúklingana á meðan verið var að gera við tennurnar en nú eru það myndir sem dreifa at- hyglinni. Það virkar stórkostlega vel um leið og það skapar þægilega og skemmtilega stemningu en ég er búinn að vera með gleraugun í ein 6 til 7 ár. Ég er með nokkrar myndir í boði og þegar gleraugun eru sett upp einbeita krakkarnir sér að myndinni og ég fæ að skoða tennurnar. Það er eins með börnin eins og okkur karlmenn að við get- um ekki gert nema eitt í einu.“ Magnús bendir á að gleraugun komi ekki í staðinn fyrir deyfingu eða svæfingu. „Þetta er eins og þegar maður er spenntur yfir ein- hverju sjónvarpsefni, þá er auðvelt að leiða hjá sér utanaðkomandi áreiti.“  TANNLÆKNINGAR | Fyrir ungu sjúklingana Teiknimyndir dreifa huganum Morgunblaðið/Kristinn Heimsókn til tannlæknisins er bara skemmtileg því börnin fá að horfa á teiknimyndir með DVD-gleraugum. KONUR með einkenni hjarta- sjúkdóma fá lakari umönnun en karlar í sömu stöðu að því er ný evr- ópsk rannsókn gefur til kynna. Vís- indamenn rannsökuðu 3.779 sjúk- linga í þrjátíu og tveimur Evrópu- löndum innan rannsóknarinnar „Euro Heart Survey“ sem fram fór á árunum 2000-2001 og 2004, að því er m.a. kemur fram í Göteborgs Post- en. Þátttakendurnir höfðu allir verið greindir með brjóstverki og í ljós kom að konurnar reyndust eiga tvö- falt frekar á hættu að deyja eða fá hjartaáfall en karlar með sömu ein- kenni. Samanburður á milli tímabil- anna leiddi í ljós að ástandið batnaði aðeins konunum í hag en það var þó greinilegt að konurnar fengu al- mennt lakari umönnun en karlarnir. Áður hefur verið sýnt fram á að lífs- líkur kvenna eftir hjartaáfall eru al- mennt verri en karla og konur þurfa að bíða lengur eftir sjúkdómsgrein- ingu en karlar. „Vandinn er að einkenni margra kvenna eru ekki dæmigerð. En þótt þau séu það, fá þær minni meðhöndl- un,“ segir Caroline Daly prófessor. Að mati Evu Swahn, formanns sænska hjartalæknafélagsins, ættu þessar niðurstöður að hafa í för með sér breytingar á vinnulagi innan sænska heilbrigðiskerfisins. „Þær konur sem þjást af hjarta- og æða- sjúkdómum eru oft orðnar rosknar og þær eru óvanar að krefjast betri umönnunar,“ segir hún. Karin Schenk Gustafsson, ein af þeim sem stóðu að rannsókninni, bendir einnig á að lækna skorti meiri kunnáttu um kvenkyns sjúk- linga. Úr því þurfi að bæta í læknanámi.  RANNSÓKN | Hjartasjúkdómar Karlar fá betri umönnun STÓRIR skammtar af B-vítamíni fyrirbyggja ekki annað hjartaáfall eða heilablóðfall hjá þeim sem fengið hafa eitt slíkt. Meðferð af því tagi getur þvert á móti verið skaðleg, að því er norsk rannsókn leiðir í ljós, en greint er frá henni á vefnum forskning.no. Alls tóku þátt í rannsókninni 3.749 sjúklingar sem nýlega höfðu fengið hjartaáfall. Þeim var skipt í fjóra hópa þar sem einn hópurinn fékk 0,8 mg af fólinsýru (ein tegund B-víta- míns) á dag, annar fékk 40 mg af B6-vítamíni á dag, þriðji hópurinn fékk hvort tveggja og fjórði hóp- urinn lyfleysu. Niðurstaðan var að þeir sem fengu fólinsýru eða B6-vítamín voru í örlítið meiri hættu á að fá hjarta- áfall að nýju. Athygli vakti að þeir sem fengu hvort tveggja voru í 20% meiri hættu á að fá hjartaáfall en ella. Of mikið af B-vítamíni  VÍTAMÍN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.