Morgunblaðið - 19.09.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 23
UMRÆÐAN
ÚTSÖLUMARKAÐUR
Verðlistans er á Suðurlandsbraut 8 (Fálkahúsinu)
Sólarlandafarar, gerið góð kaup á sumarfatnaði.
Opið kl. 12-18
mán.-föstud.
! ! "
#
$ %%
$!
#
&
' ()* +)**
' ()* +),*
' ()* +))*
' ()* +)+*
MIG langar til að segja frá því
hvað ég er ánægð með Leikskól-
ann Marbakka í
Kópavogi. Ég hef oft
rætt þetta við vinkon-
ur mínar og fjöl-
skyldu. Það er nefni-
lega ekkert smá mál
hvort börnunum okk-
ar líður vel þann tíma
dags sem við full-
orðna fólkið erum í
vinnunni.
Sonur minn fékk
pláss á leikskóla rétt
um tveggja ára aldur
og var þar í u.þ.b.
þrjá mánuði og allur
sá tími var honum mjög erfiður.
Hann aðlagaðist ekki og var mjög
vansæll. Kannski tengist það að
einhverju leyti veikindum sem
hann hafði átt við að glíma.
En þegar fjölskyldan flutti í
Vesturbæ Kópavogs komst hann á
Marbakka. Eðlilega
tók aðlögun dálítinn
tíma en hann hefur
hvergi á leikskóla eða
í annarri gæslu verið
eins ánægður. Það
sést langar leiðir að
þarna líður honum
vel.
Í dag er ég með tvö
börn á leikskólanum.
Þessi þriggja ára son-
ur minn er á Bakka
sem er miðdeild. Svo
er litla stelpan mín á
Bóli á deild yngstu
barnanna. Svo á ég eldri dóttur
sem eyddi sínum leikskólaárum á
þessum yndislega leikskóla, þann-
ig að ég þekki vel til hans. Yngsta
dóttir mín sem var að byrja á
Marbakka núna í september hefur
einungis verið þar í tæpar tvær
vikur þegar þetta er skrifað og ég
sé það sama gerast hjá henni og
gerðist hjá syni mínum. Aðlögun
hefur tekið smá tíma en hún er
orðin nokkuð örugg þarna og ég
greini hjá henni framfarir á hverj-
um degi. Ég finn hvað hún er
ánægð með dagana sem þarna
líða.
Það sem mig langar að koma á
framfæri er hversu frábær þessi
leikskóli er í alla staði, starfið sem
þar er unnið er gott, mikið gert
með og fyrir krakkana. Starfs-
fólkið er yndislegt. Hér gæti ég
talið upp margar góðar konur sem
vinna á Marbakka. Svo er
skemmtilegt að sjá að á þessum
vinnustað er sama starfsfólkið ár-
um saman. Eitthvað hlýtur það að
segja til um vinnustaðinn.
Maturinn greinilega góður, son-
ur minn er nefnilega með mjög
viðkvæma húð og í því efni hefur
heilnæmur matur mikið að segja.
Draslmatur hefur slæm áhrif á
húðina. Svona mætti lengi telja.
Eftir að hann byrjaði hjá þessu
yndislega fólki sem þar vinnur
hefur hann verið yfir sig ánægður.
Bara svona til dæmis um hversu
gaman er á leikskólanum, þá spyr
ég hann stundum þegar ég er að
sækja hann. „Hvað eigum við að
gera skemmtilegt núna?“ Þá svar-
aði hann oft. „Förum á leikskól-
ann mamma, þar er svo gaman.“
Það fólk sem hefur byggt upp
starfið á Marbakka vinnur frábært
starf.
Einnig finnst mér skemmtilegt
frá því að segja að ég fór á Netið
til að skoða heimasíðu leikskólans
og þar eins og annars staðar er
ekki slegið slöku við. Þar getum
við foreldrarnir skoðað og fylgst
með hvað er að gerast hjá börn-
unum okkar.
Ég vona að ég hafi komið því til
skila sem ég hugsaði í upphafi og
því sem ég er alltaf að segja fólk-
inu í kringum mig – að á Mar-
bakka er gott að vera.
Þessi grein er skrifuð sem lítill
þakklætisvottur fyrir það sem vel
er gert. Ég vona að mér hafi tek-
ist að koma þakklæti mínu og fjöl-
skyldu minnar til skila.
Karitas Þráinsdóttur fjallar um
Leikskólann Marbakka
Karítas Þráinsdóttir
’Það fólk sem hefurbyggt upp starfið á
Marbakka er að vinna
frábært starf.‘
Höfundur er þjónustufulltrúi og nemi.
Förum á leikskólann, mamma!
ÞEGAR lög um fjármagns-
tekjuskatt voru sett voru háir vext-
ir og lítil verðbólga. Á þeim for-
sendum var ákveðið að
jafnt verðbólga sem
vextir væru flokkuð
sem fjármagnstekjur
og skattlögð sem slík.
Hins vegar var þetta
alrangt og í engu sam-
ræmi við eignarrétt-
arákvæði stjórn-
arskrár. Í verðbólgu
er hækkun eigna í
krónutölu aðeins til að
mæta verðminni krón-
um, og því ekki eigna-
aukning og alls ekki
skatthæf sem fjár-
magnstekjur. Það er
dæmigert að enginn
byrjaði málaferli, litlu
karlarnir treystu sér
ekki til þess og þeir
stóru voru ánægðir
með stöðu mála í sinni
stétt, en það er und-
arlegt að enginn lög-
fræðingur skuli hafa
fundið hjá sér hvöt til
að taka þetta mál upp.
Núna hefur hins
vegar orðið grundvall-
arbreyting á for-
sendum þessara laga,
vextir lækka og verð-
bólga eykst, þannig að
við búum við nánast
sömu prósentutölu
verðbólgu og vaxta. Það breytir
mjög miklu.
Hér fjalla ég aðeins um það
hvernig þetta horfir við ellilífeyr-
isþegum, sem hafa reynt að spara
eitthvað til elliáranna.
Í dag er fjármagnstekjuskattur í
raun og veru 20% af raunávöxtun,
og í þokkabót eru tekjutryggingar
lægst launuðu eldri borgara lækk-
aðar um 45% af svokölluðum fjár-
magnstekjum og það þrátt fyrir að
aðeins helmingur þessara tekna sé í
dag raunverulegar fjármagnstekjur
eins og ég hef áður
sagt.
Þannig er refsing
ríkisins til handa
tekjulitlum eldri borg-
urum fyrir að spara til
elliáranna sú að skatt-
leggja þá í raun og
veru um 65% af raun-
ávöxtun sparnaðarins.
Getur einhver gert
betur, eða talaði ein-
hver um það að lækka
skatta!
Ef ríkisstjórn sýndi
sanngirni miðað við
núverandi aðstæður
ætti aðeins einn fjórði
af fjármagnstekjum að
skerða lífeyri, ef þeir
aðeins væru sjálfum
sér samkvæmir! En í
pólíkik eru menn ekki
sjálfum sér sam-
kvæmir.
Það er víst borin
von um úrbætur, rík-
isstjórnin dregur það í
lengstu lög að ræða
við aldraða, því ennþá
er langt til kosninga.
En ég get ekki látið
hjá líða að benda unga
fólkinu á að það er
undir þrýstingi bank-
anna að spara og
spara. Hvernig verður farið með
sparnað ykkar á eldri árum í ljósi
þeirra afarkosta sem ríkisvaldið
býður eldri borgurum í dag? Svari
hver fyrir sig.
Hverjir njóta
vaxtalækkana?
Pétur Guðmundsson fjallar um
sparnað og kjör eldri borgara
’Þannig er refs-ing ríkisins til
handa tekju-
litlum eldri
borgurum fyrir
að spara til elli-
áranna sú að
skattleggja þá í
raun og veru um
65% af raun-
ávöxtun sparn-
aðarins.‘
Pétur Guðmundsson
Höfundur er fyrrverandi
stjórnarmaður í FEB.