Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 29 MINNINGAR það, útsýnið yndislegt, stutt í fjalla- leiðir og möguleikar á að dytta að og rækta landið. Sem betur fer fékk Óli að njóta þessa ævintýris þó ekki yrði það langt. Nú er okkar ævintýr- um með Óla lokið. Við sem eftir lif- um erum þakklát fyrir að hafa tekið þátt í þeim og fyrir allt það sem Óli gaf okkur. Ragnhildur og Friðbjörn. Fyrir tæpum 40 árum var mynd- aður starfshópur á vegum skóla- rannsóknadeildar menntamálaráðu- neytisins til að bylta um og breyta eðlis- og efnafræðikennslu í skyldu- námi. Þar hófust kynni okkar Ólafs Guðmundssonar, þá ungur kennari er vakið hafði athygli sem frumlegur og fær í kennslu raungreina. Viðfangsefni hópsins var að end- urskoða og semja námsefni, velja búnað fyrir skólana og halda nám- skeið fyrir kennara í meðferð hins nýja námsefnis. Í þessu starfi varð Ólafur lykilmaður. Byltingarandi samhliða næmum skilningi hans á hvernig ná mætti til nemenda og kennara setti sterkan svip á verk- lagið. Hugkvæmni hans í sýnitil- raunum var við brugðið. Þar fór saman faglegur metnaður, einfald- leiki og hæfileikinn til að gera við- fangsefnið í senn spennandi og ögr- andi. Það var ómæld ánægja að ferðast með honum um landið á far- andnámskeið fyrir kennara. Hann var kennari af guðs náð. Geislandi áhugi hans, samhliða léttri skaphöfn og hnyttni í tilsvörum átti hvað mestan þátt í að það tókst að mynda breiðan og áhugasaman hóp kenn- ara til að vinna að þessu verkefni. En frumleiki Ólafs naut sín víðar. Svo skipuðust mál að við áttum einnig samleið í þrjá áratugi í litlu skákgengi sem tefldi reglulega. Hér var hann bæði hrókur alls fagnaðar og sjálfkjörinn leiðtogi. Við borðið var hann útsjónarsamur, óhræddur við ótroðnar slóðir og hafði ótak- markaðan sigurvilja. Kennarinn og skákmaðurinn mættust einnig í miklu og fórnfúsu starfi hans í skólaskák. Sveitir Æf- ingaskóla Kennaraháskólans náðu frábærum árangri undir hans hand- leiðslu og ýmsir þekktir skákmenn í dag áttu sína fyrstu leiki og sigra þar. En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir rúmu ári hittust ættingjar og vinir á litlu óðali við Apavatn sem þau hjón höfðu eignast og hefði get- að orðið skemmtileg umgjörð um gott ævikvöld. En grimmur sjúk- dómur breytti hér öllu. Við Bjarney geymum ríkar minn- ingar um góðan dreng um leið og við sendum Hlín og öðrum ástvinum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Örn Helgason. Það er tæplega hægt að hugsa sér meira lán í lífinu en að búa yfir náð- argáfu og fá að nýta hana í störfum sínum alla ævi. Ólafur Guðmunds- son var því afar lánsamur maður. Hann var kennari af lífi og sál, sem naut þess að fræða og vinna með fólki. Á farsælum kennsluferli tókst honum að hreyfa við og þannig breyta lífi fjölmargra nemenda, sem skildu að Ólafur kom ekki aðeins fram við þá sem kennari, heldur einnig sem jafningi. Það er háttur góðra fræðara. Ef það var eitthvað sem öðru fremur einkenndi kennslustíl Ólafs, var það sköpunargleðin. Íhaldsöm vanafesta var honum ekki að skapi í kennslustofunni og því leitaðist hann stöðugt við að þróa eitthvað nýtt, ráðast í nýjar tilraunir eða smíða framandleg tæki. Eftir á að hyggja má furðum sæta að hann skuli ekki hafa sprengt fleiri skóla- stofur í loft upp í ákafri leit að nýj- um og spennandi kennsluaðferðum. Sumarið 1998 hófst Rafmagns- veita Reykjavíkur handa við stofnun Rafheima, fræðsluseturs um raf- magn og orkumál fyrir nema á öll- um skólastigum. Tekist hafði að tryggja fjármuni til verkefnisins og pólitíska samstöðu um það. Nóg var til af bókum og bæklingum um efnið til að fylla alla veggi af myndum og texta. En ennþá vantaði sálina, til- raunabásana þar sem nemendurnir fengju sjálfir að spreyta sig og sem gæddu bókstafina lífi. Það var gæfa Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar þegar Ólaf- ur Guðmundsson réðst til starfa í Rafheimum. Tilraunirnar sem hann þróaði, öll tækin og þrautirnar eru forsenda þess að fræðslusetrið geti staðið undir því metnaðarfulla markmiði að styrkja raungreina- kennslu í landinu. Frá því að leiðir okkar tveggja lágu fyrst saman árið 1998, reyndist Ólafur frábær vinnufélagi. Fáir menn hafa kennt mér meira í starfi og um lífið sjálft. Það var átakanlegt að fylgjast með erfiðri baráttu góðs vinar við illvígan sjúkdóm. Fjöl- skyldu hans votta ég innilegustu samúð mína. Minnumst þess þó á sorgarstundu hversu lánsamur Ólaf- ur var. Stefán Pálsson. Góður vinur minn, Ólafur Guð- mundsson, kennari og námsefnis- höfundur, er látinn langt um aldur fram. Sár söknuður fylgir því að þurfa að horfa á eftir þessum ljúfa og skemmtilega félaga sem var svo óskaplega mörgum góðum gáfum gæddur. Óli var um margt einstakur per- sónuleiki. Hafa mætti langt mál um fjölþættar gáfur hans. Fyrst koma upp í hugann orðin eðlisgreind og náttúrugreind og þá í margþættri merkingu. Óli hafði nánast óforbetr- anlegan áhuga á öllu, lifandi og dauðu, á eðli og eiginleikum hlut- anna, á fræðum og vísindum. Og þá ekki síður einstakan hæfileika til að fræða aðra og vekja áhuga. Óli var afburðakennari, sannkallaður lista- maður í kennslu; fróður, hugmynda- ríkur, hlýr og gefandi. List hans var ekki síst fólgin í því hversu vel hon- um var lagið að tengja fræðin við daglegt líf og reynslu. Á hugvits- saman hátt nýtti hann hversdags- lega hluti og lauk upp leyndardóm- unum á bak við þá. Hann hafði alveg sérstakt nef fyrir því að setja upp forvitnilegar tilraunir og sýni- kennslu þar sem byggt var á hlutum og efnum sem sótt voru í venjuleg eldhús, út á skólalóð eða í næstu verslun. Skólastofan hans í Háteigs- skóla var furðuheimur þar sem öllu ægði saman. Þar skapaði hann með nemendum sínum listaverk í formi áhugaverðra viðfangsefna og skemmtilegra kennslustunda og var galdri líkast. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst sam- an í menntamálaráðuneytinu snemma á áttunda áratugnum þar sem við fengumst við námsstjórn og námsefnisgerð. Ólafur var framúr- skarandi námsefnishöfundur sem lagði verulega af mörkum til þróun- ar námsefnis og endurskoðunar á kennsluháttum í náttúrufræði, þar sem virkir kennsluhættir og tengsl viðfangsefna við náttúru og um- hverfi voru leiðarljósin. Fyrir nokkrum árum var Ólafur ráðinn til að byggja upp Rafheima, fræðslusetur Rafveitunnar í Elliða- árdal. Námsefni hans og verkefni um rafmagn sem þar liggja frammi bera hugviti hans og útsjónarsemi gott vitni. Þar er samankominn sjóður af forvitnilegum verkefnum þar sem nemendur skoða, prófa og rannsaka upp á eigin spýtur. Í verk- efnagerð var Óli einfaldlega snill- ingur. Hann ætlaði að helga sig þessu viðfangsefni þegar hann ákvað að fara snemma á eftirlaun fyrir rúmu ári. Það er vissulega sorglegt að hann skuli ekki hafa fengið að halda þessu verki áfram, en nokkur huggun að eiga þetta ein- staka verkefnasafn að byggja á. Persónulega á ég Óla mikið að þakka. Alltaf verð ég honum þakk- látur fyrir að hafa átt frumkvæði að því að bjóða mér að taka þátt í skák- klúbbi nokkurra öðlinga sem hist höfðu hálfsmánaðarlega um langt árabil. Persónuleiki Óla birtist vel í skákinni. Stundirnar með honum yf- ir skákborðinu munu aldrei gleym- ast. Hann var einfaldlega svo skemmtilegur skákmaður, uppá- tækjasamur og alltaf að koma and- stæðingi sínum á óvart. Og aldrei hef ég kynnst neinum sem teflt hef- ur af jafn miklum húmor! Það gat meira að segja verið gaman að tapa fyrir honum! Minnisstæð er veiðiferð okkar tveggja upp á Arnarvatnsheiði fyrir mörgum árum en þangað skröngl- uðumst við eina síðsumarnótt á gamla Landróvernum hans, sem hann hafði svo gaman af að dytta að – enda þúsundþjalasmiður – með tjaldvagninn þeirra Hlínar í eftir- dragi. Veiðin reyndist treg, en mörgum vinningum á hinn bóginn landað á báða bóga inni í tjaldinu yf- ir skákborði og rjúkandi prestakaffi. Við Lilja sendum Hlín, börnunum og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við treyst- um því að smám saman muni allar góðu minningarnar um þennan hlýja og einstaka dreng græða djúp sorg- arsárin. Ingvar Sigurgeirsson. Ólafur Guðmundsson var kennari af lífi og sál. Við minnumst þess sem nýútskrifaðir kennarar hvað við dáðumst að hæfileikum þessa manns til að laða fram alls konar hughrif hjá nemendum sínum. Okk- ur fannst þetta göldrum líkast hjá manninum en kannski var þetta fyrst og fremst ómæld vinna og und- irbúningur, maðurinn sístarfandi og létt ofvirkur í hugmyndaflugi sínu í kennslunni. Það er sama hvað það var, allt varð að spennandi verkefn- um fyrir krakkana, endalausar rannsóknir og brask með alla skap- aða hluti. Þau upplifðu kennslu- stundirnar hjá honum, fannst okkur stundum, eins og rússíbanaferð, eitthvað villt og spennandi, og bara að halda sér fast til að detta ekki út. Það var þessi sterka innlifun í verk- efnin sem við öfunduðum hann svo af. Þegar við kynntumst Óla hafði hann verið námsstjóri í sinni grein, raungreinunum, og þannig haft mik- il áhrif á þróun kennsluaðferða, samið námsbækur og ferðast marga hringi kringum landið með nám- skeiðin sín. Þegar við byrjuðum að kenna í Æfingaskólanum var Óli farinn að kenna aftur og þar urðum við samkennarar í heljarmiklu „teymi“ sem hafði það beinlínis í starfslýsingum sínum að gera til- raunir með börn eða öllu heldur kennsluaðferðir fyrir börn. Þá gekk nú á ýmsu en allt fór þetta vel, ekki síst vegna hæfileika Óla til að ná öruggum stjórntökum í óreiðu- kenndum lokakafla hugmynda- sinfóníunnar. Eftir að við hættum við Æfinga- skólann hélt Óli áfram að kenna þar og var auk þess á kafi í alls kyns sérverkefnum og við komumst ekki hjá því að hafa fregnir af honum. Í amstri hversdagsleikans urðu end- urfundirnir of fáir, þó náðum við gömlu samstarfsfélagarnir smá pæl- ingafundi með Óla á Sóleyjargöt- unni eftir að hann veiktist. Þá var samt engan bilbug á honum að finna, allt á fullu í Rafheimaverkefn- inu sem hann átti stóran þátt í. Auk glæsilegs starfsferils sem kennari var Óli mikill hamingjumað- ur í sínu einkalífi. Hann og Hlín voru sívirk og hamingjusöm með börnunum sínum á Sóleyjargötunni. Nú þegar sól Óla er hnigin til viðar kveðjum við gamlan félaga með söknuði. Hannes Sveinbjörnsson, Páll Ólafsson. Ólafur Guðmundsson kennari er látinn langt fyrir aldur fram. Hann var náttúrufræðikennari af hugsjón og elju og minnisstæður öllum sem kynntust. Kennsluferill Ólafs er einkum tengdur grunnskólakennslu, kennaramenntun við KHÍ, skólaþró- unardeild menntamálráðuneytisins og uppbyggingu Orkuheima, kennslusafns í eðlisfræði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hann vann mikið brautryðjendastarf sem verkefna- og hugmyndasmiður. Ólafur hafði einstakt lag á að vekja áhuga og athygli nemenda sinna, leiða þá að viðfangsefnunum og gera að þátttakendum í eigin námi. Kennslustíllinn var persónu- legur, frásögnin og orðræðan vekj- andi, námsvirkni nemenda mikil og óvæntir atburðir tíðir. Það gat verið ævintýri líkast að fylgjast með honum að störfum hvort sem var á símenntunarnám- skeiðum kennara eða með ungling- um í eigin kennslustofu. Og það var ákveðin nautn að ræða við kennara- nema sem gripið höfðu aðferðir hans og hugmyndir og sýna erlendum gestum umhverfið sem hann bjó sér í gömlu náttúrufræðistofunni í Há- teigsskóla. Á kveðjustund vil ég þakka góð- um dreng gefandi kynni og ánægju- leg samskipti og flyt eiginkonu Ólafs og börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé mining Ólafs Guð- mundssonar. Stefán Bergmann, KHÍ. Við kaffiborðið sitja um 20 vinnu- félagar, flestir starfsmenn við Kenn- araháskóla Íslands og rifja upp minningar um samvistir við Ólaf Guðmundsson, vin og vinnufélaga í Æfingaskólanum um margra ára skeið. Dapurleg stund þegar vinur er kvaddur langt um aldur fram. En bjartar minningar lýsa upp sorgina, létta trega og innan stundar lifnar hópurinn þegar sögur og endur- minningar streyma fram um spaugi- leg atvik, ótrúlega hugvitsemi og verklagni Ólafs. Óli var góður kennari. Hann var einlægur við nemendur sína og hafði unun af að grúska með þeim í við- fangsefnum sem voru á dagskrá. Eðlisfræðistofan var ríki hans. Þar var þröngt og ókunnugum gat virst sem öllu ægði saman, bókum, blöð- um, tilraunaglösum, rafmagnsvör- um og stóru fiskabúri, sem sprakk einu sinni og þá þurfti að hafa hrað- ar hendur við að tína spriklandi smáfiska upp af fljótandi gólfinu. En eðlisfræðikennarinn hafði reiðu á öllu saman. Kennslan hans byggðist á tilraunum. Nemendur þurftu sjálf- ir að hafa fyrir því að leita lausn- anna, reyna, mistakast, reyna aftur og takast þá betur til. Og allt gat orðið að námsefni. Er hægt að nota rafstraum til að steikja pylsu? Vissulega, og þá er bara að setja tómatsósuna og sinnepið yfir og gæða sér á kræsingum. Er kannski hægt að búa til útvarp? Það gat Edison, því ekki að reyna? Jú, það heyrist í því! Sagt er að kók sé óhollt. Er ekki kjörið að efnagreina það og mynda sér eigin skoðun? Svo er hægt að framleiða handáburð ef maður kann dálítið í efnafræði. Hug- myndaríkum kennara eru engin tak- mörk sett, uppátækjasömum sögðu sumir sem þótti stundum nóg um. En skólastofa er þröngur vett- vangur. Því ekki að bregða sér með árganginn allan upp að Kolviðarhóli og dvelja þar tvo daga við marg- vísleg verkefni tengd náttúrunni? Óli átti hugmyndina og hreif fé- lagana með sér. Þarna naut nátt- úrubarnið og útivistarmaðurinn sín vel. Veturinn 1977-78 var gerð tilraun með að auka samkennslu innan ár- gangs til að unnt væri að sinna bet- ur hverjum og einum nemanda. Ár- ganginum var kennt að talsverðu leyti í samkomusal skólans og þrír til fjórir kennarar unnu sem teymi og báru sameiginlega ábyrgð á kennslunni. Óli var í fyrsta kenn- arahópnum sem reyndi þessa tilhög- un. Þetta kostaði kennarana ómælda vinnu en áhuginn og eljan við að leita að leiðum sem hentuðu nemendum hvatti þá áfram. „Keyrt var áfram viku frá viku á viljastyrk þátttakenda og fórnfúsu starfi,“ seg- ir Óli í skýrslu um þennan fyrsta vetur. Um þetta starf má lesa meira í bókinni Skóli í deiglu sem kom út hjá Kennaraháskóla Íslands 2002. Skákklúbbur nemenda varð fjöldahreyfing undir stjórn Óla og nemendur hans unnu til sigra á landsvísu og margir fengu útrás fyr- ir sköpunarþrána í ljósmynda- klúbbnum, sem hann stóð fyrir um árabil. Vinnudagurinn var oft langur og ekki endilega innan hefðbund- inna dagvinnumarka. Síðasta stórvirkið í þágu barna og unglinga var svo Rafheimar við Elliðaárnar. Þar gat Óli nýtt reynslu sína sem kennari og námsefnishöf- undur og búið út tilraunastofu í anda þeirrar menntastefnu sem hann aðhylltist og helgaði starf sitt sem kennari. Já, margs er að minnast eftir langt samstarf við vinnufélaga sem ætíð var hress í bragði, svipfríður og kankvís og grallari á góðum stund- um. Efst vakir samt minningin um góðan dreng. Við vottum Hlín Helgu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Starfssystkin úr Æfingaskólanum. Ólafur Guðmundsson, náttúru- og eðlisfræðikennari, lést 9. september síðastliðinn. Í raðir okkar í Háteigs- skóla er höggvið skarð. Ólafur starf- aði hátt í þrjá áratugi við skólann og tók þátt í margvíslegum umbreyt- ingum hans frá því að vera ríkisrek- inn tilraunaskóli til þess tíma að hann varð almennur hverfisskóli í Reykjavík árið 1996. Allan þann tíma var hann uppspretta hug- mynda og nýbreytni bæði fyrir skól- ann í heild og fyrir sína grein sem var hans ær og kýr. Hann var nátt- úrufræðikennari, maður náttúrunn- ar og náttúrulegur maður. Náttúru- legur maður í þeirri merkingu að vera sannur og hreinskiptinn þar sem alltaf var stutt í glettni sem bar vott um einstæða lífgleði. Þessi lífs- gleði og brennandi áhugi geislaði af honum í kennslunni og fóru nem- endur ekki varhluta af henni og þökkuðu fyrir sig með því að kjósa hann ítrekað sem besta kennara skólans. Hann virtist vera áskrif- andi að þeim titli í mörg ár á árshá- tíðum nemenda. Einhvern tíma á þessari leið fékk hann viðurnefnið Óli eðla sem var eins og augljóst er margrætt viðurnefni en fyrst og fremst skemmtilegt fyrir kennara sem nemendum líkaði við. Auk þess var hann líka eðal kennari. Sem slík- ur var hann fyrr á árum námstjóri og námsbókahöfundur og bækur hans voru kenndar hátt í tvo ára- tugi. Hann var stöðugt að gera til- raunir, tilraunir sem skemmtu nem- endum og uppfinningar til að mennta nemendur. Sólarorkumælir- inn er sumum okkar magnaðasta og eftirminnilegasta tækið. Á sólríkum haustdögum lágu nemendur við sól- arorkumælana og fylgdust með því þegar sólin hitaði vatn í glasi í þess- um sérstaka mæli. Hann gekk á milli eða flaug á milli í kennaralegri gleði sinni og leiðbeindi. Í Rafheim- um var Ólafur í essinu sínu þar sem hann skapaði undraheim og ævin- týraheim fyrir grunnskólabörn til að reyna náttúruna og eðli hennar. Þar átti hann margt ógert en þar ætlaði hann sér að vinna áfram eftir að hann hætti störfum í Háteigsskóla vorið 2004. Á löngum starfsferli er margs að minnast og því verður ekki gerð skil í nokkrum fátæklegum minningarorðum um góðan dreng og eðal kennara. Hann var áhuga- maður um skák eins og margt annað og undir handarjaðri hans náði skáksveit skólans miklum árangri bæði hér heima og á Norðurlanda- mótum. Fyrir nokkrum árum fannst sumum okkar í skólanum að hávað- inn á kaffistofunni væri orðinn of mikill og þá hannaði hann hávaða- mæli sem kveikti rautt ljós þegar masið gekk full langt. Svona var Óli og líka gleðimaður og söngmaður, já og sellóleikari þegar raddir starfs- manna þurftu menningarlegan und- irleik á árshátíðum eða jólum. Á ljósmyndum úr safni skólans leikur hann á sellóið í sparifötum eða trúðsbúningi, syngjandi í hópi karla og kvenna eða stjórnandi. Aldrei var gleðskapur fullkominn nema að hann stjórnaði „Rosen fra Fyn“. Svona var Óli. Við í Háteigsskóla vottum Hlín Helgu samstarfsmanni okkar, börn- um þeirra og börnum Óla frá fyrra hjónabandi okkar dýpstu samúð. Megi minningarnar um Ólaf Guð- mundsson kennara sem eru hlýjar og nærandi fylgja okkur inn í fram- tíðina, því að hann var maður fram- tíðarinnar. Blessuð sé minning hans. Starfsfólk Háteigsskóla.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: 10. bekkur ÆSK 1994-1995.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.