Morgunblaðið - 19.09.2005, Side 32
32 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Óli BergholtLúthersson
fæddist í Bergsholti í
Staðarsveit hinn 21.
maí 1931. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 12.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Lúther Jóns-
son, f. 2.9. 1892, d.
28.4. 1974, og Krist-
ín Theódóra Péturs-
dóttir, f. 21.11. 1890,
d. 18.2. 1984. Systk-
ini Óla eru Jón, f.
13.2. 1914, d. 13.5. 2005; Svava, f.
27.7. 1915, d. 6.9. 2003; Kristín Ást-
hildur, f. 1.4. 1917, d. 21.4. 2000;
Guðrún, f. 24.5. 1920, d. 11.12.
1920; Guðrún Fjóla, f. 8.6. 1921, d.
12.7. 1998; Petrea Jófríður, f. 19.2.
1925; og Pétur Bergholt, f. 2.9.
1936. Anton Salómonsson frá
Ólafsvík fluttist til fjölskyldunnar
þegar hann var 16 ára og bjó með
þeim til dánardags, f. 17.4. 1909, d.
10.4. 1994.
Hinn 28. janúar 1956 kvæntist
Óli Svönu Svanþórs-
dóttur, f. 26.3. 1934,
frá Tindastöðum á
Kjalarnesi. Börn
þeirra eru: 1) Ragna,
f. 19.10. 1956, maki
Eiríkur Guðbjartur
Guðmundsson, f. 6.10.
1950. Börn þeirra
eru: a) Svana, f. 12.4.
1976, d. 26.10. 1995.
b) Óli Örn, f. 29.5.
1979. c) Sóley, f. 5.6.
1984, unnusti Stefán
Reynisson, 19.8. 1979.
Dóttir þeirra Margrét
Nótt, f. 11.6. 2005. d) Svana Björg,
f. 5.12. 1997. 2) Kristín Theódóra, f.
12.1. 1960, maki Óli Sævar Laxdal,
f. 30.6. 1958. Börn þeirra: a) Svan-
þór, f. 6.8. 1979, unnusta Gréta
Björg Jakobsdóttir, f. 5.4. 1983. b)
Íris Ósk, 29.3. 1982. c) Sævar, 15.6.
1988. d) Elvar, f. 5.11. 1990. 3) Ás-
dís, f. 22.4. 1967. 4) Lúther, f. 14.11.
1972.
Útför Óla verður gerð frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Þegar ég heimsótti fyrst tilvon-
andi tengdaforeldra mína þá spurði
ég Rögnu, væntanlega eiginkonu
mína, við fyrsta tækifæri: „Eru þau
alltaf svona elskuleg?“ því mér
fannst mér tekið eins og höfðingja.
„Já,“ svaraði hún og reyndust það
orð að sönnu.
Óli tengdafaðir minn ólst upp í
Bergsholti í Staðarsveit á Snæfells-
nesi fram undir tvítugt. Á fyrsta
æviári Óla upplifði fjölskyldan hans
það að hús þeirra brann ofan af þeim.
Þegar Óli var orðinn fimm ára þá
brann það aftur til grunna og þurftu
þau að gista það sumar í fjárhúsun-
um. Á unglingsárunum var Óli eitt ár
í héraðsskólanum á Laugarvatni þar
sem hann undi hag sínum vel og tal-
aði hann oft hlýlega um þann tíma.
Óli fluttist svo til Reykjavíkur.
Sumarið 1952 vann hann hjá Júlíusi
Jónssyni að keyra leiðina Kjalarnes-
Kjós. Þar kynntist hann Svönu Svan-
þórsdóttur frá Tindastöðum sem
hann giftist þremur árum seinna.
Árið 1971 fluttu þau á Ásbraut 21 í
Kópavogi þar sem þau bjuggu eftir
það.
Næstu árin starfaði Óli við leigu-
bílaakstur hjá Bæjarleiðum og í ál-
verinu í Straumsvík. Árið 1979 réðst
Óli til vinnu hjá Radíóbúðinni og
starfaði hann þar í nítján ár. Þegar
Salurinn í Kópavogi var opnaður árið
1999 hóf Óli þar störf sem húsvörður
og starfaði þar af miklum dugnaði og
myndarskap óslitið þar til hann fór í
veikindaleyfi sumarið 2005.
Í Kópavogi var hann um áratuga-
skeið virkur í starfi Sjálfstæðis-
flokksins og sat meðal annars í nokk-
ur ár í stjórn sjálfstæðisfélagsins. Óli
hafði mikinn áhuga á söng. Hann var
á meðal stofnenda Snæfellingakórs-
ins í Reykjavík. Síðustu tíu ár söng
hann í kór Óháða safnaðarins.
Óli fór nær daglega í sund í sund-
laug Kópavogs. Hann taldist á meðal
þeirra heiðursmanna sem kölluðu
sjálfa sig Pottverja. Árið 1995 byrj-
aði Óli að spila golf hjá GKG og varð
golfið fljótlega að hans aðaláhuga-
máli.
Ég minnist með sérstakri hlýju
símasamtalanna okkar um stjórnmál
á fyrstu búsetuárum okkar Rögnu
fyrir vestan. Ég kveð með söknuði
góðan vin.
Eiríkur Guðmundsson.
Í sumar ræddi ég við hann afa og
nafna, sem ég er skírður í höfuðið á,
um hversu mikið hann hefði upplifað
af framförum Íslands á síðustu öld.
Hann fæddist í torfbæ (sem brann í
tvígang ofan af honum fyrir sex ára
aldur. Upp frá því hafði hann skilj-
anlega illan bifur á kertum!) en síð-
ustu 35 ár ævinnar bjó hann í eigin
húsnæði á toppi Kópavogshæðar.
Þegar ég spurði hann hvaða breyt-
ingar honum hefði þótt hvað merki-
legastar á ævinni var svarið: „Þegar
þeir lögðu veg út Snæfellsnesið, það
var alveg djöfullegt að blotna alltaf í
fæturna hvert sem maður fór.“
Þannig komst hann afi oft að kjarna
málsins.
Af öfum mínum lærði ég tvær
jafngóðar og mikilvægar lífslexíur.
Guðmundur Valgeir afi minn kenndi
mér gildi þess að leggja hart að sér
við alla þá vinnu sem maður tekur að
sér. Óli afi minn sýndi mér hvernig
þú öðlast vináttu og virðingu manns
með því að sýna honum vináttu og
virðingu að fyrra bragði.
Hann Óli sinnti afastarfinu af
miklum dugnaði. Öllum barnabörn-
unum hans þótti alltaf sérlega
skemmtilegt að koma í heimsókn á
Ásbrautina vegna þess hversu kátur
og hress hann var og fullur af orku.
Afi var alla tíð gríðarlega stoltur
af börnum sínum og barnabörnum.
Síðustu mánuði var hann sérstak-
lega stoltur og ánægður með það
hversu vel Lúther, yngsta syni hans,
gekk að fóta sig í nýju umhverfi vest-
ur á Ísafirði.
„Heimurinn væri betri ef fleira
fólk væri eins og hann Óli,“ sagði
góður maður eitt sinn við mig þegar
Óla bar á góma og eru það orð að
sönnu. Hann gerði heiminn betri
með því að bera ekki kala til neins
manns, leggja alltaf hönd á plóginn
þegar einhver sem hann þekkti
þarfnaðist aðstoðar og láta hvern
þann sem hann ræddi við finnast
hann vera merkilegasti maðurinn
sem hann gæti verið að tala við.
Fjölskylda hans sem saknar hans
sárlega mun leggja sig fram við að
heiðra minningu hans með því að
reyna að fylgja fordæmi hans.
Óli Örn Eiríksson
og fjölskyldan
Sæbólsbraut 34a.
Elsku afi minn. Það er ótrúlega
erfitt að trúa því að þú sért farinn frá
okkur. Þú varst alltaf svo hress og
unglegur að ég hélt næstum að þú
værir ódauðlegur. Við samglödd-
umst þér svo innilega þegar við frétt-
um að þú værir að fara í aðgerðina og
ekkert okkar grunaði að það væri
svona stutt eftir. Þegar við Stefán og
Margrét komum til þín á spítalann
þá varstu svo hress og ég var viss um
að næst þegar ég sæi þig þá værir þú
kominn heim til ömmu og yrðir fljótt
kominn á fætur og farinn í göngu-
túra í Fossvoginum eins og þú gerðir
svo oft í sumar.
Þó þú sért nú farinn þá er ég svo
þakklát fyrir að hafa eytt sumrinu á
Íslandi og að hafa fengið að vera með
þér og að þú hafir hitt litlu langafa-
stelpuna þína. Ég á svo margar góð-
ar minningar um þig enda varstu al-
gert gull af manni. Margar þeirra
eru úr Salnum þar sem þú vannst og
ég var oft með kórnum og svo er ein
sem mér þykir sérstaklega vænt um.
Hún var þegar ég var í Þinghóls-
skóla og við fórum í skólaferð í Hval-
fjörð að gróðursetja tré og þú varst
að hjálpa okkur. Ég var svo voðalega
montin að hafa afa minn á svæðinu
og varð hálf súr þegar allir hinir
krakkarnir fóru að kalla þig afa. Þér
fannst það þó ekki slæmt og sagðist
þú vera bara afi okkar allra. Þetta
var svo lýsandi fyrir þig.
Þegar Stefán minn kom í fjöl-
skylduna þá varstu fljótur að láta
honum líða eins og hann væri líka
barnabarn þitt. Þú varst einn albesti
maður sem ég hef þekkt og þín mun
verða saknað sárt af öllum sem
þekktu þig. Sofðu rótt, elsku afi.
Þín
Sóley.
Hann Óli okkar Lúthersson er lát-
inn. Dánarfregnin kom á óvart eins
og alltaf þegar dauðinn kveður dyra.
Ég hafði talað við Óla fyrir rúmum
þremur vikum og þá var hann ný-
kominn úr hjartaskurði, sem hafði
gengið vel og hlakkaði til að komast
fljótlega í endurhæfingu á Reykja-
lundi.
Óli var ákaflega hlýr og opinn per-
sónuleiki og var hvers manns hug-
ljúfi. Ég kynntist Óla fyrst er ég
hafði afskipti af bæjarmálunum hér í
Kópavogi árið 1990. Tókst þá með
okkur vinátta sem hélst æ síðan. Óli
var einnig mikill vinur vina sinna.
Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum og lá ekki á
þeim. Hann var fastur fyrir þegar
þess þurfti, en var fyrstur manna á
vettvang ef eitthvað bjátaði á hjá
vinum hans og kunningjum.
Óli var ráðinn húsvörður hjá Saln-
um í Kópavogi þegar hann var opn-
aður snemma árs 1999. Hann starf-
aði þar til æviloka við mjög góðan
orðstír. Hann tók á móti listamönn-
um og gestum, ávallt með bros á vör.
Hann var þessi hlýja og glaða ásjóna
Salarins og var dáður og virtur bæði
af listamönnum og samstarfsfólki.
Óli var mjög virkur félagi í Sjálf-
stæðisflokknum hér í Kópavogi og
sat í stjórn Sjálfstæðisfélagsins og í
stjórn fulltrúaráðsins til margra ára.
Hann og kona hans Svana voru alltaf
tiltæk ef vantaði lið til verkefna á
vegum Sjálfstæðisflokksins. Það var
ekkert verið að mögla, hlutirnir voru
gerðir, það var hans stíll.
Óli var mikill auðnumaður í sínu
fjölskyldulífi. Hann á frábæra eigin-
konu, hana Svönu, og góð börn. Þau
hjónin stóðu saman sem einn maður
og það var gaman að fylgjast með því
hvað þau voru alltaf glöð og ham-
ingjusöm.
Elsku Svana og fjölskylda, ég
votta ykkur samúð mína vegna frá-
falls Óla. Megi Guð blessa minningu
Óla B. Lútherssonar.
Gunnar I. Birgisson.
Vinur minn og samstarfsmaður,
Óli Bergholt Lúthersson, er látinn
og kveð ég hann með söknuði. Við Óli
sáumst fyrst í desember árið 1998,
ég þá nýráðin forstöðumaður Salar-
ins í Tónlistarhúsi Kópavogs, og
hann, þá einnig nýráðinn, húsvörður
við sömu stofnun. Okkur hafði verið
falið það sameiginlega verkefni að
ýta úr vör glæsilegri tónlistarskútu
bæjarins, og það var ekki laust við að
nokkurs taugatitrings gætti hjá ný-
liðunum. Við gerðum okkur bæði
ljóst frá upphafi að miklar vonir voru
bundnar við Salinn og þá starfsemi
sem þar skyldi blómstra, og ábyrgð-
in því umtalsverð. Húsið hafði risið
af hugsjónakrafti, drift og dugnaði
margra mætra manna, á ótrúlega
skömmum tíma, og eins og þá vill
henda var ýmsum verkum ólokið. En
Salurinn var vígður á tilsettum degi,
og af stað sigldum við Óli í jómfrúar-
siglinguna á okkar dýrmæta fleyi.
Það var ekki vandalaust að taka
við umhirðu og hússtjórn Salarins
við þessar aðstæður, en Óli gekk
óhræddur til verksins. Hann var
ósérhlífinn og duglegur, og með ein-
dæmum samviskusamur. Hann hafði
mikla reisn, og ég minnist þess með
ánægju hversu hann, alþýðumaður-
inn og bóndasonurinn af Snæfells-
nesi, átti auðvelt með að taka á móti
ýmsum fyrirmönnum, tónlistar-
mönnum og þjóðhöfðingjum, á jafn-
ingjagrundvelli, en þó af þeim virðu-
leika og háttvísi sem var við hæfi
hverju sinni. Ég minnist þess einnig
hversu annt honum þótti um Svönu
konu sína, og hvað það gladdi hann
einlæglega að geta boðið henni við og
við á konsert.
Óli var lífsglaður, vinmargur,
barngóður maður og það er erfitt að
trúa því að hann komi ekki lengur
brosandi inn til mín á morgnana með
rjúkandi kaffi í bolla „handa hús-
bónda mínum“ eins og hann sagði
stundum í gríni. Umhyggjusemina
og trygglyndi hans í minn garð fæ ég
seint fullþakkað. En í dag kveð ég
kæran vin og samherja með trega.
Svönu, börnum Óla, barnabörnum,
skyldmennum og vinum færi ég inni-
legar samúðarkveðjur, og ég veit að
ég tala fyrir munn samstarfsmanna
hans allra, og vina í hópi þeirra fjöl-
mörgu tónlistarmanna og tónlistar-
unnenda sem Salinn hafa heiðrað
þegar ég segi: Blessuð sé minning
Óla Bergholt Lútherssonar.
Vigdís Esradóttir.
Kveðja frá
Tónlistarskóla Kópavogs
Það er með söknuði sem ég, fyrir
hönd samstarfsfólks Óla Lúthers-
sonar við Tónlistarskóla Kópavogs,
rita örfá kveðjuorð.
Óli starfaði sem húsvörður við
skólann frá þeim degi, er skólinn
flutti í Tónlistarhúsið haustið 1999,
til dauðadags. Fljótt kom í ljós hve
áreiðanlegan samherja við höfðum
eignast. Með jákvæðum huga og
vasklegri framgöngu setti Óli skarp-
an svip á skólahaldið. Hann var rösk-
ur til verka og umhyggjusamur.
Störf sín vann hann af ábyrgð og ná-
kvæmni, þannig að gott var að
treysta honum fyrir góðum verkum.
Óli var léttur í skapi, glettinn og hlýr
og smitaði okkur hin með sínum
skemmtilega hlátri. Í samskiptum
var hann hreinn og beinn. Nutu nem-
endur góðs af greiðasemi hans á
margan hátt, enda hafði hann um-
sjón með að æfinga- og tónleikahald
þeirra gengi snurðulaust fyrir sig.
Aðstandendum og öðrum sem sóttu
tónleika og viðburði á vegum skólans
eða Salarins mætti Óli jafnan með
sínu frísklega fasi.
Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd
starfsfólks og nemenda þakka vel
unnin störf og afar ánægjulega sam-
fylgd okkar góða vinar. Svönu og
fjölskyldunni flytjum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Óla Lútherssonar.
Árni Harðarson, skólastjóri.
Vinur er fallinn frá. Kallið kom 12.
september, Óli Bergholt Lúthersson
er allur.
Maður hrekkur við, tíminn stöðv-
ast um sinn, minningar hrannast
upp.
Okkar kynni voru ekki löng en ná-
in. Við báðir komnir til nokkurs
þroska er við hittumst fyrsta sinni.
Það var við opnun Salarins í Tónlist-
arhúsi Kópavogs í upphafi árs 1999,
brosmildur, dagfarsprúður, natinn,
vinnusamur húsvörður var mættur
til starfa, með handtak hlýtt. Maður
skynjaði þægilega nærveru hans öll-
um stundum í Salnum. Bjóðandi að-
stoð til aukinna þæginda og velsæld-
ar, vatn í könnu, og alltaf heitur
kaffisopi á boðstólum. Margt var
rætt og víða komið við, líka í gam-
ansemi. En nánust urðu samskiptin í
„Græna herberginu“ baksviðs, þeg-
ar Salurinn beið fullur eftirvænting-
ar og músíkantinn að safna kröftum
til að koma að liði í þjónustu tónlist-
argyðjunnar. Það eru viðkvæm
augnablik og þá var gott að sjá bros-
ið hans Óla og fá látlaus hvatning-
arorð hans í eyra.
Hafðu heila þökk.
Guð blessi minningu Óla Lúthers-
sonar.
Eiginkonu og fjölskyldu hans allri
sendum við hjónin okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ágústa og
Jónas Ingimundarson.
Leiðir okkar Óla lágu fyrst saman
á Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Hann var félagslyndur, hress og kát-
ur, góður félagi með gott skopskyn.
Endurminningar okkar frá skólan-
um voru oftast til umræðu þegar við
hittumst á förnum vegi.
Áhugasvið Óla lágu víða, stjórn-
mál, hvers konar félags- og íþrótta-
mál voru honum kært umræðuefni.
Þegar við ræddum um stjórnmál
sagði Óli, sem var mikill sjálfstæð-
ismaður, að hann vildi ekki ræða
pólitísk ágreiningsmál við mig, öll
önnur mál væru skaplegra umræðu-
efni okkar í milli. Reyndar var það
svo eftir að við fórum að spila saman
á golfvelli GKG í Garðabæ að golfið
varð okkur kærkomið umræðuefni.
Óli vildi læra golfið fljótt og vel enda
kappsfullur og dugmikill að eðlis-
fari.
Hann uppskar eins og til var sáð
og var fljótur að tileinka sér grunn-
atriði golfsins með góðri tilsögn golf-
kennarans, dóttursonar síns Svan-
þórs. Ég veit að hugur og hönd verða
að vinna saman annars fer boltinn út
og suður, það þarf að hafa mikla þol-
inmæði til að ná einhverjum tökum á
þessu, sagði Óli oft þegar honum
fannst árangurinn ekki í samræmi
við æfinguna.
Hann hafði mikla innsýn í fegurð
og fjölbreytileika náttúrunnar. Á
æskslóðum sínum í návist Snæfells-
jökuls, Arnarstapa og hinna fjöl-
mörgu fallegu náttúruperla við
Breiðafjörð mótuðust tilfinningar
hans og áhrif fyrir umhverfinu. Á
golfvellinum voru endurnar með
ungana sína á tjörnunum og vor-
koma farfuglanna og hreiðurgerð
honum og mér reyndar líka afar
kært umræðuefni. Við áttum sam-
eiginlegan óvin, svartbakinn, sem sí-
fellt flaug yfir og renndi sér niður á
golfbrautir vallarins til að ná sér í
ófleyga unga mófuglanna. Ósjaldan
reyndum við að bjarga ungunum, en
oftast hafði vargurinn vinninginn.
Það er mikil fegurð og jafnframt
grimmd í umhverfinu sem eru samt
lögmál lífsins. Við réðum engu um
framgang þess, en golfkúlurnar gát-
um við barið langt og stutt að eigin
vild.
Ég þakka Óla fyrir samfylgdina,
hefði viljað að hún yrði lengri, en ör-
lög okkar verða ekki séð fyrir.
Óli átti marga góða golffélaga
sem ég veit að sakna hans mikið.
Hið hlýja viðmót hans og handa-
bandið fyrir og eftir leik var hans
stíll. Fjölskyldu og öðrum aðstand-
endum sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Kristján Pétursson.
Góður vinur kveður og minningar
tuga ára koma upp. Óli Bergholt var
fæddur og uppalinn í Staðarsveit og
sannur Snæfellingur þó að leið hans
lægi snemma til Reykjavíkur.
Þar byrjaði hann sem bifreiða-
ÓLI BERGHOLT
LÚTHERSSON
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning