Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 35 MINNINGAR Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Jónas Halldórs-son fæddist á Hnausi í Ölfusi hinn 13. júní 1914. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð 10. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónasdóttir, f. 9. júlí 1880, d. 7. feb. 1965, og Halldór Jónsson, f. 4. mars 1885, d. 1. janúar 1950. Jónas átti 12 systkini og eru þrjú þeirra á lífi, Kristín Sigrún, Óskar og Hanna. Jónas fluttist snemma til Reykjavíkur og bjó þá á Vestur- götunni hjá pabba sínum, en það hafði slitnað upp úr hjónabandi Guðrúnar og Halldórs. Snemma fór Jónas að venja komur sínar til hjónanna Guðfinnu Jónsdóttur og Ólafs Jónssonar sem seinna gengu honum í móður og föður stað. Hann flutti með þeim upp í Laugarnes og ólst þar upp. Hinn 31. maí 1941 kvæntist Jónas Rósu Gestsdóttur, f. 24. júlí 1920, d. 19. janúar 2001 á elliheimilinu Grund. Þau eignuð- ust einn son, Ólaf Loga. Börn hans eru Jónas Helgi og Rósa Hrönn og eiga þau samanlagt sjö börn. Jónas var mikill sundkappi og keppti meðal ann- ars á Ólympíuleik- unum 1936. Hann var mikill keppnis- maður og hafði 25 ára sett yfir 50 Íslandsmet í sundi. Jónas fór í kennaraskóla ungur og einnig lærði hann sjúkraþjálfun og nudd í Banda- ríkjunum. Hann kenndi sund í Sundhöll Reykjavíkur í 40 ár og þjálfaði hjá sundfélagi ÍR marga af fræknustu sundmönnum Ís- lands. Jónas stofnaði gufubaðstofu á Kvisthaga 29 og vann þar jafn- framt sundkennslunni. Jónas verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- inn klukkan 15. Elsku pabbi, ég veit að nú ertu kominn til mömmu og ég veit að skuggarnir okkar taka vel á móti þér. Þú varst besti pabbi í heimi og sást vel fyrir þínum. Þú hafðir gam- an af veiðum og við fórum ófáar veiðiferðirnar saman hvort sem það var lax eða silungur, gæsir, hrein- dýr eða annað. Þú kenndir mér að synda eins og fjöldamörgum öðrum þannig að ég gat synt 200 metrana aðeins þriggja ára gamall. Eins varstu mikill húmoristi og aldrei í vondu skapi. Þú kunnir að koma fólki til að hlæja og líta á björtu hlið- arnar. Ég þakka fyrir að þú og mamma tókuð mig að ykkur þegar ég var ungbarn því betri foreldra hefði ég ekki getað fengið. Síðustu árin sem þú lifðir bjóstu hjá mér og fyrrverandi konu minni, Gunnfríði Harðardóttur, og seinna með sam- býliskonu minni, Kristjönu Karls- dóttur. Þú varst alltaf blíður og góð- ur við þær og ég veit að þær dýrkuðu þig mikið en þegar allt fór að líða á seinni hlutann sá Kristjana um flestallt sem þurfti að gera fyrir þig. Þið mamma voruð mjög sam- rýnd. Aldrei heyrði ég ykkur rífast á ævinni fyrir utan eitt skipti og þá út af lítilli mús sem hafði laumast inn í eldhús heima. Ég veit þú áttir marga góða vini en sumir eru komnir til feðra sinna. Þeir sem eftir lifa sakna þín sárt. Pabbi naut sín mjög í sveitinni og átti þar marga góða vini. Við áttum sumarbústað austur í Landbroti. Þar átti hann margar góðar stundir. Honum þótti gaman að smíða og dytta að bústaðnum. Þakka þér fyrir allt, elsku pabbi. Góður Guð verndi þig og mömmu. Þinn sonur, Ólafur Logi. Elsku Jónas minn. Ég þakka þér fyrir yndisleg ár og góðar samveru- stundir. Þú reyndist mér alltaf vel og komst mér alltaf til að hlæja enda stutt í húmorinn hjá þér. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna en þar hefur örugglega verið tekið vel á móti þér. Ástar- og saknaðarkveðja. Kristjana Karlsdóttir. Þá er hann afi minn farinn. Kannski til Kína að kyssa kær- ustuna sína eins og hann sagði alltaf við mig þegar ég var lítil. Eftir sitja minningar um góðan afa sem lék stórt hlutverk í æsku minni og uppvexti. Minningar um ánægjulegar stundir hjá afa og ömmu á Kvisthaga. Ég fann að ég var mjög eftirsóttur gestur og allt var fyrir mig gert. Ég fékk uppá- haldsmatinn minn, allt gert sem mér fannst skemmtilegast og ég fékk al- gerlega óskipta athygli. Afi kallaði mig Rósu sósu til aðgreiningar frá ömmu minni og nöfnu. Ég fékk meira að segja að sofa „á milli“ fram eftir öllum aldri. Minningar um rauðan Bronco og bíltúra með afa. Ef hann sótti mig þá fannst mér fátt skemmtilegra en að leika á ömmu. Þá fór hann einn upp stigann á Kvisthaganum, á meðan ég faldi mig, og sagðist ekki hafa fundið neina stelpu. Amma varð mjög vonsvikin, í hvert skipti, þangað til að ég kom hlaupandi upp, ánægð yfir að hafa tekist að plata hana og sæl yfir móttökunum sem ég fékk alltaf. Þetta gat verið skemmtilegt oft og mörgum sinnum. Minningar um söng og dans. Afi söng fyrir mig: „Fríða litla lipurtá“ og ég dansaði sko fyrir hann afa minn. Ógleymanlegt er lagið sem hann söng svo oft: „Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk, undirdjúpin að skyri“. Þá kom sér vel hversu flámæltur hann var því „skyri“ gat rímað við „sméri í næstu línu. Minningar um sögurnar. Sagan um þegar hann hitti Tarzan eða Johnny Weismuller var lífseig. Einnig sagan þegar hann fór á Ólympíuleikana í Berlín 1936 og komst í návígi við Hitler sjálfan. Best finnst mér þó alltaf þegar hann sagði frá því að hann hafði verið að keppa á sundmóti og unnið með svo miklum yfirburðum að hann tók á móti hinum í fötunum. Minningar um ferðalög. Afi og amma voru dugleg að ferðast með mig út um allt land þegar ég var lít- il. Þá var oftar en ekki farið að veiða enda var veiði aðaláhugamál afa. Minnisstæðast er þó þegar þau buðu mér til Bandaríkjanna og Hawaii ár- ið sem ég fermdist. Það var mikið ævintýri fyrir unglingsstelpu og þaðan á ég mikið af myndum sem afi gaf mér eftir ferðina. Í dag eru þær mér sérstaklega mikils virði. Fyrst og fremst á ég dýrmætar minningar um gagnkvæma væntum- þykju, frábærar samverustundir í gegn um tíðina þar sem glettnin í afa var ríkjandi. Jákvæðni hans og bjartsýni í lífinu og tilverunni er svo sannarlega til eftirbreytni. Elsku afi, þið amma voruð ein- stakar manneskjur og ég þakka ykkur fyrir þessar yndislegu minn- ingar. Þær eiga eftir að auðga líf mitt um ókomna tíð og með þeim er ég betri manneskja. Guð geymi þig. Þín Rósa Hrönn. Móðurbróðir okkar er fallinn frá. Jónas var alltaf glaður og jákvæður og sagði oft við okkur: „Eru ekki all- ir í stuði?“ Hann var stríðinn og mjög léttur í skapi sem er mikill kostur hjá hverjum manni. Hann var á sínum yngri árum mikill íþróttamaður og keppti nokkrum sinnum í sundi á Ólympíuleikum. Við vottum Óla Loga og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (Einar Ben.) Sigurður, Guðrún og Anna Edda. Þá er hann Jónas fallinn frá. Í sjálfu sér kemur það kannski ekki á óvart, enda var hann kominn á 92. aldursár, en einmitt þess vegna bregður manni við. Hann var búinn að vera svo stór hluti af lífi manns í svo langan tíma, að einhvern veginn átti maður aldrei von á að hann myndi kveðja. Jónas lifði svo sannarlega við- burðarríka ævi. Sem ungur maður var hann einn albesti íþróttamaður þjóðarinnar, átti þar glæsilegan fer- il, óteljandi Íslandsmet í ýmsum sundgreinum. Hann tók þátt í Ól- ympíuleikunum 1936, kynntist þar Berlín og Þýskalandi rétt fyrir stríð og síðan fluttu þau hjónin til Banda- ríkjanna á stríðsárunum. Þar þjálf- aði hann sundlið Iowa háskóla. Eftir heimkomuna tók hann við sund- kennarastarfi og þeir skipta þús- undum Íslendingarnir sem tóku fyrstu sundtökin undir traustri og öruggri handleiðslu Jónasar. Hann þjálfaði síðan okkar allra bestu sundmenn um árabil. Hann rak gufubaðsstofu í kjallaranum á Kvist- haganum um nærri 30 ára skeið. Ætli gufubaðstofan sé ekki einn þekktasti samkomustaður borgar- innar á þessu tímabili. Þar var ým- islegt brallað, kannski var gufan sjálf ekki aðalatriðið. Tekist á um menn og málefni, stjórnmál, íþróttir og allt annað sem tengdist þjóðmál- unum. Þar var Jónas ávallt hrókur alls fagnaðar, stríddi mönnum mis- kunnarlaust, en alltaf á góðu og léttu nótunum. Enda er það alveg ótrúlegt að þrátt fyrir öll þau átök og orðaskak sem fram fór á Gufu- baðstofunni, þá skildu menn alltaf í góðu, alltaf sem vinir og ætli létt- leiki Jónasar hafi ekki ráðið þar mestu. Sjálfur á ég hreinan fjársjóð í minningum sem tengjast Jónasi. Hann var kvæntur henni Rósu föð- ursystur minni og ég var svo ein- staklega lánsamur að búa hjá þeim hjónum þegar ég flutti í bæinn til að fara í menntaskóla á sínum tíma. Hann tók svona hæfilega í mig ef honum fannst ég ganga of langt. En mér er sérstaklega minnisstætt að aldrei var ég skammaður fyrir að koma of seint heim, og alls ekki ef það var vegna einhverrar blómarós- arinnar, því eins og hann sagði allt- af: „Já, ég var nú ungur líka einu sinni,“ og svo hló hann þessum hneggjandi hlátri sem hann var þekktur fyrir. En ætli mínar bestu minningar um Jónas tengist ekki veiði og úti- veru. Hann var veiðimaður af guðs náð. Hvort sem farið var með byssu eða stöng þá var veiðiáhuginn alltaf mikill. Reyndar fækkaði nú rjúpu- túrunum þegar árunum fjölgaði, en laxveiðina stundaði hann alveg und- ir það síðasta. Ég held það sé eins- dæmi að öldungur á níræðisaldri, skokki niður á Eyrina í Norðurá, og taki þar 12 punda lax á flugu. En þetta afrekaði Jónas og fór létt með. Þegar veiðitækjunum var lagt, þá var ég svo lánsamur að eignast gömlu split-cane stöngina sem hann tók 72 laxa í Kjarránni með á sex dögum snemma á sjöunda áratugn- um og ekki fannst mér síður varið í það að eignast litlu 6 feta stöngina sem Lee Wulf gaf honum fyrir frá- bæra leiðsögn í Norðurá. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á síð- ustu árunum var kjarkurinn, hug- urinn og léttleikinn alltaf til staðar óbreyttur. Þannig vil ég minnast hans. Vertu sæll, Jónas, takk fyrir langa og sérlega ánægjulega veg- ferð. Ég bið að heilsa Rósu. Bjarni og Dísa Klara. Kær vinur er kvaddur í dag. Hug- urinn reikar til baka og margs er að minnast. Vinátta, sem aldrei bar skugga á, tókst með okkur fyrir um það bil 50 árum, er við þá ungir menn hófum okkar sundferil. Jónas hafði þá um árabil verið einn af okkar bestu sundmönnum, en var nú orðinn þjálfari landsliðs- ins í sundi og nutum við þar leið- sagnar hans. Allar götur síðan hélst sú vinátta. Við og fjölskyldur okkar nutum margra ógleymanlegra samveru- stunda bæði í spilaklúbbnum, Krummaklúbbnum svo og í Lions- klúbb Reykjavíkur og ófá voru ferðalögin okkar saman og veiði- ferðirnar, þar sem Jónas var hrókur alls fagnaðar og aldrei var lognmolla þar sem hann fór, heldur gleðin og kátínan í fyrirrúmi. Það varð honum mikið áfall að missa hana Rósu sína, sem hafði verið lífsförunautur hans svo lengi, enda sérlega elskuleg og greind kona, en alltaf hélt hann reisn sinni og góðu skopskyni. Nú að leiðarlokum, þegar við kveðjum góðan dreng og félaga, er okkur efst í huga þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa átt hann að vini. Innilegar samúðarkveðjur sendum við syni hans, Ólafi Loga og öðrum ástvinum og biðjum þeim Guðs blessunar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Einar Sæmundsson og Pétur Kristjánsson. Jónas vinur okkar Halldórsson kvaddi þennan heim 91 árs og sadd- ur lífdaga. Með honum er genginn einn fremsti sundmaður Íslands, Ólympíufari 1936, en ekki síst þjálf- ari bestu sundmanna landsins upp úr miðri síðustu öld. Reykvíkingar, sem komnir eru nokkuð við aldur, muna eftir þessum lágvaxna glað- lynda manni,sem kenndi okkur flestum að synda í Sundhöllinni í Reykjavík. Mér og mínum félögum, sem minnumst Jónasar í dag, stend- ur hann fyrir hugskotssjónum á vaktinni í meira en aldarfjórðung í Gufubaðstofu sinni á Kvisthaga 29, þar sem var griðarstaður stórs hóps manna til að hvílast eftir annir dags- ins og fá nudd hjá Jónasi eða ein- hverjum af fjölda nuddara, sem þar störfuðu um lengri og skemmri tíma. Andrúmsloftið í „Gufunni“ var mjög sérstakt, stundum svo rólegt að heyra hefði mátt saumnál detta, en aðra tíma hávaðatorg skoðana- skipta, þar sem ekkert var mönnum óviðkomandi og skoðanir voru túlk- aðar fullri röddu og tæpitungulaust, hurðum jafnvel skellt, orðin tvinnuð saman. Foringinn lengstum var Guðlaugur „Gulli“ Bergmann, sem lést um síðustu jól langt um aldur fram, ógleymanlegur eldhugi og bráðskemmtilegur. Hann var eins og hálfgerður fóstursonur Jónasar, enda kom hann flesta daga í 25 ár í Gufuna og dvaldi þar manna lengst. Í Gufunni hjá Jónasi tengdust menn úr ýmsum áttum vináttubönd- um, sem haldast enn þann dag í dag þótt um 20 ár séu liðin frá því Jónas hætti rekstri stofunnar. Þessi hóp- ur, þótt lítill sé, hittist ennþá í Gufu- baðsklúbbi Jónasar í gamla sjón- varpshúsinu við Laugaveg, þar sem andi Jónasar svífur yfir vötnum, enda nafn hans á hurðinni. Þar eru allir velkomnir og þar er enn hlegið dátt og mikið skrafað í gufuklefan- um sem og hvíldarstofunni. Ég lá á nuddbekknum hjá Gunnari sl. föstu- dag og gat ekki annað en hlegið með sjálfum mér er ég heyrði óminn af umræðunum. Verðbólga, pólitík, bissness og sport, sömu umræðuefn- in og fyrir 40 árum, aðrir leikarar. Undir þessu öllu fannst mér ég heyra ískrandi hláturinn í Jónasi, sem hló því meira sem skoðana- skiptin urðu snarpari, þar til hann á hárréttu augnabliki greip inn í, forð- aði því að illska hlypi í menn. Gullna reglan var að allt yrði að byrja og enda í góðu. Faðir minn prófessor Jón Sig- tryggsson var fyrsti maðurinn, sem pantaði nudd hjá Jónasi er hann opnaði stofuna og hafði sinn fasta tíma í 20 ár á laugardagsmorgnum. Hann tók mig með sér, er honum fannst ég nægilega fullorðinn til að kunna að meta dásemdir gufubaðs- ins. Synir mínir eru búnir að vera gufumenn frá því að þeir hættu á bleiu og senn styttist í að Ingvi Hrafn Hafsteinsson fylgi föður sín- um og afa í gufuna. Þannig kemur maður í manns stað. Ég þakka Jónasi hjartanlega fyrir áratuga samfylgd og vináttu, þakka fyrir að hann kenndi mér að slaka á, þakka veiðileiðsögnina í Norðurá og bið honum fararheilla í Gufuna „stóru“, þar sem honum verður tek- ið með opnum örmum af fjölmenn- um gufukúnnahópi, sem farinn var á undan. Að öllum líkindum verður Gulli þar fremstur, ekki langt undan Svavar Ármannsson, Jón Milljón og ýmsir aðrir höfðingjar. Gufufélagar allir þakka og senda samúðarkveðjur til ástvina. Ingvi Hrafn Jónsson. JÓNAS HALLDÓRSSON Jónas Halldórsson var einn mesti afreksmaður í sundi sem Ísland hefur alið. Síðan vann hann ómetanlegt starf að þjálfun sundfólks. Hann átti sinn mikla þátt í því að ég komst í Ólympíulið Ís- lands 1948 en sú þjálfun varð eitt mesta gæfuspor míns æviskeiðs. Á kveðjustund Jónasar er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir ómetanlegan fé- lagsskap og vináttu. Hug- urinn hvarflar einnig til Rósu Gestsdóttur, eiginkonu hans, en hún tók snaran þátt í þeirri hvatningu sem nægði til að ýta mér vel syndum út í hina djúpu laug lífsins. Atli Steinarsson. HINSTA KVEÐJA Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.