Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 38
38 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
honum mislíkaði, en það var sjaldan
og stóð stutt.
Þegar dæturnar voru farnar að
fara sínar eigin leiðir, ferðuðumst
við m.a. á reiðhjólum um fegurstu
héruð Þýskalands. Það voru dýrð-
ardagar.
Margir höfðu orð á því hvað Björn
var mikið snyrtimenni í klæðnaði.
Sögð er sagan af Birni þar sem hann
í ausandi rigningu skreið út úr tjaldi
sínu í stífpressuðum buxum og gljá-
burstuðum skóm, enda var hann að
fara á fínan veitingastað. Samferða-
menn hans gátu ekki annað en hleg-
ið, þeir höfðu ekki haft þvílíka fyr-
irhyggju.
Eitt sinn á Akureyri ákváðum við
að fara á ball á KEA. Ég hafði
gleymt spariskónum mínum og átti
ekki annað en stóra gönguskó til að
fara í. Björn lánaði mér þá kulda-
skóna sína, nýburstaða og við kom-
umst á ballið og ekki var ég síðri til
fara en venjulega.
Já, við spiluðum saman í meira en
30 ár. Stundum voru það slemmur og
sumar stóðu en aðrar fóru down. Við
skömmuðumst yfir spilamennsku
samherjans og hlógum að mistökum
mótherjanna. Við trúðum á Stand-
ard-kerfið og vissum að ef við fylgd-
um því þá átti þetta alltaf að ganga.
Þó var leyfilegt og skemmtilegt að
reyna nýjar leiðir, því við vorum
sjaldnast lengi reiðir. Við veltum því
stundum fyrir okkur hvernig við
myndum hafa þetta á elliheimilinu
þegar þar að kæmi. Sumir kannski
hættir að heyra og muna og sjá. Það
hvarflaði aldrei að okkur að hætta að
spila, því okkur var enn að fara fram.
Síðastliðinn þriðjudag var lítið spil-
að, en það var spjallað á Landspít-
alanum og hann Björn ætlaði að
verða orðinn góður í kvöld því það
átti að spila hjá mér.
Nú er þriðjudagskvöld. Það er
söknuður í hópnum, ekkert kaffi,
engar kökur. Það vantar fjórða
mann og það er hann.
Elsku Guðný, Carla, Bryndís og
Magni, Ásdís og Guðni. Á erfiðum
stundum hafið þið staðið ykkur eins
og hetjur. Þið hafið passað upp á
hvert annað. Haldið áfram að halda
hvert utan um annað. Við sendum
ykkur, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þórarinn Klemensson,
Ásdís Sigurgestsdóttir,
Vigdís og Árný.
Björn Björnsson, fyrrverandi að-
stoðarforstjóri Íslandsbanka, sem
nú er kvaddur, var í áratug, eða frá
árinu 1991 til 2001, varaformaður
Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Störfum sínum fyrir FÍB gegndi
Björn af dugnaði og trúmennsku.
Tillögur sínar, er lutu að bættum
hag bifreiðaeigenda og þeim málum
er til framfara horfðu, setti Björn
fram af sinni alkunnu einurð og
prúðmennsku.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
stendur í þakkarskuld við Björn
Björnsson fyrir hans óeigingjörnu
störf í þágu FÍB og þar með ís-
lenskra bifreiðaeigenda.
FÍB vottar minningu Björns virð-
ingu og aðstandendum hans og ást-
vinum samúð.
F.h. stjórnar og starfsfólks
FÍB, Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri.
Kveðja frá
badmintonfélögum
Um áratugaskeið höfum við leikið
badminton við þau hjón Björn og
Guðnýju í húsakynnum TBR. Þessir
tímar voru orðnir fastir liðir í lífi
hvers okkar. Þau hjónin voru að
sjálfsögðu forystumenn í þessum
hóp og héldu hópnum saman. Það
má segja að það urðu ekki miklar
framfarir í badmintonleikni hópsins.
Markmiðið var ekki að komast í ein-
hvern meistaraflokk heldur þvert á
móti fyrst og fremst að hittast og fá
smáhreyfingu. Á þessum samveru-
stundum kynntumst við Birni
Björnssyni nokkuð náið. Mannkostir
Björns voru miklir. Nánd hans var
góð. Þegar þessi dagsfarsprúði mað-
ur steig inn á völlinn breyttist hann í
ljón. Þá kom í ljós keppnisandinn og
engum var miskunn gefin. Hann
hafði þann sérstaka stíl að gefa hnit-
boltann rétt yfir netið svo tryggt var
að andstæðingurinn gat ekki varist.
Þannig vann hann oftast allar hrin-
ur.
Þegar Björn var utan vallar
breyttist hann aftur í kærleiksríkan
einstakling og allir gengu sáttir til
síns heima.
Langt fyrir aldur fram hverfur
þessi öðlingur úr þessum heimi. Við
sem kynntumst honum komum til
með að sakna nærveru hans. Við
samhryggjumst eiginkonu hans
Guðnýju og dætrunum tveim, þeim
Bryndísi og Ásdísi, og biðjum algóð-
an guð að standa þeim nær á þessum
tímum og varðveita þennan góða
dreng og minninguna um hann.
Kveðja
Kristinn Ragnarsson og
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir.
VISA Ísland hefur búið við þá sér-
stöðu frá upphafi, að flestir stjórn-
armenn hafa setið þar um langan
tíma. Þeir sem lengst hafa setið hafa
verið á þriðja áratug og er mér til
efs, að mörg fyrirtæki á Íslandi búi
við slík forréttindi. Forréttindi segi
ég því vissulega má nefna það því
nafni. Þessu hefur fylgt mikil þekk-
ing og stöðugleiki þótt nýbreytni og
framfarir hafi verið einkennandi fyr-
ir félagið í gegnum árin. Björn
Björnsson, fyrrverandi aðstoðarfor-
stjóri Íslandsbanka hf., var einn
þessara stjórnarmanna. Hann sat í
stjórn félagsins vel á annan áratug
og lauk störfum þar fyrir rúmu hálfu
öðru ári. Síðustu tvö árin gegndi
hann starfi stjórnarformanns og átt-
um við þann tíma nánara samstarf
eðli máls samkvæmt.
Þegar ég tók við starfi fram-
kvæmdastjóra hjá VISA árið 2000
var ég ekki með öllu ókunnugur
Birni. Bæði hafði ég átt við hann
samskipti innan bankanna, á meðan
ég starfaði þar, en ég þekkti hann
líka frá þeim tíma þegar við vorum í
Menntaskólanum á Akureyri ásamt
konum okkar. Skólinn var á þeim
tíma það lítill, að nemendur könn-
uðust hver við annan, enda þótt þeir
ættu ekki í persónulegum samskipt-
um. Síðar urðum við báðir cand.oec-
on. frá Háskóla Íslands. Þræðir okk-
ar höfðu því víða legið samsíða þegar
að því kom, að við hófum samstarf
innan VISA Íslands.
Í gegnum tíðina hef ég starfað
með mörgum stjórnarformönnum
um skemmri eða lengri tíma og
vissulega hafa þeir hver um sig haft
sín sérkenni sem hefur greint þá að.
Samstarf okkar Björns var um
margt ólíkt því sem ég hafði áður
kynnst og tel ég að það hafi stafað af
tvennu. Annars vegar af þeim bak-
grunni sem ég nefndi að framan og
hins vegar af því hversu skipulagður,
hreinskilinn og ákveðinn Björn var.
Þessir þrír síðasttöldu kostir Björns
fundust mér einkenna hann í starfi.
Í annasömu hlutverki, þar sem
nauðsynlegt er að ráðgast við full-
trúa stjórnar strax og slík staða
kemur upp, skiptir miklu að hægt sé
að ná fljótt tali af viðkomandi. Að
öðrum ólöstuðum hef ég engum
stjórnarformanni kynnst sem mér
tókst alltaf að ná til á skömmum
tíma. Í fyrstu hélt ég að hér væri
Björn að gera mér persónulega hátt
undir höfði, en fljótlega sá ég að
þetta var einn kosta hans. Þrátt fyrir
ábyrgðarmikið og annasamt starf
innan Íslandsbanka, gaf hann sér
alltaf tíma til að sinna þeim skyldum
öðrum sem hann tókst á hendur.
Hann var alltaf boðinn og búinn til
að setjast niður, ræða hlutina,
skiptast á skoðunum og aldrei fór ég
í grafgötur um hverjar hans voru.
Hann var hreinskiptinn og fljótur að
ákveða sig og enda þótt við á stund-
um hefðum ólíkar skoðanir gengum
við aldrei ósáttir frá borði. Hann
hafði gott lag á því að rökræða, setja
fram skoðanir og hlusta á aðrar og
að lokum, þegar að ákvarðanatöku
kom, var eins og málin lægju ljós
fyrir sem báðir gátu sætt sig við.
Björn var hæglátur í framkomu og
hafði þannig nærveru, að maður bar
traust til hans. Hann var grínisti og
naut tilverunnar á góðri stundu með
vinum og kunningjum. Hann hafði
enga þörf á né löngun til þess hé-
góma að standa í sviðsljósi fjölmiðla,
en gaf sig því meira að störfum sín-
um og skyldum.
Þau ár sem við Björn störfuðum
saman hjá VISA ferðuðumst við
víðsvegar í alls konar erindagjörðum
og gjarnan voru konur okkar með. Á
þessum ferðum kynntist ég Birni
betur en annars hefði orðið – mann-
inum utan vinnunnar. Á milli hans og
Guðnýjar, konu hans, var sérstakt
samband og hafði ég á tilfinningunni
að þau gætu alls ekki án hins verið.
Þau höfðu kynnst ung í menntaskóla
og lifað saman súrt og sætt. Eftir að
Björn hafði gengið í gegnum erfiða
lyfja- og geislameðferð sl. vetur
hafði hann áhuga á að við hjónin
ásamt öðrum hjónum heimsæktum
Ítalíu með þeim Guðnýju. Úr því
varð og fórum við dýrlega ferð sam-
an snemma sl. vor. Í engu var til
sparað, lífsins notið, Róm skoðuð og
næsta nágrenni hennar heimsótt.
Björn var fullur af lífskrafti og allt
virtist á réttri leið. Síðar kom í ljós
að svo var ekki því krabbameinið
birtist að nýju og hafði að lokum yf-
irhöndina. Fallinn er frá góður
drengur langt um aldur fram.
Að leiðarlokum þakka ég Birni
ánægjuleg og náin samskipti og
skemmtileg persónuleg kynni. Elsku
Guðný. Við Steinunn vottum þér,
dætrum ykkar og fjölskyldunni allri
innilega samúð vegna mikils missis.
Guð blessi minningu Björns Björns-
sonar.
Halldór Guðbjarnason.
BJÖRN
BJÖRNSSON
Mér þykir óendan-
lega vænt um Unni. Ég
sakna hennar. Hún er
órjúfanlegur hluti af lífi
mínu og minningum og mig tekur sárt
að þurfa að kveðja hana alltof
snemma. Ég man þegar ég kynntist
Auði og hitti Unni fyrst. Þá hugsaði
ég um það hversu sterkur einstak-
lingur væri þar á ferð. Ég bar strax
mikla virðingu fyrir henni og sú virð-
UNNUR
EINARSDÓTTIR
✝ Unnur Einars-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. mars
1943. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
25. ágúst síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni 6.
september.
ing óx með árunum.
Við Auður höfum átt
samleið í lífinu og ég
eyddi ófáum stundum
hjá foreldrum hennar í
uppvextinum. Oft
spjölluðum við lengi
saman við eldhúsborð-
ið og ég man að mér
fannst ég strax geta
treyst ráðum þessarar
skynsömu og ráðagóðu
konu. Ég dáðist að
styrk hennar og hversu
óeigingjörn hún var.
Hún er ein af þeim
manneskjum sem hafa mótað mig í líf-
inu og ég er óendanlega þakklát fyrir
okkar kynni.
Ég kveð hana með söknuði og bið
góðan Guð um að styrkja Sigga, Auði,
Einar og fjölskyldur í sorg sinni.
Erla Ósk Arnardóttir.
Ég man eins og
gerst hafi í gær þeg-
ar ég fór í fyrsta
skipti í heimssókn að
Melgerði í Eyjafirði. Tilgangur
heimsóknarinnar var að athuga
hvort ég vildi vera þar í sveit um
sumarið og hvort hjónunum á
bænum litist eitthvað á að fá pilt-
inn inn á heimilið. Ég fann um
leið og ég hitti Tryggva að þarna
var á ferð bóndinn sem ég vildi
vera hjá í sveit. Það varð úr og
stuttu síðar var ég mættur og var
það fyrsta sumarið mitt af þremur
í Melgerði. Allt frá fyrsta degi leið
mér eins og við Tryggvi hefðum
þekkst lengi og minnist ég þess
ekki að það hafi nokkurn tímann
borið skugga á samskipti okkar.
Það vantaði heldur ekki að það
var líf og fjör á heimilinu þar sem
Tryggvi og Kristbjörg eiginkona
hans áttu sex syni. Þó flestir
þeirra væru farnir að heiman voru
þeir duglegir að koma í Melgerði
með fjölskyldur sínar og var þá
oft glatt á hjalla.
Ég held að ég hafi aldrei kynnst
bónbetri manni en Tryggva og
gekk það stundum svo langt að
hann lét jafnvel sín eigin búverk
sitja á hakanum til þess að geta
verið öðrum innan handar. Hann
einfaldlega kunni ekki að segja
nei ef einhver bað hann einhvers.
Ef mig brestur ekki minni þá var
hann oftast fenginn til að stjórna
girðingavinnu víðs vegar um
TRYGGVI INGIMAR
KJARTANSSON
✝ Tryggvi Ingi-mar Kjartans-
son fæddist á Klúk-
um í Hrafnagils-
hreppi í Eyjafirði
hinn 4. febrúar
1927. Hann lést 22.
júlí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Akureyrar-
kirkju 28. júlí.
sveitina. Það skal
engan undra því
hann var ekki aðeins
fljótur að girða held-
ur var vinna hans
sérstaklega vönduð
og er mér til efs að
nokkur í sveitinni
hafi verið jafn fær
með járnkarlinn og
sleggjuna og
Tryggvi.
Mér var það fljót-
lega ljóst eftir að ég
fór í sveitina að
Tryggvi hafði mikið
dálæti á hrossum. Þær voru ófáar
stundirnar sem hann eyddi í að
sinna þeim. Það eru líka margar
ljúfar minningar sem fylgja því að
hafa lagt á með Tryggva og eru
mér sérstaklega minnisstæðir túr-
arnir þegar við rákum féð á fjall á
vorin.
Það sýnir kannski öðru fremur
hversu vel mér líkaði í Melgerði að
á veturna dvaldi ég þar oft um
helgar í góðu yfirlæti. Stress og
hefðbundið lífsgæðakapphlaup var
nokkuð sem maður upplifði aldrei í
Melgerði. Þar var andrúmsloftið
afslappað og maður lærði að meta
ýmsa hluti sem maður fór á mis
við í þéttbýlinu.
Þegar ég hitti Tryggva í síðasta
sinn fyrr á þessu ári fannst mér
sem hann vissi að það væri farið
að styttast í veru hans hér. Alla-
vega orðaði hann það einhvern
veginn sem svo þegar talið barst
að veikindum hans að læknunum
hefði tekist að lengja lítillega í hjá
sér.
Að lokum vil ég þakka Tryggva
og Kristbjörgu eftirlifandi eigin-
konu hans fyrir þau ár sem ég átti
á þeirra yndislega heimili í Mel-
gerði um leið og ég sendi henni,
strákunum og öðrum ástvinum
Tryggva samúðarkveðjur mínar.
Ármann Kr. Ólafsson.
Og nú fór sól að nálgst
æginn
og nú var gott að hvíla
sig
og vakna upp úngur einhvern daginn
með eilífð glaða kríngum þig.
(Þorsteinn Erl.)
Ásmundur Guðmundsson var
einna skemmtilegastur þeirra
manna sem orðið hafa á vegi mínum
á lífsins leið. Hann var snjall á
mörgum sviðum, einkum var tón-
listargáfa hans ósvikin. Margir
Skagamenn og aðrir Vestlendingar
muna listilegan saxófónleik hans.
Áratugum saman lék hann í hljóm-
sveit Edvarðs Friðjónssonar, EF-
kvintettinum. Tónmenntamaðurinn
góði, Friðrik Guðni Þórleifsson
skáld, hafði það á orði að hann hefði
vart kynnst tónvísari og hljómnæm-
ari manni.
Það sem lengst lifir þó í minni
þeirra sem best þekktu Ásmund var
hversu skemmtilegur hann var við-
ræðu og frumlegur orðtakasmiður.
Honum var aldrei orðs vant. Góð-
vinur hans, sem nú er löngu látinn,
þekktur prófessor í taugalæknis-
fræði, lét svo um mælt, að þegar
hann kæmi heim úrvinda af þreytu
eftir erfiðan dag, jafnaðist ekkert
læknismeðal á við það að fá Ás-
ÁSMUNDUR
GUÐMUNDSSON
✝ Ásmundur Guð-mundsson mál-
arameistari fæddist í
Vogatungu í Borgar-
firði 12. september
1921. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi hinn 9.
september síðastlið-
inn og var útför hans
gerð í kyrrþey að ósk
hins látna.
mund í heimsókn og
heyra hann láta dæl-
una ganga.
Ásmundur Guð-
mundsson var mikill
Skagamaður þótt
hann flytti suður yf-
ir Flóann til að
hjálpa Innnesja-
mönnum við að
halda byggingum
sínum sæmilegum
ásýndum. Hann var
nefnilega málara-
meistari ágætur og
ekki síður næmur á
liti en tóna.
Þó að Ásmundur væri ekki alinn
upp af foreldrum sínum átti hann
glaða bernsku- og æskudaga og
naut mikils ástríkis þess góða fólks
sem tók hann að sér. Og enn
reyndist hann lukkunnar pamfíll
þegar Sólrún Yngvadóttur leikkona
játaðist honum. Þau hafa þrætt
ævigöturnar saman og eignast þrjú
börn, ágætisfólk mikið sem hefur
fært þeim efnilega niðja. Sólrún
skildi vel listamannslund manns
síns, kunni vel að meta hljóðfæra-
leik hans og ekki síður frumlegar
athugasemdir um menn og málefni.
Ásmundur var manna geðprúð-
astur. Aldrei vissi ég hann skipta
skapi. Hann leit á tilveruna með
augum þess manns sem skilur að
allt amstur þessa heims er í raun-
inni hégómi eins og segir í Prédik-
aranum og þó að betra sé en ekki
að eiga fé fyrir saltinu í grautinn þá
er samt annað sem mestu skiptir.
Það er sjónarsviptir að Ásmundi
Guðmundssyni en gott er til þess
að hugsa að nú blæs hann, ef að lík-
um lætur, á nýjan saxófón í glað-
værri englahljómsveitinni.
Ólafur Haukur Árnason.