Morgunblaðið - 19.09.2005, Side 40
MINNINGAR
40 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Starfskraftur óskast
Virt félagsheimili vantar starfskraft, 25 ára eða
eldri, í kaffiteríu.
Vinnutími annað hvert kvöld frá kl. 19—24.
Upplýsingar í símum 568 1058 og 891 7087.
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Félag
sjálfstæðismanna í
Nes- og Melahverfi
heldur almennan félagsfund í Valhöll mánu-
daginn 26. september nk. kl. 18.00.
Dagskrá:
1. Kjör landsfundarfulltrúa
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur
Hótels Ísafjarðar hf.
fyrir árið 2004 verður haldinn miðvikudaginn
5. október 2005 kl. 15.00 á Hótel Ísafirði.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Félagslíf
www.zen.is
HEKLA 6005091919 IV/V
Fjhst.
I.O.O.F. 19 1869198
I.O.O.F. 10 1869197
✝ Ólafur Helgasonfæddist á Strand-
seljum við Ísafjarð-
ardjúp 5. desember
1921 þar sem hann
ólst upp. Hann lést á
Benidorm 4. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Helgi Guðmundsson
bóndi, f. 18.9. 1891,
d. 8.10. 1945, og Guð-
rún Ólafsdóttir hús-
freyja, f. 3.7. 1897, d.
24.11. 1987. Ólafur
átti fimmtán systkini: Guðmund, f.
6.1. 1920, d. 18.6. 1997, Guðbjörn
Ársæl Söebeck, f. 19.1. 1921, d.
9.5. 1986, Steingrím, f. 12.11.
1922, Guðríði, f. 3.12. 1923, Kjart-
an, f. 18.9. 1925, d. 26.3. 1999,
Guðbjörgu, f. 29.9. 1926, Jón, f.
18.10. 1927, Sigurborgu Sigríði, f.
24.10. 1928, Hannibal, f. 1.3. 1930,
Matthías, f. 5.8. 1931, Sigurlínu, f.
4.12. 1932, Hauk, 27.3. 1934, d.
15.5. 2001, Lilju, f. 7.4. 1935, Auð-
un, f. 20.11. 1936, og Láru, f. 4.4.
1938.
Ólafur kvæntist árið 1947 Sig-
ríði Guðmundsdóttur frá Auðs-
holti, f. 17.10. 1929. Þau hjónin
eignuðust tvö börn. Þau eru: 1)
Guðrún Ágústa, f. 28.1. 1947, sam-
býlismaður Benedikt Aðalsteins-
son, f. 12.4. 1953. Fyrri eiginmað-
ur hennar er Ásgeir Pétursson, f.
6.7. 1944, og eign-
uðust þau tvö börn.
2) Ólafur Kristján,
f. 5.1. 1954, d. 10.10.
1981. Var hann
kvæntur Snjólaugu
Guðrúnu Sturlu-
dóttur, f. 12.1. 1955,
d. 21.1. 2000. Eign-
uðust þau einn son.
Barnabörn þeirra
Ólafs og Sigríðar
eru: 1) Sigríður
Herdís Ásgeirsdótt-
ir, f. 6.6. 1972, maki
Sigurður Ingi
Ljótsson, f. 15.9. 1971. 2) Eiríkur
Sturla Ólafsson, f. 7.5. 1976. 3)
Ólafur Pétur Ásgeirsson, f. 2.3.
1979, sambýliskona Edda Jóns-
dóttir, f. 11.1. 1980. Barnabarna-
börn þeirra eru: 1) Ísabella Sig-
urðardóttir, f. 15.9. 1997. 2)
Natalía Sigurðardóttir, f. 28.7.
2001. 3) Máni Freyr Ólafsson, f.
6.11. 2001.
Ólafur var um skeið kaup-
félagsstjóri í Hveragerði og síðar
verslunarmaður og framkvæmda-
stjóri í Reykjavík, þar sem hann
stofnaði og rak ásamt konu sinni
blómaverslunina „Blóm og græn-
meti“ á Skólavörðustíg 3 til 49
ára.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13. Jarðsett verð-
ur í Fossvogskirkjugarði.
Þar sem ég lá í rúminu um daginn
fyrir framan sjónvarpið, var hringt í
mig frá Spáni þar sem föðurfjöl-
skylda mín var í langþráðu fríi. Ein-
hvern veginn fann ég á mér hvert til-
efnið væri áður en ég svaraði. Afi var
dáinn. Jafnvel þótt mér væri illa
brugðið, þá þurfti þetta ef til vill ekki
að koma svo ýkja mikið á óvart. Þótt
hann hefði verið skýr fram á hinstu
stundu, skrafhreifinn og skemmti-
legur í viðræðum, var óneitanlega af
honum dregið. Og nú er hann kominn
á betri stað. Það er ég viss um.
Mér þótti vænna um afa en flest
annað. Hann gekk mér því sem næst
í föðurstað í fjöldamörg ár, en eftir
lát pabba míns, sonar hans, má segja
að við höfum mæst á miðri leið og
reynt að bæta hvor öðrum upp miss-
inn, sem við báðir fundum svo fyrir.
Við gátum rætt saman um jafn
óskylda hluti og pólitík, garðslátt,
hinar ýmsu aðferðir við að grilla kjöt
og svo auðvitað Vestfirði.
Afi var að vestan, nánar til tekið úr
Ísafjarðardjúpi. Þrátt fyrir að hafa
flutt þaðan ungur maður um miðja
síðustu öld, gat hann endalaust rifjað
upp sögur frá æskustöðvunum. Hann
þreyttist ekki á að fræða mig um bús-
hætti fyrri ára, staðhætti við Djúp og
að lokum var svo komið, að mér
fannst ég þekkja þar hverja þúfu.
Hann hélt mér líka við efnið í póli-
tíkinni, spurði mig í þaula út í hin
ýmsu málefni og lét mig færa rök fyr-
ir máli mínu. Þótt ég sé í eðli mínu
frekar þver, þá kenndi hann mér öðr-
um fremur að nota gagnrýna hugsun
til að komast að niðurstöðu í ýmsum
málum, nokkuð sem ég fæ ekki þakk-
að honum nógsamlega fyrir.
Afi og amma hafa bæði ávallt verið
til staðar fyrir okkur fjölskylduna, í
gegnum súrt og sætt, þykkt og
þunnt. Fyrir það er ég þakklátari en
orð fá lýst. Nú bið ég Guð að veita
ömmu styrk í sorginni, og við sem
eftir lifum munum hugsa til afa með
þakklæti, fyrir allt sem hann hefur
fyrir okkur gert. Missir okkar allra
er mikill.
Eiríkur Sturla Ólafsson.
Á þessum haustdegi þegar ég kveð
minn ástkæra mág Ólaf Helgason
leitar hugurinn til baka en minning-
arnar eru margar og ljúfar.
Alltaf var mikill samgangur á milli
heimila okkar systkinanna og þær
hafa verið margar ferðirnar í Njörva-
sund í gegnum tíðina. En heimili
Ólafs og Sigríðar stóð öllum opið og
þar var tekið á móti öllum af sér-
stakri hlýju, kærleika og einstakri
gestrisni.
Þegar ég rifja upp þær mörgu
góðu og gefandi stundir sem við Ólaf-
ur og fjölskyldur okkar áttum saman
fyllist ég þakklæti fyrir góðan dreng
sem var okkur öllum svo kær. Ólafur
var félagslyndur og hrókur alls fagn-
aðar í vinahópi, en aðalsmerki Ólafs
var glaðlegt viðmót og ætíð hafði
hann sérstakt lag á að sjá það bros-
lega og skemmtilega í lífinu. Það var
því oft kátína og gleði í kringum Ólaf.
Annað sterkt einkenni hans var rík
hjálpsemi við samferðarmenn sína og
vildi hann helst allra götu greiða,
væri þess kostur. Sterk réttlætis- og
jafnaðarhugsjón var eitt aðalsmerki
hans.
Jólaboð í Njörvasundi voru minn-
isstæð og glæsileg, en húsbóndinn
var aldrei glaðari en þegar húsið var
fullt af gestum og glatt var á hjalla.
Oft var farið í tjaldútilegur þegar
börnin voru lítil en þegar börnin
heyrðu að fara ætti í útilegu með
Siggu og Ólafi var það fyrirheit um
ævintýraferð.
Stundum rigndi helst til mikið en
þegar Ólafur hafði reist stóra tjaldið,
sem alltaf var kallað Tjaldbúðin,
gleymdist regnið. Því þar inni var
gleðin við völd. Börnin minnast þess-
ara ferða sem perlu í æskuminning-
unum. Ólafur var oft í aðalhlutverki í
þessum ferðum með sínum skemmti-
legu uppátækjum.
Sumum mönnum er gefin sú sjald-
gæfa náðargáfa að skapa gleði og
hamingju í kringum sig. Þeirra
innsta eðli er bjartsýni og jákvætt
viðhorf. Þeir gefa af örlæti úr nægta-
brunni sínum. Það er gæfa að eiga
slíka menn sem samferðarmenn.
Menn sem auðga og gefa ríkulega af
sér án nokkurra kvaða. Ólafur var
slíkur maður.
Um leið og ég kveð Ólaf sem ætíð
var mér sem kær bróðir vil ég færa
Siggu og Guðrúnu svo og fjölskyldu
þeirra mínar innilegustu samúðar-
kveðjur á þessum degi.
Guð blessi minningu Ólafs. Með
þökk fyrir samfylgdina,
Guðjón Guðmundsson.
Ólafur Helgason er látinn tæplega
hálfníræður að aldri. Með honum er
hniginn í valinn sterkur og svipmikill
persónuleiki. Hann var ættaður af
Vestfjörðum, sprottinn af traustum
meiði vestfirskra bænda og sjósókn-
ara, sem löngum fundu styrk sinn í
stöðugri baráttu við óblíð náttúröfl.
Hann var einn af mörgum systkin-
um, stórum barnahópi sæmdar-
hjónanna Helga Guðmundssonar og
Guðrúnar Ólafsdóttur í Unaðsdal,
sem settu svip á samtíð sína og um-
hverfi.
Ólafur var skarpgreindur eins og
hann átti kyn til og skemmtilegur í
viðræðum. Hann var sögumaður
mikill, fljúgandi mælskur og bjó yfir
miklum fróðleik frá sínum bernsku-
og æskuslóðum. Kunni að segja frá
litríkum persónum og skemmtilegum
atburðum á lifandi hátt. Hann bar
gott skyn á hin margvíslegustu efni,
en umfram allt var hann hagsýnn og
ráðagóður um praktíska hluti og
reyndist þeim vel, sem leituðu ráða
hjá honum á því sviði. Hann hafði
ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og
var ómyrkur í máli um menn og mál-
efni.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Sig-
ríður Guðmundsdóttir, ættuð frá
Auðsholti í Biskupstungum. Mikil
sómakona, vel gefin og listfeng. Þau
hjónin ráku um árabil blómaverslun
sína á Skólavörðustíg og höfðu tals-
verð umsvif. Þau voru mjög samhent
og lögðu áherslu á gott og persónu-
legt samband við viðskiptavininn,
auk þess sem Sigríður var alþekkt
fyrir glæsilegar blómaskreytingar
sínar. Þau áttu því jafnan tryggan
hóp viðskiptavina.
Ólafur og Sigríður voru höfðingjar
heim að sækja, veittu vel og var
skemmtilegt að vera samvistum við
þau, jafnvel svo að maður gleymdi
stund og stað og gat þá kannski orðið
æði þaulsætinn.
Okkar vinátta hófst, þegar Óli,
sonur þeirra, og Lóla, dóttir okkar,
bundust tryggðaböndum, giftust og
stofnuðu heimili. Eignuðust þau son-
inn Eirík Sturlu, sem nú er fulltíða
maður, greindur og vel menntaður.
En enginn má sköpum renna. Eftir
aðeins fimm ára sambúð varð hörmu-
legur atburður til að binda endi á
bjarta framtíð litlu fjölskyldunnar.
Óli fórst í bílslysi stuttu eftir að hafa
lokið háskólanámi. Var það mikill
missir, sem skildi eftir sig óbætan-
legt skarð og þunga sorg fyrir alla
aðstandendur.
Vinátta okkar við heiðurshjónin
Ólaf og Sigríði hefur haldist æ síðan
og jafnvel orðið nánari hin síðari ár.
Og nú þegar Ólafur Helgason er all-
ur, viljum við að leiðarlokum þakka
þeim hjónum fyrir þá miklu velvild
og ræktarsemi, sem þau hafa ætíð
sýnt okkur og fjölskyldu okkar.
Sömuleiðis þökkum við af alhug allar
samverustundirnar, sem við áttum
með þeim í áranna rás. Að endingu
sendum við Sigríði og fjölskyldu
hennar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Ólafs
Helgasonar.
Solveig og Sturla.
Ólafur vinur minn lifði sínar síð-
ustu stundir á Spáni. Það var tákn-
rænt fyrir hann eins og þau hjón Sig-
ríður og hann höfðu átt margar
ánægjustundir þar suður frá í hitan-
um.
Það var m.a. fyrir áhrif þeirra að
við hjónin leituðum nokkuð í þessa
sælu einnig og var það upphafið að
því að við fórum saman ásamt fleir-
um til Mallorca sumarið 1970.
Það eru því 35 ár liðin frá þessari
fyrstu samveru okkar þar en áður
höfðum við þekkst í allmörg ár og
verið sterk vináttubönd alla tíð síðan.
Ég átti oft leið í blómabúðina til
þeirra meðan ég var í námi í Berg-
staðastrætinu og síðan áttum við
samleið í „Félagi Djúpmanna“ þar
sem hann um tíma var formaður fé-
lagsins og ég formaður skemmti-
nefndar.
Þetta leiddi m.a. til þess að hann
greiddi mér leið inn í Oddfellowregl-
una, þann ágæta og göfuga fé-
lagsskap, og áttum við mikið og gott
samstarf í stúkunni nr. 10 Þorfinni
karlsefni og svo við stofnun nýrrar
stúku fyrir hartnær tíu árum, stúku
nr. 19 Leifur heppni og munum við
sakna hans nú og þá ekki síður að
hann skyldi ekki ná því að upplifa
fyrsta stórafmælið þegar stúkan
verður tíu ára í mars á næsta ári.
Það var ævinlega gott að eiga sam-
starf við Ólaf og leita til hans þó svo
að við værum ekki alltaf sammála
eins og gengur en alltaf var farið í
það að leysa málin svo sem vera ber
hjá góðum vinum.
Það var sama hvað Ólafur tók að
sér, allt reyndi hann að leysa eftir
bestu samvisku.
Félag Djúpmanna stendur í þakk-
arskuld fyrir öll þau ár, sem þau hjón
tóku að sér að selja miðana á árshátíð
félagsins.
Fyrir Oddfellowregluna lagði hann
sig fram af einlægni og samvisku-
semi og fyrir það hlotnaðist honum
ýmis virðingarvottur sem þakklæti
fyrir starf hans á þeim vettvangi.
Við stúkubræður hans erum þakk-
látir fyrir allt, sem hann vildi fyrir
okkur gera og munum sakna hans nú
þegar hann er allur.
Honum hlotnaðist ýmis heiður
vegna starfa sinna fyrir samtök
kaupmanna en þau hjón ráku blóma-
búðina „Blóm og grænmeti“ áratug-
um saman, fyrst við Bergstaðastræti
og síðan við Skólavörðustíg og lagði
hann á sig mikla vinnu fyrir samtök
blómakaupmanna.
Að leiðarlokum þökkum við Sonja
fyrir allt, sem við höfum átt saman
með þeim góðu hjónum en þau hafa
verið vinir okkar svo lengi að fer að
nálgast hálfa öld.
Sigríður mín, þetta er ekki í fyrsta
sinn sem sorgin snertir þig en um
leið og við sendum þér og allri þinni
fjölskyldu samúðarkveðjur biðjum
við góðan guð að vera með þér og
styrkja.
Þórir Halldór Óskarsson.
Í dag er kvaddur með söknuði góð-
ur félagi Ólafur Helgason, Óli í Blóm
og grænmeti. Við áttum langt og gott
samstarf í Félagi blómaverslana þar
sem við sátum saman í stjórn, og í
Kaupmannasamtökum Íslands í
minni formannstíð.
Ólafur var tryggur og góður fé-
lagsmálamaður, fastur fyrir og
ákveðinn, réttsýnn og alltaf tilbúinn
að hlusta á rök annarra og fara þær
leiðir sem farsælastar þóttu til góðra
málalykta.
Ólafur hóf afskipti af málefnum
kaupmanna löngu fyrir mína tíð, á
þeim árum sem kaupmönnum var
lífsnauðsyn að halda saman og vinna
sameinaðir að hagsmunamálum
stéttarinnar á tímum hafta og gjald-
eyrisleyfa, eins og meðal annars sést
í fyrstu fundargerðum félags blóma-
verslana, þar sem „stefnt var að því
að fá gjaldeyrisleyfi fyrir 20 rúllum af
umbúðapappír, greni og nauðsynleg-
um varningi til jólaskreytinga“. Sem
betur fer breyttust áherslur smám
saman, og baráttumálin vörðuðu
fremur almenn skilyrði frjálsrar
verslunar.
Ég held mér sé óhætt að þakka
Ólafi fyrir hönd blómakaupmanna og
kaupmanna almennt hans óeigin-
gjarna starf í þágu stéttarinnar síð-
ustu áratugi, hann átti sinn þátt í
þeim gríðarlegu breytingum sem
áttu sér stað í viðskiptalífinu á seinni
hluta síðustu aldar.
Ólafur gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir kaupmannasamtökin,
sat í stjórn Almenna stofnlánasjóðs-
ins, ASKÍ um árabil, í fulltrúaráði
samtakanna og í stjórn Félags
blómaverslana. Ólafur var sæmdur
gullmerki Kaupmannasamtaka Ís-
lands árið 1985 á 35 ára afmæli sam-
takanna, fyrir gott og óeigingjarnt
starf í þeirra þágu.
Ég sendi eiginkonu, ættingjum og
vinum samúðarkveðjur.
Bjarni Finnsson.
Komið er að kveðjustund. Einn
ágætasti maður er ég hef kynnst er
fallinn frá. Okkar kynni hófust árið
1966 er ég gerðist félagi í Oddfellow-
reglunni. Eftirminnilegar eru heim-
sóknir okkar Ernu í blómabúðina á
Skólavörðustíg til Ólafs og Sigríðar.
Alltaf sömu ljúfu móttökurnar hjá
þeim hjónum. Einnig samverustund-
ir með þeim á Spáni og Mallorka með
fleiri vinum. Þá öll skemmtikvöldin í
sameiginlegu félagi. Ekki má heldur
gleyma bridsspilamennskunni á
heimilum hvor annars og einnig niðri
í Oddfellowhúsi með öðrum í mörg
ár. Sagnir ef til vill ekki alltaf nægi-
lega góðar en að meirihluta réttar.
Ólafur var góður spilamaður, hug-
ljúfur og skemmtilegur. Aldrei
styggðarorð frá honum.
Lán er að hafa gegnum árin verið
samtíða slíkum manni. Það er sökn-
uður að geta ekki lengur staðið við
hlið hans. Ég þakka öll árin.
Við Erna sendum Sigríði og fjöl-
skyldunni innilegar samúðarkveðjur.
Páll Vígkonarson.
ÓLAFUR
HELGASON