Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 48
Jón Helgi Þórarinsson og Margrét Einarsdóttir virtust afar ánægð.
MYNDLISTARMAÐURINN Sigurður Árni Sigurðsson
opnaði á föstudag sýningu á verkum sínum í 101 Gallery.
Nokkur ár eru síðan Sigurður Árni hélt síðast einkasýn-
ingu á Íslandi.
Sigurður hefur m.a. sýnt í Galleríi Aline Vidal í París
og á samsýningum í Montpellier, Korsíku og í Lúxem-
borg. Þá var Sigurður fulltrúi íslands á Tvíæringnum í
Feneyjum árið 1999 og verk eftir hann notað sem tákn-
mynd Reykjavíkur, Menningarborgar Evrópu árið 2000.
Að sögn viðstaddra létu gestir vel að sýningunni og
kunnu vel að meta það samspil lita og forma á einföldum
flötum sem einkennir verk Sigurðar.
Erling Klingenberg, Rebekka Silvía Ragnarsdóttir og Sirra Sigrún virtu
fyrir sér verk Sigurðar Árna og ígrunduðu listina gagnrýnum augum.
Morgunblaðið/Kristinn
Fagnaðarfundir voru hjá listamanninum Sigurði Árna og Þorsteini J. Voru þeir báðir kampakátir og mátti ekki
annað sjá en að listamaðurinn væri ánægður með móttökurnar sem hann fékk við verkum sínum.
Fyrsta sýningin á
Íslandi í langan tíma
Myndlist | Sigurður Árni Sigurðsson opnar sýningu á málverkum sínum í 101 Gallery
48 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI KEFLAVÍK
HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! ... I !
Með Cole Hauser úr
2 FAST 2 FURIOUS.
l
.
Það eru til staðir sem
manninum var aldrei ætlað að
fara á Eitthvað banvænt hefur
vaknað. Magnaður
spennutryllir út í gegn.
a er til sta ir se
a i ar al rei tla a
fara á itt a a t ef r
a a . a a r
s e tr llir t í e .
bönnuð innan 16 ára
NÝ GAMANMYND FRÁ
LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA
DRAUMSINS OG MAÐUR
EINS OG ÉG
Kalli og sælgætisgerðin
H.J. / Mbl.
TOPP5.IS
KVIKMYNDIR.COM
KVIKMYNDIR.IS
Ó.H.T. / RÁS 2
DV
LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á
ÍSLANDI Í DAG
Búið ykkur undir bragðbestu
skemmtun ársins.
Sat tvær vikur á toppnum í USA.
JOHNNY DEEP
Charlie and the Chocolate .. kl. 5.40 - 8 og 10.20
The Cave kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14
Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14
The Dukes of Hazzard kl. 5.50 - 8 og 10.10
The Skeleton Key kl. 5.55 og 8 b.i. 16
The Island kl. 10 b.i. 16
CHARLIE AND THE CHOCOLATE
kl. 8 - 10.15
SKY HIGH kl. 8 - 10
CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY
kl. 6 - 8
THE CAVE kl. 10 B.i. 16 ára
SKY HIGH kl. 6 - 8
STRÁKARNIR OKKAR kl. 10 B.i. 14 ára
GRUNNÞÆTTIR sögunnar sem
hér er sögð eru flestum vel kunnir.
Tveir menn sem eiga ekkert sameig-
inlegt og eru í raun jafn ólíkir og
hugsast getur, lenda fyrir tilviljun í
slagtogi og verða að læra að vinna
saman til að ná settum markmiðum.
Markmiðið í þessu tilviki er að hand-
taka hættulega bófa og félagarnir
illsamræmanlegu eru tannlækna-
vörusölumaður leikinn af Eugene
Levy og harðsoðna löggan sem
Samuel Jackson leikur.
Hugmyndin um ósamræmanlega
félaga er ekki beinlínis ný af nálinni
sem uppskrift að gamansamri
spennumynd. Mestum hæðum náði
þessi frásagnaraðferð, a.m.k. hvað
hugmyndavinnslu varðar, í gam-
anmyndinni Twins þar sem þeirri af-
káralegu hugmynd var varpað fram
að Arnold Schwarzenegger og
Danny DeVito væru löngum að-
skildir tvíburar. Ekkert í myndinni
sjálfri var þó jafn fyndið og hug-
myndin sem lá henni til grundvallar.
Gamansamar vangaveltur um ósam-
ræmanlega félaga sem eru á spori
glæpamanna voru síðan fágaðar og
pússaðar og gerðar að sannkallaðri
gullnámu í Lethal Weapon mynda-
seríunni sem var fyrirtaks dæmi um
það sem Hollywood á níunda ára-
tugnum lagði mikla áherslu á: Há-
værar hasarmyndir sem blönduðu
saman húmor, spennu og spreng-
ingum. En nú er nokkuð um liðið og
það sem Hollywood virðist stundum
gera sér grein fyrir er að formúlum
verður að breyta dálítið eigi þær að
endast. Þannig var mynd Michael
Bay, The Rock, til að mynda
skemmtileg úrvinnsla á frásagn-
arhefðum hasarmyndarinnar og
hugmyndinni um ósamræmanlegu
félaganna. Formúlur þróast með
öðrum orðum eða deyja. Kvikmynd-
in Maðurinn (The Man) er síðan
ágætt dæmi um það sem gerist ef
reynt er að vekja til lífsins formúlur
sem hafa löngu geispað golunni.
Það er reyndar nokkuð ljóst að
aðstandendur myndarinnar hafa
ákveðið að treysta á að það væri ein-
faldlega fyndið í sjálfu sér að stilla
Levy og Jackson upp á móti hvor
öðrum. Og því verður ekki mótmælt.
Þetta eru afar ólíkir leikarar sem
hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á
gjörólík hlutverk í jafnólíkum mynd-
um. Levy hefur t.d. skapað sér
ímynd sem miðaldra yfir-nörd
bandarískra kvikmynda í röð
ágætra gamanmynda undir stjórn
Christophers Guest, og American
Pie þríleiknum. Jackson hefur á
hinn bóginn sannað sig sem eitt eft-
irminnilegasta hörkutól síðastlið-
inna ára í myndum eins og Pulp
Fiction og Jackie Brown. Saman
hljóta þeir því að vera skondnir, ekki
satt?
Rangt. Jafnvel þótt þeir félagar
geri það sem hægt er fyrir myndina
dugir það einfaldlega ekki til. Tæki-
færin sem þeim eru gefin í handrit-
inu eru of fátækleg og á stundum
vandræðaleg. Þvingaður söguþráður
um stolin vopn og neðanjarðar-
starfsemi ólöglegrar vopnasölu, er
kannski ekki hugsaður sem drif-
kraftur myndarinnar en hroðvirkn-
isleg úrvinnsla umgjarðarinnar gef-
ur vísbendingu um að ekki liggi
mikill metnaður að baki. Og það sýn-
ir sig þegar að því kemur sem vissu-
lega á að vera drifkraftur verksins,
en það eru samskipti félaganna.
Fátt reynist broslegt við það brölt
sem tekur við eftir að leiðir þeirra
liggja saman. Tannlæknavöru-
sölumaðurinn hefur t.d. órólegt
meltingarkerfi. Því liggur beint við
að hann reki við í tíma og ótíma og
er sá ágæti verknaður gerður að
einni af þungamiðjunum í kómedíu
myndarinnar. Örfá atriði eru vel
heppnuð, s.s. hefndin sem Levy nær
fram eftir stöðuga niðurlægingar af
hálfu félaga síns, þegar þeir félagar
hitta vopnasölumennina og Levy
verður að útskýra nærveru Jack-
sons. Þetta er þó undantekning því
annars er myndin að mestu röð hálf-
misheppnaðra atriða sem bera lítilli
hugsun og enn minni frumleika
vitni. Útkoman er því ekki ýkja
kræsileg. Myndin fær þó tvær
stjörnur frekar en eina. Aukastjarn-
an er þó fyrst og fremst sam-
úðarstjarna. Þessir tveir ágætu að-
alleikarar hljóta að geta fengið
launatékkann sinn á annan hátt en
að ganga í gegnum svona niðurlæg-
ingar.
Hver er maðurinn?
Hefur gamla formúlan um ósamrýmanlegu félagana, töffarann og lúðann,
gengið sér til húðar? A.m.k. hefur ekki tekist sem skyldi að vinna úr henni hér.
KVIKMYNDIR
Maðurinn (The Man) Leikstjórn: Les Mayfield. Aðalhlutverk:
Samuel L. Jackson og Eugene Levy.
Bandaríkin, 83 mín.
Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó
Akureyri
Heiða Jóhannsdóttir