Morgunblaðið - 19.09.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 19.09.2005, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi DÆLUR FYRIR FISKELDI Sími 568 6625 UPPLÝSINGAR um aukna kostn- aðarþátttöku sjúklinga sem hlytist af vaxandi göngu- og dagdeildar- starfsemi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) verða teknar saman á næstunni auk þess sem at- hugað verður hvað af þeim kostnaði yrði endurkrefjanlegt hjá Trygg- ingastofnun. Margrét S. Björns- dóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarnefnd LSH, óskaði eftir samantektinni. Margrét segir það vera stefnu spítalans að fækka legudögum og auka þjónustu við sjúklinga á dag- og göngudeildum. „Ég er alveg sammála þessari stefnu. Hins vegar þýðir þetta að sjúklingar þurfa að greiða komu- gjöld sem þeir þurfa ekki að greiða ef þeir leggjast inn á sjúkrahúsið yfir nótt og þetta leiðir líka til auk- innar kostnaðarþátttöku þeirra í lyfjum,“ segir Margrét. „Um leið og við erum sammála þeirri stefnu að færa þjónustuna á þetta form, þar sem hún er ódýrari fyrir spítalann og skattborgara, finnst mér nauð- synlegt að fylgst sé með því hvaða álögur eru settar á sjúklinga. Það getur til dæmis verið að langveikir sjúklingar sem jafnvel eru ekki lengur í vinnu, séu að bera þarna kostnað sem sé þeim erfiður. Það voru fyrst og fremst þeir sjúklinga- hópar sem ég hafði í huga og þetta er mál sem spítalinn verður að láta sig varða eða að minnsta kosti að taka upplýsta ákvörðun um.“ Margrét segir það almenna stefnu í rekstri sjúkrahúsa alls staðar að fækka legudögum en ljóst sé að þetta bitni helst á þeim sem koma þurfi oftast. „Þeir þurfa líka hugsanlega að nota dýr lyf sem ekki eru greidd að fullu af Trygg- ingastofnun,“ segir Margrét. Engin stökkbreyting fram undan Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á LSH, tel- ur ekki ástæðu til að áætla mikla kostnaðaraukningu fyrir sjúklinga vegna þessa. „Þetta er óhjákvæmi- legt og það er nú til staðar ákveðið öryggisnet,“ segir hann. „Menn fá afsláttarkort þegar vissri hámarks- greiðslu er náð.“ Jóhannes segir enga stökkbreyt- ingu vera fram undan en þetta sé ákveðin þróun og sífellt meira sé gert án þess að leggja sjúklinga inn. „Það er mín skoðun að núverandi fyrirkomulag feli í sér neikvæða kostnaðarstýringu,“ segir hann. „Allt sem er gert án innlagnar er greiðsluskylt samkvæmt reglugerð og í rauninni væri miklu eðlilegra að það væru einhverjar samsvar- andi greiðslur fyrir innlagnir á sjúkrahús eða engin greiðsla fyrir eitt eða neitt. Núverandi kerfi ýtir frekar undir að hlutir séu gerðir með innlögn en það er miklu dýrara form.“ Vaxandi göngu- og dagdeildarstarfsemi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Athugað hvort kostnaður sjúklinga muni aukast Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Margrét S. Björnsdóttir Jóhannes M. Gunnarsson „GÖNG á einhvern hátt, hvort sem er í einum áfanga alveg í gegn til Hnífs- dals eða í styttri einingum, er það eina sem ég held að sé í stöðunni,“ segir Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík, um leiðina milli Bolung- arvíkur og Ísafjarðar eftir grjóthrun sem varð í Óshlíð á laugardag, en al- mannavarnanefnd Bolungarvíkur fundar um málið í dag. Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði, segir að á stað sem heitir Skriður hafi tvisvar komið grjóthrun á laugardag. Þetta sé á sama stað og grjóthrun hafi orðið um miðjan ágúst og aftur 24. ágúst síðastliðinn. Fyrir ofan veginn eru grjótnetsvarnir og segir Geir að þær hafi tekið töluvert af smærri steinum en magnið hafi verið svo mikið að grjótið hafi ekki bara farið yfir varn- irnar heldur líka skemmt þær, farið í gegn, niður á veg og fram í sjó. Aukið hrun en engin slys ennþá Grjóthrun í Óshlíðinni er algengt á haustin en Geir segir að hrunið að undanförnu hafi verið meira en und- anfarin ár. Hvorki hafi samt orðið slys á fólki né skemmdir á ökutækj- um en smávægilegar skemmdir á veginum. Fyrir nokkrum misserum gaf Vegagerðin út skýrslu um leiðir til úrbóta í Óshlíð. Geir segir að þeir kostir sem séu fyrir hendi séu tíund- aðir í skýrslunni, meðal annars ýmsir kostir varðandi jarðgöng, og aðeins sé spurning um að velja og hafna, hvað menn vilji fara í dýrar leiðir. „Menn vita nákvæmlega hvað þarf að gera og það er bara fjárveitingar- valdsins að taka ákvörðun,“ segir hann. Boðað hefur verið til fundar í al- mannavarnanefnd Bolungarvíkur í dag til þess að fara yfir málið. Einar Pétursson segir að grjóthrunið hafi aukist og við því þurfi að bregðast. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Grjóthnullungar höfðu slitið varnargirðingu við veginn í Óshlíð eftir hrun úr hlíðinni á laugardaginn. Almannavarnanefnd fjallar um göng og grjóthrun í Óshlíð Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is KRISTINN Benediktsson ljósmyndari var á svæðinu á laugardagskvöldið og segir að þá hafi verið mikið af grjóthnullungum á veginum, yfir honum og í vír- netum við veginn. „Það var alveg greinilegt að þeir sem voru á veg- inum höfðu tætt sig í gegn,“ segir Kristinn. „Það eru járnstaurar þarna meðfram veginum og svo eru vírnet á milli þeirra. Þetta er svona tveggja til þriggja metra hátt en girðingin var í tætlum hér og þar.“ Kristinn segist hafa heyrt hvernig hlíðin var á iði. „Maður heyrði grjótmulninginn vera að skríða til í hlíðinni og ég var bara snöggur að koma mér í burtu,“ segir hann. „Það er örugglega ekki skemmtileg tilfinning að búa við þetta frá degi til dags.“ Heyrðist hvernig hlíðin var á iði DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra er ásamt embættismönnum kominn til New York til að sitja allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Er þetta síðasta emb- ættisverk Davíðs sem utanríkisráð- herra á erlendum vettvangi, áður en hann lætur af því starfi 27. septem- ber næstkomandi og Geir H. Haarde tekur við. Davíð situr í dag samráðsfund ut- anríkisráðherra Norðurlandanna og á morgun snæðir hann ásamt öðrum starfsbræðrum sínum innan NATO og ESB hádegisverð í boði Condo- leezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Síðdegis á morgun flytur Davíð ræðu á allsherjar- þinginu. Flytur ræðu á alls- herjarþingi Davíð Oddsson ♦♦♦ SKIPTAR skoðanir eru um það innan raða stjórnarandstöðuflokkanna hvort Íslendingar eigi að halda fram- boði sínu til streitu í Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna. Hins vegar er sam- hljómur í gagnrýni stjórnarandstöð- unnar á framgöngu ríkisstjórnar- innar og mismunandi áherslur for- ystumanna stjórnarflokkanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, er fylgj- andi því að Íslendingar sækist eftir setu hjá alþjóðastofnunum og taki þar þátt í ákvörðunum. Almennt hafi af- staðan verið sú innan Samfylkingar- innar að styðja framboðið, m.a. hafi tillaga verið felld á landsfundi flokks- ins árið 2003 um að Ísland ætti ekki að styðja framboð Íslands. Ingibjörg segir það vera mjög slæmt ef Íslend- ingar hætti við framboðið á miðri leið. Össur Skarphéðinsson, fv. formað- ur Samfylkingarinnar, segist alltaf hafa haft efasemdir um framboð Ís- lands og þær hafi ekki minnkað eftir að mismunandi áherslur komu fram hjá forsætisráðherra og utanríkisráð- herra. Hann telur Ísland geta valdið því að sitja í Öryggisráðinu en hvert slíkt skref verði að vera mjög vel und- irbúið. Ljóst sé að undirbúningur framboðsins innan ríkisstjórnarinnar einkennist af handarbakarvinnu. Þverpólitískt mál Haft var eftir Steingrími J. Sigfús- syni, formanni Vinstri grænna, í blaðinu um helgina að hann hefði ekki lagst gegn framboði Íslands, þegar það var kynnt. Sér hefði þó verið brugðið að heyra um mikinn kostnað. Ögmundur Jónasson, þingflokksfor- maður Vinstri grænna, segist í Morg- unblaðinu í dag hafa efasemdir um framboðið. Málið sé þverpólitískt og um það séu skiptar skoðanir innan allra flokka. Þingflokkur VG hafi ekki tekið formlega afstöðu til málsins en hann kallar eftir ákvarðanatöku og lýðræðislegri umræðu á Alþingi. Skiptar skoðanir stjórnar- andstöðu Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is  Öryggisráðið | 10–11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.