Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ UM SAMEININGU Á laugardag greiða íbúar Mjóafjarðar- hrepps, Fjarða- byggðar, Austur- byggðar og Fáskrúðsfjarðar- hrepps atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Smári Geirs- son er formaður samstarfsnefndar um sameiningu þessara sveitarfélaga. Hann segir kynningarfundi alls ekki hafa verið vel sótta. „Það var þó góð aðsókn í Mjóafirði og viðunandi á Búðum, en aðrir fundir hafa verið fámennir. Mér finnst þetta vera vísbending um að það er ekki mikill áhugi fyrir málefn- inu og fólk finni ekki hjá sér þörf til að afla ítarlegra upplýsinga eða koma á framfæri sjónarmiðum sínum.“ Um það hvað hvetji eða letji til sameiningar segir Smári að ef horft sé til kynningarfundanna fari það mjög eftir því hvar menn eru búsettir á svæðinu. „Það er ljóst að þeir sem hafa tjáð sig úr Fáskrúðsfjarðar- hreppi og Mjóafirði horfa talsvert til þess að þetta eru mjög fámenn sveit- arfélög og eiga erfitt með að rækja skyldur sínar í nútímasamfélagi. Því sé kannski ekki um marga kosti að ræða. Þetta er auðvitað ekki uppi á teningnum hjá íbúum t.d. í Austur- byggð og Fjarðabyggð. Bæði á Stöðvarfirði og í Mjóafirði veltir fólk fyrir sér stærð byggðarlaganna inni í nýju sveitarfélagi og einnig land- fræðilegri stöðu þeirra, þ.e.a.s. að Stöðvarfjörður og Mjóifjörður verði á jöðrum sveitarfélagsins. Menn hafa áhyggjur af þessu og einnig af þróun skólamála. Ekkert af þessu á að koma á óvart og er mjög eðlileg um- ræða. Í Austurbyggð finnst mér al- mennt vera jákvætt viðhorf og fólk leggur áherslu t.d. á þær samgöngu- bætur sem við erum að upplifa með Fáskrúðsfjarðargöngum og að það sé eðlilegt að mynda nýtt samfélag á þessu svæði. Líka er bent á að Fjarðabyggð sé og verði mjög sterk efnahagseining í framtíðinni og því hagstætt að tengjast henni. Í Fjarða- byggð hafa menn efasemdir um tíma- setningu sameiningar. Fyrst og fremst vegna þess að mjög mikið er um að vera í okkar samfélagi, mikil þensla og álag, t.d. á sveitarfélögin og því skynsamlegra að draga samein- inguna uns uppbyggingartíma lýkur Kosið um sameiningu fjögur þúsund íbúa í fjórum sveitarfélögum á Mið-Austurlandi Mismunandi hugur er til sameiningar eftir búsetu Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Smári Geirsson Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Margt að gerast á miðjunni Fjarðabyggð undirbýr um þessar mundir byggingu veglegrar íþróttahallar á Reyðarfirði. Þorsteinn Hjart- arson, formaður samstarfsnefndar um sameiningu í Ölfusi og Flóa, tel- ur helstu kosti varðandi samein- ingu snúa að stórum hags- munamálum svæðisins, t.d. hvað varðar skipulags-, samgöngu- og skólamál. Lagt er til að íbúar Hveragerðisbæj- ar, Sveitarfélagsins Ölfuss, Sveitarfé- lagsins Árborgar, Gaulverjabæjar- hrepps, Villingaholtshrepps og Hraungerðishrepps greiði atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna sex í eitt sveitarfélag. Þorsteinn telur að stórt sameinað sveitarfélag sé líklegt til þess að laða að sér fyrirtæki en hann bendir á að slagkraftur svæðisins í atvinnumálum sé mjög mikill um þessar mundir og atvinnulífið fjölbreytt. Einnig segir hann sameininguna snúast um þjón- ustu við íbúana enda gríðarleg íbúa- fjölgun á svæðinu. „Íbúarnir gera heilmikla kröfu um faglega og góða þjónustu sem sveitarfélagið á að sinna á ýmsum sviðum, eins og í skólamál- um, félagsþjónustu o.fl.,“ segir hann og bætir því við að það sé margt sem ýti undir þá skoðun að stór sveitar- félög geti staðið enn betur að slíku. Þorsteinn bendir á að þetta sé gríð- arlega mikið tilfinningamál og ekki allir á eitt sáttir varðandi sameiningu. Sumir líti á sveitarfélagamörkin sem eitthvað heilagt og séu hræddir við að eitthvað muni glatast með sameining- unni. Sumir tali um að allt sogist á Selfoss og þeir sem búi á jöðrunum séu hræddir um að þjónusta og fleira verði ópersónulegri. Hann segir þetta hafa komið fram á þeim sex kynning- arfundum sem haldnir hafa verið. „Ég held að það geti orðið heilmikið jafnvægi. Þetta er ekki þannig að Sel- foss gleypi svæðið því það er heilmikil uppbygging á öllu svæðinu, t.d. eins og í Hveragerði,“ segir Þorsteinn og bætir því við að svona komi eðlilega upp þegar rætt eru um breytingar. Aðspurður segir Þorsteinn funda- sókn varðandi sameiningu hafa verið góða og menn skipst á skoðunum um ágæti sameiningar. Hann segir vinnu við að kynna sameiningartillöguna hafa hafist í vor og gengið vel. „Við er- um bæði búin að gefa út ítarlega skýrslu um þetta þar sem við drögum bæði saman kosti og galla og drögum upp ákveðna framtíðarsýn.“ Hann segir að skiptar skoðanir hafi komið upp í samstarfsnefndinni hvort menn ættu að sameinast eða ekki, en menn hafi tekið virkan þátt í vinnunni og af heilindum. Hann telur að ef sameiningin verði ekki samþykkt þá geti sú vinna sem hafi þegar verið unnin nýst síðar. Hann segir um- ræðuna meðal íbúanna í sveitarfélög- unum ekki hafa verið mikla en hafi þó verið að aukast að undanförnu. Hann vonast eftir góðri kjörsókn og hvetur íbúa til þess að mæta á kjörstað. Lagt til að fimm sveitarfélög í Árnessýslu sameinist Árborgarsvæðinu Gríðarlega mikið tilfinningamál Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Þorsteinn Hjartarson Á svonefndu Árborgarsvæði býr um helmingur allra íbúa Suðurlands, eða tæplega 11 þúsund manns. Á svæðinu eru fimm þéttbýliskjarnar auk um- talsverðs dreifbýlis en um 10% íbúa svæðisins búa í dreifbýli. Selfoss er miðstöð þjónustu fyrir allt svæðið, en í Hveragerði og Þorlákshöfn er tölu- verð þjónusta auk þess sem íbúar sækja þjónustu og atvinnu á höfuðborg- arsvæðið. + ,+ !+ -$ ./   +/ ,+ -/ ,   ! $ 0+/    + '         !""#    $ 1"     % 2"   )     ' 3145    &  14"      6172"   '    6158"   ( $ 6185"   Árnessýsla, Árborgarsvæði „Á Vopnafirði virðist fólk ekki hafa ákveðnar skoðanir á þess- um sameiningar- kosti,“ segir Aðal- björn Björnsson, formaður sam- starfsnefndar um sameiningu Vopnafjarðar- og Skeggjastaða- hrepps. „Vopnfirðingar vita ekki hvað þeir fá út úr þessu, hugsanlega lítið og velta slíku fyrir sér. Margir eru hvekktir á því að búið er að kjósa um þetta tvisvar áður og þá sam- þykktu Vopnfirðingar en íbúar Skeggjastaðahrepps felldu. Hagur af sameiningu liggur sjálfsagt að mestu leyti hjá Skeggjastaðahreppi, þar sem ýmislegt gæti breyst hvað þjónustu varðar. Hrepparnir tveir eru þó vissulega með ýmislegt sam- eiginlegt nú þegar, svo sem heil- brigðisþjónustu og slökkvilið, auk samstarfs í skólamálum.“ Aðalbjörn segir ljóst að meiri þjónusta sé í stærri sveitarfélögum en þeim minni. „Vegalengdin hér á milli er 35 km og heilsdagsleikskóli dæmi um þjónustu sem Bakkfirðing- ar gætu nýtt. Líklega yrði boðið upp á sams konar þjónustu á báðum þétt- býlisstöðum og það á við um fleiri þjónustuþætti.“ Ýmsar skoðanir eru uppi í Skeggjastaðahreppi um sameiningu við Vopnafjörð. Fólk hefur m.a. áhyggjur af því að sá stóri gleypi þann litla, m.a. að eitthvað af atvinn- unni fari yfir til Vopnafjarðar og að það hafi ekki nógu sterka rödd fyrir sitt svæði. Skólamál eru og við- kvæmur punktur. Kostir virðast aft- ur á móti í margra hugum vera að þjónustustigið verði hærra og betra sé að heimamenn vinni að samein- ingunni sjálfir, í stað þess að bíða eft- ir skipun frá ráðuneytinu þar um. Bakkfirðingar telja sumir að samein- ingin nú sé of lítil og hefðu viljað sjá Þórshöfn, Bakkafjörð og Vopna- fjörð. Erfitt sé að vera endasveitar- félag og slíkt svæði hefði verið skil- virkara, sterkari eining til að þrýsta á um úrbætur í vegamálum og fjar- skiptum. Bakkfirðingar telja sumir hverjir að ágætlega gangi eins og stendur og vilja heldur leita sam- vinnu en sameiningar. Vopnfirðingar hafa á hinn bóginn leitað sameining- ar við Fljótsdalshérað og telja marg- ir sameiningu við Bakkfirðinga fyrsta skrefið á þeirri leið. Lagt til að Skeggjastaðahreppur og Vopnafjarðarhreppur sameinist í um 900 manna byggð Hræðsla við að stórt gleypi smátt Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Aðalbjörn Björnsson Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Spáð í málin Skiptar skoðanir eru um kosti við sameiningu Vopnafjarðar- og Skeggjastaðahrepps. Á norðursvæði Austurlands eru sex sveitarfélög með tæplega 5.300 íbúa. Það fjölmennasta er hið nýsameinaða sveitarfélag Fljótsdalshérað en þau fámennustu eru Skeggjastaðahreppur og Borgarfjarðarhreppur. Norðan Hellisheiðar eru tvö sveitarfélög sem á laugardag greiða atkvæði um sam- einingu, Vopnafjarðarhreppur og Skeggjastaðahreppur, með tæplega 900 íbúa í tveimur byggðakjörnum og töluverðu dreifbýli. Á Bakkafirði búa rúmlega 100 manns en tæplega 600 í þéttbýlinu á Vopnafirði.  9 +**  - :     ;*    :!           !""# )     ' 3527 '     48"         184"   Norðursvæði Austurlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.