Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á FUNDI forsætisráðherra Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna síðdegis í gær var m.a. rætt um þró- un innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins og tengslin við Rússland og Úkraínu. Fundarhöld héldu áfram fram eftir kvöldi og átti þá m.a. að ræða um við- brögð við fuglaflensu og á sérstökum fundi forsætisráðherra Íslands og Noregs átti að fjalla um stöðu fisk- veiðistjórnunar við Svalbarða. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var í Þjóðmenn- ingarhúsinu að loknum fyrsta fundi þeirra síðdegis í gær. Halldór Ás- grímsson, forsætisráðherra, sagði að viðræðurnar á ráðherrafundinum hefðu verið afar áhugaverðar, opnar og afdráttarlausar. Sameiginleg Evrópustefna gagnvart Rússlandi Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að löndin í Norður- landaráði og Eystrasaltsríkin hefðu öll áhuga á góðri samvinnu og góðum tengslum við Rússland. „En það er líka mikilvægt að hafa í huga að mörg okkar eru einnig í Evrópusam- bandinu. Og við viljum að það verði ein sameiginleg stefna Evrópu gagn- vart Rússlandi,“ sagði hann. Um- ræður um tengslin við Rússland myndi því einnig fara fram á vett- vangi Evrópusambandsins. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja svara spurningum um Sval- barða og um deilur Noregs og Rússa vegna veiðistjórnunar á svæðinu. Hann myndi hitta Jens Stoltenberg, hinn nýja forsætisráðherra Noregs, á fundi síðar um kvöldið og þegar þeir hittust væri alltaf rætt um fisk- veiðar. Að svo komnu vildi hann ekki svara spurningum en myndi kannski gera það eftir fundinn. Spurt var á fundinum hvort vinnu- markaður á Norðurlöndunum yrði opnaður frekar fyrir vinnuafli frá Eystrasaltsríkjunum. Halldór sagði að margir íbúar þessara ríkja væru við störf á Íslandi og hið sama gilti um flest önnur Norðurlöndin. Sér- stakar reglur giltu um vinnuafl frá Eystrasaltsríkjunum fram til 2006 og verið væri að ræða hvað tæki við eftir það. Aðspurður sagði hann að ráðherrarnir hefðu ekki rætt um ólöglegt vinnuafl frá þessum löndum. Þá var spurt hvenær Eystrasalts- ríkin yrðu aðilar að Norðurlandaráði og enn varð Halldór fyrir svörum. Hann sagðist ekki vita til þess að þau hefðu sótt um aðild en samvinna milli ráðsins og Eystrasaltsríkjanna færi vaxandi og þau tækju þátt í sumum stofnunum ráðsins, þ.á m. Norræna fjárfestingabankanum. Ekkert hefði hins vegar verið rætt um beina aðild að ráðinu. Ráðherrarnir voru spurðir um af- stöðu þeirra til umsóknar Íslendinga um sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og sagði Halldór það ljóst að hin Norðurlöndin og Eystrasalts- ríkin stæðu við bakið á Íslendingum í því máli og Íslendingar ættu góða möguleika á sæti í ráðinu.| 8 Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Jens Stoltenberg, starfsbróðir hans frá Noregi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ráðherrarnir við upphaf blaðamannafundar. F.h. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Andrup Ansip, forsætisráðherra Eistlands, Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra Íslands, Matti Vanhanen, for- sætisráðherra Finnlands, og Aigar Kalvitis, forsætisráðherra Lettlands. Á myndina vantar Algirdas Brazauskas, forsætisráðherra Litháens. Rætt um þróun innan ESB og tengslin við Rússland Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MEIRIHLUTI umhverfisráðs borgarinnar samþykkti á seinasta fundi sínum að leggja til við borg- arráð að gjaldskrá vegna mengun- ar- og heilbrigðiseftirlits hjá fyrir- tækjum og stofnunum hækki um 14,75%. Árni Þór Sigurðsson, formaður umhverfisráðs, segir skýringu hækkunarinnar þá að gjaldskráin hafi verið óbreytt í þrjú ár. Á fundinum var einnig samþykkt 3% hækkun á gjaldskrá fyrir sorp- hirðu og á gjaldskrá fyrir meindýra- varnir, en þær hækkanir eru ein- göngu í samræmi við verðlags- breytingar að sögn Árna. Hann bendir einnig á að umhverf- isráðherra setji reglur um útreikn- ing á gjaldi fyrir mengunar- og heil- brigðiseftirlit, sem eigi að standa undir kostnaði við eftirlitið. „Engu að síður innheimtum við ekki fyrir kostnaðinum við þetta, þannig að við erum eftir sem áður að greiða þetta að einhverju leyti niður með skattfé,“ segir hann. Segir hlut fyrirtækja og stofnana verða um 100 milljónir Á fundi umhverfisráðs lagði Ólaf- ur Jónsson, einn af fulltrúum minni- hlutans, fram bókun þar sem segir að fulltrúi atvinnulífsins mótmæli 14,75% hækkun gjaldskrárinnar. Með þeirri hækkun sé tekin til baka öll hagræðing sem náðst hafi und- anfarin þrjú ár. „Skv. starfsáætlun fyrir árið 2006 er gert ráð fyrir allt að 19 stöðugildum við eftirlit og að hlutur fyrirtækja og stofnana vegna þess verði um 100 milljónir króna,“ segir m.a. í bókun hans. Fulltrúar R-listans sögðu á móti í bókun að um misskilning væri að ræða að fyrirhugað sé að fjölga stöðugildum frá því sem nú er. Frestuðu gjaldskrá um handsömun katta Þá samþykkti umhverfisráð að fresta ákvörðun um drög að nýrri gjaldskrá fyrir handsömun katta í Reykjavík þar sem verklagsreglur um eftirlit og innheimtu eru ekki til- búnar. Lagt til að gjaldskráin hækki um 14,75% Mengunar- og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar GARÐAR Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, fagnar laga- frumvarpi dómsmálaráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt þar sem er að finna ákvæði um að sam- eiginleg forsjá barna verði megin- reglan í íslenskum rétti eftir skilnað eða sambúðarslit. Garðar tekur þó fram að hann hafi ekki séð sjálft frumvarpið, heldur frétt af því. „Við fögnum þessu stórkostlega enda hefur sameiginleg forsjá verið baráttumál Félags ábyrgra feðra í mörg ár,“ segir Garðar. „Félagið hefur oft gert tillögur um sameig- inlega forsjá, m.a. þegar barnalög- um, sem tóku gildi 2003, var breytt. Þá lögðum við til að sameiginleg forsjá yrði meginreglan og að beitt yrði þvingunarúrræðum.“ Þau þvingunarúrræði sem Garðar nefnir eru í anda tillagna forsjár- nefndar og felast í frystingu meðlags og barnabóta. „Sumir hafa misskilið þetta á þann veg að við séum að tala um afnám [meðlags og barnabóta] til viðkomandi. En málið snýst um um- gengnina en ekki beinlínis um refs- ingar. Þvingunarúrræðin eiga að vera til þess að knýja á um að um- gengnin sé virt.“ Garðar segist hins vegar ekki hafa vitneskju um hvort frumvarpið taki á styttingu málsmeðferðar vegna for- sjármála, en vonar innilega að svo sé, enda um gríðarlega mikilvægt atriði að ræða. Sameiginleg forsjá barna verði meginregla „Fögnum þessu stór- kostlega“ LÖGREGLAN á Selfossi veitti sportbifreið eftirför á Suðurlands- vegi á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan átta á sunnudags- morgun. Ökumaður sportbílsins neitaði að sinna stöðvunarmerki lögreglunnar, jók hraðann og komst undan lögreglu á rúmlega 180 km hraða. Ökumaður og félagi hans fund- ust í öðrum bíl á Selfossi skömmu síðar og voru þeir handteknir, en neituðu að vísa á sportbílinn. Það kom þó ekki aðsök þar sem sport- bifreiðin fannst stuttu síðar á bíla- sölu á Selfossi. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu og er mál þeirra í rannsókn vegna gruns um ölvunar- og hraðakstur. Flúðu und- an lögreglu á sportbíl SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpinu sem lagt hefur verið fram á Alþingi verður engu fé varið til fangelsis- bygginga á næsta ári en þá hafði ver- ið gert ráð fyrir að endurbæta og stækka fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri. Í dómsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að áætlun um uppbyggingu fangelsanna væri óbreytt. Fangelsismálastofnun gerir ráð fyrir að kostnaður við endurbætur á Kvíabryggju verði 27 milljónir og um 130 milljónir á fangelsinu á Ak- ureyri. Auk þess kosta endurbætur á lögreglustöðinni um 80 milljónir. Á vef stofnunarinnar er bent á að dómsmálaráðherra hafi í maí form- lega tilkynnt að ráðuneytið hefði gert tillögu Fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsa ríkisins að sinni. Jafnframt að samþykkt hefði verið að hefja þegar framkvæmdir við uppbyggingu fangelsanna á Kvíabryggju og á Akureyri. Einungis spurning um útfærslu Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dómsmálaráðuneytisins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirætlanir ráðuneytisins um að hafist yrði handa á Kvíabryggju og Akureyri á næsta ári hefðu ekki breyst. Áfram væri unnið að málinu í samræmi við fjárlagafrumvarpið. „Það hefur ekk- ert breyst í þessari stefnumörkun af hálfu ráðuneytanna tveggja, heldur er þetta einungis spurning um út- færsluna, hvar fjárheimildir koma inn og þess háttar,“ sagði Stefán. Ástæðan fyrir því að þetta hefði ekki verið inni í fjárlagafrumvarpinu væri sá að heildarkostnaðurinn hefði ekki legið fyrir þegar verið var að ganga frá fjárlagafrumvarpinu. Áform um breyting- ar fangelsa óbreytt ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.