Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GunnlaugurHilmar Krist-
jánsson fæddist í
Borgarnesi 14. maí
1943. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 15. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristján Steinar
Þórólfsson, f. 27.
september 1917, d.
30. júlí 1977 og Jó-
hanna Magnea
Helgadóttir, f. 12.
ágúst 1915, d. 4.
september 1998. Systkini Gunn-
laugs eru Helgi Straumfjörð, f. 18.
nóvember 1939, Þórdís Guðný
(Stella), f. 28. janúar 1941, Þóra
Sigríður, f. 26. desember 1945, og
Þórólfur Þorvalds, f. 18. apríl
1947. Gunnlaugur ólst upp í Borg-
arnesi en árið 1955 fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur. Gunn-
laugur valdi að dvelja áfram í
Borgarfirðinum og bjó hjá Magn-
fríði á Árbakka til 16 ára aldurs en
flutti þá til Reykjavíkur.
Gunnlaugur kvæntist, hinn 15.
september 1963, Kristbjörgu
Ámundadóttur, f. 11. desember
1943. Þau skildu. Dætur Gunn-
laugs og Kristbjargar eru: 1) Alda
Jóhanna, f. 2. júní 1963, giftist
Leone Tinganelli, þau skildu, dæt-
ur þeirra eru Valentína, f. 30. nóv-
ember 1987 og Harpa Luisa, f. 1.
apríl 1993. 2) Linda Björk, f. 12.
júlí 1966, giftist Heiðari B. Heið-
arssyni, þau skildu, dætur þeirra
eru Anna Kristín, f. 12. júlí 1987 og
Kristbjörg Eva, f. 4. febrúar 1993.
Árið 1973 flutti Gunnlaugur til
Djúpavogs og hóf
sambúð með Hönnu
Antoníu Guðmunds-
dóttur, f. 18. nóvem-
ber 1950, þau skildu.
Börn þeirra eru: 3)
Guðmundur Hjálm-
ar, f. 15. júní 1973. 4)
Kristján Bjarki, f.
14. júlí 1974, maki
Áshildur Jóna Böðv-
arsdóttir. 5) Óðinn
Sævar, f. 27. septem-
ber 1975, maki Guð-
björg Aðalheiður
Guðmundsdóttir.
Þau eiga tvær dætur, Viktoríu
Brá, f. 3 júní 2002 og Natalíu Lind,
f. 15. júní 2005. 6) Ingibjörg Bára,
f. 21. febrúar 1980, maki Ólafur
Björnsson. 7) Heiða Hrönn, f. 14
mars 1981, maki Steinn Friðriks-
son. Sonur þeirra er Anton Unnar,
f. 4. febrúar 2004. 8) Berglind
Elva, f. 1. september 1983, maki
Guðjón Viðarsson.
Gunnlaugur var í sambúð með
Hjördísi Hjaltadóttur, f. 19. sept-
ember 1945, en þau slitu samvist-
um. Dætur Hjördísar eru Íris Inga
Svavardóttir og Ninna Sif Svav-
arsdóttir.
Gunnlaugur byrjaði snemma á
sjó og stundaði sjómennsku mest
alla sína ævi lengst af á Sunnutindi
frá Djúpavogi sem háseti og kokk-
ur. Síðustu árin var hann kokkur á
hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæ-
mundssyni. Gunnlaugur var félagi
í Kiwanisfélaginu Kötlu í Reykja-
vík.
Útför Gunnlaugs verður gerð
frá Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku pabbi. Fyrir okkur elstu
dæturnar sem ólumst einungis upp
hjá þér í nokkur fá ár varstu alltaf í
ævintýraljóma. Við bjuggum til sög-
ur um þig fyrir vini okkar um ind-
íánaforingjann sem var í ævintýra-
siglingum allt árið. Sannfærðum
suma um að þú værir af indíánaætt-
um þar sem þú varst með kolsvart og
oft á tíðum sítt hár, fjölda tattóa,
klæddur gallabuxum með uppábroti,
kúrekastígvélum og leðurjakka. Í
æskunni varstu töffarinn sem komst
og gafst okkur gjafir eftir siglingar
og sendir okkur skeyti á afmælis-
dögum. Seinna á lífsleiðinni kynnt-
umst við betur og þá fengum við aðra
mynd af manninum sem þú hafðir að
geyma. Þú áttir augljóslega erfiðan
uppvöxt og það setur mark á fólk.
Stelpurnar okkar kynntust afa sín-
um vel og mest spennandi var að sjá
öll tattóin þín. Snemma fórstu á sjó,
kynntist mömmu ungur, giftir þig og
eignaðist okkur tvær. Eftir skilnað-
inn fluttir þú fljótlega til Djúpavogs
þar sem þú kynntist Öddu og eign-
aðist með henni sex börn. Já, þú áttir
barnaláni að fagna en því miður hög-
uðu örlögin því að ekki hefur verið
mikill samgangur milli systkinahóp-
anna tveggja. Æðsti draumur þinn
var að sameina hópana og í veikind-
um þínum tókst þér það. Á meðan við
systkinin sátum með þér á Landspít-
alanum sameinaðist hópurinn loks
og kynntist mjög vel. Þetta eru frá-
bærir krakkar, pabbi, og við stóru
systurnar erum orðnar miklu ríkari
en við vorum fyrir nokkrum dögum
síðan. Nú hefur þú látið okkur það í
hendur að halda hópnum saman og
það erum við öll ákveðin í að gera.
Eftir fyrsta hjartaáfallið 1994 og aft-
ur 2001 varðstu að draga úr vinnu en
þú byrjaðir um leið að njóta lífsins.
Kominn í hestamennskuna aftur og
hafðir nýlega eignast fallega meri.
Það er erfitt fyrir okkur að þú sért
farinn, við áttum margt eftir ótalað
og einnig eitthvað óleyst. Á dánar-
beði þínu sátum við og ræddum við
þig og þótt þú kæmir aldrei til með-
vitundar trúum við því að þú hafir
heyrt allt sem við áttum ósagt við
þig. Elsku pabbi, við elskum þig og
munum alltaf gera.
Þínar dætur,
Alda og Linda.
Elsku pabbi minn. Laugardags-
kvöldið 1. okt. fékk ég hringingu frá
mömmu um að þú hefðir veikst og
það hefði þurft að flytja þig á spítala,
vá, tíminn stoppaði algjörlega, elsku
pabbi minn. Ég hringdi í þig tveimur
dögum áður en að þetta gerðist og
þar ræddum við margt saman, töl-
uðum mikið um veikindin sem voru í
kringum okkur, þú hafðir svo miklar
áhyggjur af mér og mínum veikind-
um og vildir gera allt til þess að
hjálpa mér út úr þeim, elsku pabbi
minn, þú varst svo hress í símanum
og í þessu samtali okkar ákváðum
við að hittast í bænum. Aldrei hvarfl-
aði það að mér að ég myndi þurfa að
hitta þig svona, þetta var alveg rosa-
lega sárt, af hverju gátum við ekki
fengið allavega þennan eina dag
saman sem við ætluðum að hittast,
vá hvað lífið getur verið ósanngjarnt.
En elsku pabbi minn, ég trúi því að
þín hefur verið þarfnast annars stað-
ar svona snögglega. Ég veit að þú
fylgir okkur öllum og þú er hjá mér
þegar mér líður illa. Þú varst ný-
hættur að vinna og áttir að fara að
njóta þess að lifa lífinu og gera það
sem þér fannst gaman, það sem stóð
samt mest upp úr var hesturinn
þinn, við gleymum því aldrei, pabbi,
þegar að þú fórst í reiðtúrinn mikla í
sumar með hópnum og þú ferðaðist í
heila viku, vá það er eiginlega ekki
hægt að lýsa því hversu glaður þú
varst, þú alveg ljómaðir. Sem betur
fer fékkstu að upplifa svona ferð jú,
því að þetta var alveg þín heitasta
ósk.
Elsku pabbi, það eru svo margar
minningar sem streyma í huga
manns núna. Við systur vorum að
rifja upp hvað það var alltaf yndis-
legur tími þegar þú varst að koma
heim úr siglingum, vá þar var sko
ekki verið að spara, það sem þú gafst
okkur mikið af dóti, allt sem tengdist
dúkkum og barbídúkkum. Þetta dót
er allt til og verður sko vel geymt.
Elsku pabbi, síðasta ár hefur verið
mér mjög mikils virði, þú varst svo
duglegur að koma til okkar í heim-
sókn í Flétturimann, það liðu eigin-
lega aldrei meira en 2–3 dagar á milli
þess að við heyrðum í þér. Þú komst
stundum í mat til okkar og svo
komstu alltaf í afmælin sem að voru
með reglulegu millibili, afmælin voru
alltaf haldin heima hjá mér. Þér
fannst það nú ekki slæmt að komast í
einhverjar tertur og góðgæti.
Pabbi, þú fórst aldrei frá okkur
nema að gefa okkur eitt hlýtt og gott
faðmlag og það eitt gefur manni svo
mikið. Veistu það, pabbi, að þú varst
sko alveg pottþéttur afi, frá því að ég
varð ólétt af Antoni Unnari fylgdist
þú með öllu og svo þegar að ég átti
hann varst þú svo rosalega duglegur
að hringja og koma. Þær eru ekki
ófáar gjafirnar sem þú gafst honum,
þú varst svo stoltur af honum, bara
eins og af afastelpunum þínum líka,
enda gleymi ég því aldrei þegar hann
fæddist og ég hringdi í þig til að til-
kynna þér það, þá heyrðist hinum
megin í símanum „loksins“, jú því að
þú hafðir bara verið ríkur af afas-
telpum og var hann eini afastrákur-
inn þinn. Það eru sko ekki margir
sem voru jafn ríkir og þú, pabbi, þú
átt 8 heilbrigð börn og 6 heilbrigð
barnabörn. Það eina sem þú varst að
vinna í núna síðustu mánuði var að
koma okkur systkinunum saman, við
vorum alltaf 6 alsystkinin fyrir aust-
an og þær tvær systurnar fyrir sunn-
an. Það var alltaf svo gaman að
heyra þegar að þú varst að segja t.d.
að ég og Alda systir værum svo líkar
í skapi og útliti og ég var alltaf að
pæla, vá, maður á stóra systur, sem
að maður hefur aldrei séð, hvernig
gátum við verið svona rosalega líkar.
Jú, veistu það, pabbi, að núna þegar
við vorum yfir þér meðan þú lást
veikur þá sáum við það hvað við er-
um öll mjög lík, þær eru alveg eins
og við eða við erum alveg eins og
þær.
Það er svolítið sárt að hugsa til
þess að þetta þurfti að gerast til að
við myndum hittast, þetta var erf-
iður en jafnframt yndislegur tími,
pabbi, þér tókst þó að koma okkur
saman áður en þú kvaddir. Einu get-
um við lofað þér að við verðum alltaf
saman eftir þetta, lífið er of dýrmætt
til að fara á mis við eitthvað svona.
Elsku pabbi minn, ég trúi því að þú
hafir heyrt allt það sem ég sagði við
þig þessa daga sem ég var yfir þér,
fundið fyrir kossunum og faðmlög-
unum, meira að segja litli afastrák-
urinn þinn kyssti afa sinn bless. Þeg-
ar að maður heyrir orðið pabbi þá
býr maður til vissa mynd, þar sé ég
strax kúrekastígvél, tattú og galla-
buxur með uppábrotum. Pabbi, það
voru allir að dást af öllum tattúunum
þínum og svo var alltaf sagt, já mað-
urinn með tattúin. Veistu það að
læknarnir sögðu við okkur að þarna
væri sko örugglega mikill sjómaður
á ferð út af öllum tattúunum þínum,
við töldum þau eitt skipti þegar að
við vorum hjá þér og þau voru 19!
Geri aðrir betur. Jæja, elsku pabbi
minn, núna eftir tveggja vikna erfiði
hefur þú loksins fengið hvíldina, ert
komin yfir til hinna ástvina okkar
sem hafa kvatt þennan heim,
kannski aðeins of snemma líka.
Elsku pabbi minn, ég trúi því að
þú hafir það gott þar sem þú ert og
sért bara sáttur. Það er eitthvert
verkefni sem hefur beðið þín og var
nauðsynlegra en lífið þitt hérna meg-
in hjá okkur.
Megi guð geyma þig.
Ég elska þig, elsku pabbi minn,
þín dóttir,
Heiða Hrönn.
Elsku pabbi minn, erfitt er að
kveðja þig. Margar eru minningarn-
ar sem streyma um hugann þegar ég
hugsa um þig núna á þessari stundu,
margar og góðar og þær ætla ég að
varðveita vel. Ekki mun líða sá dag-
ur sem ég hugsa ekki til þín, ég
sakna þín.
Síðustu tvær vikurnar sem þú
varst hjá okkur voru erfiðar fyrir þig
og eftir langa baráttu fékkstu loks-
ins hvíld. Þessi sálmur minnir mig á
þig og þína síðustu daga.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Með þessum fáu orðum kveð ég
þig, elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Berglind Elva.
Elsku pabbi minn. Ég á mjög bágt
með að trúa því að þú sért farinn frá
okkur. Þegar ég frétti að þú hefðir
fengið hjartaáfall var það eins og ég
hefði verið slegin niður og átti bágt
með að trúa því. En alltaf var vonin
til staðar allan tímann á meðan þú
lást í dái. En svo fengum við fjöl-
skyldan að vita að enginn möguleiki
væri á því að þú myndir koma aftur
til okkar. Það sem huggar mig í dag
eru góðu minningarnar. Það sem ég
er mjög þakklát fyrir er að þú náðir
að vera við útskriftina mína. Ég man
þegar þú komst heim fyrir útskrift-
ina svo þvílíkt fínn og með þennan
líka stóra blómvönd í fanginu handa
mér. Ég er mjög þakklát fyrir hvað
þú og Óli náðuð vel saman, ég man
hvað þið gátuð talað endalaust sam-
an um tónlist. Ég er þakklát fyrir all-
ar þær minningar sem ég á í hjarta
mínu. Það fyrsta sem ég hugsaði
þegar ég fékk þessar ömurlegu frétt-
ir var; hver á þá að leiða mig upp að
altarinu í brúðkaupinu mínu? Skrítið
hvernig hugurinn virkar á svona
tíma. Því með því síðasta sem við töl-
uðum um var um jakkafötin þín sem
ég átti að þrengja fyrir þig. En
vegna tímaskorts tókst mér það ekki
áður en ég fór austur. Og þú sagðir
við mig að þau yrðu bara tilbúin fyrir
giftinguna. Þannig þegar þú kæmir
austur væru tilbúin jakkaföt fyrir
þig. En ég veit að þú verður með mér
í anda þegar það kemur að þessum
degi.
Ég á eftir að sakna þín mikið en
það er mér mikil huggun að vita að
það er stuð hjá þér hvar sem þú ert.
Ég vona að þú sért í þínum gallabux-
um, með uppbrettum skálmum og
kúrekastígvélum, með öl í annarri
hendi og vindil í hinni og góðan hest
til að bera þig á milli staða.
Skál í botn.
Þín dóttir,
Ingibjörg Bára.
Gulli minn, ég vil þakka kærlega
fyrir þessar fáu en góðu stundir sem
við áttum saman. Þrátt fyrir fáar
stundir var ótrúlega margt sem við
náðum að spjalla saman. Músíkin var
yfirleitt það sem talið barst fyrst að
því þar náðum við vel saman.
Smekkurinn var ótrúlega líkur en
samt sem áður margt sem við vorum
ekki sammála um. Kaffibollarnir
voru ófáir sem svolgrað var niður yf-
ir umræðunum og ferðirnar út á
svalirnar góðu á Kaplaskjólsvegi
jafnvel fleiri. Þetta eru góðar minn-
ingar sem ég mun seint gleyma.
Síðasti kaffibollinn hefur verið
drukkinn – í bili.
Vona að þú fáir að spila Stones
þarna hinum megin.
Þinn tengdasonur,
Ólafur Björnsson.
Elsku afi minn, mér finnst erfitt
að skilja að þú fórst frá okkur en þú
fórst á góðan stað.
Það er svo margt sem mig langar
til að segja þér, margt sem mig lang-
ar að sýna þér og margt sem mig
langar til að gera með þér. Tímar
mínir með þér eru mér rosalega dýr-
mætir og ég mun ekki gleyma þeim.
Afi, þú varst yndislegur afi. Afi sem
allir vilja eiga. Ég man þegar ég var
yngri, þá sagði ég vinum mínum að
ég ætti rosalega flottan afa með
mörg tattú og þau öfunduðu mig af
því. En nú hvílir þú hjá Guði og ert
kominn á fallegan endastað. Ég veit
innst inni í hjarta mínu að þú fylgist
með mér og ert hjá mér í anda.
Ég mun alltaf elska þig, afi, af öllu
hjarta og hugsa til þín. Þín elsta afa-
stelpa,
Valentína.
Elsku afi minn. Takk fyrir þá
stund sem við fengum að eiga saman,
þú hefur fylgt mér frá fyrstu stund
minni hér í þessum heimi. Afi, það
var alltaf svo gaman að fá þig til okk-
ar í heimsókn til okkar í Flétturim-
ann. Við höfum átt margar góðar og
ljúfar stundir saman þar. Mamma er
með mynd af mér og þér þar sem
hún lætur alltaf loga á kerti við.
Elsku afi minn, ég vona að þú hafir
heyrt í mér þegar ég sagði bless við
þig á spítalanum og kyssti þig á enn-
ið þitt. Elsku afi minn, ég vona að þér
líði vel þar sem þú ert núna. Guð
geymi þig.
Þess óskar þinn litli afastrákur,
Anton Unnar Steinsson.
Elsku afi minn, ég á eftir að sakna
þín mikið og skrýtið að eiga ekki eft-
ir að sjá þig. Ég man eftir því þegar
ég var lítil og þú komst í heimsókn og
þá fannst mér rosalega gaman að sjá
tattóin þín. Ég man alltaf eftir fyrsta
tattóinu sem ég skoðaði á puttunum
þínum en þar stóð LOVE. Síðast
þegar ég sá þig þá komstu með rosa-
lega góðar kartöflur sem við borð-
uðum með bestu lyst.
Elsku afi minn, vonandi líður þér
vel þar sem þú ert núna. Þú hefur
verið yndislegur afi og ég mun alltaf
hugsa til þín, elsku afi minn.
Guð blessi þig,
þín afastelpa,
Harpa Luisa.
GUNNLAUGUR
HILMAR
KRISTJÁNSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Stapahrauni 5
Sími 565 9775
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800