Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á SAMA tíma og við fáum fréttir
af því skv. mati stofn-
unarinnar Transpar-
ency International að
Ísland sé það land í
heiminum þar sem
minnst spilling þrífst
innan stjórnkerfisins,
telja 87% þátttakenda í
könnun morgunsjón-
varps Stöðvar 2 að ís-
lenskir stjórnmála-
menn hugsi meira um
eigin hag, en hag al-
mennings.
Þetta erlenda mat á
góðri stöðu Íslands er
ekki eingöngu á lítilli
spillingu – heldur fáum við jákvæðar
fréttir af samanburði landsins við
önnur lönd á flestum sviðum og er
Ísland talið eitt besta land í heimi til
að búa á.
Höfum við valið sérdræga
stjórnmálamenn?
Getur verið að þessi góða staða
okkar sé til komin af því að við höf-
um valið svo lélega stjórnmálamenn
til forystu fyrir okkur? Stjórn-
málamenn sem eingöngu hugsa um
eigin hag og að skara sem mest eld
að sinni köku? Getum við svo flokkað
alla stjórnmálamenn undir sama
hattinn? Getum við yfirleitt ætlast til
þess, að á meðan við andmælum ekki
þeim sem kyrja þennan kór, að við
fáum besta fólkið okkar
til að taka þátt í stjórn-
málum?
Ég veit af eigin raun
að það er til heiðarlegt
og gott fólk í öllum
stjórnmálaflokkum
sem vinnur af hugsjón
og einlægni í pólitísku
starfi. Gleymum því
ekki að þeir sem veljast
til forystu fyrir okkur
eru í starfi allan sólar-
hringinn og eru „næst-
um“ undir þann hatt
seldir að fjölmargir
telja sig hafa „skot-
leyfi“ á viðkomandi.
Því miður eru það oft stjórn-
málamennirnir sjálfir sem níða skó-
inn hver af öðrum og stöku stjórn-
málamenn nota hvert tækifæri til að
klekkja á andstæðingunum ein-
göngu til að fá athygli. Að sjálfsögðu
er það miður að í sveitar-
stjórnarmálum eða á landsvísu sé
það ekki algilt að stjórnmálamenn
úr mismunandi flokkum starfi af
heilum hug að góðum málum. Alltaf
er einhver sem þarf að rjúka upp
með ómerkileg mál til að fá athygli.
En þetta heyrir til undantekninga.
Það er munur á málefnalegri and-
stöðu og innihaldslausum upphróp-
unum!
Við höfum tækifæri til að velja!
Breytum þessari múgsefjun og
þreytta viðlagi um að „það sé sami
rassinn undir öllum stjórnmála-
mönnum“! Við höfum tækifæri til að
velja í sveitarstjórnum og á lands-
vísu. Í komandi prófkjörum hvet ég
fólk til að hugleiða hvaða einstak-
lingar eru að bjóða sig fram. Hafa
þeir starfað af heilindum og með al-
mannaheill í huga, eru þetta heið-
arlegir einstaklingar sem eru ekki í
eilífu baktjaldamakki eða fyrir-
greiðslupólitík? Og síðast en ekki
síst, er þetta fólk sem lætur verkin
tala og er ekki eingöngu að skara eld
að eigin köku?
Er sami rassinn
undir þeim öllum?
Bryndís Guðmundsdóttir hvet-
ur fólk til umhugsunar þegar
það velur fólk í stjórnmál ’Í komandi prófkjörumhvet ég fólk til að hug-
leiða hvaða einstakling-
ar eru að bjóða sig
fram.‘
Bryndís
Guðmundsdóttir
Greinarhöfundur er sjálfstætt
starfandi talmeinafræðingur
og maki stjórnmálamanns.
NÝLEGA kom fram
í fjölmiðlum að mennta-
málaráðherra og fjár-
málaráðherra hefðu
ákveðið að styrkja upp-
byggingu á vík-
ingaþorpi í Reykja-
nesbæ. Um er að ræða
styrk upp á um kr. 120
milljónir.
Um er að ræða fjár-
veitingu frá ríkisvaldinu
til fyrirhugaðs vík-
ingþorps í Reykja-
nesbæ, sem ég tel að
eigi að byggja upp í
beinni samkeppni við
þann rekstur og þá upp-
byggingu sem ég hef
staðið fyrir, án rík-
isstyrkja, að Strand-
götu 55 í Hafnarfirði.
Í byrjun vil ég taka
það fram að ég geri mér
fulla grein fyrir því að
ég hef ekki neinn einka-
rétt á víkingum. Jafn-
framt tel ég mig tilbú-
inn til að mæta allri
samkeppni svo fram-
arlega sem hún sé á
jafnréttisgrundvelli.
Það er ljóst að verið er að koma upp
víkingastað í Reykjanesbæ í sam-
keppni við Fjörukrána í Hafnarfirði
sem rekin er af einstaklingi.
Eftirfarandi atriði eru því til stuðn-
ings:
Ég hef nýlega eytt miljónum króna í
að reisa helli hér við Víkingahótelið
sem byggist upp á svokölluðum víking-
aránum. Um er að ræða uppákomu
sem stílaðar eru inn á velkominn-
drykk fyrir ferðamenn. Það er viðbúið
að það verði eitt af þeim atriðum sem
þeir taka upp vegna legu staðarins.
Víkingveislur hér í Fjörukránni eru
löngu orðnar heimsþekktar og hef ég
lagt fram fé og vinnu til að kynna þær
innanlands og utan.
Það er ljóst að í víkingaþorpinu í
Reykjanesbæ mun fljótlega koma veit-
ingastaður, byggður á ríkisstyrk, með
svipaðri útfærslu og hér í Hafnarfirði.
Víkinghátíðir, eins og þær sem ég
hef verið frumkvöðull að og þar með
staðið undir öllum kostnaði og skuld-
bindingum, munu verða þáttur í starf-
semi þeirri sem ríkið er nú að styrkja í
Reykjanesbæ … Ljóst er að ekki er
grundvöllur fyrir tvær slíkar hátíðir á
þessu litla svæði og jafnframt gefur
það auga leið að mitt litla fyrirtæki hef-
ur lítið að gera í ríkisstyrkta sam-
keppni. Húsin sem reist hafa verið hér
eru sérsmíðuð og hönnuð í anda vík-
ingatímans. Allir þeir munir og minjar
sem unnir hafa verið til skreytinga eru
sérstaklega hannaðir, útskornir, mál-
aðir, höggnir og tálgaðir. Þetta er ekki
aðeins veitinga- og gististaður, heldur
lifandi safn með þjónustu, söng og
fróðleik.
Ég hef komið upp safni sem hefur
svo sannarlega kallað á ferðamenn á
undanförnum áratugum.
Núna stend ég svo
frammi fyrir sérstöku
ríkis-víkingasafni í
Reykjanesbæ. Það er
hægt að nefna mörg at-
riði sem varða uppbygg-
ingu mína hér í Hafn-
arfirði og þá vinnu sem
ég hef lagt í hana. Því tel
ég mikilvægt að Sam-
keppniseftirlit taki þetta
mál fyrir með það að leið-
arljósi að verið sé að
koma upp ríkisstyrktri
starfsemi sem mun hafa
veruleg rekstrarleg áhrif
á einkarekna starfsemi
mína hér að Strandgötu
55 í Hafnarfirði.
Það stingur í stúf við
þessa fjárveitingu hafn-
firsku ráðherranna sem
hafa verið að berjast fyr-
ir einkaframtakinu, að ég
þurfi nú að standa
frammi fyrir þeirri stað-
reynd að þeir séu að
stuðla að því að veikja
eða hreinlega þurrka út
það sem er verið að
byggja upp í þeirra eigin
heimabæ, á einkaframtakinu einu.
Já, undirritaður íhugar nú stöðu
sína mjög alvarlega, því það er ekki
nóg að vera að berjast við heilt ríkis-
og sveitarfélag suður með sjó, heldur
er það orðið óþolandi ástand að við
veitingamenn þurfum að horfa upp á
allslags veislur í húsakynnum í eigu
bæjarfélaga. Já. heilu „tækifæris“-
veitingahúsin eru komin upp í allslags
íþróttahúsum, skálum og safn-
aðarheimilum, þar sem í mörgum til-
fellum er selt vín og keyptur matur af
einhverjum bílskúrskokkum og gestir
borða síðan matinn allt að því inn í
sturtuklefunum. Ég held að þeir sem
eiga að passa upp á að allt sé í röð og
reglu ættu að fara inn á þann markað
og sjá hvort ekki sé eitthvað óhreint
þar, heldur en að vera að ráðast inn á
einhverja veitingastaði í miðbæ
Reykjavíkur sem allir eru að lepja
dauðann úr skel vegna fjölda staða í
miðbænum.
Eins og ég sagði í upphafi þessa
bréfs þá er mælirinn að verða fullur og
innan tíðar kemur sá tími að engin
heilvita maður nennir að standa í
þessu basli, nú kannski er þá bara
lausnin að hafa veitingastaði inn á rík-
isreknum söfnum eða bæjarstyrktum
íþróttahúsa pöbbum, það er kannski
það sem fólkið vill og þá er lítið hægt
að gera í stöðunni.
Lengi lifi Hafnarfjörður.
Dropinn sem
fyllti bikarinn
Jóhannes Viðar Bjarnason
skrifar um þá ákvörðun að
veita Reykjanesbæ fé til upp-
byggingar víkingaþorpi
Jóhannes Viðar
Bjarnason
’…mælirinn erað verða fullur
og innan tíðar
kemur sá tími
að enginn heil-
vita maður
nennir að
standa í þessu
basli …‘
Höfundur á og rekur
Fjörukrána í Hafnarfirði.
Í MAÍ sl. skrifaði Haukur Óm-
arsson, bæjarfulltrúi á
Siglufirði, grein í Morg-
unblaðið um Héðins-
fjarðargöng. Í skoð-
anakönnun Frétta-
blaðsins 10. maí sl. kom
fram að 78% íbúa höf-
uðborgarsvæðisins voru
andvíg jarðgöngum
milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar og yfir 60%
á landsbyggðinni. Nú
týna þeir landsbyggð-
arþingmenn tölunni
sem enn berjast fyrir
Héðinsfjarðargöngum.
Borin hafa verið á borð
þau falsrök að Héðinsfjarðargöng geri
allan Eyjafjörð að einu atvinnu-, þjón-
ustu-, samgöngu- og skólasvæði. Til
þess þarf Vaðlaheiðargöng og önnur
göng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal. Á
síðasta þingi felldu þingmenn stjórn-
arflokkanna og stjórnarandstöðunnar
tillögu Gunnars Inga Birgissonar sem
lagði fram sína eigin samgönguáætl-
un. Ekki vill bæjarfulltrúinn á Siglu-
firði heyra að arðsemisútreikningar
sem gerðu ráð fyrir að Héðinsfjarð-
argöng yrðu einbreið
með útskotum hafi verið
kynntir á fölskum for-
sendum. Göngin breyta
engu um sameiningu
sveitarfélaganna og
gera Eyjafjarðarsvæðið
aldrei að einu atvinnu-
svæði. Skrif Hauks Óm-
arssonar um að engin
þörf sé á tvíbreiðum
Múlagöngum milli Dal-
víkur og Ólafsfjarðar
sem hefðu átt að vera 2
til 3 km norðan við Dal-
vík eru fjarstæðukennd
og villandi. Hvernig
verða Ólafsfirðingar og Siglfirðingar
staddir þegar aurskriður sópa veg-
unum milli Dalvíkur og Múlagang-
anna, milli og Fljóta og Strákaganga,
niður í fjörurnar? Þá tengist Siglu-
fjörður aldrei við Eyjafjarðarsvæðið.
Til Akureyrar yrðu Siglfirðingar og
Ólafsfirðingar að keyra í gegnum
Skagafjörð og um Öxnadalsheiði.
Skiptir það bæjarfulltrúann á Siglu-
firði engu máli? Hann skeytir engu
um 50 til 60 cm jarðsig á veginum frá
Ketilási út að Strákagöngum sem
skapað hefur vandræði. Milli Dalvíkur
og Ólafsfjarðar munu tvíbreið veg-
göng koma og líka undir Siglufjarð-
arskarð. Engin spurning er hvort aur-
skriður muni rjúfa allt vegasamband
milli Fljóta og Strákaganga og milli
Dalvíkur og Múlaganganna, heldur
hvenær. Hvernig ætlar Haukur Óm-
arsson þá að tengja Siglufjörð við
landsbyggðina? Viðurkennt er af
Vegagerðinni og nokkrum lands-
byggðarþingmönnum að engin arð-
semi verði af Héðinsfjarðargöngum
eftir að ákveðið var að þau yrðu tví-
breið. Rökin fyrir því að ráðast þurfi í
þetta stærsta samgönguhneyksli Ís-
landssögunnar eru sláandi. Þar er
ekki byggt á mati á arðsemi heldur því
að með þeirri leið tengist Siglufjörður
byggðunum við Eyjafjörð á þann hátt
að allt Eyjafjarðarsvæðið verði öfl-
ugra mótvægi við höfuðborgarsvæðið
og að byggð á miðju Norðurlandi
styrkist verulega. Þetta stenst aldrei.
Margir landsbyggðarþingmenn vilja
hætta við svona dýra framkvæmd
sem skattgreiðendurnir í þessum fá-
mennu sjávarplássum hafa ekki efni á.
Víða um land má enginn til þess hugsa
að kostnaður á hvern mann við þessa
dýru framkvæmd aðeins á Siglufirði
og Ólafsfirði verði 5 milljónir kr. Svo
mikil er óvissan í útreikningunum að
meirihluti Norðlendinga samþykkir
frekar Vaðlaheiðargöng sem talin eru
arðbær fjárfesting. Allir lands-
byggðarþingmenn skulu svara því
strax hvaða forsendur réttlæti svona
dýra framkvæmd fyrir þessi litlu sjáv-
arpláss á utanverðum Tröllaskaga.
Fyrir því eru takmörk hvort það megi
réttlæta svona dýrar framkvæmdir án
atvinnuskapandi verkefna. Báðar for-
sendurnar sem arðsemi Héðinsfjarð-
arganga var miðuð við eru nú brostn-
ar. Sú fyrri var að gert var ráð fyrir
einbreiðum göngum með útskotum
áður en ákveðið var að þau yrðu tví-
breið. Seinni hugmyndin sem verður
20% dýrari getur orðið afdrifaríkari
en sú fyrri. Þetta hækkar kostnaðinn
um 20% til 30%. Á móti kemur engin
sparnaður. Héðinsfjarðargöng munu
hafa áhrif til bóta á Siglufirði og Ólafs-
firði en engin þar fyrir utan. Snjó-
flóðahætta er geigvænleg á veginum í
Almenningum vestan Strákaganga, í
Skútudal og Héðinsfirði, sem bæj-
arfulltrúinn á Siglufirði þrætir fyrir.
Þegar skoðaður er hinn mikli kostn-
aður fyrir fámennar byggðir og litla
umferð er óverjandi að svona dýr
framkvæmd verði sett í forgangsröð á
undan Vaðlaheiðargöngum eins og
margir landsbyggðarþingmenn börð-
ust fyrir. Ákveðum Vaðlaheiðargöng
strax og Mjóafjarðargöng vegna stór-
iðjuframkvæmda á Reyðarfirði.
Stærsta samgönguhneyksli
Íslandssögunnar
Guðmundur Karl Jónsson
fjallar um Héðinsfjarðargöng ’Göngin breyta enguum sameiningu sveitar-
félaganna og gera Eyja-
fjarðarsvæðið aldrei að
einu atvinnusvæði.‘
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Á ÍSLANDI eru lífsskilyrði góð og
hagsæld meiri en annars staðar í ver-
öldinni. Um það vitna upplýsingar og
mælingar sem greint er frá utan úr
heimi eða innan lands. Á sama tíma
svertir áfengisdrykkjan og afleið-
ingar hennar þjóðfélagsmyndina.
Aldrei hefur meira magn verið
drukkið hér á landi. Slakað er á höft-
unum og þá sannast það enn og aftur
að erfiðara verður að sporna gegn
þeirri ógæfu sem af áfengi og eit-
urnautnum leiðir.
Hvað skyldu Íslendingar eyða
miklu fjármagni til kaupa á þessu
eitri á ári hverju og með hvaða hætti
væri hægt að efla landsins hag fyrir
það fé sem þarna glatast? Lögreglan
í landinu hefur ekki við að koma
skikki á umgengni fólksins. Hún hef-
ur fullt í fangi við að stilla til friðar á
opinberum skemmtunum, hvað þá á
„menningarnóttum“, þegar und-
antekningarlaust þarf að kalla út allt
tiltækt lögreglulið. Það fer líka í vöxt
að menn aki ölvaðir um götur og
torg, jafnvel á ótryggðum og óskoð-
uðum bílum.
Það er alvarlegt þegar svo er kom-
ið fyrir fólki að það á í vandræðum
með að verja heimili sín fyrir alls-
konar lýð, sem jafnvel brýst inn í
íbúðir þess til að ræna og rupla, ná í
verðmæti sem hann kaupir síðan
vímuefni fyrir. Fólki er hótað með
hnífum og bareflum ef það gerir til-
raun til að verjast. Lögregluþjónum
fer fjölgandi í landinu. Líklega fer
meirihluti af vinnutíma þeirra í að
skipta sér af ölvuðu fólki. Minni
áfengisneysla leiddi að sjálfsögðu af
sér að krafan um fleiri löggur yrði
óþörf.
Björtu hliðarnar eru þær að nú
rísa upp fylkingar gegn þessari vá,
bæði á Norðurlöndunum og í öðrum
Evrópulöndum. Við Íslendingar
verðum að svara kallinu á sama hátt
og vinna markvisst að gróandi þjóð-
lífi og betra þjóðfélagi. Rekum allt
böl sem víman veldur á flótta en sitj-
um ekki þegjandi yfir tillögum þeirra
sem vilja að verslun með áfengi skuli
gefin frjáls þegar flestar þjóðir vilja
ganga til baka reynslunni ríkari.
ÁRNI HELGASON,
Neskinn 2, Stykkishólmi.
Hefur ástandið batnað?
Frá Árna Helgasyni: