Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ALfiJÓ‹ASTJÓRNMÁL OG KONUR
Mán. 17. okt og þri. 18. okt. kl. 8:30–17:00Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is
ALfiJÓ‹AKERFI‹ OG KONUR, fiRÓUNARSAMVINNA OG KONUR,
STRÍ‹ OG KONUR, FÓLKSFLUTNINGAR OG KONUR
Óvæntur sigur Lech Kac-zynskis í seinni umferðforsetakosninganna í Pól-landi á sunnudag getur
valdið því að samskiptin við Rúss-
land og Þýskaland verði stirðari en
tengslin við Bandaríkin eflist enn,
að sögn stjórnmálaskýrenda. Loka-
tölur voru birtar í gær og hlaut
íhaldsmaðurinn Kaczynski, sem hef-
ur höfðað mjög til gamalla, þjóð-
legra gilda, 54% atkvæða en keppi-
nautur hans, frjálshyggjumaðurinn
Donald Tusk, 46%. Kjörsókn var um
51%, ívið meiri en í fyrri umferðinni.
Áður höfðu hægrimenn sigrað í
þingkosningum í landinu og munu
flokkar þeirra mynda næstu rík-
isstjórn. Forseti Póllands hefur
veruleg áhrif á stefnuna í utanríkis-
og efnahagmálum, hann er æðsti yf-
irmaður hersins og getur fellt lög
með neitunarvaldi. Kaczynski boð-
aði í kosningabaráttunni harða
hagsmunagæslu fyrir Pólland. Tók
hann fram í gær að hann væri á móti
hugmyndum um að reist yrði mið-
stöð í Berlín fyrir Þjóðverja sem
reknir voru frá Póllandi og fleiri
löndum í lok seinni heimsstyrjaldar.
Þá voru stór, þýsk svæði lögð undir
Pólland.
Síðastnefnda málið er afar við-
kvæmt meðal margra Þjóðverja sem
telja að mannréttindabrotin á þessu
fólki hafi aldrei fengið þá umfjöllun
sem þau ættu skilið. Kaczynski hef-
ur einnig gefið í skyn að aftur eigi að
fara að ræða hvort Þjóðverjar eigi
að bæta Pólverjum það tjón sem
hernám nasista olli í landinu í seinni
heimsstyrjöld.
Kaczynski reyndi í gær að sefa þá
sem óttast hafa að stefna hans muni
tefla samskiptunum við stórþjóð-
irnar tvær í tvísýnu. „Ég legg
áherslu á að ég vil góð tengsl við
Rússland og Þýskaland,“ sagði
hann. Talið er hugsanlegt að í vænt-
anlegri samsteypustjórn hægri-
manna muni utanríkisráðherrann
verða úr flokki frjálshyggjumanna
Tusks, Borgaravettvangi, sem vilja
fara vægar í sakirnar í samskiptum
við Þjóðverja.
Kaczynski hefur sagt að fyrsta
opinbera heimsókn hans verði til
Bandaríkjanna. Ekki er ljóst hvort
breyting verður á þeirri ákvörðun
fyrri stjórnvalda að kalla heim 2.500
manna herlið Pólverja í Írak í lok
ársins en flokkur Kaczynskis, Lög
og réttlæti, hefur gefið í skyn að
semja þurfi um skilyrði fyrir frekari
dvöl liðsins við Bandaríkjamenn.
Naut stuðnings
óbreyttra kaþólikka
Helstu ráðamenn kaþólsku kirkj-
unnar í landinu studdu Tusk. En
Kaczynski tókst að fá marga liðs-
menn kirkjunnar í dreifbýli til að
styðja sig með því að tala mál sem
þeir skildu betur en þurrlegar ræð-
ur keppinautarins. Kaczynski tekur
við embætti í lok desember en hann
er nú borgarstjóri í Varsjá. Hann er
eins og tvíburabróðirinn, Jaroslaw,
harður and-kommúnisti. Bróðirinn
er leiðtogi Laga og réttlætis, sem er
stærsti flokksins í væntanlegri
hægri-samsteypustjórn, sem verið
er að koma á koppinn. Er ljóst að
bræðurnir verða samanlagt með
geysilega mikil völd.
Kaczynski er andvígur stjórn-
arskrá ESB, sem flestir telja reynd-
ar að sé nú dauð hugmynd. Eins og
Charles de Gaulle Frakklands-
forseti á sjöunda áratugnum vill
Kaczynski að hvert aðildarríki haldi
miklu sjálfstæði og Evrópa verði
„bandalag þjóðríkjanna“, að sögn
Sabinu Wölkner, sem starfar hjá
þýskri hugveitu um alþjóðamál.
Kaczynski segir að þjóðin þurfi
siðferðislega endurnýjun sem bygg-
ist á kristnum fjölskyldugildum og
hefðum. Forsetaefnið hefur verið
umdeilt sem borgarstjóri en hefur
þótt takast vel upp í baráttu gegn
glæpum og spillingu. Margir hæla
honum fyrir hreinskilni sem geri
hann ólíkan flestum stjórn-
málamönnum. Þeir segja jákvætt að
enginn þurfi að velkjast í vafa um
skoðanir hans en aðrir segja hann
bara þröngsýnan afturhaldssegg.
Hann boðar afturhvarf til gamalla
gilda og styður ákaft kirkjuna sem
er afar áhrifamikil í landinu, Kac-
zynski reyndi m.a. að banna kröfu-
göngu samkynhneigðra í Varsjá og
hefur jafnvel talað um að skerða
ýmis réttindi þeirra. Ofstækisfullir
þjóðernissinnar studdu flestir Kac-
zynski í seinni umferðinni en nánir
samstarfsmenn hans segja að hann
sé samt ekki skuldbundinn þeim í
neinu.
„Hættulegar
frjálshggjutilraunir“
Kannanir höfðu lengst af sýnt
meiri stuðning við Tusk en hann er
sagður hafa gert þau mistök að
reyna eingöngu að höfða til þeirra
kjósenda sem vildu róttækar breyt-
ingar í átt til markaðshagkerfis og
studdu hnattvæðingu. Kaczynski og
menn hans kölluðu ýmsar hug-
myndir Tusks „hættulegar frjáls-
hyggjutilraunir“. Atvinnuleysi er
um 20% í landinu og ásamt skrif-
ræði og spillingu veldur það kjós-
endum miklum áhyggjum. Hinn 56
ára gamli Kaczynski hefur verið lag-
inn við að höfða til þeirra sem sem
óttast að verða undir í heimi mark-
aðshyggjunnar, ekki síst atvinnu-
lausra en einnig smábænda og eig-
enda smáfyrirtækja. Segja
stjórnmálaskýrendur að Pólverjar
hafi í vissum skilningi fetað í fótspor
Þjóðverja sem nýverið höfnuðu
óhjákvæmilegum, róttækum breyt-
ingum af ótta við sársaukann sem
þeim hlýtur að fylgja.
Marek Matrazek, yfirmaður
stjórnmálahugveitu í Varsjá, segir
að Kaczynski hafi tekist að vera
hægra megin við miðju í utanrík-
ismálum en vinstra megin í efna-
hagsmálum og fleiri innanlands-
málum. Þótt hægrisveifla hafi orðið
vegna óánægju almennings með
frammistöðu vinstriflokkanna
pólsku við landsstjórnina er ekki
þar með sagt að fólk vilji skera vel-
ferðarkerfið niður við trog. Kac-
zynski er gamall liðsmaður Sam-
stöðu, verkalýðssamtaka Lech
Walesa sem áttu mestan þátt í
brjóta niður veldi kommúnista.
Hann hefur heitið því að beita sér
fyrir hækkuðum barnabótum og eft-
irlaunum en jafnframt vill hann
lækka skatta og minnka afskipti rík-
isins af atvinnulífinu.
Íhaldsmaður
og tortrygginn
í garð ESB
Lech Kaczynski vann óvæntan sigur í seinni um-
ferð pólsku forsetakosninganna. Kristján Jóns-
son kynnti sér stefnu hins væntanlega forseta.
Reuters
Lech Kaczynski, nýkjörinn forseti Póllands, brosir breitt og eiginkona hans, Maria, klappar manni sínum lof í lófa
þegar úrslitin voru kynnt í Varsjá í gær. Kaczynski hlaut um 54% atkvæða og tekur við embætti í lok desember.
’Þeir segja jákvætt aðenginn þurfi að velkjast
í vafa um skoðanir hans
en aðrir segja hann bara
þröngsýnan afturhalds-
segg.‘
kjon@mbl.is