Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 31

Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 31 UMRÆÐAN ÞESSA spyr Ög- mundur Jónasson í blaðagrein fyrir stuttu og þykist merkja hættur; Sam- fylkingin sé að verða svo hægrisinnuð. Ég get svarað fyrir mig sem oddviti Samfylk- ingarinnar í höf- uðborginni: Hún er á góðri leið. Sem betur fer er til fólk innan Samfylkingarinnar sem er tilbúið að end- urskoða margt í vinstripólitík liðinna ára og taka öðrum tökum en hefðbundið er. Ég er einn af þeim og skal útskýra fyrir Ögmundi og öðrum hver leið- in er, því ég tel að við séum um margt sammála. Við þurfum nýja sýn á hlutverk og tilgang opinberrar stjórnar og þjónustu. Hinu hefðbundna vinstrasjónarmiði um útblásið vel- ferðarríki af gamla skólanum í formi stofnana, mannahalds og kerfishugsunar má breyta. Það þýðir ekki að við föllum fyrir kröfu frá hægri um markaðslausnir, sem stundum eiga þó við, og við þurf- um ekki heldur að ganga plankann á enda í kröfum um peningalegt hagræði og rekstarvitund, þótt oft séu réttmætar. Ég sé málin ekki fyrir mér eins og mér virðist Ög- mundur gera: annaðhvort eða. En við erum sammála um það að nak- in markaðshyggja leiði til sam- félagslegrar gliðnunar og minni velferðar en viðunandi er, þar sem grefur undan því sem er mikilvæg- ast: félagsauður í borgaralegu samfélagi. Við vitum að velferð fyrir fólk er líka velferð fyrir fyr- irtæki því hún býr umgjörð sem hæfir góðu starfsfólki í fram- sæknum rekstri. Það sem hægri menn flaska á er að hagræðing í opinberri þjónustu, svo góð sem hún kann að vera, leysir ekki fé- lagsleg vandamál og skapar ekki félagsauð sem hverju samfélagi er nauðsynlegur. En hlutverk opinberrar þjónustu snýst ekki bara um skilgreind hólf- uð verkefni, þar sem spurningin er um stærð hólfa og fjölda hún snýst um meira. Sé markmið okkar ,,sjálfbær vel- farnaður" er hlutverk stjórnar, hvort sem er á landsvísu eða í heimahéraði, að tryggja þrjár nauðsynlegar meginstoðir: fé- lagsleg markmið, efnahagslega vel- gengni, og umhverfisvernd. Sam- kvæmt minni sýn þýðir þetta ekki að ríki eða stjórn stundi beina þátttöku í öllu er varðar þessa þætti. Stjórnin setur markmið, en leiðir, athafnir og útfærsla er á hendi margra: einkarekstrar, óháðra félagasamtaka, einstaklinga í bland við opinberan rekstur. Skil- virk borgarstjórn leitar þar af leið- andi ekki eftir beinni þátttöku í sem flestum athöfnum samfélags- ins, en leitast við að hvetja, skipu- leggja og koma á þátttöku sem flestra að sameiginlegu markmiði. Skilningurinn er sá að náist sam- félagsleg markmið, skipti ekki máli hvaða leið er farin. Og það sem meira er: geti hið opinbera virkjað sem flesta til að ná markmiðinu, með því að kalla til einkarekstur, félög og einstaklinga, er líklegra að um það gildi sátt. Þarna bregst hinum hefðbundnu stjórnmálum bogalistin, því þau virðast ófær um að skapa það traust sem sjálfbær velfarnaður í samfélagi hlýtur að byggjast á. Stjórnmálin sjálf eru ótrúverðug í augum almennings, átakahefð þeirra og sundurlyndi. Ég get nefnt ótal dæmi úr stjórn borgarinnar þar sem svona leiða er leitað með batnandi árangri, og dæmin um hvernig við getum enn gert betur eru líka mörg. Frjálslyndi, ekki stjórnlyndi Fyrir vinstrimenn er áskorunin þessi: Að láta af stjórnlyndi, sýna það frjálslyndi að fela fleirum en sjálfum sér það verkefni að skapa sameiginlegan velfarnað. Hættan til hægri felst í þeirri villutrú að allt gott skapist aðeins í arð- semisknúnum athöfn- um og auðleit. Hættan til vinstri hefur verið sú að telja að fé- lagslegum markmiðum verði ekki náð nema með pólitísku valdboði í gegnum opinberar stofnanir. Milli þessara andstæðu póla er miklu fjölbreyttari veruleiki með samspili ólíkra þátta samfélagsins. Eitt höf- uðhlutverk stjórnar sem starfar í umboði almennings er að stilla saman þessa krafta. Þá á ég t.d. við ólík markmið eins og að fá einkarekstur til að sýna samfélags- lega ábyrgð, eða það að knýja ein- staklinga til að taka ábyrgð á eigin lífi eftir fyllsta mætti en gera ekki kröfu á félagslegt kerfi fyrst. En höfuðverkefni opinbers stjórntækis er að byggja undir og treysta fé- lagsauð í samfélagi sem skynjar sig sem heild er vinnur að skil- greindu markmiði um þær meg- instoðir sem ég nefndi: hið fé- lagslega, efnahagslega og um- hverfið. Það hugtak sem felur í sér þessa sýn er sjálfbær velfarnaður, því það tekur til miklu fleiri þátta en venja hefur verið varðandi op- inbera þjónustu (klippt og skorið velferðarkerfi), en felur samtímis í sér meiri valddreifingu, minni forsjá, aukið frjálslyndi, meiri al- menna þátttöku og aukna ábyrgð einstaklinga á leiðum og útfærslu framkvæmda. Því er svarið við spurningu Ögmundar, á hvaða leið er Samfylkingin? hvorki hægri né vinstri, heldur beint áfram. Til framtíðar. Á hvaða leið er Samfylkingin? Stefán Jón Hafstein svarar Ögmundi Jónassyni ’Því er svarið við spurn-ingu Ögmundar, á hvaða leið er Samfylkingin? hvorki hægri né vinstri, heldur beint áfram. Til framtíðar.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er oddviti Samfylk- ingarinnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri www.fl ugger.is 10 3 5 4 3 Gæðamálning Gott verð Polytex 7 Ljósir litir 4 lítrar 1.990 kr. Íslensk gæðamálning með góða hulu, endingargóð og auðveld í notkun. Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Sólbakka 8 Flügger ehf Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.