Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF N etjubólga eða heimakoma á ganglim- um er algengur sjúkdómur og má áætla að minnst 150 sjúklingar komi á ári hverju á Landspítala – háskólasjúkrahús vegna sýkingarinnar. Árleg- ur kostnaður vegna þessa nemur að lágmarki sextíu milljónum króna. Umtalsverður fjöldi sjúklinga fær vægari sýkingu, sem meðhöndla má í heimahúsum. Ýmsir áhættuþættir Sigríður Björnsdóttir gerði rannsókn á áhættuþáttum heimakomu ásamt Ingibjörgu Hilmarsdóttur sýklafræðingi og smitsjúk- dómalæknunum Magnúsi Gottfreðssyni, Önnu Þórisdóttur, Gunnari Gunnarssyni, Má Krist- jánssyni og Hugrúnu Ríkarðsdóttur. Rann- sóknin stóð yfir í þrjú ár og birtust niðurstöð- urnar nýlega í bandaríska læknatímaritinu Clinical Infectious Diseases. Sigríður, sem nú er að hefja sérnám í inn- kirtla- og efnaskiptasjúkdómum í Stokkhólmi, segir að flestar niðurstöður íslensku rannsókn- arinnar hafi komið heim og saman við fyrri rannsóknir, sem sýni að helstu áhættuþættir fyrir heimakomu liggi m.a. í offitu, fyrri sögu um netjubólgu, sárum í húð, langvarandi bjúg, bláæðaaðgerðum og sveppasýkingum á fótum. Íslensk rannsókn Í íslensku rannsókninni voru áhættuþættir fyrir heimakomu á ganglimum sérstaklega kannaðir. Rannsóknin tók til eitt hundrað sjúklinga, sem lögðust inn á Landspítala – háskóla- sjúkrahús vegna heimakomu á ganglimum, og 200 einstaklinga til samanburðar, sem lögðust inn á sjúkrahúsið vegna annarra sjúkdóma. Það sem kom mest á óvart var að sjúklingar með heimakomu höfðu mun oftar bakteríur, sem geta valdið heimakomu, í táfitjum sínum en samanburðareinstaklingar. Þetta vekur spurningar um tengslin á milli táfitjasýkinga og heimakomu, að sögn Sigríðar. „Í heilbrigðum táfitjum finnst eðlileg húð- flóra. Meinvaldandi húðsveppir úr umhverf- inu, sem smitast á milli manna, og bakteríur úr eigin líkamsflóru geta tekið sér bólfestu í tá- fitjum og valdið þar sýkingum með staðbundn- um húðeinkennum, s.s. hreistrun, kláða og jafnvel bólgu. Húðbreytingar á táfitjum eru al- gengt vandamál og sýndi rannsóknin að um 75% sjúklinganna og 50% samanburðar- einstaklinganna voru með einhverjar húð- breytingar í táfitjum. Um helmingur þeirra reyndist hafa sveppasýkingu. Einföld sveppa- sýking í táfit veldur einkum hreistrun og sprungum í húð. Við aukinn hita og raka, eins og gerist þegar fólk er í lokuðum skóm í lang- an tíma, geta meinvaldandi bakteríur bæst í hópinn og verður þá til blönduð sýking. Svepp- irnir hafa þannig veikt húðina og myndað gott umhverfi fyrir meinvaldandi bakteríur, sem fjölga sér og eiga greiðari aðgang að dýpri lög- um húðar í gegnum laskaða sveppasýkta húð. Þekktur fylgikvilli er raunveruleg bakteríu- sýking í táfitinni með roða, hita, bólgu og verk. Rannsóknin sýndi sterka fylgni heimakomu við meinvaldandi bakteríur í táfitjum sem bendir til að þær geti verið uppspretta sýking- arinnar. Um 50% sjúklinga höfðu bakteríurnar í táfitjum sínum en einungis 10% saman- burðareinstaklinga. Góð fóthirða Heimakoma getur verið alvarlegur sjúk- dómur, að sögn Sigríðar, og rannsóknir sýna að fólk, sem hefur einu sinni fengið sýkinguna á ganglim, er í aukinni hættu á að fá hana aft- ur. Mikilsvert er því að greina viðráðanlega áhættuþætti í forvarnarskyni. Lítið sem ekk- ert er hægt að ráða við áhættuþætti á borð við fyrri sögu um heimakomu og bláæðaaðgerðir. Hinsvegar er hægt að upplýsa fólk um mikilvægi þess að hugsa vel um laskaða húð, sér í lagi á fótleggjum og táfitjum, til að koma í veg fyrir sýkingar. Fólk þarf að sama skapi að tileinka sér góða fóthirðu til að ekki skapist kjöraðstæður fyrir sveppi og bakteríur til að þrífast í, líkt og við hita og raka sem myndast í þröngum eða lokuðum skóm.  HEILSA | Að minnsta kosti 150 sjúklingar fá netjubólgu eða heimakomu hérlendis ár hvert Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Sigríður Björnsdóttir lyflæknir segir að sjúk- lingar sem einu sinni fá heimakomu séu í auk- inni hættu á að fá hana aftur. HEIMAKOMA er bakteríusýking í húð. Einkenni sýkingarinnar eru hiti, eymsli, roði og bólga á sýkta svæðinu. Heimakoma getur komið fram hvar sem er á líkamanum, en sést þó oftast á ganglimum. Venjulega er hún stað- bundin í húðinni en getur í sumum til- vikum breiðst út og leitt til blóðsýk- ingar. Vægari sýkingar má meðhöndla með sýklalyfjum um munn, en í alvar- legri tilvikum er yfirleitt þörf á inn- lögn á sjúkrahús með sýklalyfjagjöf í æð. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Roði, hiti, bólga og verkur Settar hafa verið nýjar reglurum merkingu á matvælum áofnæmis- og óþolsvöldum og merkingar á matvælum sem inni- halda lakkrís. Að sögn Jóhönnu E. Torfadóttur, sérfræðings hjá Um- hverfissofnun eiga nýju reglurnar aðallega við um tilbúin matvæli að þau séu merkt þannig að inni- hald komi skýrt fram. Ofnæmi eða óþol er ekki mjög algengt. Talið er að um 2% fái ein- hver einkenni og þá aðallega ung- börn en einkennin hverfa oftast með aldrinum. Nokkur munur er eftir löndum hvaða ofnæmi eru algengust. Ofnæmis- og óþolsvaldar Samkvæmt nýju reglunum skal merkja með skýrum hætti öll efni og efnisþætti sem upprunnin eru úr ein- hverjum þeirra innihaldsefna sem þar eru. Nýtt á listanum er:  Krabbadýr og afurðir úr þeim.  Sellerí og afurðir úr því.  Sesamfræ og afurðir úr því.  Sinnep og afurðir úr því.  Súlphúr díoxíð í meira magni en 10/mgkg eða 10 mg/l. Fyrir á listanum er:  Egg og afurðir úr þeim.  Fiskur og fiskafurðir.  Hnetur.  Jarðhnetur og afurðir úr þeim.  Korn sem inniheldur glúten.  Mjólk og mjólkurafurðir (laktós meðtalinn).  Sojabaunir og afurðir úr þeim.  MATUR | Ofnæmi Sesamfræ og sellerí Fjallað verður um nýjar reglur um merkingu matvæla, í fyrirlestrar- röð Umhverfisstofnunar, í dag þriðjudag 25. október frá kl. 15-16. L jósálfar er samheiti yfir flokka átta ára barna innan skátahreyfingarinnar. Þau eru yngstu börnin sem geta skráð sig sem meðlimi í skáta- starfið. Ljósálfasveitin hjá Vífli heit- ir Muggar og inniheldur átta börn sem eru orðin heimsforeldrar. Hlut- verk heimsforeldra er að styrkja eitt barn í þróunarlandi til manns og ára, tryggja því mat og skólagöngu. „Við köllum verkefnið Líf í öðrum löndum og er þetta í fyrsta skipti sem Skátafélag hér á landi gerist heims- foreldri,“ segir Unnsteinn Jóhanns- son sveitaforingi yfir ljósálfasveit- inni Muggum hjá Skátafélaginu Vífli í Garðabæ. Áþreifanlegt hjálparstarf „Styrktarbarn okkar er tíu ára stelpa sem býr í Salvador, við borg- um 2.300 kr. á mánuði til hennar í gegnum SOS barnaþorp og vonum að hún geti menntað sig, fætt sig og klætt með því framlagi. Börnin skilja það vel að þau eru að hjálpa henni. Ég vildi hafa hjálparstarfið áþreifanlegt fyrir börnin og styrkja einn ákveðinn einstakling. Þau fá svo bréf frá stelpunni og við sendum henni bréf. Börnin eru mjög forvitin og eftir að við byrjuðum á þessu eru þau búin að spyrja mig mikið út í fá- tækt.“ Spurður út í af hverju þeim datt í hug að gerast heimsforeldrar svarar Unnsteinn því að hann hafi viljað kynna börnin fyrir því hvernig það er að hjálpa öðrum og axla ábyrgð. „Ég kynnti hugmyndina fyrir skátafélaginu, börnunum og foreldr- unum og allir tóku vel í þetta svo hópurinn fór strax í að safna flösk- um. Muggahópurinn kom svo saman eina kvöldstund og taldi flöskurnar og þá kom í ljós að við höfðum safn- að fyrir tveimur mánuðum í einu. Þessi ljósálfasveit er bara í eitt ár, á næsta ári koma nýir ljósálfar inn sem halda áfram að safna handa þessari stelpu og eftir nokkur ár á hún eftir að eiga svolítið marga for- eldra.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að þegar börnin séu orðin eldri geti þau farið upp í skátaheimili og fengið fréttir af barninu sem þau voru að styrkja. „Þá fer það kannski að síast inn að þau hafi tekið þátt í að styrkja barn þegar þau voru átta ára og það fær þau kannski til að leggja pening til hjálparstarfs áfram. Þetta fær þau líka til að hugsa núna og í framtíðinni um hvað þau hafa það gott og um mikilvægi þess að hjálpa öðrum.“ Eiga að finna fyrir ábyrgð Muggarnir ætla ekki eingöngu að safna dósum til fjáröflunar því nýjar söfnunarleiðir verða farnar í hverj- um mánuði. „Ég veit ekki hvað við ætlum að gera næst en kannski sleppa þau að kaupa sér nammi og leggja peninginn frekar í þetta eða halda basar eða tombólu. Við ætlum að safna einhverjum pening í hverj- um mánuði og við leggjum mikið upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum barnanna við það, ekki er leyfilegt að fá pening að heiman heldur verða þau að finna fyrir þeirri ábyrgð sem þeim er treyst fyrir með því að afla þessara peninga sjálf. Tvö þúsund krónur á mánuði er ekki mikill pen- ingur til að halda einu barni á lífi úti í hinum stóra heimi. Fólk á mínum aldri mætti hugsa meira út í það og t.d. sleppa því að fara út að skemmta sér, kaupa sér föt eða eyða pening í óþarfa og leggja hann frekar í hjálp- arstarf.“ Enginn varamaður í skátunum Unnsteinn byrjaði níu ára í Skátafélaginu Vífli og er því búinn að vera þar í tíu ár. „Ég hef verið virkur meðlimur allan tímann nema þegar ég fór út sem skiptinemi til Nýja Sjálands í eitt ár. Ég byrjaði sem skátaforingi þegar ég var um sextán ára og var þá yfir strákum sem voru þremur árum yngri en ég, svo var ég yfir ylfingasveit og er núna yfir ljósálfunum.“ Hann stund- ar nám á listnámsbraut í Iðnskól- anum í Hafnarfirði og er formaður skemmtinefndar þar. „Ég er fé- lagsvera og tel það vera skátunum að þakka, það fá allir að taka þátt og reynt er að höfða til sem flestra. Í skátunum kynnist maður öðrum vel, lærir að vinna með fólki og stjórna, ég finn að skátastarfið hefur hjálpað mér mikið í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er félagsskáti og hef gaman af því að vinna að öflugu starfi og ég sé það á krökkunum, sem ég hef verið yfir, að skátastarfið eflir félagsþroska hjá þeim því í skátunum fá allir að vera þeir sjálf- ir,“ segir Unnsteinn að lokum.  SKÁTAR | Muggarnir í Garðabæ eru styrktarforeldrar Styrkja líf í öðrum löndum Þó að Muggarnir séu aðeins átta ára þá gerðust þeir nýverið heimsforeldrar. Ingveldur Geirsdóttir bað Unnstein Jóhannsson sveitaforingja að segja nánar frá verkefni ljósálfanna í Garðabæ. Morgunblaðið/Árni Sæberg Muggarnir sem eru ljósálfar í Garðabæ komu saman eina kvöldstund og töldu dósirnar sem þeir höfðu safnað til styrktar tíu ára stelpu í Salvador. ingveldur@mbl.is Löskuð táfit með hreistrun, soðnun og sprungum sem gæti auðveldað bakter- íum inngöngu í dýpri lög húðar. Hvað er heimakoma?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.