Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hanna ÁgústaÁgústsdóttir fæddist í Reykjavík 21. apríl 1931. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi að kvöldi 17. október síðastliðins. For- eldrar hennar voru Guðrún Jónasdóttir, f. á Hnausi í Flóa 1890, d. 1965, og Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson, f. á Þúfnavöllum á Skagaströnd 1906, d. 1975. Hanna á sex systkini sam- mæðra, sem komust á legg: Svönu Halldórsdóttur, f. 1913, d. 1997, Jónas Halldórsson, f. 1914, d. 2005, Jón Halldórsson, f. 1916, d. 1999, Herbert Eyjólfsson, f. 1920, d. 1995, og Óskar Guðmundsson, f. 1921. Hanna giftist hinn 31. des- ember 1964 Stefáni Sigbjörnssyni, sjómanni frá Fáskrúðsfirði, f. 16. mars 1924. Foreldrar hans voru Sigbjörn Sveinsson, f. 1898, d. 1975, og Helga S. Stefánsdóttir, f. 1891, d. 1980, á Fáskrúðsfirði. Dóttir Hönnu og Stefáns er Guð- rún Filippía, f. 1.12. 1960, gift Braga Einarssyni, þau eiga börn- in Steinunni Björk, f. 1986, Stefán Arnar, f. 1990 og Einar Ágúst, f. 1992). Fyrir átti Hanna soninn Jó- hann Óla Hilmars- son, f. 26.12. 1954. Dóttir hans er Oddný Assa, f. 1987, unnusti Heiðar Geirmundsson. Unnusta Jóhanns Óla er Signhildur Sigurðardóttir. Stefán átti fyrir son- inn Inga Kristin, f. 24.4. 1949, kona hans er Valgerður Jóna Gunnars- dóttir. Börn þeirra eru Gunnar Trausti, f. 1982, hann á synina Tristan Inga, f. 2002, og Alexand- er Helga, f. 2003, Jón Kristinn, f. 1982 og Hanna Ragnheiður, f. 1987. Hanna starfaði lengst af við afgreiðslustörf í verslunum, jafn- framt því að reka heimili, en móð- ir hennar bjó hjá henni til dán- ardags. Hún starfaði mikið með kvenfélagi Bústaðasóknar og var föndurleiðbeinandi í félagsstarfi aldraðra í Bústaðakirkju um tveggja áratuga skeið. Útför Hönnu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Að baki þess er býr við hjartarætur er besta myndin geymd í hugans innum. Á kveðjustund hún vekur allt sem ómar frá áratuga samvistum og kynnum. Hún lætur hugann hefja ferð til baka og hillir uppi sumardaga langa, vinarþel og brosleg tilsvör birtir er bregður glettni á augu og fölan vanga. (Sigurður Hansen.) Við fráfall Hönnu Ágústu Ágústs- dóttur er mér efst í huga þakklæti til hennar fyrir áratuga kynni, sem aldrei bar skugga á. Hún var stjúp- móðir mannsins míns og mér sem besta tengdamóðir. Ingi hefur sagt mér frá því, að er hann ungur sveinn kom suður til dvalar hjá föður sínum bar hann kvíðboga fyrir því að hitta „konuna hans pabba“, sem hann hafði aldrei augum litið. Allur ótti var ástæðulaus, því bæði þá og alla tíð síðan sýndi hún honum fádæma hlýju og elskusemi. Hanna var afar barngóð og naut sín vel í návist barna. Hún taldi ekki eftir sér að gæta strákanna okkar nýfæddra mánuðum saman svo að móður- myndin kæmist til vinnu. Því þótti sjálfgefið, þegar einkadóttirin fædd- ist, að skíra hana í höfuðið á Hönnu. Hanna Ágústa var glæsileg kona, hávaxin og fríð sýnum. Hún var létt í lund, síbrosandi, og senuþjófur hvar sem hún kom. Hanna var þó alls ekki skaplaus. Hún var föst fyrir, og biti hún eitthvað í sig fékk fátt henni haggað. Á sínum yngri árum var hún mikil íþróttakona, keppti bæði í handbolta og sundi. Sundinu sinnti hún daglega árum saman, eða þar til heilsan gaf sig og hún neyddist til að hætta. Eftir að sjónvarpið kom til skjalanna gat ekki nokkur mannleg- ur máttur dregið hana frá skjánum þegar sýnt var frá keppni í sundi eða handbolta. Flugu þá um sali upp- hrópanir miklar í hita leiksins. Hanna og Stefán höfðu gaman af því að ferðast um landið. Við Ingi fórum oft í ferðir með þeim, einkum austur fyrir fjall. Átti þá að reyna að troða í okkur einhverri vitneskju um Suðurlandið blessað, en þekking okkar á því landsvæði var ekki upp á marga fiska. Minnist ég t.d. skemmtilegra ferða í Þjórsárdal og á bindindismót í Galtalækjarskógi. Þá voru þau jafnan aufúsugestir í sum- arbústaðnum okkar í Borgarfirði. Hanna var meðlimur í Kvenfélagi Bústaðasóknar og átti þar margar góðar stundir. Hún lét sig t.d. ekki vanta í sumarferðir félagsins hvað sem tautaði og raulaði. Í 20 ár leið- beindi hún eldri borgurum í Bú- staðasókn í föndri, setti upp sýning- ar o.fl. og hafði ómælda ánægju af. Það er komið að leiðarlokum. Ég kveð Hönnu með hjartans þökk fyrir samveruna. Stefáni tengdaföður mínum, börnum hennar, Jóhanni Óla og Guðrúnu Filippíu, og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Valgerður J. Gunnarsdóttir. Elsku tengdamamma. Þá hefur þú fengið hvíldina eftir mikil og erfið veikindi. Ég á eftir að sakna þín mik- ið, sakna samtala okkar, rökræðna og ráðlegginganna frá þér. Þó að við höfum ekki alltaf verið sammála um allt og ættum það til að þrátta um ómerkilega hluti varstu mér þó alltaf góður leiðarvísir og leiðbeinandi þessi ár sem við þekktumst. Þú tókst mér eins og ég var, með öllum göll- um og fáum kostum og dæmdir mig aldrei. Ég er þakklátur fyrir þau fjögur ár sem ég bjó hjá ykkur Stef- áni, á meðan ég var við nám í Reykjavík, og það traust sem þið sýnduð mér og þann stuðning sem þið veittuð mér. Á þeim tíma gátum við setið við litla eldhúsborðið í litla eldhúsinu í Melgerði og ræddum fram og aftur lífið og tilveruna. Þú kenndir mér að það væri sælla að gefa en að þiggja og eftir því hef ég reynt að fara síðustu ár. Þú sýndir alltaf mikinn áhuga á velferð barnanna okkar Gunnu og varst alltaf boðin og búin að veita þá aðstoð sem þurfti. Ferðalögin þegar þið Stefán fóruð með krakkana, þeg- ar þau voru lítil, í tjaldvagninum eða í sumarbústað. Alltaf voru þau mið- punkturinn í lífi ykkar og sýnduð þið þeim alltaf mikla ást og væntum- þykju. Og alltaf var kátt á hjalla í þeim ferðum. Ég kveð þig, elsku Hanna mín, með þessum orðum: Göfug sé gæskan þín, Guð minn, í hverjum sal. Fótspor þú mælir mín og minna daga tal, leiðandi líknar hendi sorganna gegnum dimman dal. (Sig. Breiðfjörð.) Kær kveðja, Bragi. Elsku amma, nú ertu búin að yf- irgefa þennan heim aðeins of fljótt. Þrátt fyrir veikindi þín áttum við ekki von á að þú myndir fara svona fljótt. Við minnumst þín með söknuð í hjarta. En við getum glatt okkur yf- ir öllum þeim góðu minningum sem við geymum. Öll ferðalögin sem við fórum í saman, hinar árlegu sum- arbústaðaferðir. Öll jólin og áramót- in sem við áttum saman. Jólin verða sérstaklega einmanaleg án þín og ömmusúkkulaðisins sem við fengum alltaf á jóladagsmorgun. Þú vildir alltaf gera allt fyrir okk- ur, sama hvað það var. Ef það var eitthvert vandamál hafðir þú alltaf góða lausn fyrir okkur. Það er sárt að hugsa til þess að við getum aldrei aftur farið til hennar Hönnu ömmu, en þrátt fyrir að þú sért búin að ljúka þínu lífi muntu alltaf eiga góðan stað í hjarta okkar og huga og við munum aldrei gleyma þér og öllu því sem þú gafst okkur. Hvers vegna fórst þú svo fljótt? Þetta var alltof snemmt. Með söknuð í hjarta við kveðjum þig nú, með von í hjarta um að á nýja staðnum verðir þú jafn elskuð og hér. Allar góðu minningarnar verða geymdar á góðum stað, á stað sem við getum ávallt heimsótt. Elsku amma, hvíldu í friði. Steinunn Björk, Stefán Arnar og Einar Ágúst. Elsku besta amma mín. Núna er komin sú stund að við verðum að kveðjast um hríð. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess með söknuði þegar við sátum saman við eldhúsborðið í Melgerðinu og borðuðum ömmukökurnar með sult- unni á milli. Þú sagðir mér söguna af Guðrúnu móður þinni, langömmu minni, þegar hún var að vinna í Sundhöllinni í Reykjavík og þú fórst alltaf með henni og syntir á hverjum morgni. Við áttum nefnilega eitt sameiginlegt áhugamál sem fáir skildu, sundið. Þú varst sú eina sem hafðir gaman af því að hlusta á mig telja upp hvað ég hafði synt á æfingu og á hvaða tímum ég synti. Það var svo gaman hjá okkur þeg- ar við fórum á hverju sumri í sum- arbústað í Grímsnesinu og fórum í kapp í sundlauginni þar. Þú hafðir samt þá furðulegu sérvisku að vilja synda í hringi í lauginni, í staðinn fyrir að synda fram og til baka eins og mér fannst venjan. Mér er það mjög minnisstætt þegar ég datt og meiddi mig í sumarbústaðaferðinni okkar norður í land og þú varst hjá mér allan tímann og hélst í höndina á mér á meðan læknirinn á Húsavík saumaði mig saman. Því að það sum- ar fórum við ekkert meira í sund. Oft tel ég mér sjálfri trú um að ég hafi verið svo heppin að erfa frá þér handlagnina. Ég naut þess oft að sitja á móti þér við eldhúsborðið og fylgjast með þér perla og mála og reyna að læra af þér. Ég hef líka aldrei verið jafn montin og þegar þú baðst mig af öllum um að klippa á þér hárið, ég var nú ekki alveg viss um að ég gæti það en þér tókst að tala mig inn á að gera það. Þú varst alltaf svo góð við alla, bæði menn og dýr, og safnaðir alltaf allri mylsnu til að gefa fuglunum á veturna, svo að þeir yrðu ekki svang- ir, þú hugsaðir fyrir öllu. Þú varst svo glöð og hlý og gott að vera hjá þér í Melgerðinu og það þurfti alltaf lítið til að gleðja þig, þessir litlu hlut- ir glöddu þig mest. Elsku amma, ég veit það vel að þú munt halda áfram að fylgjast með mér eins og áður, þangað til við hitt- umst aftur. Pabbi kveður þig með söknuði. Guð geymi þig. Oddný Assa Jóhannsdóttir. Hanna móðursystir okkar er fallin frá. Góðar minningar gleymast aldr- ei. Hanna var einlæg og hafði sínar skoðanir á hlutunum sem erfitt var að breyta. Við munum samt að móðir okkar, Svana elsta systir hennar, gat alltaf rætt við hana um ýmis mál sem þær voru ekki alltaf sammála um en komust að lokum að sömu niður- stöðu. Hanna var stíf og þrjósk á sinn hátt en yndislega góð mann- eskja og okkur þótti innilega vænt um hana. Hún var mjög dugleg og kraftmikil kona sem vann eins og forkur og hlífði sér aldrei. Síðustu ár hafa verið erfið vegna veikinda. Guð blessi Stefán, Jóhann Óla, Guðrúnu og fjölskyldu þeirra. Guð gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímamótum. Kom þú, andinn kærleikans, tak þú sæti í sálu minni svala mér á blessun þinni, brunnur lífsins í brjósti manns. Andinn kærleiks, helgi, hreini, hjálpa mér, svo ég deyi frá sjálfum mér og synda meini. Sæll í Guði ég lifi þá. (Björn Halldórsson) Sigurður, Guðrún og Anna Edda. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Þetta ljóð kemur í hugann í dag þegar við kveðjum góða vinkonu og samstarfskonu, Hönnu Ágústsdótt- ur, og þökkum henni af alhug frá- bæra samvinnu hér í Bústaðakirkju í starfi með öldruðum síðastliðin 28 ár. Hanna var einnig félagskona í Kvenfélagi Bústaðasóknar þar sem hún starfaði á sinn fórnfúsa hátt. Öll störf sem unnin eru í sjálfboða- vinnu krefjast fórnfýsi og ósérhlífni og af því átti Hanna nóg. Hún var konan með stóra faðminn, þar var pláss fyrir alla sem þurftu á hjálp eða huggun að halda. Allir sem minna máttu sín gátu verið vissir um að hún hjálpaði, og hún breiddi sinn verndarvæng yfir þá sem til hennar leituðu. Skjól var alltaf að finna og hjá henni voru allir jafnir og enginn mannamunur gerður. Það var gott að eiga hana að, hún var frábær fé- lagi, hláturmild og gamansöm. Hún var glögg á broslegu hliðarnar á því sem öðrum fannst vera vandamál. Hanna var ein af þeim persónum sem auðga líf þeirra sem kynnast þeim og við kveðjum góða vinkonu með söknuði. Innilegar samúðarkveðjur til eig- inmanns og fjölskyldu. Blessuð sé minning Hönnu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Elín Hrefna, vinkonur og samstarfskonur. HANNA ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA S.F. THORLACIUS frá Bæjarskerjum, lést á Garðvangi laugardaginn 22. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Raghildur Jónasdóttir, Ólafur Jónasson, Kristólína Ólafsdóttir, Þórarna Jónasdóttir, Sigfús Guðbrandsson, Einar Jónsson, Finnur Thorlacius og Sara Hrund, Ari Thorlacius og Bylgja, Jón og Bjarni Sigfússynir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER Á. LAXDAL frá Tungu, Svalbarðsströnd, verður jarðsungin frá Svalbarðsstrandarkirkju fös- tudaginn 28. október kl. 15:30. Helgi Laxdal, Inger Lise Laxdal, Haukur Laxdal, Birgir Laxdal, Kristjana Kristjánsdóttir, Jóhannes Laxdal, Máni Laxdal, Áslaug Helga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KARLSSON bóndi, Laufási, sem lést þriðjudaginn 18. október, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 28. október kl. 14.00. Sigfríð Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær vinkona og frænka, ELÍN ÁSA JÓNSDÓTTIR frá Baldursheimi, Eyjafirði, var búsett í Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju- daginn 18. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Guðberg Gunnarsson og vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.