Morgunblaðið - 25.10.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 25.10.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 33 MINNINGAR ✝ Þorbjörg Berg-mann Jónas- dóttir fæddist á Marðarnúpi í Vatns- dal 31. maí 1917. Hún lést á sjúkra- húsi Blönduóss 11. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jónas Bergmann Björns- son bóndi á Marð- arnúpi og Kristín Bergmann Guð- mundsdóttir. Systk- ini Þorbjargar voru Guðmundur Bergmann, f. 1909, d. 1987, Björn Bergmann, f. 1910, d. 1985, Oktavía Bergmann, f. 1912, d. 1989, Þorbjörg Berg- mann, f. 1914, d. 1916, Elínborg Bergmann, f. 1916, d. 1916 og Stúlka, f. 1922, d. 1922. Hinn 24. júní 1938 gekk Þor- björg að eiga Hallgrím Eðvarðs- son, f. 14. mars 1913, d. 18. nóv. 2000. Foreldrar hans voru Eð- varð Hallgrímsson bóndi á Helga- vatni í Vatnsdal og kona hans Signý Böðvarsdóttir. Þorbjörg og Hallgrímur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Kristín, f. 18. jan 1942, maki Lárus Þórir Sig- urðsson. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Hallgrímur, f. 1963, maki Þórhildur Þorgeirsdóttir, f. 1971, börn þeirra eru Þorri, f. 1999, Kári, f. 2002 og Álfheiður Krist- ín, f. 2003. b) Hlynur Snæland, f. 1973, sambýliskona Ingibjörg Guðmunda Jónsdóttir, f. 1972, dóttir þeirra er Selma Fönn, f. 2004. Seinni maki Kristínar er Gert Grassl, f. 1935. 2) Jónas Bergmann, f. 13. maí 1945, d. 3.maí 1992, maki Sigurlaug Helga Maronsdóttir, f. 1951, börn þeirra eru: a) Maron Bergmann, f. 1975, sambýliskona Björk Rafnsdóttir, f. 1976, börn hennar eru Leó Garðar, f. 1994, og Hera Rán, f. 1997, sonur þeirra er Máni Hrafn Bergmann, f. 2002. b) Þorbjörg Otta, f. 1979, maki Jóhannes Ingi Hjartarson, f. 1975, sonur hans er Sæv- ar Ingi, f. 1995, dætur þeirra eru Halla Margrét, f. 2002 og Hulda Guð- rún, f. 2004. c) Kristín Helga, f. 1984. Sambýlismað- ur Sigurlaugar er Lúðvík Bjarnason, f. 1943. 3) Eðvarð, f. 22. janúar 1948, maki Helga Guð- mundsdóttir, f. 1948. Dætur þeirra eru: a) Þorbjörg, f. 1968, maki Jakob Jakobsson, f. 1964, dætur þeirra eru Helga Dís, f. 1991, Lára Lind, f. 1996 og Edda Sól, f. 1998. b) Kolbrún Ósk, f. 1981, maki Magnús Ingólfsson. Þau skildu. Dóttir þeirra er Ást- ríður Helga, f. 2003. 4) Guðmund- ur, f. 10. mars 1950, maki Oddný Sólveig Jónsdóttir, f. 1952, börn þeirra eru: a) Oddný Kristín, f. 1973, sambýlismaður Borgar Páll Bragason, f. 1978. b) Jón Krist- inn, f. 1979, sambýliskona Valdís Ásgeirsdóttir, f. 1979, dóttir þeirra er Bjargey, f. 2004. Þorbjörg fluttist ásamt foreldr- um sínum og systkinum frá Marð- arnúpi að Stóru-Giljá árið 1930. Árið 1938 þegar Þorbjörg og Hallgrímur giftust fluttist hún að Helgavatni. Þar bjuggu þau til ársins 1987 en þá fluttust þau að Hnitbjörgum á Blönduósi. Síð- ustu árin dvaldist Þorbjörg á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Sem ung stúlka stundaði Þorbjörg nám í tvo vetur við Héraðsskól- ann á Laugum í Reykjadal og einn vetur við Kvennaskólann á Blönduósi. Útför Þorbjargar fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku amma mín. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn og minningarnar hrannast upp í huga mínum. Ég dvaldi svo oft á sumrin hjá ykkur afa á Helgavatni og þá var nú ýmislegt brallað. Þú varst sko fyrsta flokks húsmóðir og alltaf var gaman að fá að hjálpa til og læra ýmislegt. Stundum á kvöldin settist þú kannski niður augnablik áður en þú vaskaðir upp þá strauk ég fram í eldhús og kláraði það fyrir þig, þá varst þú svo ánægð og ég fékk alltaf mikið hrós frá þér. Mér fannst mjög lærdómsríkt að fá að hjálpa þér að reykja silung, þú varst frábær í því. Við fórum saman niður að tjörn að taka netin og ná í silunginn. Í heyskapnum útbjóst þú alltaf stóra veislu (nesti) og við fórum með það niður á engjar eða fram í brekkur. Þú varst snillingur að prjóna úr lopa og gerðir það lengi fyrir Álafoss. Svo fórstu með Elsu vinkonu þinni til útlanda fyrir prjónapeninginn, það fannst mér bráðsnjallt. Ekki má nú gleyma jóla pallíettusauminn sem átti hug þinn allan og prýðir nú stofur afkomenda þinna öll jól. Á vorin fór ég oft með þér að þrífa Flóðvang áður en veiði- karlarnir komu, það fannst mér mjög gaman. Ef afi var ekki heima sáum við um fjósið með Jónasi og þá var nú eins gott að gefa kálfunum réttan skammt. Þegar við vorum að labba saman fannst þér alltaf gott að halda í höndina á mér og það veitti mér mikið öryggi. Eftir að þið afi fluttuð út á Blönduós komu ég og Jakob og stelpurnar eins oft og við gátum og fórum ýmsar ferðir. Ýmist varst þú búin að útbúa nesti af þinni alkunnu snilld eða ef hægt var að fara á kaffi- hús í ferðinni, þá tókst þú alltaf upp veskið og bauðst í kaffi og meðlæti. Þegar afi dó byrjaði heilsu þinni smátt og smátt að hraka en við fórum samt áfram í okkar einstöku ferðir með tilheyrandi. Eftir að stórfjöl- skyldan fór að hittast árlega í Flóð- vangi komst þú alltaf frameftir og varst með okkur. Við héldum upp á 85 ára afmælið þitt þar og þér þótti afar vænt um það. Þú komst meira að segja í vor og hittir okkur og hafðir gaman af að sjá alla afkomendurna. Ég var mjög ánægð með að hafa drifið mig norður um daginn með stelpurnar að hitta þig í síðasta sinn. Þú hélst svo fast í hendurnar á okkur og vissir alveg af okkur. En þú varst orðin mjög veik og þá kom kallið. Ég veit að afi og Jónas hafa tekið vel á móti þér og þér líður vel núna. Hafðu þakkir fyrir allt. Ég vil gjarnan lítið ljóð, láta af hendi rakna. Eftir kynni afar góð, ég alltaf mun þín sakna (Guðrún V. Gísladóttir.) Elsku amma mín. Allar minning- arnar geymi ég í hjarta mínu. Þín Þorbjörg Eðvarðsdóttir. Á kveðjustund þakka ég fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með ömmu. Margar góðar minningar frá skemmtilegum samverustundum munu lifa með mér áfram þó að hún sé farin. Ég trúi því að hún sé núna komin til afa, Jónasar og annarra ást- vina sinna og að henni líði vel. Bless- uð sé minning ömmu minnar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Oddný Kristín. Hún amma mín er dáin og þó að ég viti að allra manna leið liggur að sömu dyrum dauðans hefði ég aldrei getað trúað því hve erfitt væri að missa hana ömmu. Hún amma var engin venjuleg kona og mig langar til þess að segja ykkur frá henni í nokkrum orðum. Amma ólst upp sem yngsta barn foreldra sinna og naut því margra forréttinda sem slík. Hún leit mikið upp til fjölskyldu sinnar og þó sér- lega móður og systur. Marga söguna hefur hún sagt mér af ungdómi sín- um þar sem Otta systir var ætíð nærri henni til halds og trausts. Fað- ir hennar var smiður og gerði marga dýrgripi sem hún var afar stolt af, smiðir voru í afar miklum metum hjá ömmu og taldi hún mig afar heppna að mannsefni mitt hefði numið þá grein. Amma var mikið náttúrubarn alla sína tíð. Að sjá fjöllin og náttúruna var ömmu lífsnauðsyn. Víðidalsfjallið var fjallið hennar og bíltúrinn taldist vera nokkuð góður ef hún sá fjallið sitt, því nægði oft að keyra fram á Axlabalana til að sjá það, allt lengra en það var aukaánægja. Henni þótti líka ákaflega gaman að fara upp á há- lendið og hofa á víðernið og hlusta á kyrrðina. Ekki var þá verra að hafa með sér nesti og finna sér laut til að snæða í, og nestið sem amma bjó til var nú ekkert slor. Amma var einnig mikil handa- vinnukona og gerði hreinustu lista- verk, hún prjónaði lopapeysur hverri annarri fegurri í stórum stíl og fór aldrei eftir uppskrift heldur skapaði sjálf mynstrin og taldi þær allar út. Útsaumuðu myndirnar og púðarnir sem hún saumaði á ýmsa vegu eru al- gert augnakonfekt svo ekki sé minnst á pallíettusauminn hennar. En amma bjó líka til fallegan mat og dýrindis tertur, jólakökur, pönnu- kökur og smurbrauð sem hún topp- aði ætíð með klofvega gúrkum, eins og hún kallaði það sjálf. Manni var nú ekki vorkunn að borða hjá ömmu, en ef gesti bar að garði settist hún aldrei við borðið sjálf. En þó að amma hafi verið dugleg og myndarleg húsmóðir þá held ég að henni hafi ekki fundist húsverkin neitt skemmtileg, þau varð bara að vinna og því var eins gott að gera þau með glæsibrag. Það helsta með ég minnist ömmu þó fyrir er hve heilbrigð kona hún var. Hún var ótrúlega dugleg við að hreyfa sig. Er við bjuggum á Helga- vatni veigraði hún sér ekkert við að fara upp í brekkur til þess að stífla læki með mér, að fara niður á engi eða tjörn til þess að vaða var sjálfsagt mál. Hún hafði einnig svo gaman að því að leika sér og naut þess alveg eins og við börnin allt fram á síðustu ár. Er hún og afi voru flutt á Blöndu- ós gengum við þar út um allt, til Ottu, í Kaupfélagið og Vísi, Kvenfélags- lundinn, Skálann, ásamt ótal ferðum um Ástarbrautina og í Hrútey. Upp Svínvetningabrautina strunsuðum við og ef komið var myrkur þá hlup- um við til baka, en bara ef myrkur var því að hún vildi ekki að það sæist til okkar. Enda var amma alltaf spengileg og glæsileg, fyrir henni var líka nauðsyn að vera fín, hárið varð að vera vel lagt annars var hún ómöguleg, varaliturinn var alltaf nærri og ef vel átti að gera fór hún í rauða jakkann, setti slæðu um háls- inn og þá var hún tilbúin. Þegar að ég var lítil leit ég á ömmu sem töfrakonu sem kunni að gera svo margt og hafði endalausan tíma fyrir mig, kenna mér að sauma og prjóna, við spiluðum rommí kvöld eftir kvöld og héldum saman talningum, blöðin með þeim geymi ég enn. Hún sýndi mér líka myndir frá framandi lönd- um þar sem að hún og Elsa vinkona hennar höfðu verið að ferðast saman og kom heim með ævintýralegan varning handa manni. Er ég eltist fóru skemmtanir okkar að verða ann- arslags þó að við hefðum alltaf gripið í spilin, henni fannst svo gaman að fara á kaffihús og við stunduðum það stíft er hún kom til Reykjavíkur, þá keypti hún handa okkur sitt hvora tertusneiðina og svo skiptum við þeim á milli okkar. Við fórum og vor- um í óratíma í búðarrápi og það fannst henni sko gaman. Amma og afi áttu gott hjónaband og amma stóð alltaf þétt við bak afa og hnikaði hvergi, hún var afar stolt af honum og börnum sínum. Hún kunni þó ekki alltaf að meta háðs- glósur sem afi sendi henni óspart, hún amma var nefnilega ekki mikill húmoristi og ég man ekki eftir því að hafa séð hana ömmu hlæja innilega, þó svo að hafa búið börnum sínum, börnum sínum og barnabörnum hlát- urmilt og hamingjuríkt heimili. Fjöl- skyldan var henni mikilvæg og hún vildi að við stæðum þétt saman og værum dugleg að rækta böndin okk- ar á milli. Henni fannst yndislegt að sjá ömmubörnin sín og langömmu- börnin og athugaði ævinlega hvort að þau væru með Helgavatnsfætur og -hendur, það fannst henni mikill plús. Einnig var ekki verra ef stelpurnar voru hárprúðar, hún skoðaði oft hár- ið á Höllu og strauk það fram og aft- ur. Amma hafði mikið dálæti á því er lítið var. Hún borðaði af minni disk- um en aðrir og drakk úr pínulitlum bollum, hnífapörin hennar voru líka minni en aðrir fengu. Það eru margar minningarnar sem ég á um ömmu því að ég var svo heppin að hafa hana mér við hlið nán- ast alla tíð. Sameiginlegar stundir okkar eru óteljandi og uppátæki okk- ar eru það einnig. Ég mun gæta vel allra munanna er þú fólst mér að geyma og stundanna okkar minnist ég með einskærum söknuði og ævar- andi gleði í senn. Mig langar að kveðja þig með ljóði eftir Jakob Jó- hann Smára sem heitir Nótt Heiðríka nótt, þú horfir róleg niður á harma mannkyns, jarðarbarnsins tár. Í fylgd með þér, með dular dökkar brár, er drauma heimsins endalausi friður. Og allt, sem þjáist – allt, sem líknar biður, nú eygir fylling sinnar dýpstu þrár, og andvörp þaggast, sefast gervöll sár, er svefninn boðar: Friður sé með yður. Í draumsins löndum dýrð má nóga sjá, – þar dvelur von og minning fjarskablá, og yfirskilvitlegan, ljúfan blæ þar leggur yfir himinn jörð og sæ. Eilífðin bíður bak við draumsins gler og birtu slær á allt er jarðneskt er. Guð geymi þig vel, amma mín, Þorbjörg Otta Jónasdóttir. ÞORBJÖRG BERGMANN JÓNASDÓTTIR Elsku langamma. Það var alltaf gaman að koma til þín og fara allar ferðirnar með þér, alltaf svo spennandi nesti. Það var líka gaman að fara á kaffihús með þér, þér fannst það svo gaman. Takk fyrir allar ljúfu stundirnar sem við áttum saman. Þínar langömmustelpur. Helga Dís, Lára Lind og Edda Sól. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, ÁRNI HINRIK JÓNSSON, áður Suðurgötu 44, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 22. október. Ólafur Kr. Árnason, Käte Árnason, Jórunn H. Árnadóttir, Birgir D. Sveinsson, Auður J. Árnadóttir, Sæmundur Hinriksson, Ingveldur J. Árnadóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, STEINGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR frá Brekku, Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vest- mannaeyjum, laugardaginn 21. október. Marý Kristín Coiner, Stein Ingólf Henriksen, Ágúst Vilhelm Steinson, Arna Ágústsdóttir, Ómar Steinson, Arndís María Kjartansdóttir, Óðinn Steinson, Steinunn Jónatansdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarkona frá Stakkadal á Rauðasandi, Sólheimum 27, áður Ljósheimum 8a, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 21. október sl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 27. október kl. 11.00. Ágúst Kr., Bára og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.