Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 35 MINNINGAR ✝ Árni Bjarnasonfæddist í Hafn- arfirði 13. septem- ber 1927. Hann lést á St. Jósefspítala í Hafnarfirði 15. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ásu Þur- íðar Bjarnadóttur, f. 12.8. 1903, d. 13.3. 1986 og Bjarna Árnasonar, f. 23.10.1899, d. 2.10. 1972. Árni ólst upp á Reykjavíkurvegi 24 í hópi 8 systkina, eitt þeirra er á lífi, Reynir, f. 21.8. 1941, maki Guðný Bernhard. Árið 1950 kvæntist Árni Ás- laugu Ólafsdóttur, f. 17.11. 1927, d. 2.3. 1987, þau eignuðust 6 börn, þau eru: 1) Ruth, f. 1949, maki Guðmundur Jónsson, f. 1945, börn Árni Signar, f. 1967, d. 1972, stúlka, f. 1970, d. 1970, Jón Örn, f. 1971, Guðrún, f. 1974, og Árni Freyr, f. 1981. 2) Ása Bjarney, f. 1951, maki Jón Örn Pálsson, f. 1954, börn Ásu eru Bjarni, f. 1972, Eva Dögg, f. 1976, Sandra Dröfn, f. 1982, og Sólrún Áslaug, f. 1999. 3) Guðný Hildur, f. 1952, maki Guðleif- ur Guðmundsson, f. 1947, börn Gunnar Pétur, f. 1970, Ár- sæll, f. 1972, og Oddgeir, f. 1979. 4) Sólrún, f. 1954, d. 1984. 5) Haraldur, f. 1954, maki Valgerð- ur Bjarnadóttir, f. 1960, börn Bjarni Viðar, f. 1978, Sól- rún, f. 1984, og Sig- urður Bjarki, f. 1990. 6) Árni Özur, f. 1970, maki Díana Ósk Péturs- dóttir, börn Áslaug Marta, f. 1999 og Arnar Smári, f. 2004. Anna Antonsdóttir, f. 17.7. 1935, var sambýliskona Árna um tíma. Árni útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1949. Hann var mestan hluta starfsævi sinnar á sjó, ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri. Hann lauk starfs- ferli sínum hjá Álverinu í Staums- vík, þar vann hann í um 20 ár. Árni verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst afhöfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn Árna Bjarnason sem andaðist á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 15. október. Árni greind- ist með krabbamein í ágúst og tók stríðið við dauðann aðeins 2 mánuði, en hann var búinn að vera lítilfjör- legur síðasta árið. Þegar við Ruth kynntumst, þá bjuggu þau Áslaug og Árni í Kópa- vogi á Þinghólsbraut og var hann ný- hættur til sjós og vann við byggingu á álverinu í Straumsvík, en hann hafði verið sjómaður frá unga aldri og mest stýrimaður og skipstjóri á bátum frá Hafnarfirði. Nokkrum árum seinna flytja Árni og Áslaug aftur til Hafnarfjarðar og bjuggu þau á Álfaskeiði. Árni missti Áslaugu langt fyrir aldur fram árið 1987, þá var Árni Özur yngsta barnið þeirra einn eftir heima og eftir frá- fall Áslaugar þá voruð þeir feðgar alltaf heima hjá okkur á jólum, okkur öllum til mikillar ánægju, sérstak- lega afabörnunum. Það skiptast á skin og skúrir á langri ævi og Árni sá þar allt litrófið í íslensku veðurfari, lífið er ekki áfallalaust. Þú varst léttur í lund, glettinn og stundum svolítið stríðinn og þá kom glottið þitt fram. Þú hafðir mikinn áhuga á íþróttum í orðsins fyllstu merkingu, góður skákmaður og mik- ill bridgespilari og seinni árinn var það bridge, félagsvistin og íþróttirn- ar í sjónvarpinu sem styttu þér stundirnar. Það var alltaf allt á hreinu með úrslitin í boltanum og ensku deildina og þú fylgdist með þangað til að þú fórst á spítalann og kvaddir þennan heim. Það eru 36 ár síðan að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða tengdasonur þinn og það er margt sem við höfum spjallað um og kemur upp í hugann að sjóður minninganna er stór. Ég þakka þér, elsku tengda- pabbi minn, öll þessi ár sem við höf- um þekkst og verið vinir. Megi góður guð vera með þér að eilífu. Elsku Ruth mín og tengdasystk- ini, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur Guðmundur. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund, nú ert þú kominn til ömmu aftur. Ég á góðar minningar um þig á Álfaskeiðinu, þar sast þú við sjón- varpið að horfa á enska boltann með Bjarna Fel. Þú vissir allt um íþróttir, þú fylgdist vel með, en númer eitt var enski boltinn og aðallega Man- chester United. Þú varst skemmti- legur, góður og algjör grínisti og svolítill stríðnispúki, þú áttir það til að stríða mér stundum og þá var mikið hlegið. Þau voru mörg aðfangadagskvöld- in sem þú og Árni Özzur voruð hjá okkur á Vesturvanginum, þau eru mér mjög minnisstæð og skemmti- leg, góðar minningar. Við höfum horft á marga fótboltaleiki saman í gegnum tíðina og sérstaklega nú síð- asta árið. Ég var vön að sækja þig heim til þín í Setbergið, þú varst allt- af svo hræddur með mér í bílnum, þú sagðir alltaf við mig að ég keyrði allt of hratt og ríghélst þér í, þá glotti ég. Við vorum vön að fara til mömmu að borða og svo heim til mín að horfa á enska boltann eða meistaradeildina, þetta voru yndislegir tímar með þér, elsku afi minn. Eftir afmælisdaginn þinn hrakaði heilsu þinni mjög hratt. Nú ert þú kominn á betri stað, elsku afi minn, ég þakka fyrir frábæran tíma með þér. Þín Guðrún Guðmundsdóttir. Elsku afi minn, nú ertu kominn til guðs og ert ekki lengur veikur. Ég veit að þér líður vel. Ég á eftir að sakna þín mikið. Mér er minnisstætt þegar þú kenndir mér að tefla og við nafnarnir tefldum ófáar skákirnar, ég átti nú ekki séns í afa en hann leyfði mér stundum að vinna, ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar ég var lítill og átti ágætis leik og afi horfði á mig og sagði þetta var svolít- ið „sneddí“ ég horfði á hann og hafði ekki hugmynd um hvað hann var að tala „sneddí,“ ég hafði aldrei heyrt þetta áður, það fannst honum fyndið. Afi minn var mikill fótboltamaður og fylgdist mikið með íslenska og enska boltanum, hann var FH-ingur og Man. United maður. Við horfðum á marga leiki saman. Það var gaman að horfa á boltann með afa, hann var alltaf með nýjustu fréttir úr boltan- um. Afi var hress og skemmtilegur karl, sem við kveðjum nú. Afi, þín verður sárt saknað. Þinn vinur og barnabarn, Árni Freyr. Kæri stóri bróðir minn. Nú ert þú genginn á fund feðra vorra en ég læt hugann reika og upp hlaðast minningar um góðan dreng. Þú varst vissulega stóri bróðir minn þar sem þú varst næst elstur en ég yngstur í stórum systkinahópi en á milli okkar voru 15 ár. Það bil þurft- um við að brúa og mætast á miðri leið sem okkur tókst með ágætum en í foreldrahúsum vorum við ekki sam- vistum nema í nokkur ár. Ég minnist þess með aðdáun hvað þú varst alltaf léttur í lund og með spaugsyrði á vörum þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem urðu á vegi þínum en þú gekkst ungur út í lífið, stofnaðir fjölskyldu og eignaðist með ástkærri eiginkonu þinni Áslaugu Ólafsdóttur fimm börn á sex árum en eitt bættist svo í hópinn 16 árum síðar. Þú máttir því halda vel á spöðunum til að fram- fleyta svo stórri fjölskyldu, ungur og óharðnaður, en hið lauflétta skap þitt reyndist þér sá styrkur, sem dugði til að klífa þrítugan hamarinn. Lífsmáti þinn var merkilegur að því leyti, að þú virtist aldrei hafa neinar áhyggjur ekki einu sinni eftir að þú fékkst banvænan sjúkdóm, sem leiddi til hinstu stundar í lífi þínu en kannski var þér gefinn sá eiginleiki að láta almættið hafa áhyggjurnar, eins og okkur er upp á lagt í trúnni en fæstum tekst að framfylgja – hver veit? Eitt er víst að æðruleysi þitt var aðdáunarvert jafnt í sigrum sem ósigrum, gleði sem sorgum, sem urðu á vegi þínum án þess að þú misstir jafnvægið nokkurn tímann. Á seinni árum fórum við að ná bet- ur saman og þú fórst að hafa meiri tíma fyrir áhugamál þín sem voru skák og bridge. Þær voru ófáar skákirnar sem við tefldum en ég man að þú vildir alltaf nota klukku, svo við værum ekki að hanga yfir taflinu að óþörfu, og leika síðan hverjum leik eftir dúk og disk. Þú kaust að tefla hratt og óhikað, en það var þinn stíll og lífsmáti að takast á við lífið bæði í leik og starfi, hratt og óhikað, með bros á vör. En skákin sem áhugamál fór í bið og þú snerir þér alfarið að bridge- spilamennsku sem aðal áhugamáli eftir að þú hættir til sjós, sem var þinn starfsvettvangur, og fórst að vinna hjá Ísal þar sem þú starfaðir síðustu árin þar til þú fórst á eft- irlaun. Þú tókst þátt í ótal bridge- keppnum á vegum Ísal, bæði á með- an þú starfaðir hjá fyrirtækinu og eins eftir að þú laukst störfum, og al- veg undir það síðasta tókstu þátt í firmakeppnum í bridge á vegum fyr- irtækisins. Ég minnist einnig ljúfra stunda sem við áttum saman þegar ég bjó í Garðbæ á árum áður og þú komst í heimsókn til að spjalla eða tefla skák. Var þá margt skrafað og upp rifjað frá æskuheimili okkar. Þú sagðir mér frá mörgum skemmtileg- um atvikum sem höfðu átt sér stað fyrir mína tíð á heimili foreldra okk- ar á þinn spaugilega hátt, sem var þér svo eðlilegur og samgróinn, að unun var á að hlýða enda verða frá- sagnir þessar ekki endursagðar nema að þær missi gildi sitt veru- lega. Á góðra vina fundum á heimili okkar Guðnýjar var einnig margt skrafað. Þegar við Guðný heimsóttum þig á sjúkrahúsið, þar sem þú dvaldir síð- ustu ævidagana, vissi ég að þetta væru síðustu stundir okkar saman. Ég sló á létta strengi og bros færðist yfir andlit þitt. Síðast er ég heimsótti þig kom ég einn og sat hjá þér góða stund ásamt Ruth dóttur þinni sem hafði komið á undan mér. Það reynd- ist vera kveðjustundin, elsku bróðir. Minningin um góðan dreng lifir. Ég og eiginkona mín Guðný biðjum þér friðar og blessunar og syrgjend- um huggunar. Þinn bróðir Reynir. ÁRNI BJARNASON Elsku langafi minn Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þinn Daníel Guðmundur. HINSTA KVEÐJA Elsku afi, Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við fengum alltof lítinn tíma með þér, elsku afi. Við sitjum eftir með sorg í hjarta en fallegar minningar. Þú varst afi „töffari“ með 19 tattó. Þegar við vorum litlar sátum við í fanginu á þér og fengum að skoða tattóin öll og það fannst okkur mest spennandi. Það var gott að hafa þig og mundu að við elskum þig. Þínar afastelpur, Anna Kristín og Kristbjörg Eva. Elsku Gulli, það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur þótt við vissum að þú gengir ekki heill til skógar. Þín er sárt saknað en við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Það var alltaf gott þegar þú komst, og þegar við fórum öll í ferða- lög. Þegar þú fórst héðan síðast þá sagðistu koma fljótt aftur en það fór ekki svo. Það var gott að þú fórst í hesta- ferðina í sumar. Þú varst búinn að tala um það við Sigga hvort hann væri ekki til í að koma með þér og það stóð ekki á því. Svo fóruð þið með Lofti frænda og Simma og það sem þú ljómaðir þegar þú komst heim úr ferðinni og sagðir að þú vær- ir ákveðinn í að fara aftur næsta sumar. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Með þessum orðum kveðjum við þig elsku bróðir: Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. (Matthías Jochumsson.) Kveðja. Þóra og Sigurður, Helgi og Sæunn, Þórdís. Elsku Gulli. Það var fallegt laugardagskvöld 1. október. Börnin og tengdabörnin voru öll komin saman glöð og kát til að fagna 30 ára afmæli Óðins Sæv- ars, Gummi var á leiðinni til Horna- fjarðar til að spila á balli. Litlu barnabörnin Viktoría, Anton og Na- talía voru öll sofandi í rúminu hennar ömmu en þar ætluðu þau að vera þessa nótt. Þá gerðist það að við fáum hringingu og okkur er sagt að þú hafir verið staddur hress og kátur á fundi hjá Kiwanisklúbbnum með félögum þínum og allt í einu veikist þú alvarlega. Það sló þögn á allan barnahópinn og vinina þeirra. Og vonin var sú hjá okkur öllum að þú yrðir sigurvegari í þessu stríði eins og svo oft áður. En dagar og nætur liðu og þér hrakaði smátt og smátt, það voru ótalin tár og svefnlausar nætur sem barnahópurinn gekk í gegnum. Dauðinn er það fyrirbæri í tilver- unni sem að allra bíður og enginn fær umflúið. Tímarúmið hjá ættingj- um og vinum er eins og endalaus eyðimörk í tilverunni. Laugardag- kvöldið 15. október kvaddir þú þetta líf eftir vonlausa baráttu umvafin elsku og kærleik barnanna þinna sem gátu og treystu sér til að vera hjá þér til hinstu stundar. Hin sendu pabba hlýjar hugsanir og bænir um langan veg og voru ekki síður hjá elsku pabba. Þau stóðu sig öll eins og hetjur. Þú mátt vera stoltur af hópn- um þínum. Ég lofa að vera þeim góð móðir, og ég skal ætíð vera til staðar þegar þau þurfa á mér að halda. Þau eru mér allt og ég lifi fyrir þau. Ég trúi að nú getir þú fylgst með þeim og hjálpað þegar þau eiga við veik- indi og erfiðleika að stríða og verið með þeim á gleðistundum. Elsku Gulli, það getur verið erfitt að koma öllum hugsunum á blað því margs er að minnast bæði með sökn- uði og gleði. Ég þakka fyrir öll árin sem við áttum saman. Og þótt leiðir skildu fyrir 13 árum höfðum við alla tíð samband og vorum aldrei betri vinir. Þú varst eins og gestur á heim- ilinu okkar alla tíð, sjórinn og bát- arnir voru þitt annað heimili þar leið þér ætíð best og vildir helst ekki vera annars staðar. Þú varst sannur sjómaður. Tölur er ekki á það kom- andi hvað bátarnir og skipin voru mörg sem þú varst búinn að vera á en lengst af öllum varstu búinn að vera á Sunnutindi á Djúpavogi og náðir því að vera á sjó með fimm af bræðrum mínum í einu. Ég og börn- in munum minnast þín með mikilli hlýju og virðingu. Með þessum fá- tæklegu orðum kveð ég og vona að ættingjar og vinir hafi tekið á móti þér á ströndinni hinum megin. Og ég bið guð að geyma þig. Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða, er stari eg héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. (Vald. Briem.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Samúðarkveðjur til allra í fjöl- skyldunni. Fyrrverandi sambýliskona og vin- kona, Hanna Antonía (Adda). Laugardaginn 1. október var loka fundur starfsársins hjá okkur fé- lögum í Kiwanisklúbbnum Kötlu. Við vorum mættir til að skemmta okkur með konum okkar og góðum trygg- um félögum. Ég var rétt kominn inn, búinn að kasta kveðju á þá sem mættir voru er Gunnlaugur kemur til okkar hjóna og heilsar okkur. Að vanda er hann hlýr og vinalegur, lætur ekki mikið yfir sér að venju, en ég man að ég hafði orð á því hvað hann væri hress að sjá. Hafði fundum okkar ekki borið saman nokkuð lengi vegna fráveru hans frá klúbbnum vegna starfa. Engan grun hafði ég um að þetta yrði síðasta þétta hlýja hand- takið sem hann gæfi mér. Árið 1999 kom Gulli á sinn fyrsta Kötlufund með bróðir sínum Helga, og gerðist hann fljótlega Kiwanis fé- lagi. Er ég sest niður til að rita þessi orð um Gulla, kemst ég að því að sennilega er hann einn af þeim fé- lögum sem starfað hefur með okkur sem ég þekki kannski minnst. Þó fannst mér alltaf hann vera mér nokkuð nærri sem vinur. Sennilega er það vegna þess hversu hlýr hann var, bóngóður og ósérhlífinn er við unnum eitthvað saman. Hann var hlédrægur, rólegur og frekar fá- skiptinn en þó viðræðugóður og skemmtilegur í samvistum. Vegna starfa síns sem sjómaður mætti hann ekki alltaf á fundi okkar en er hann kom vissi maður einhvern veg- inn af honum þótt ekki væri hann margmáll né pontuglaður. Það sem hann tók að sér þurfti ekki að hafa áhyggjur af. Hann var öruggur og samviskusamur Hann hafði glímt við veikindi í nokkur ár, vann sína vinnu og kvartaði ekki, allavega ekki við okkur félagana. Því kom það okkur flestum að óvart er hann féll niður, og fengum þá fyrst að vita hversu al- varlega veikur hann hafði verið. Við Kötlufélagar munum minnast Gunnlaugs sem góðs Kiwanismanns og félaga. Hans mun verða saknað. Viljum við færa fjölskyldu hans og nákomnum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Sigurbergur Baldursson, fjölmiðlafulltrúi Kötlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.