Morgunblaðið - 25.10.2005, Side 28

Morgunblaðið - 25.10.2005, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S purningarmerkið í fyr- irsögninni ætti eig- inlega að vera stórt – mun stærra en það er. Vegna þess að þetta lítur satt best að segja ekki sér- lega vel út. Það eru hreint hverf- andi líkur á því að Daniel Craig, sem á að taka við hlutverki James Bond af Pierce Brosnan, muni ná að gæða hlutverkið þeim krafti, lífi og stíl sem Brosnan gaf því. Ég veit að þeir voru margir sem deildu með mér þeirri von að Brosnan léki í að minnsta kosti einni mynd til viðbótar. Hann endurskilgreindi hlutverkið og tókst það sem engum hafði áður tekist – að verða betri Bond en Sean Connery var. Einlægir Bond-aðdáendur taka ofan fyrir Brosnan og eru honum þakklátir. Í mínum huga og margra annarra verður hann um ókomna tíð hinn eini sanni James Bond. En við munum þó að sjálfsögðu gefa Daniel þessum Craig tæki- færi. Hann byrjar að vísu í mínus vegna þess að hann hefur útlitið á móti sér – hann lítur nefnilega út eins og rússneskur njósnari úr Bondmynd frá kaldastríðs- árunum. Þó á hann eftir að fara í gegnum skylduæfingarnar og þá fyrst kemur fyllilega í ljós hvers hann er megnugur. Og „skyldu- æfingar“ Bond-leikara eru að sjálfsögðu setningarnar sem hafa frá upphafi gert Bond að Bond, verið sagðar í hverri einustu mynd og þarf þess vegna í raun- inni ekki að endurtaka hérna. Látum samt vaða: „Bond, James Bond“; „Shaken, not stirred“ og svo ekki síst kynningaratriðið þar sem Bond sést í gegnum byssu- hlaup gangandi í prófíl og snýr sér síðan að áhorfandanum og hleypir af. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með því hvaða breyting verður á yfirbragði persónu Bonds og myndanna í heild, því að leikararnir sem hafa farið með hlutverkið hafa gert það hver með sínum hætti, og þeim hefur fylgt yfirbragð sem sett hefur svip á myndirnar í heild. Þannig hefur margoft verið bent á að Rogert Moore fylgdi sjálfshæðni – eins- konar glott út í annað – líkt og honum og framleiðandanum væri í mun að áhorfandinn tæki hlutina ekki of alvarlega. (Síðasta mynd Moores, A View to a Kill, er senni- lega versta Bond-myndin sem gerð hefur verið). Þegar svo Tim- othy Dalton tók við varð mikil breyting á – í hans meðförum var Bond alvörugefinn, jafnvel svo að sumum þótti jaðra við tilvist- arangist. Þessi alvörugefni var ekki að allra skapi, þótt undirrit- uðum þætti hún sérstaklega við- eigandi í seinni mynd Daltons, Licence To Kill, þar sem Bond var í „prívaterindum“ að leita hefnda fyrir vin sinn. En það verður að segjast eins og er að Dalton var ekki mikill töffari. Það vantaði í hann sval- ann. Enda hefur tilvistarangist aldrei verið sérlega svöl. En með komu Brosnans í hlutverkið varð Bond ofursvalur á ný, en samt með öðrum hætti en hann hafði verið hjá Sean Connery. Maður hafði á tilfinningunni að Bondinn hans Brosnans væri meðvitaður um það sem í húfi var – eins og í upphafsatriði Tomorrow Never Dies, þar sem hann afstýrði kjarnorkuslysi (og þetta upphafs- atriði er, meðal annarra orða, það allra besta í myndunum fyrr og síðar) – en hjá Connery var Bond meiri „lóner“ sem hafði að því er virtist ekki sérstaklega miklar áhyggjur af því að heimurinn væri kannski á leið til helvítis. Þannig mætti segja að Brosnan hafi gætt Bond vitsmunalegri fágun sem hafði í raun aldrei sést áður í myndunum, og það þrátt fyrir að myndirnar sem Brosnan lék í hafi verið hátindur hasarmennsku og tæknibrellna í Bondmyndum. Af því sem frést hefur um fyr- irætlanir framleiðenda Bonds í nýju myndinni, Casino Royale, má álykta að horfið verði frá of- urhasar og meiri áhersla lögð á persónu Bonds. Það eykur byrð- arnar á herðum Craigs. Einnig hefur heyrst að ætlunin sé að draga úr áherslu á áhuga Bonds á konum og leggja meira upp úr leyfinu sem hann hefur til að drepa. Það hefur jafnvel verið tal- að um að Casione Royale verði „myrkari“ en fyrri myndir, en óljóst er hvað nákvæmlega það merkir. Þessar fyrirhuguðu breytingar eru að mörgu leyti spennandi, en um leið stækkar spurning- armerkið við nafn Craigs vegna þess að allt gerir þetta að verkum að meira mæðir á honum. Og um leið vekur þetta spurningar um hvers vegna Brosnan var ekki ráðinn áfram, því að það hefur einmitt verið í þeim senum þar sem glitt hefur í sálina í Bond sem Brosnan hefur sýnt styrk sinn án þess að verða jafn angistarfullur og Dalton hætti til að verða. Það best verður séð var allt til reiðu fyrir tökur á Casino Royale þegar loksins tókst að finna nýjan Bond, eftir mikla leit. Því má ætla að handritið hafi líka legið fyrir og það er reyndar nokkuð hug- hreystandi í ljósi sögu Bond- myndanna. Svona mun málum nefnilega líka hafa verið háttað þegar Dalton var valinn í hlut- verkið. Handritið að fyrri mynd hans, The Living Daylights, var ekki skrifað fyrir neinn ákveðinn Bond, og þeir sem vit hafa á mál- inu fullyrða að einmitt þess vegna hafi The Living Daylights orðið ein allra besta Bond-mynd til þessa, þrátt fyrir áðurnefnda galla á Dalton í hlutverkinu. Nú má enginn skilja mig sem svo, að mér hafi þótt Dalton vond- ur Bond. Alls ekki. En það verður að segjast eins og er að hann naut þess að taka við af Moore, sem var greinilega alveg hættur að nenna þessu. Daniel Craig er í þver- öfugri stöðu. Hann tekur við af besta Bond sögunnar. Þess vegna er ástæða til að hafa áhyggjur. En vona um leið það besta. Hvaða Daniel? Einlægir Bond-aðdáendur taka ofan fyrir Brosnan og eru honum þakklátir. Í mínum huga og margra annarra verð- ur hann um ókomna tíð hinn eini sanni James Bond. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Í DAG verður Norðurlandaráðs- þing sett í Reykjavík og stendur það fram á fimmtudag. Vel á ann- að hundrað þingmanna og ráð- herra frá Norð- urlöndum og sjálfsstjórnarsvæðum þeirra, Rússlandi og víðar frá Evrópu safnast til þingsins. Þingið er þannig langstærsti viðburður ársins hjá Norð- urlandaráði og er allt- af jafn gleðilegt þeg- ar það, fimmta hvert ár, er haldið á Ís- landi. Þegar ég var kjörin forseti Norð- urlandaráðs fyrir ári sagðist ég mundu beina sjónum að málaflokkum, sem staðið hafa nærri hjarta mínu allan minn póli- tíska feril. Í því sambandi nefndi ég sérstaklega mikilvægi þess að viðhalda og styrkja norræna sam- starfið almennt auk þess sem hafa þyrfti velferðar, jafnréttis-, um- hverfis- og utanríkismál í fyr- irrúmi. Vilji minn stóð líka til þess að Norðurlönd beittu sér í aukn- um mæli í baráttunni gegn fátækt í þriðja heiminum. Það er því einkar ánægjulegt að einmitt þessir málaflokkar eru of- arlega á baugi á Norðurlandaráðs- þinginu hér í Reykjavík. Okkur mun gefast færi á að álykta og taka ákvarðanir varðandi þessa málaflokka en jafnframt að eiga um þá viðræður við gesti þingsins. Norðurlönd njóta virðingar og trausts um allan heim. Það er litið mjög til Norðurlanda um fyrir- mynd samfélagsgerðar, ekki síst hvað varðar félagslegan jöfnuð, jafnréttis- og mannréttindamál. Samstarf okkar í gegnum tíðina við Eystrasaltsríkin um uppbygg- ingu réttarríkja og lýðræðislegra stjórnarhátta, og við Rússland um umhverfis- og mann- réttindamál, sýnir svo ekki verður um villst fram á mikilvægi þess að Norðurlönd miðli af reynslu sinni og starfi náið með ná- grannaríkjum sínum. Eftir að Eystrasalts- ríkin gengu í ESB hafa þau ásamt Norð- urlöndum lagt áherslu á að auka tengslin við Rússland og sporna gegn því að munur á lífskjörum á milli landanna aukist enn. Forgangsmál í samstarfi við ná- grannaríkin til austurs er baráttan gegn mansali, glæp sem fyrst og fremst bitnar á konum og börnum. Ég hef sannfærst á ferðum mínum sem fulltrúi Norðurlandaráðs að herða þarf róðurinn gegn þessari glæpastarfsemi og það gerist ein- ungis með samskiptum á háu póli- tísku plani. Ekki bara pólitík En norrænt samstarf er meira en bara pólitík. Það byggist á sameiginlegri menningu og sögu og grasrótartengslum þvert á landamæri norrænu ríkjanna hvort sem um er að ræða sam- skipti einstaklinga, frjálsra fé- lagasamtaka eða vinabæjartengsl. Í hálfrar aldar sögu Norður- landaráðs hefur markmiðið verið að byggja upp samkennd og sam- félag Norðurlandabúa og það hef- ur verið gert með því að gera Norðurlöndin að einu vinnu-, menntunar- og búsetusvæði. Um 16 þúsund Íslendingar búa á hin- um Norðurlöndunum og um 260 þúsund Norðurlandabúar búa í öðru norrænu landi en þeir uxu úr grasi í. Allt þetta fólk býr við sömu réttindi og væri það í eigin landi. Að búa á Norðurlöndum á að vera eins og að búa heima – það er markmiðið. Að lokum get ég ekki látið vera að minnast á að það er tvöföld ánægja að Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fari saman við að Ís- lendingur hljóti bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs sem afhent verða við hátíðlega athöfn í tengslum við þingið. Þau hlýtur Sjón fyrir bók sína Skugga- Baldur. Við munum taka vel á móti gestum okkar og láta þá njóta ís- lenskrar gestrisni. Norður- landaráðsþingið mun sem endra- nær stuðla að því að styrkja enn frekar tengslin við okkar nánustu vinaþjóðir. Norðurlandaráðs- þing í Reykjavík Rannveig Guðmundsdóttir skrifar í tilefni Norðurlanda- ráðsþings sem hefst í dag ’… það er tvöföldánægja að Norður- landaráðsþing í Reykja- vík fari saman við að Ís- lendingur hljóti bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs …‘ Rannveig Guðmundsdóttir Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og alþingismaður. RITSTJÓRN Morgunblaðsins gengur erinda Sjálfstæðisflokks- ins. Þess vegna er það flokksblað. Blaðið hefur fullan rétt á því að vera flokksblað – það er stjórn- arskrárvarinn réttur þess. En af því að blaðið er flokksblað hef ég látið mér í léttu rúmi liggja hing- að til ásakanir og rangfærslur rit- stjórnar blaðsins um stefnu Samfylking- arinnar í samkeppnis- og fjölmiðlamálum. Mér virðist af skrif- unum að ritstjórnin telji að blaðið fái ekki þrifist nema það eigi sér óvin – kald- astríðshugsunarhátt- urinn ræður ríkjum. Óvinurinn er Sam- fylkingin – í stríði er allt leyfilegt. Fjölmiðlalög Morgunblaðið hefur barist fyrir því að sett verði sérstök fjölmiðla- lög, sem tryggi samkeppnisstöðu Morgunblaðsins á dagblaðamark- aði. Það er alfa og omega baráttu blaðsins. Þessi barátta fór ekki fram meðan Morgunblaðið bar höfuð og herðar yfir önnur dag- blöð á markaðnum – nei, hún hófst fyrst eftir að ljóst varð að annað dagblað, með mikla út- breiðslu, var komið til að vera. Morgunblaðið vill á nú ná fyrri stöðu með aðstoð löggjafans. Sam- fylkingin vill setja almenn lög um fjölmiðla, sem tryggi fleiri sterka fjölmiðla. Lýðræðislegri umræðu var ekki vel borgið meðan Morg- unblaðið hafði yfirburði á dag- blaðamarkaði. Það er rétt hjá blaðinu að Samfylkingin verður ekki við óskum þess að sett verði sérstök lög til að tryggja stöðu Morgunblaðsins á dagblaðamark- aði. Samfylkingin vill setja al- mennar reglur þar sem öflugir fjölmiðlar fá dafnað undir sömu leikreglum. Samkeppnislög Ritstjórn Morgunblaðsins hefur haldið því fram að Samfylkingin hafi ekki áhuga á því að koma lögum yfir „auðhringa“ – sé nán- ast verkfæri þeirra – einsog gefið er svo smekklega í skyn í skrifum blaðsins. Morgunblaðið hefur á hinn bóginn aldrei skilgreint hvernig eigi að koma lögum yfir „auðhringana“. Það þarf ekki að koma á óvart því öll skrif blaðsins bera með sér að tilgangurinn helg- ar meðalið. Tilgangurinn hefur aldrei verið að leggja neitt upp- byggilegt til í þessum málum – aðeins að búa til „Moggalygi“ og segja hana nægilega oft, því á endanum gæti fólk farið að trúa þessu. Þessi áróðurstækni er al- þekkt í sögunni. Veruleikinn og ritstjórn Morgunblaðsins Staðreyndin er sú að þau lönd sem hafa reynt að takmarka áhrif einstaklinga og fyrirtækja í við- skiptalífinu, hafa reynt að gera það í gegnum samkeppnislög. Aðrar leiðir eru ekki færar. Morg- unblaðið hefur í skrifum sínum látið annað í veðri vaka. Stað- reyndin er sú að núverandi rík- isstjórn ákvað í vor að taka út úr samkeppnislögum eina laga- ákvæðið, sem heimilaði eftirlits- aðilum að taka á fyrirtækjum sem hefðu náð þeirri stöðu að sam- keppni stafaði af því hætta. Þetta eru afrek ríkisstjórnarinnar og þ.á m. Sjálfstæðisflokksins í sam- keppnismálum. Gegn þessu barð- ist Samfylkingin og undirritaður á Alþingi með öllum ráðum. Meira að segja var rætt við aðila utan þings. Það veit ritstjóri Morg- unblaðsins mæta vel. Þar var hug- myndin sú að reyna að ná þver- pólitískri samstöðu um styrkingu samkeppnislaga – ekki veikingu – einsog raunin varð á. Það tókst ekki. Þetta eru staðreyndir máls- ins. Samfylkingin hefur einn flokka lagt fram hugmyndir um hvernig taka megi á hinum svo- kölluðu „auðhringum“, þetta veit ritstjórn Morgunblaðsins en lætur sér í léttu rúmi liggja. Niðurlag Jafnvel þó ritstjórn Morg- unblaðsins gangi erinda flokksins, finnst mér það ekki vera mikil krafa að sýna sannleikanum lág- marksvirðingu í þessum skrifum sínum. Kannski er það til of mik- ils mælst þegar um áróðursrit er að ræða. Sú umgengni við sann- leikann sem ritstjórn blaðsins sýnir í þessum málum segir meira um hana en þá sem um er skrifað. Moggalygi Lúðvík Bergvinsson fjallar um ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins ’… af því að blaðið erflokksblað hef ég látið mér í léttu rúmi liggja hingað til ásakanir og rangfærslur ritstjórnar blaðsins …‘ Lúðvík Bergvinsson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.