Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VAXANDI UMSVIF Í FLUGI Umsvif okkar Íslendinga í flugihafa farið vaxandi á undan-förnum árum. Þar byggjum við á þeim trausta grunni, sem frum- herjarnir lögðu fyrir og um miðja síð- ustu öld. Hér á Íslandi hefur byggzt upp mikil þekking á flugi og mikil reynsla í flugrekstri. Fátt er jafn mik- ilvægt fyrir þjóð, sem býr á eyju í Norður-Atlantshafi. Flugleiðir, sem nú heita FL Group, og Avion Group, sem áður hét Atl- anta, eru hvort um sig félög, sem hafa stóraukið umsvif sín á undanförnum árum. Iceland Express á meiri þátt í því en margir aðrir, að flugfargjöld lækkuðu til muna á millilandaleiðum, a.m.k. um skeið, og að hluta til býr al- menningur að því enn. Kaup FL Group á Sterling Airways hafa að vonum vakið mikla athygli. Þar var um að ræða kaup íslenzks fyr- irtækis á dönsku fyrirtæki í íslenzkri eigu. Þau auknu umsvif voru komin á íslenzkar hendur. Það er auðvelt að sjá fyrir sér efn- isleg rök fyrir því að rekstur Ice- landair, millilandaflugfélags FL Gro- up, og Sterling-félagsins færist undir einn og sama hatt. Vafalaust er hægt að ná fram umtalsverðum sparnaði t.d. í tryggingum með sameiginlegum kaupum fyrir stærri flota. Hið sama getur átt við um eldsneytiskaup og margvíslega þjónustu. Það er líka hægt að skilja þá stefnumörkun FL Group að hasla sér völl á lággjalda- markaðnum. Loftleiðir, sem mynduðu Flugleiðir á sínum tíma með samein- ingu við Flugfélags Íslands, voru eitt fyrsta lággjaldaflugfélag í heimi. FL Group byggir því á gömlum grunni, þegar stefnt er á þann markað. Með kaupunum á Sterling er FL Group því að leggja grundvöll að stórauknum flugrekstri. Flugrekstur er að vísu áhættusam- ur. Við Íslendingar höfum kynnzt því, ekki sízt þegar miklar sveiflur hafa verið í eldsneytisverði. En þeir sem mestri þekkingu búa yfir á flugrekstri hafa líka herzt í mótvindi og lært að laga sig að breyttum aðstæðum. Von- andi hverfur sú reynsla ekki úr for- ystuliði Icelandair. En jafnframt má gera ráð fyrir, að hluthafar í FL Group spyrji um rökin fyrir hinu háa kaupverði, þótt það sé að vísu afkomutengt. Pálmi Haraldsson hefur nú staðfest að hann og viðskiptafélagi hans hafi keypt Sterling fyrir um fjóra millj- arða íslenzkra króna fyrr á þessu ári, bæði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og í Morgunblaðinu í dag. Þegar umsjónarmenn Kastljóss sjónvarpsins spurðu Hannes Smára- son, forstjóra FL Group, í fyrrakvöld hvernig hann skýrði þá miklu hækk- un, sem orðið hefði á verði Sterling úr fjórum milljörðum í 15 milljarða á nokkrum mánuðum, svaraði hann orð- rétt: „Ja, í fyrsta lagi þá veit ég nú að hann keypti félagið á miklu hærri tölu en fjóra milljarða.“ Forstjóri FL Group hvatti umsjón- armenn þáttarins til að spyrja Pálma Haraldsson. Hann hefur nú verið spurður og staðfesti í svari sínu þá tölu, sem Kastljóssfólkið nefndi. Eftir sem áður má vel vera, að fyrir þessari hækkun séu eðlileg rök, en þau þurfa að koma fram. Það á t.d. við um þær ábendingar, sem fram koma hjá bæði Hannesi Smárasyni og Pálma Har- aldssyni í Morgunblaðinu í dag að kaupverð Maersk flugfélagsins, sem Sterling keypti verði að taka með í reikninginn og fyrir það félag hafi verið borgað en ekki fengin meðgjöf með því eins og dönsku blöðin hafa haldið fram. Ganga má út frá því sem vísu, að forstjóri FL Group geri hluthöfum í félaginu nánari grein fyrir þessu, því að væntanlega gengur það ekki upp, að fyrirtæki, sem skráð er á Kauphöll Íslands, gefi upplýsingar, sem geta orkað tvímælis. Fyrir nokkru hélt annað fríblað- anna, Blaðið, því fram, að FL Group hefði fjármagnað kaup Pálma Har- aldssonar og félaga á Sterling Air- ways með því að leggja fram með ein- um eða öðrum hætti þrjá milljarða í reiðufé til að stuðla að þeim kaupum. Í Kastljóssþættinum var Hannes Smárason spurður um þetta. Svar hans var skýrt og afdráttarlaust. Hann sagði: „Þetta er bara þvæla.“ Það er mikilvægt fyrir hluthafa í FL Group að fá svo skýr svör. Enda erfitt að skilja hvers vegna FL Group ætti að fjármagna kaup keppinautar á öðru félagi. En sjálfsagt væri skyn- samlegt gagnvart hluthöfunum, að endurskoðendur félagsins staðfestu þessa yfirlýsingu forstjórans. Það hefur verið töluverður órói í æðstu stjórn FL Group á undanförn- um mánuðum. Snemma sumars sögðu allir stjórnarmenn félagsins af sér nema einn. Til þessa hefur ekki fen- gizt fullnægjandi skýring á brottför þeirra. Þegar leið á sumarið sagði einn af framkvæmdastjórum félags- ins upp störfum og nú fyrir skömmu forstjóri FL Group, Ragnhildur Geirsdóttir. Í sjálfu sér hafa ekki komið fram neinar skiljanlegar skýr- ingar á þessum mannabreytingum. Auðvitað kemur fólk og fer í æðstu stjórnum fyrirtækja. Ráðning Ragn- hildar Geirsdóttur vakti athygli um land allt. Þar var ungri og vel mennt- aðri konu falið eitt mesta ábyrgðar- starf í íslenzku atvinnulífi. Hún gegndi því á fimmta mánuð. Auðvitað geta orðið miklar sviptingar þegar fyrirtæki ganga í gegnum breytinga- ferli en er ekki bezt fyrir alla aðila að þær skýringar, sem fram koma í slík- um tilvikum, séu viðunandi? Og al- mennt talað eru slíkar sviptingar í æðstu stjórn fyrirtækja óheppilegar. Það á ekki sízt við, þegar um er að ræða fjöregg þjóðarinnar, því að nú er Icelandair fjöregg þjóðarinnar. Og þess vegna er betur fylgzt með því, sem gerist á vettvangi þess félags, en hjá flestum öðrum félögum, sem skráð eru á Kauphöll Íslands. Það verður spennandi að fylgjast með því, hvernig forsvarsmenn FL Group vinna úr þessum kaupum. Þeir eru ungir og kraftmiklir og ef vel tekst til geta þau leitt til stóraukinna umsvifa okkar Íslendinga í flugi. En jafnframt er augljóst, eins og fram kemur í umsögn Pálma Haraldssonar um þetta mál í Morgunblaðinu í gær, að núverandi eigendur Iceland Ex- press hljóta að selja félagið. Al- mannahagsmunir krefjast þess, að samkeppni á flugleiðinni milli Íslands og Evrópu verði tryggð. „ÞAÐ verður ekki þverfótað fyrir kvenfólki hérna,“ sagði eldri maður brosandi við konu sína á Skólavörðustíg og voru það orð að sönnu. Það var sérstök blanda af baráttuanda og hátíðarskapi sem einkenndi miðbæ Reykja- víkur í gær, þegar um fimmtíu þúsund manns söfnuðust saman og fögnuðu þrjátíu ára af- mæli kvennafrídagsins. Æðri máttarvöld virt- ust hafa tekið þá ákvörðun að taka þátt í gleðinni og sólin skein á kraftmikla samkom- una. Konur á öllum aldri lögðu niður störf í til- efni dagsins og þegar þær dreif að Skóla- vörðuholtinu í vígahug áleit unga blaðakonan heillavænlegast að fela starfsmannakortið sitt. Óeinkennisklædd glósaði hún í laumi hjá sér ýmislegt sem fyrir augu bar en fannst hún jafnvel eiga skilið að vera litin hornauga. „Hva, ertu að vinna?“ spurði kona nokkur hana hissa en blaðakonan hugsaði með sjálfri sér að auðvitað yrði að skrifa um þennan merkisviðburð. Á samkomunni mátti sjá konur með kúa- bjöllur, flautur og eldhúsáhöld, enda var markmiðið að hafa hátt. Flestar létu sér þó nægja að þenja raddböndin, klappa og stappa, hrópa og syngja. Ömmur, mömmur, dætur, systur, vinkonur og vinnufélagar mættu í hóp- um og heyra mátti fjörlegan söng og slagorð ú b a u s r h k s a „ þ i j Fyrirheit um f Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.