Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 21

Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 21 MINNSTAÐUR Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 - laugardaga kl. 10-16 KLÆDDU ÞIG VEL Kápur, jakkar, stakkar bolir, buxur, peysur SUÐURNES AKUREYRI Reykjanesbær | Stefnt er að því að bæta þjónustu Reykjanesbæjar við fjölskyldur. Að sögn Árna Sigfús- sonar bæjarstjóra er unnið að því að gera það í samvinnu við Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja eftir sérstöku líkani, Reykjaneslíkaninu sem hann nefnir svo. Reykjanesbær efndi til ráðstefnu í Holtaskóla í Keflavík um helgina með yfirskriftinni Fjölskyldan í Reykjanesbæ. Fjallað var um það hvernig unnt væri að skapa fjöl- skylduvænna samfélag og litið á allt lífið. Um 150 íbúar sóttu ráðstefn- una auk fjölmargra barna. Göt í þjónustunni Árni Sigfússon segir að tilgangur ráðstefnunnar hafi verið að safna efnivið sem notaður verði við gerð tillagna um styrkingu þjónustunnar. Árni segir að mikilvægt sé að bæta þjónustuna við fjölskyldur og gera hana samfelldari allt frá því for- eldrar eru að huga að nýjum ein- staklingi og fram á efri ár. Segir hann greinilegt að ákveðin göt séu í þjónustunni. Nefnir hann meðal annars mikilvægan tíma í ævi for- eldra og barna, frá því fæðingaror- lofi lýkur og þar til barnið byrjar á leikskóla. Hann nefnir að auka þurfi forvarnir á unglingsárum. Loks nefnir hann aukna þjónustu við það sem á ráðstefnunni var nefnt hin nýja gerð aldraðra, en það er fólk sem er við góða heilsu og vill taka áfram virkan þátt í samfélaginu. Segir hann mikilvægt að hafa sam- starf við þessa hópa við mótun stefnunnar. Árni nefnir þessa samfelldu þjón- ustu við einstaklinginn Reykjanes- líkanið og segir hann unnið að til- lögugerð um það. „Til þess að fjölskyldan blómstri þarf ákveðinn samfélagslegan stuðning. Þar kom- um við inn í,“ segir hann. Nefnir bæjarstjóri að aukin fræðsla geti í mörgum tilvikum verið svarið en einnig gæti í sumum tilvikum þurft að grípa til aukins fjárhagslegs stuðnings við fjölskyldur. Vilja gera samfélagið í Reykjanesbæ fjölskylduvænna Samfelld þjónusta við fjöl- skyldur í Reykjaneslíkaninu Ljósmynd/Dagný Að tafli Margt var gert fyrir börnin sem komu með foreldrum á fjölmenna fjölskylduráðstefnu sem Reykjanesbær stóð fyrir í Holtaskóla í Keflavík. Solla stirða spriklaði um skólann en þessi ungmenni settust að tafli. eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞETTA tókst sérstaklega vel í ár og hefur aðsókn aldrei verið meiri,“ segir Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka um Menning- ardag í kirkjum á Suðurnesjum sem haldinn var um helgina. Dagskrá var í öllum átta kirkjum svæðisins, fyrirlestrar og tónlist. Að sögn Kristjáns tóku um 200 manns þátt í flutningi en gestir voru nálægt 1200, að hans sögn. Margar kirkj- urnar voru fullar út úr dyrum, með- al annars Hvalsneskirkja þar sem Megas lék með Hallgrími Péturssyni í hans gömlu sóknarkirkju. Kristján fór í allar kirkjurnar og segist hafa orðið var við að fleiri hafi gert það að þessu sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Með Hallgrími Megas og South River band léku í Hvalsneskirkju. Kirkjur fullar út úr dyrum GRÍÐARLEGUR fjöldi kvenna á öllum aldri, mætti á hátíðar- og bar- áttufund í Sjallanum á Akureyri í gær, í tilefni af því að 30 ár voru lið- in frá kvennafrídeginum árið 1975. Þarna voru líka nokkrir karlmenn. Sjallinn var orðinn troðfullur af fólki áður en dagskrá í tali og tón- um hófst og þurfti hópur fólks að standa utan dyra og hlýða á dag- skrána í hátalarakerfi. Einhverjar konur snaru frá Sjallanum og sett- ust inn á nálæg kaffihús. Höfðu konur, sem stóðu utan dyra, á orði að nær hefði verið að halda fundinn á Ráðhústorgi eða í Íþróttahöllinni. Dagskráin í Sjallanum hófst kl. 15 en strax kl. 14.08 sáust konur ganga út af vinnustöðum sínum og halda í átt að Sjallanum. Eins og komið hefur fram hafa kvenna- hreyfingar á Íslandi reiknað út að eftir fimm tíma og átta mínútur hafi konur unnið fyrir launum sínum, þar sem þær hafa 64% af atvinnu- tekjum karla. Morgunblaðið/Kristján Kvennafundur Sjallinn var troðfullur af konum á öllum aldri og þurftu fjölmargar frá að hverfa, eða gera sér að góðu að standa fyrir utan húsið. Konur troðfylltu Sjallann Færri komust að en vildu Fyrir utan Stór hópur kvenna stóð fyrir utan Sjallann á meðan fundurinn stóð yfir og hlýddi á dagskrána í tali og tónum úr hátalarakerfi. Ungar Þessar ungu stúlkur voru mættar fremst við sviðið. Stjórnmálaskóli | Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður haldinn á Akureyri þriðjudags- og fimmtudags- kvöld frá 25. október til 15. nóvember nk. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um sjávarútvegsmál, heilbrigðismál, menntamál, sveitarstjórnarmál, ræðumennsku- og framkomu, frétta- og greinaskrif, umhverfismál, sam- göngumál, stjórnskipan og stjórn- sýslu, sjálfstæðisstefnuna og Sjálf- stæðisflokkinn. Á námskeiðinu munu margir reyndir menn og konur úr Sjálfstæðisflokknum hafa framsögu, m.a. Arnbjörg Sveinsdóttir, Þorvald- ur Ingvason, Halldór Blöndal, Sigríð- ur Anna Þórðardóttir, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þóra Ákadóttir, Björn Bjarnason og Kristján Þór Júlíusson. Áhugasamir geta kynnt sér málið og fengið upplýsingar um skráningu á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri, www.islendingur.is.    Góðvinir | Aðalfundur Góðvina Há- skólans á Akureyri verður haldinn í dag þriðjudaginn 25. október nk. kl. 12 í anddyri Borga. Á dagskrá fund- arins eru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem auðlindadeild Háskól- ans á Akureyri verður afhent pen- ingagjöf til tækjakaupa fyrir kennslu og rannsóknir. Heið- ursávarp flytur Arngrímur Jóhanns- son, fyrrverandi forstjóri Atlanta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.