Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 27

Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 27 tölum frá lögreglunni væru um fimmtíu þús- und manns í bænum og þó væri enn verið að telja. Tveir lögreglumenn gengu um torgið og gættu þess að allt færi vel fram og þegar nokkrar skeleggar konur hófu upp raust sína á sviðinu tók annar þeirra undir. Það var heldur ekki hægt annað en að hrífast með. Þegar leið á daginn var orðið nokkuð kalt en þó einkenndi hiti fundinn á Ingólfstorgi og oft heyrðust fundarkonur og -karlar taka með velþóknun undir orð ræðumanna. Í lok dag- skrár bað Edda fundarmenn að hrópa þrisvar sinnum „jafnrétti núna, áfram stelpur“ og tóku allir undir af krafti. Var það viðeigandi endir á öflugri samkomu sem gaf fyrirheit um framfarir í jafnréttisátt. úti um allan bæ. Margir héldu á skiltum sem báru áletranir eins og „Umönnunarstörf eru alvörustörf“, „Laun í heimaþjónustu eru nið- urlæging“, „Virkjum jafnréttið“, „Ég vil jafn- stóra krónu“ og „Ég er ekki 65% manneskja“. „Höfum hátt, höfum hátt“ hrópaði skarinn rétt áður en gangan lagði af stað. Það hafði hann svo sannarlega og greina mátti stöku karlmannsraddir í hópnum sem ekki höfðu síður hátt en hinar. Mannfjöldinn stóð lengi kyrr og beið þess að gangan hæfist, en loks tóku allir undir „áfram stelpur, áfram stelpur“ og áfram fóru þær. Tveir unglingspiltar reyndu að yf- rgnæfa kvennaskarann og hrópuðu „áfram afnrétti, áfram jafnrétti“. Í göngunni var stemningin nánast áþreif- anleg. Sumar búðir á Skólavörðustígnum voru lokaðar í tilefni dagsins og gluggar annarra voru þaktir spjöldum með hvatningarorðum. „Vá, þetta heldur endalaust áfram,“ sagði lítil stúlka sem stóð á bekk og horfði stóreyg á mannfjöldann silast í átt að bænum. Á öðrum bekk stóðu mæðgur og hrópuðu saman slag- orð og starfsmenn fyrirtækja flykktust út á stéttir. Nokkrir jakkafataklæddir banka- starfsmenn stungu nokkuð í stúf við fjöldann en blaðakonan frétti eftir á að við bankann hefðu konum verið gefnar rauðar rósir, sem síðan settu sterkan svip á bæinn. Í Austurstræti tók götulistamaður þátt í fjörinu og spilaði undir slagorðasöng á gítar. Vegna mannfjöldans var erfitt að komast að Ingólfstorgi en áfram mátti sjá skilti með áberandi áletrunum eins og „Pabbi er skúr- ingakona“, „Takk rauðsokkur“ og „Jafnrétti í námi, en hvað svo?“. Ljósmyndari á þaki gömlu Morgunblaðshallarinnar veifaði til fjöldans og mörg þúsund hendur fóru á loft og veifuðu á móti. Ljósmyndarinn tók þá ofan hatt sinn og hneigði sig og uppskar að sjálf- sögðu fagnaðarlæti fjöldans. Það er eins gott að kunna sig í svo stórum hópi kvenskörunga. Dagskráin hófst á sviðinu á Ingólfstorgi en þar sem ekki heyrðu allir hvað fram fór héldu söngur og baráttuköll áfram að hljóma um bæinn fram eftir degi. Edda Björgvinsdóttir var kynnir og sagði hún að samkvæmt fyrstu Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell framfarir í jafnréttisátt ÁRNI Magnússon félagsmála- ráðherra sendi öðrum ráðherr- um í ríkisstjórninni bréf í gær þar sem hann hvatti þá til að gera gangskör að því að leið- rétta kynbundinn launamun í ráðuneytum sínum og þeim stofnunum sem undir þau heyra. Þegar hefur verið ráðist í vinnu við að leiðrétta launamun í félagsmálaráðuneytinu, og segir Árni að þótt því fylgi vinna og kostnaður verði ekki hjá því komist að setja þessi mál í forgang. „Við sjáum í öllum könn- unum að það er um að ræða launamun sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði, þótt misjafnt sé hversu mikill hann virðist vera. Í mínum huga er það ekki aðalatriðið, heldur það að hann sé fyrir hendi, það er nokkuð sem við getum ekki sætt okkur við. Í mörgum tilvikum held ég að um sé að ræða ómeðvitaðan mun, einhvers konar kerf- islegar skekkjur í launa- uppbyggingunni. En þær koma þá í ljós þegar farið er ofan í launamálin, mann fyrir mann,“ segir Árni. Vottun fyrir fyrirtæki Spurður hvers vegna hann hafi ekki beitt sér fyrir slíku átaki fyrr sagði Árni: „Ég er búinn að vera félagsmálaráðherra í tvö ár, og eitt af því fyrsta sem ég gerði í ráðuneytinu hjá mér var að fara ofan í þetta. Ég hef síðan hvatt til þess, bæði á vettvangi míns ráðuneytis gagnvart mínum stofnunum, og auðvitað bæði í ræðu og riti, ítrekað, að menn tækju á þessu. Ég sendi í vor forsvars- mönnum allra fyrirtækja sem eru með 25 starfsmenn eða fleiri bréf, og við gáfum út veggspjald með hvatningu […] þannig að ég vil meina að ég hafi látið til mín taka í þessum málaflokki meðan ég hef verið ráðherra.“ Árni segir að á næstu dögum verði sett af stað vinna sem miðist að því að fyrirtæki geti sótt um að fá vottun um að hjá þeim sé ekki kynbundinn launamunur. Útbúa þurfi staðla sem vinna þurfi út frá. „Ég trúi ekki öðru en að framsækin fyr- irtæki sjái sér hag í því að hafa slíka vottun.“ Kynbundnum launamun verði útrýmt Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/ÞorkellSteinunn Jóhannesdóttir leiðir söng á Ingólfstorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.