Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 19 ERLENT www.gislimarteinn.is Gísli Marteinn hóf afskipti sín af borgarmálum með því að leiða prófkjörsvinnu fyrir mig ásamt fleirum, í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1994. Ég þekki því vel til hæfileika Gísla Marteins, heilinda hans og eiginleika til að ná því besta fram í fólki. Ég tel tímabært að ungt fólk með leiðtogahæfileika, góða reynslu og ferskar hugmyndir leiði borgina inn í framtíðina. Árni Sigfússon bæjarstjóri YFIRGNÆFANDI meirihluti kjósenda í Brasilíu reyndist andvígur því að lagt verði bann við sölu skot- vopna til almennings í landinu. Þjóð- aratkvæðagreiðsla um málið fór fram á sunnudag. Munurinn reyndist meiri en skoð- anakannanir höfðu leitt í ljós. Þegar 98% atkvæðanna höfðu verið talin voru um 64% kjósenda andvíg banni en 36% hlynnt því. Könnun, sem birt var á fimmtudag, sýndi, að um 52% ætluðu að segja nei við tillögunni en 34% já. Tillagan kvað á um að vopnasala yrði tak- mörkuð við yfirvöld, herinn og örygg- isverði en með undantekningum þó hvað varðar veiðimenn á landsbyggð- inni, byssusafnara og þá, sem stunda skotfimi. Stjórn Luiz Inacio Lula da Silva forseta var hlynnt banni sem og kat- ólska kirkjan og margvísleg mann- réttindasamtök. Lula sagði í gær ljóst að málið væri afar umdeilt í Brasilíu en lýsti yfir því að vilji meiri- hluta þjóðarinnar yrði virtur. Ofbeldi er óvíða meira en í Brasilíu en þar falla um 40.000 manns fyrir skotvopnum á ári hverju eða 21,72 menn á hverja 100.000 íbúa. Er landið í öðru sæti í heiminum að þessu leyti en Venesúela er efst með 34,3 dauðs- föll af þessum sökum á hverja 100.000 íbúa. Á árunum 1979 til 2003 voru rúmlega 500.000 manns myrtir í Brasilíu. Í landinu er að finna, að því er talið er, 17 milljónir skotvopna og er meira en helmingur þeirra óskráð- ur. Allir þeir sem orðnir eru 25 ára geta keypt skotvopn en ferill viðkom- andi er kannaður áður en salan fer fram. Mandela, mannréttindi og byssueign Í liðnum mánuði sýndu kannanir, að um 80% ætluðu að styðja tillöguna um takmarkanir á skotvopnasölu en þá tóku hagsmunasamtök byssueig- enda, byssusala og byssuframleið- enda við sér og hófu mikla áróðurs- herferð, ekki síst í sjónvarpi. Var því haldið fram, að takmarkanirnar gengju gegn réttindum þegnanna og myndu gera þá varnarlausa frammi fyrir alls konar óþjóðalýð. Í einni aug- lýsingunni gat að líta mynd af andliti Nelsons Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku, og var barátta hans fyrir frelsi og mannréttindum í heimalandi sínu höfð til marks um nauðsyn þess að almenningi leyfðist að eiga skotvopn. Svo virðist sem þessi málflutningur hafi hitt í mark. Beni Barbosa, talsmaður samtaka andstæðinga bannsins, sagði ljóst að tekist hefði að ná til landsmanna. „Okkur tókst að koma því sjónarmiði til skila að sérhver Brasilíubúi hafi einstaklingsbundin réttindi sem rík- isvaldið getur ekki tekið frá honum.“ Andstæðingar bannsins lögðu jafn- framt ríka áherslu á að glæpamenn keyptu ekki byssur sínar í verslunum í Brasilíu. Sölubann myndi því ekki breyta neinu fyrir þá en aftur á móti gera almenningi erfiðara fyrir að verja sig. Denis Mizne, talsmaður friðar- hreyfingarinnar Sou da Paz, sagði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar ekki til marks um að Brasilíu- menn væru hrifnir af byssum. „Við töpuðum vegna þess að almenningur treystir ekki stjórnvöldum og lög- reglunni,“ sagði hann og vísaði þann- ig til þess viðtekna viðhorfs að yfir- völd séu öldungis ráðþrota gagnvart ofbeldinu. Þá óttast almenningur víða lögregluna fremur en að virða hana. Mizne sagði andstæðinga bannsins að auki hafa rekið mun skilvirkari áróður. „Þeir töluðu um réttinn til að eiga byssu - þetta var gjörsamlega bandarísk orðræða.“ Talsmaður samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA) fagnaði enda niðurstöðunni í Brasilíu. Sagði hann úrslitin „sigur frelsisins“. Tillaga um byssu- bann felld í Brasilíu Auglýsingaherferð hagsmunaaðila hitti beint í mark Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is AP Marianna Olinger, félagi í brasilísku samtökunum Viva Rio, sem berjast gegn ofbeldi, grætur sárt þegar niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Brasilíu á sunnudag um skotvopnaeign var ljós. ’Við töpuðum vegnaþess að almenningur treystir ekki stjórnvöld- um og lögreglunni.‘ París. AFP. | Franska ríkistjórnin greindi frá því í gær að hluti Electri- cite de France (EDF), stærsta orku- fyrirtækis Evrópu, yrði seldur í næsta mánuði. Um er að ræða um 15% hlut í fyrirtækinu og er einka- væðingin í samræmi við kröfur Evr- ópusambandsins. Að sögn Thierry Breton, ráðherra efnahagsmála, hefst einkavæðingar- ferlið á föstudag. Því lýkur 21. næsta mánaðar og er þá gert ráð fyrir að 15% hlutur í félaginu hafi skipt um eigendur. Franska ríkið verður eig- andi þeirra 85% sem þá munu eftir standa. Breton kvaðst vænta þess að fyrir þennan hlut fengjust um sjö millj- arðar evra (um 506 milljarðar króna). Pierre Gadonneix, forstjóri EDF, sem gerði grein fyrir sölunni á blaðamannafundi með Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakk- lands, sagði að fyrirtækið hygðist verja um 40 milljörðum evra á næstu fimm árum til að auka raforkufram- leiðslu þess. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160.000 manns. Skuldir þess eru verulegar, um 19,7 milljarðar evra, sem einkum eru til komnar vegna er- lendra fjárfestinga. Um 70% þess rafmagns sem fyrirtækið selur eru framleidd í kjarnorkuverum. EDF selur og orku úr landi. Einkavæðingaráformin hafa verið gagnrýnd harðlega af verkalýðs- hreyfingunni og stjórnmálamönnum á vinstri vængnum. Villepin lagði í gær áherslu á að bregðast við þess- um gagnrýnisröddum og sagði að stjórnvöld myndu krefjast þess að þrjár grundvallarreglur yrðu virtar eftir einkavæðinguna. Tryggja bæri að verð fyrir orku hækkaði ekki upp úr öllu valdi við þessi umskipti. Í öðru lagi þyrfti að sjá til þess að raf- orkuverð yrði svipað í öllum hlutum landsins. Loks myndi fyrirtækið skuldbinda sig til þess að útvega hin- um fátækari íbúum landsins raforku. Minnti hann á að ríkisvaldið myndi eiga 85% í fyrirtækinu, „hið minnsta“. Með þessu móti hafa stjórnvöld í Frakklandi orðið við reglum Evr- ópusambandsins sem kveða á um að innleiða beri samkeppni á orku- markaði. Frönsk verkalýðsfélög telja hins vegar um aðför að grunn- þjónustu að ræða auk þess sem þau hafa látið í ljós áhyggjur af því einka- væðing kunni að hafa í för með sér slakara eftirlit í kjarnorkuverum. Reuters Dominique de Villepin (t.v.), for- sætisráðherra Frakklands, hlustar á fjármálaráðherra sinn, Thierry Breton, á blaðamannafundi í gær. Umdeild einkavæð- ing í Frakklandi 15% hlutur í stærsta orkufyrirtæki Evrópu verður settur á markað Naples. AP, AFP. | Milljónir manna voru án rafmagns á Flórída í gær af völdum fellibylsins Wilmu sem olli víða usla í ríkinu. Vindhraðinn var allt að 56 metrar á sekúndu og var Wilma í þriðja styrk- leikaflokki af fimm þegar fellibylur- inn kom að landi. Nokkrum klukku- stundum síðar var Wilma komin í annan flokk, vindhraðinn var þá 47 metrar á sekúndu, en bylurinn efldist aftur yfir Atlantshafi. Á Íslandi telst það fárviðri þegar vindhraðinn er yfir 32,7 metrar á sekúndu. Tré féllu niður í óveðrinu, þakskíf- ur fuku af húsum og rafmagnsstaurar brotnuðu. Hermt er að 2,5 milljónir heimila og fyrirtækja hafi verið án rafmagns. Wilma kom að landi nálægt Rom- ano-höfða á suðvesturströnd Flórída og gekk yfir Miami, Fort Lauderdale og nágrenni. Fellibylnum fylgdu ský- strókar og flóð, meðal annars á ferða- mannaeyjunni Key West. Hermt var að sjór hefði flætt yfir um 35% eyj- unnar. Íbúum Havana bjargað Þetta var áttundi fellibylurinn á Flórída á fimmtán mánuðum. Wilma hafði valdið miklu tjóni á Yucatan-skaga í Mexíkó og flóðum í Havana á Kúbu. Björgunarsveitir notuðu báta til að bjarga um 250 íbú- um Havana úr umflotnum húsum í gær. Að minnsta kosti sautján manns létu lífið af völdum Wilmu, þar af þrettán í Jamaíka og Haítí í vikunni sem leið, þrír í Mexíkó og einn á Flór- ída. Wilma olli flóð- um á Flórída

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.