Morgunblaðið - 25.10.2005, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KVENNAFRÍDAGURINN
MÖRGUM vinnustöðum var lokað
snemma eða voru með skerta
starfsemi í tilefni af kvennafrídeg-
inum í gær. Jenný Leifsdóttir
sótti dóttur sína snemma í frí-
stundaheimilið Undraland í
Grandaskóla, enda ætluðu starfs-
menn í miðbæinn.
„Mér finnst dagurinn svo sann-
arlega eiga rétt á sér,“ sagði hún.
„Stemmningin er mjög jákvæð og
fólk er tvímælalaust sátt við að
sækja börnin snemma í dag.“
Ástríður Viðarsdóttir er starfs-
maður í Undralandi og þar eru
venjulega um áttatíu börn.
„Það eru bara tvö börn mætt og
ég held að þau séu að fara,“ sagði
Ástríður. „Foreldrar taka mjög
vel í þetta en ef einhver börn
verða eftir munu tveir strákar
vinna í dag.“
Ástríður kvaðst búast við að
átakið bæri árangur í jafnréttisátt.
„Ég vona það alla vega,“ sagði
hún og bætti brosandi við að kon-
ur væru bestar. Sérstaklega ís-
lenskar.
Áróra Olga Sigrúnardóttir og
Svanlaug Þórðardóttir voru við
vinnu á lungna- og endurhæfing-
ardeild á Landakotsspítala en
starfsmenn þar gátu ekki tekið
þátt í hátíðahöldunum í mið-
bænum í gær.
Áróra og Svanlaug sögðust
gjarnan vilja fara í bæinn en að
ekki væri um það að ræða. Þær
voru ánægðar með daginn en
sögðu jafnrétti enn nokkuð langt
undan, sérstaklega hvað varðaði
laun.
„Það leggjast
allir á eitt“
Gunnar Júlíusson var að sækja
son sinn á Laufásborg og kvaðst
mjög ánægður með daginn.
„Foreldrarnir tóku mjög vel í
þetta og mér finnst ríkja góð sam-
staða,“ sagði hann. „Margir pabb-
ar taka börnin sín inn á vinnustað-
ina í dag. Það leggjast allir á eitt.“
Gunnar taldi langt í land en ef-
aðist ekki um áhrifamátt dagsins.
„Það verður kannski komið
meira jafnrétti þegar strákarnir
mínir verða orðnir stórir,“ sagði
hann og sendi að lokum ham-
ingjuóskir til allra kvenna í tilefni
dagsins.
Á Laufásborg ætluðu þrír karl-
menn að vinna út daginn svo
starfskonur kæmust í bæinn. Þeg-
ar Morgunblaðið leit í heimsókn
klukkan rúmlega tvö voru aðeins
fjögur börn eftir af um 125.
„Oj, hvernig stendur
eiginlega á þessu“
Mikil stemning ríkti og höfðu
starfskonurnar verið að syngja
kvennalög. Þær sögðust vinna eft-
ir jafnréttissjónarmiðum og því
væri við hæfi að taka virkan þátt í
deginum. Þær sögðu foreldra hafa
tekið afar vel í beiðni um að sækja
börnin snemma og voru sammála
um að tími væri kominn til að
vinnustaðir sem gjarnan væru
tengdir við konur væru metnir að
verðleikum. Karlafrídag töldu þær
óþarfan nema karlmenn fyndu sér
raunveruleg baráttumál og sögðu
elstu börnin vel með á nótunum.
„Stelpurnar ætla allar í göngu
og leikskólastjórinn sagði elstu
drengjunum að verið væri að berj-
ast fyrir því að vinkonur þeirra
fengju jafnhá laun og þeir þegar
þau yrðu eldri. Þeim fannst það
auðvitað sjálfsagt,“ sagði ein
kvennanna. „Svo voru þeir spurðir
hvernig þeim fyndist að fá tvær
krónur ef vinur þeirra fengi átta
krónur fyrir nákvæmlega sama
starf og þeir sögðu bara „Oj,
hvernig stendur eiginlega á
þessu?““.
Það er greinilegt að vakningin
nær alla leið til yngstu kynslóð-
arinnar og framtíðin er í hennar
höndum.
Víða skert starf-
semi í tilefni
kvennafrídags
„Karlafrídagur óþarfur nema karlmenn
finni sér raunveruleg baráttumál“
Bergljót Hermóðsdóttir og Ástríður Viðarsdóttir voru í bleik-
um bolum í tilefni dagsins í Undraland í Grandaskóla.
Morgunblaðið/Þorkell
Estelle Toutain og Ólöf Guðmundsdóttir, starfskonur á Laufásborg, og systkinin Mattías og Elsa Ólafsbörn.
Gunnar Júlíusson var ánægður með daginn og kvaðst vona að
meira jafnrétti myndi ríkja þegar synir hans yrðu stórir.
Áróra Olga Sigrúnardóttir og Svanlaug Þórðardóttir komust
ekki frá á lungna- og endurhæfingardeild á Landakotsspítala.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Jenný Leifsdóttir og Almar Orri
Atlason voru í frístundaheimilinu
Undralandi.
„FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, góðan
dag.“
„Góðan dag, þetta er á Morgunblaðinu, Jó-
hannes Tómasson.“
„Já, komdu blessaður, Árni Magnússon
hér.“
„Komdu sæll, ráðherrann er kominn á
skiptiborðsvaktina. Við fréttum þetta, hvernig
gengur?“
„Það er mesta furða, ég er búinn að koma
frá mér tveimur símtölum skammlaust í annað
númer og taka skilaboð og senda viðkomandi á
tölvunni,“ sagði Árni og lét vel af sér í þessu
hlutverki, sagði þetta ágæta tilbreytingu að
vera á símavaktinni.
Hann tók við kl. 14.08 þegar vel flestar kon-
ur í ráðuneytinu stormuðu út og héldu í göngu
og á fund og hann sagði er rætt var við hann
rétt fyrir kl. 14.30 að ein eða tvær konur væru
enn í ráðuneytinu en báðar á leið út. Árni
kvaðst ekki hafa enn lent í neinum ógöngum,
hann hefði fengið leiðsögn um skiptiborðið hjá
konunum áður en þær fóru. Hann sagði að-
spurður að hann hefði komið sér upp varaliði
meðal annarra karlmanna ráðuneytisins sem
hann myndi geta gripið til ef mikið lægi við.
Hann taldi einsýnt að þeir myndu klára sig
karlmennirnir í ráðuneytinu kvenmannslausir
og standa sína plikt fram að lokun kl. 16.
Karlarnir sýndu skilning
Svipað ástand var uppi á teningnum í að-
alstöðvum Eimskips við Sundaklett, þar sátu
þrír karlmenn við skiptiborðið sem venjulega
er sinnt af þremur konum á daginn. „Við kom-
um hingað rétt fyrir tvö, lærðum á borðið og
tókum svo við símsvörun og það hefur bara
gengið nokkuð vel,“ sagði Stefán Magnússon,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs, en með hon-
um á vaktinni vou Bragi Þór Marinósson og
Ragnar Þór Jónsson. Stefán hafði setið við í
rúman hálftíma þegar rætt var við hann og
sagði hann karla sem hringdu, sem virtust
vera í miklum meirihluta, sýna þeim mikla
samstöðu og skilning þegar afgreiðsla símtala
gengi kannski ekki eins hratt og venjulega
þegar konurnar sætu við stjórnvölinn. Stefán
sagði það hafa verið yfirlýsta stefnu að gefa
konum hjá fyrirtækinu frí og langflestar hefðu
nýtt sér það. Og verður hægt að leita til hans
aftur með símsvörun ef á þarf að halda?
„Já, það er ekkert að því.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á skiptiborðinu hjá Eimskip. F.v.: Ragnar Þór Jónsson, Bragi
Þór Marinósson, Stefán Magnússon og Hafþór Hilmarsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Konur í félagsmálaráðuneytinu stormuðu út upp úr klukkan
tvö til að taka þátt í göngu og fundi kvennafrídagsins.
Morgunblaðið/Sverrir
Árni Magnússon félagsmálaráðherra tók að sér símsvörun eftir
að konur í hópi starfsmanna fóru í frí klukkan 14.08.
Með varalið ef mikið liggur við