Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 43
Fréttir
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður í
Borgartúni við Amokka kaffihús kl. 10–
14.30.
Blóðbankabíllinn verður á Bifröst og
Hvanneyri 26. okt. Bifröst kl. 10 – 13 og
Hvanneyri kl. 14 – 17.
Fundir
Aðalþjónustuskrifstofa Al–Anon | Al–
Anon kvennafundur í F.Í.H., Rauðagerði, kl.
20.
Grand Hótel Reykjavík | Aðalfundur Lög-
fræðingafélags Íslands verður 26. okt. kl.
20.30. M.a. liggur fyrir tillaga að breyttum
lögum félagsins. Nánari upplýsingar á
skrifstofu félagsins og á www.logfraed-
ingafelag.is. Að loknum aðalfundi verður
almennur félagsfundur þar sem dr. Páll
Hreinsson mun fjalla um doktorsritgerðir
og doktorsnám.
ITC–Harpa | ITC Harpa fundar kl 20, á
þriðju hæð í Borgartúni 22. Gestir vel-
komnir. Tölvupóstfang ITC Hörpu er
itcharpa@hotmail.com heimasíða
http://itcharpa.tripod.com Nánari uppl Eva
Jóhannsdóttir S:6617250.
Nordica Hótel | „Hvers mega fagmenn á
rafmagnssviði vænta?“ Morgunverðar-
fundur 28. október Tilefnið er nýr íslenskur
staðall, ÍST 200 Raflagnir bygginga. Stað-
allinn mun að stórum hluta leysa af hólmi
reglugerð um raforkuvirki sem fagmenn á
rafmagnssviði hafa notað um árabil. Nánar
á www.stadlar.is.
OA–samtökin | OA karladeild fundar á
Tjarnargötu 20, Gula húsinu, kl. 21–22. OA
(Overeaters Anonymous) er félagsskapur
karla og kvenna sem hittast til að finna
lausn á sameiginlegum vanda – hömlu-
lausu ofáti. www.oa.is.
Reykjavíkurdeild SÍBS | Aðalfundurinn
verður haldinn í dag, kl. 15, í Síðumúla 6,
fundarsal SÍBS.
Fyrirlestrar
Kennaraháskóli Íslands | Guðmundur B.
Kristmundsson dósent í íslensku við KHÍ
heldur fyrirlestur í Bratta, Kennaraháskóla
Íslands við Stakkahlíð 26. okt. kl. 16.15.
Fyrirlesturinn ber heitið: Söguaðferð – Leið
til að tengja ólíka menningarheima.
Raunvísindadeild HÍ | Hafrún Eva Arnar-
dóttir heldur fyrirlestur um verkefni sitt til
meistaraprófs í næringarfræði, kl. 12.20, í
stofu 158 í VR–II við Hjarðarhaga. Fyrir-
lesturinn nefnist: Mataræði og holdafar 9
og 15 ára Íslendinga. Verkefnið var hluti af
stærri rannsókn: Hreyfing, heilsufar og
mataræði.
Umhverfisstofnun | Fyrirlestur um „nýjar
reglur í merkingu matvæla“ verður haldinn
hjá Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut
24, á 5. hæð, kl. 15 – 16.
Þjóðminjasafn Íslands | Þórunn Guð-
mundsdóttir sagnfræðingur leitar svara
við því hvers vegna framfarir og aukin
þekking í heilbrigðismálum skilaði sér ekki
til allra landsmanna á átjándu öld. Þórunn
horfir einkum til stöðu ljósmæðra í landinu.
Fyrirlesturinn er í fundaröð Sagnfræðinga-
félags Íslands, Hvað eru framfarir? og fer
fram kl. 12–13.
Kynning
Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk-
lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum
15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá
10. nóvember til 10. desember eiga þess
kost að vinna utanlandsferð. Hægt er að
skrá sig til leiks: www.lydheilsustod.is.
Málþing
Rannís | Rannís stendur fyrir vísindakaffi
kl. 20, á Café Cultura í Alþjóðahúsinu,
Hverfisgötu 18. Aðgangur er ókeypis. Fríar
kaffiveitingar í sérmerktum vísindakaffi-
krúsum – sem eru áheyrendurm til eignar.
Kaffistjóri verður Davíð Þór Jónsson.
Námskeið
Háskóli Íslands | Námskeið Endurmennt-
unnar Háskóla Íslands og Vinafélags Ís-
lensku óperunnar fer fram í dag, og 1. nóv,
og 8. nóv; fyrirlestrar í húsnæði Endur-
menntunnar. Kennari er Gunnsteinn Ólafs-
son. Laugardaginn 12. nóv. er sýning í Ís-
lensku óperunni. Nánari upplýsingar á
www.endurmenntun.hi.is og www.opera.is.
Kópavogsdeild RKÍ | Námskeiðið Slys á
börnum verður 26. okt. kl. 19–22, í Hamra-
borg 11.
Ráðstefnur
OA–samtökin | Helgina 28.–30. október
verður haldin OA ráðstefna í Kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut 58, Reykjavík. Nán-
ari uppl. er að finna á heimasíðu samtak-
anna: www.oa.is.
Orkustofnun | Orkustofnun stendur fyrir
ráðstefnu um umhverfiskostnað 27. októ-
ber kl. 8.30–15. Aðgangur ókeypis en
skráning er nauðsynleg. Skráning á
www.os.is, eða í síma 5696000.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 43
DAGBÓK
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Kl. 9 jóga, baðstofa
og vinnustofa. Kl. 13 postulínsmáln-
ing hjá Sheenu.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa-
vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl.
9–16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl.
9.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi,
sund, vefnaður, línudans, boccia,
fótaaðgerð.
FEBÁ, Álftanesi | Sperrileggirnir
ganga saman, með eða án stafa,
þriðjudags– og fimmtudagsmorgna
frá kl. 10–11. Mæting fyrir framan
Bessann og molasopi þar eftir göngu.
Allir 60 ára og eldri velkomnir í hóp-
inn. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu,
sími 565 1831.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Síðustu forvöð að skrá sig í
ferð 4.–7. des. á vegum Emils Guð-
mundssonar og Félaga eldri borgara í
Kópavogi og Selfossi. Skráning og
nánari upplýsingar eru hjá félags-
miðstöðvunum. Einnig hjá Kolbeini
Inga s: 482 2002/ 697 8855 eða
Þráni s: 554 0999. Greiða þarf ferð-
ina fyrir 4. nóvember.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Skák í dag kl. 13. Framsögn kl. 16.30.
Félagsvist kl. 20. Miðvikudagur:
Göngu–Hrólfar ganga frá Stangarhyl
4, kl. 10. Árshátíð FEB verður haldin
4. nóv. n.k. í Akogessalnum við Sig-
tún, fjölbreytt dagsskrá. Skráning og
uppl. á skrifstofu FEB, sími 588 2111.
Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu-
starf fyrir alla kl. 16.20–18 í Ármúla-
skóla.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.45, karlaleikfimi kl.
13.15 í Mýri. Málun kl. 13 og trésmíði
kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Opið hús í safn-
aðarheimili á vegum kirkju kl. 13 og
æfing hjá Garðakórnum kl. 17. Les-
hringur bókasafnsins kl. 10.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar m.a glerskurður.
Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið.
Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi
Berg. Fim. 3. nóv. leikhúsferð í
Borgarleikhúsið„Lífsins tré“ skráning
hafin. Allar uppl.á staðnum og í síma
575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 glerskurður, al-
menn handavinna, kaffi, spjall, dag-
blöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl.
12 hádegismatur. Kl. 12.15 ferð í Bón-
us. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Myndmennt kl. 10. Leikfimi kl. 11.30.
Myndmennt kl. 13. Glerskurður kl. 13.
Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur hjá
Sigrúnu kl. 9–13. Boccia kl. 9.30–
10.30. Helgistund kl. 13.30 í umsjón
séra Ólafs Jóhannssonar. Námskeið í
myndlist kl. 13.30–16.30 hjá Ágústu.
Minnum á rabbfund FAAS kl. 14.30.
Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir
588 2320. Hársnyrting 517 3005.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og
venjulega. Gönuhlaup alla föstudaga
kl. 9.30. Út í bláinn alla laugardaga kl.
10. Fullkominn skilnaður 6. nóv. kl. 20.
Nánari upplýsingar í síma 568 3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Fræðslu-
fundur í Miðgarði á morgun kl. 10.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, kl.
9 smíði, kl. 9–16.30 opin vinnustofa,
kl. 9 opin hárgreiðlustofa á þriðjudög-
um og föstudögum. Sími 588 1288.
Kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 postulíns-
máling, kl. 14 leikfimi.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | Félagsfundur kl. 20.
Yfirskrift fundarins verður: Sjálfs-
bjargarheimilið: nýtt hús, nýir mögu-
leikar. Á fundinn mætir Tryggvi Frið-
jónsson, framkvæmdastjóri Sjálfs-
bjargarheimilisins, og talar um
framtíð þess.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30
handavinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl.
11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16
postulínsmálun. Kl. 13–16 bútasaum-
ur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45
kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, morgunstund kl. 9.30–10,
perlusaumur kl. 9–13, leikfimi kl. 10–11,
handmennt alm. kl. 13–16.30, félags-
vist kl. 14.
Kirkjustarf
Áskirkja | Opið hús milli 10–14. Jóla-
kortagerð og upplestur. Hádegisbæn
kl. 12 og létt máltíð á eftir.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta kl. 18.30.
Bústaðakirkja | T.T.T fundirnir eru á
þriðjudögum kl. 17 í safnaðarheimil-
inu. Sjá: www.kirkja.is.
Digraneskirkja | Kl. 11.15 Leikfimi
I.A.K. Kl. 12 Léttur málsverður. Helgi-
stund. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
samvera og kaffi. 10–12 ára starf
KFUM&K kl. 17–18.15 á neðri hæð.
Alfa námskeið kl 19.
Fella– og Hólakirkja | Opið hús eldri
borgara kl. 13–16. Ragnheiður Ýr
Grétarsdóttir, sjúkraþjálfari, fjallar
um heilbrigt lífsform og gildi hreyf-
ingar. Boðið er upp á kaffi og með-
læti. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur,
upplestur, íhugun og bæn.
Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli,
Vídalínskirkju, á þriðjudögum kl. 13 til
16. Við púttum, spilum vist og bridge.
Röbbum saman og njótum þess að
eiga samfélag við aðra. Kaffi og með-
læti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni
kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upp-
lýsingar í síma 895 0169.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir
eldri borgara, kl. 13.30–16. Helgi-
stund, handavinna, spil og spjall.
Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott
með kaffinu. TTT fyrir börn 10–12 ára
í Engjaskóla. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga í 8.-10. bekk kl. 20.
Grensáskirkja | Fyrirbænastund kl.
12.10. Hádegisverður í safnaðarheim-
ilinu á eftir. 6–9 ára starf KFUM-
&KFUK og Grensáskirkju kl. 15.30–
16.30 og 9–12 ára starf KFUM &
KFUK og Grensáskirkju kl. 17–18.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum.
Starf fyrir eldri borgara alla þriðju-
daga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi,
súpa, kaffi og spjall.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns
Árna Eyjólfssonar, héraðsprests.
Bæna– og kyrrðarstundir kl. 18.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1
kl. 19–22. www.gospel.is. www.alfa.is.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK
kl. 20 á Holtavegi. „Bænirnar í bæna-
bandinu“. Ragnheiður Sverrisdóttir,
djákni fjallar um efnið.
Laugarneskirkja | Kl. 17 KMS (14-20
ára), æft er í Félagshúsi KFUM & K
við Holtaveg. Kl. 20 Kvöldsöngur í
kirkjunni. Þorvaldur Halldórsson og
Gunnar Gunnarsson leiða söng ásamt
aðvífandi tónlistarfólki. Kl. 20.30 er
Trúfræðslutími og 12 sporahópar.
Óháði söfnuðurinn | Alfanámskeið I.
kl. 19–22.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
ÓPERARCTIC-HÓPURINN flutti
Hugstolinn á Grænlandi og Álands-
eyjum fyrir skemmstu. Sýningarnar
voru hluti af norrænni sýningarferð
sem hlaut styrk frá Norræna menn-
ingarsjóðnum í nóvember í fyrra.
Fyrsti viðkomustaður var Færeyjar
en þar var sýningin færð upp í
Norðurlandahúsinu. Á Grænlandi
var sýningin sett upp í Katuaq –
Menningarhúsi Grænlands í Nuuk í
samvinnu við NAPA – Nordens
institut i Grønland. Sýningin á
Álandseyjum var skipulögð í sam-
vinnu við Nordens institut på Åland
(NIPÅ) og flutt í Stadshuset í
Mariehamn.
„Svo sannarlega töfrandi sýning,“
segir Ulrika Lind í gagnrýni sinni í
dagblaðinu Nya Åland. „Hugstolinn
er sýning sem er afar áhrifamikil,
skapar forvitni um það landsvæði
sem hún fjallar um og gerir sitt til
að styrkja hin norrænu tengsl. Hún
lofar frammistöðu tónlistarfólksins,
smekklega og hugvitsama ljósa-
hönnunina og fegurðina í tónlistinni
og hljómnum sem samsettur er af
söng, sellói, píanói og glasaharmon-
ikku.“
Höfundur verksins er franski leik-
stjórinn Janick Moisan í samvinnu
við dramatúrginn Sophie Khan.
Flytjendur eru altsöngkonan, Marta
Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson
á selló og Daníel Þorsteinsson á
píanó. Leikmynd og búningar voru
hönnuð af Rannveigu Gissurardótt-
ur. Hönnun lýsingar var í höndum
Benedikts Axelssonar og Braga
Reynissonar. Kristín Mjöll Jakobs-
dóttir hefur annast verkefnisstjórn.
Í tengslum við ferðalagið vann
Stephane Labat, doktor í mannfræði
og sérfræðingur í shamanisma, að
gerð heimildarmyndar um sýn-
inguna og tilurð verksisns.
Hugstolinn var frumsýnd á
Listahátíð í Reykjavík 2004 í sam-
starfi við Leikfélag Reykjavíkur og
boðið að taka þátt tónlistarhátíðinni
Etoiles Polaires (Pólstjörnur) í des-
ember 2004 á vegumVooruit Kun-
stencentrum í Gent.
Ópera | Hugstolinn flutt á Grænlandi og Álandseyjum
„Töfrandi sýning“
Morgunblaðið/Sverrir
Úr Hugstolinn eftir Janick Moisan við tónlist norrænna tónskálda.
Á KÓRRÉTTUM rétthugsunar-
tímum eins og í dag kann sumum að
þykja fordómafullt og jafnvel lítils-
virðandi að kalla kristna norræna al-
þýðutónmennt „poppsálmalög“. Þó
veit ég ekki um
skárra nafn í bili.
Þaðan af síður
dettur mér í hug
að jafna meirip-
arti slíkra afurða
til höfuðdjásna
lútherskrar
sálmalagahefðar
er fyrir löngu
hafa staðizt tím-
ans tönn. Vafalít-
ið er eins farið um flesta klassískt
innstillta hlustendur – þó svo að öðr-
um þyki nútímagreinin e.t.v. svara
betur kalli tímans en norðurþýzk
arfleifð fyrri alda í skugga trúar-
bragðastríða. Er það sjálfsagt
sjónarmið út af fyrir sig.
En hvað sem öllu líður þá ætti
samt að verða ljóst við nánari sam-
anburð, að frá hreinu melódísku
gæðasjónarmiði séð kæmist sárafátt
af hljómdisksefni því sem heyra
mátti í Laugarneskirkju á dögunum
með tærnar þar sem gimsteinar 17.–
18. aldar hafa hælana. Var táknrænt
að eina þjóðlagið á dagskrá, hið ris-
tæra norska Ó vef mér vængjum
þínum [4/4: miso | do– mi– so– lafa |
miso do– ...] skyldi bera af sem gull
af eiri.
Ekki er svo að skilja að fátt annað
hafi verið áheyrilegt, því innan um
voru mörg snotur lög. En til að rífa
þau upp úr meðalmennsku hefði
sennilega þurft stjörnu á borð við
Sissel Kyrkjebø nú um daginn.
Laufey G. Geirlaugsdóttir söng að
vísu flest hreint og fallega, en radd-
beitingin var hins vegar of einsleit
til að gæða lögin þeim töfrum er til
þurfti. Takmörkuð hljóðnematækni
hennar bætti heldur ekki nógu vel
fyrir fyllingarleysi neðsta raddsviðs-
ins þótt batnaði talsvert þegar á
leið.
Hóflega djasslitaður leikur með-
spilenda var smekkvís og í góðu
jafnvægi við sönginn, og 20 manna
Kór Laugarneskirkju stóð sömuleið-
is vel skil á sínu. Var öllu dável tekið
af áheyrendum.
Sem gull
af eiri
TÓNLIST
Laugarneskirkja
Ýmis poppsálmlög eftir skandínavíska
höfunda. Laufey G. Geirlaugsdóttir ein-
söngur, Gunnar Gunnarsson píanó/
kórstjórn/útsetningar, Sigurður Flosason
S- & A-saxofónar, Jón Rafnsson kontra-
bassi, Rannveig Káradóttir flauta og Erik
Quick trommur ásamt Kór Laugarnes-
kirkju. Fimmtudaginn 13. október kl. 20.
Útgáfutónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Laufey G.
Geirlaugsdóttir
HVAR varst þú
24. okt. 1975
þegar íslensk-
ar konur tóku
sér frídag með
eftirminni-
legum hætti? Í
tilefni af 30
ára afmæli
kvennafrídags-
ins þann 24. október og í minningu
Vilborgar Harðardóttur gefur Bókaút-
gáfan Salka út bókina Já, ég þori, get
og vil. Hildur Hákonardóttir tók sam-
an. Í bókinni eru sagt frá aðdraganda
kvennafrídagsins í máli og myndum
og frá Villu og hinum stelpunum sem
gerðu daginn mögulegan. Hönnun
bókarinnar var í höndum Helgu Gerð-
ar Magnúsdóttur og er hún um margt
sérstök þar sem blandað er saman
efni úr dagblöðum, endurminningum
og teikningum eftir Hildi og fleiri lista-
menn auk myndasögu sem Hildur
gerði 1976 og byggist á frásögn Vil-
borgar.
Bókin var prentuð í Danmörku, hún
er 160 bls. og leiðbeinandi verð er
3.990 kr.
Kvennafrí
♦♦♦