Morgunblaðið - 25.10.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 25.10.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 39 FRÉTTIR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. Safamýri 28 - 32 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Álftamýri/ Safamýri vegna lóðanna Safamýri 30 og 32. Tillagan gerir ráð fyrir því m.a. að lóðirnar nr. 30, gæsluvallarlóð, og 32, leikskólalóð, verði sameinaðar, núverandi leikskólabygging verði rifin, gæsluvallarhús fjarlægt og nýr leikskóli reistur á sameinuðum lóðum. Innkeyrsla á bílastæði færist 3 metra til suðurs og nýtingar- hlutfall breytist úr 0,15 í 0,2. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Nauthólsvík - veitingaskáli Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nauthólsvík. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að byggingareitur breikkar um 1,5 metra til norð – vesturs, hæðartakmörkun innan sérreits á norð – vesturhluta byggingarreits hækkar úr 5 metrum í 6,15, verður þó áfram á einni hæð og stærð byggingar má vera allt að 350m2. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 25. október til og með 6. desem- ber 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemd- um við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 6. desember 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 25. október 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Tilkynningar Félagslíf  HLÍN 6005102519 IV/V  Hamar 6005102519 I  FJÖLNIR 6005102519 I I.O.O.F. Rb. 1  15510258- Konur í meirihluta í stjórn Bridsfélags Siglufjarðar Mánudaginn 3. október hóf Brids- félag Siglufjarðar vetrarstarfsemi sína með aðalfundi félagsins sem haldin var í húsnæði Skeljungs hf. en þar hefur félagið haft á leigu sal fyrir starfsemi félagsins á undan- förnum árum. Á aðalfundi félagsins gerðust þau merku tíðindi að kven- fólk skipar nú í fyrsta sinn meiri- hluta stjórnar, en fimm manna stjórn félagsins skipa nú þrjár konur og tveir karlar. Félagið var stofnað árið 1938 og er því 67 ára og má því segja að um merk tímamót sé að ræða í sögu félagsins. Sparisjóðsstjórinn Ólafur Jónsson sem kosinn var formaður er því í for- svari tímamótastjórnar. Auk for- mans skipa neðangreindir stjórn fé- lagsins. Þorsteinn Jóhannsson varafor- maður. Anna Lára Hertervig ritari. Ólöf Ingimundardóttir gjaldkeri. Kristín Bogadóttir fjölmiðla- fulltrúi. Mánudaginn 10. október var spil- aður léttur upphitunar tvímenning- ur, þar sem úrslit urðu þessi. Hreinn Magnúss. – Friðfinnur Haukss. 135 Anton Sigurbjss. – Bogi Sigurbjss. 121 Haraldur Árnas. – Hinrik Aðalsteinss. 118 Mánudaginn 17. október var síðan aftur léttur tvímenningur, úrslit urðu þessi: Anton – Bogi 143 Hreinn – Friðfinnur 135 Birgir – Þorsteinn 134 Hreinn, Friðfinnur, Anton og Bogi eru sveitarfélagar og virðist byrjunin hjá þeim benda til þess að einhverjir verði að passa sig þegar sveitakeppnin hefst. Bridskennsla í Siglufirði Nýja stjórnin hefur ekki setið auðum höndum síðan hún tók til starfa. Í samvinnu við Bridsskólann í Reykjavík (Guðmundur Páll Arn- arson) hefur félagið ákveðið að standa fyrir námskeiði í brids á Siglufirði með sama sniði og nám- skeiðin sem Bridsskólinn heldur í Reykjavík. Kennsluefnið á námskeiðum skól- ans hefur verið mótað í ljósi áratuga reynslu Guðmundar, með það fyrir augum að gera viðfangsefnið einfalt og skemmtilegt. Já, nú gefst Sigl- firðingum kjörið tækifæri til þess að læra brids. Námskeiðið, sem er ókeypis, er í boði Bridsfélags Siglu- fjarðar og stendur yfir í 10 kvöld. Kennt verður á miðvikudagskvöld- um kl. 20–23. Siglfirskt spilaáhugafólk er því hvatt til að láta skrá sig á námskeið- ið og mæta 26. október nk. í Shell- salinn. Það er meiriháttar gaman að spila góðan brids. Íslandsmót (h)eldri og yngri spilara í tvímenningi Íslandsmót (h)eldri og yngri spil- ara í tvímenningi verður haldið helgina 29.–30. október næstkom- andi í húsnæði Bridssambands Ís- lands í Síðumúla 37, 3. hæð. Spilaður er barómeter tvímenningur og spil- að er um gullstig. Keppnisgjald er ekkert fyrir yngri spilarana en 6.000 kr. á parið hjá (h)eldri spilurunum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ, sími 587 9360 og þar er tekið við skráningu, en einnig á heimasíðu BSÍ. Keppnisstjóri verð- ur Heiðar Sigurjónsson. Spila- mennska hefst stundvíslega klukkan 11 báða dagana. Spilamennsku verð- ur lokið á milli 18–19 á laugardag og á milli 15–16 á sunnudaginn. Bridsdeild Breiðfirðinga Síðasta spilakvöld hjá okkur var 16. okt. sl. og var að venju spilaður tvímenningur. Lokastaða efstu para í N/S: Sveinn Kristinss. – Haukur Guðbjartss. 253 Kristín Andrews – Ólöf Ingvarsd. 242 Gaðrar V. Jónss. – Guttormur Vik 223 Austur/vestur: Lilja Kristjánsdóttir – Sigfús Skúlason 253 Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinsson 236 Gísli Gunnlaugsson – Dúfa Ólafsd. 226 Bridsfélagið Muninn og Bridsfélag Suðurnesja Þá er lokið þriggja kvölda haustvímenningi bridgefélaganna suður með sjó. Sigurvegarar mótsins urðu Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævars- son með 60,40% skor. Kristján Örn Kristjánsson og Valur Símonar í öðru sæti með 54,92% og í þriðja sæti urðu Gunnar Guðbjörnsson og Kjartan Sævarsson með 53,64%. Úrslit síðasta spilakvöldsins voru eftirfarandi: Jón Gíslason-Ævar Jónsson 194 Gunnar Guðbjss.-Kjartan Sævarsson 187 Arnór Ragnarsson-Svala Pálsdóttir 182 Meðalskor var 165. Næsta mót sem er barómeter-tví- menningur þriggja kvölda hefst mið- vikudaginn 26. okt. kl. 19.30 í húsi bridgefélaganna á Mánagrund í Reykjanesbæ. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Eykt leiðir deildakeppnina Fyrri hluti bikarkeppninnar var spiluð um helgina. Spilað er í þremur átta sveita deildum, fyrstu, annarri og þriðju deild sem er öllum opin. Deildameistararnir frá í fyrra, sveit Eyktar, eru efstir í fyrstu deildinni eftir fyrri hlutann með 135 stig. Sveitarforinginn, Jón Baldurs- son, var reyndar fjarri góðu gamni en dátarnir skiluðu sínu og stefna á sigur. Sveit Vinabæjar er í öðru sæti með 124 og sveitin Landmannahellir, sem á ævintýralegan hátt hélt sæti sínu í deildinni í fyrra, hefur komið á óvart og leiddi mótið um tíma, er í þriðja sæti með 118 stig. Í annarri deild leiða Reykjavíkur- meistarar fyrra árs, sveit Garða og véla, með 150 stig. Sveit Suðurnesja- manna er önnur með 127 stig eftir af- leita byrjun, en þeir voru neðstir eft- ir þrjár umferðir. Sveit Allianz er svo í þriðja sæti með 113 stig. Í þriðju deild leiðir Straumur með 132 stig. Sveit Dennu er í öðru sæti með 123 og Úlfurinn er í þriðja sæti með 122. Nú verður gert hlé á keppninni fram í fyrstu helgi nóvembermánað- ar, en þá verður sama dagskrá, þ.e. 7 umferðir með 14 spila leikjum. Keppnisstjóri í deildakeppninni er Björgvin Már Kristinsson. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Svipmynd frá deildakeppninni í brids en fyrri hluti keppninnar fór fram um helgina. FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Og Vodafone og Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra hafa gert samning um gjöf á farsímum til allra nemenda í 4. til 10. bekk á táknmálssviði Hlíðaskóla en farsímar skipta þá sem hafa táknmál sem sitt fyrsta tungumál sívaxandi máli í samskiptum við aðra. Heyrnarlausir og heyrnarskertir nota SMS-skilaboð talsvert til að miðla upplýsingum sín á milli og til annarra og því hafa farsímar opnað þeim nýj- an heim þegar kemur að samskiptum. Nemendurnir fá þar að auki mánaðarlega skafkort sem gerir þeim mögulegt að senda þrjátíu smá- og margmiðlunarskilaboð á dag án endur- gjalds en hverju korti fylgir jafnframt 1.990 króna inneign. Um 250 hafa táknmál sem fyrsta tungumál hér á landi og þar af eru um 30 börn, en undanfarin ár hafa að meðaltali fæðst um tvö heyrnarlaus börn á ári hverju. Og Vodafone gefur heyrn- ardaufum börnum farsíma Morgunblaðið/Ásdís Björn Víglundsson frá Og Vodafone afhendir heyrnardaufum börnum í Vesturhlíðarskóla síma en á bak við hann stendur Hjörtur H. Jónsson, for- maður Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra. VÍSINDADAGUR Rannsókna- stofu Háskóla Íslands og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ), verður haldinn föstudag 28. október, í Salnum í Kópavogi undir yfir- skriftinni Minnismóttakan í 10 ár. Á dagskrá verða erindi fyrir alla sem koma að málefnum og umönn- un aldraðra. Setning, Pálmi V. Jónsson sviðs- stjóri, formaður stjórnar RHLÖ. Erindi halda: Jón Snædal yfir- læknir, Hanna Lára Steinsson fé- lagsráðgjafi, Guðlaug Guðmund- sóttir hjúkrunarfræðingur, Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi, María K. Jónsdóttir taugasálfræð- ingur og Björn Einarsson læknir. Fundarstjóri er Ólafur Sam- úelsson formaður fræðslunefndar RHLÖ. Skráning fer fram á netinu halldbj@landspitali.is og er loka- dagur skráningar í dag, 25. októ- ber. Þátttökugjald er 2.000 kr. Vísindadag- ur Rann- sóknastofu í öldrunar- fræðum Dagskrá: 1. Ákvörðun um aðferð við skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnakosningarnar 2006. 2. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fjallar um bæjarmál. 3. Önnur mál. F.h. stjórnar, Viktor B. Kjartansson, formaður Fulltrúaráðsins. Fundur í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ verður haldinn 1. nóvember 2005 í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.