Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kjartan JónasSigurbjörn Guð-
mundsson fæddist á
Mosvöllum í Bjarn-
ardal í Önundar-
firði 7. september
1918. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
18. október síðast-
liðinn. Móðir hans
var Sólveig Sigurð-
ardóttir frá Súg-
andafirði. Faðir
Kjartans var Guð-
mundur Einarsson
Hjálmarsson frá Selabóli í Ön-
undarfirði. Systkini hans voru
sveinbarn, fætt 30. nóvember
1919, dáið sama dag, Guðbjörg
Sigríður, f. 1921, Hjálmar Krist-
ján Guðjón, f. 1922, Hallbjörg
Sigurveig, f. 1925, Guðmundur
Ólafur, f. 1927, og hálfsystir
Kjartans var Jarþrúður Sigurrós
Guðbjörg, f. 1913, móðir hennar
var Fríða Bjarna-
dóttir. Systkinin
eru nú öll látin.
Eiginkona Kjart-
ans var Elín Stef-
ánsdóttir frá Sval-
barði á
Svalbarðsströnd í
Eyjafirði, f. 12.
september 1906, d.
9. október 1996.
Þau bjuggu í fyrstu
á Svalbarði en
fluttu til Akureyrar
þar sem þau bjuggu
síðan. Þeim varð
ekki barna auðið en ólu upp tvö
fósturbörn um tíma, Helgu og
Þórð Gunnarsbörn.
Kjartan var fyrst bóndi en
starfaði síðan hjá Sútunarverk-
smiðju Sambandsins á Akureyri
allt til starfsloka.
Útför Kjartans verður gerð frá
Akureyrarkirkja í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Í dag, þriðjudaginn 25. október,
verður Kjartan Guðmundsson, fyrr-
verandi bóndi á Svalbarði á Sval-
barðsströnd, borinn til grafar frá
Akureyrarkirkju.
Það er sjálfsagt ekkert óeðlilegt
við það, að það skuli birtast manni
ýmsar myndir frá æskuárum þegar
maður horfir á eftir sínum nánustu
úr þessum heimi.
Kjartan var að vísu ekkert skyld-
ur mér, en engu að síður ólumst við
systkinin upp hjá þeim Elínu á Sval-
barði.
Ég kem þegar ég er tveggja ára
og Þórður bróðir minn fjögurra ára
gamall. Bæði vorum við vel fram yf-
ir fermingu hjá þeim.
Kjartan fóstri minn var mikill
mannkostamaður, mikill og góður
vinur vina sinna, og eru þeir ófáir
sem hafa notið örlætis hans þegar í
harðbakka hefur slegið og einhver
hefur átt um sárt að binda. Í þeim
efnum voru þau mjög samstiga
hjónin.
Þær myndir sem birtast mér
núna eru t.d. hvað var gott að kúra
fyrir framan fóstra eftir hádegis-
matinn og tíkin Pettý lá fyrir ofan
okkur, það féll að vísu ekki alltaf í
kramið hjá þeim sem þurftu að
þrífa, því oft hef ég sjálfsagt verið í
skónum og tíkin að fara úr hár-
unum.
Honum var mikið í mun að ég
lærði að meta landið okkar. Hann
var ólatur við að reyna að troða í
mig landafræði, skildi ekkert í því
hvað ég var treg á þeim sviðum, og
vildi heldur sitja á traktornum.
Einn var sá leikur okkar að hann
átti að borga mér 5–10 kr. ef ég
gæti þagað í 10 mínútur. Öllu jöfnu
þurfti hann ekki að borga neitt, því
ég sprakk með því að spyrja hvort
tíminn væri ekki búinn. Á þetta
minnti hann mig núna rétt fyrir
andlátið, eins og svo margt sem við
brölluðum saman, því hugurinn og
minnið hélt sér alveg fram á síðustu
stundu.
Einu skiptin sem maður sá Kjart-
an skipta reglulega skapi, var ef
hann sá einhvern sem fór ekki
nægilega vel að skepnum, þá reidd-
ist minn maður, þá var ekki gott að
vera nálægt.
Elsku fóstri minn, megi algóður
Guð vera með þér í þeirri vist sem
þú ert nú kominn í.
Ég efast ekki um að Ella okkar
tekur vel á móti þér.
Við Þórður bróðir þökkum þér
fyrir allt.
Þín
Helga Gunnarsdóttir.
Elsku Kjartan.
Fyrir tveimur árum, þegar þú
varst hér hjá okkur á Flateyri,
tókstu loforð af mér að ég myndi
skrifa minningargrein um þig þegar
þú féllir frá. Þú varst ljúfur og góð-
ur og öllum þótti okkur vænt um
þig. Margrét Alda var ekki há í loft-
inu þegar þú fórst að kalla hana
ráðskonuna þína og oftar en ekki
fannst þér að við ættum öll að flytja
til Akureyrar svo við gætum verið
nær þér og á Akureyri væri allt svo
fallegt og gott. Ég man þegar þú
komst fljúgandi í seinasta sinn hing-
að vestur, en þá þurftir þú að skipta
um flugvél í Reykjavík til að komast
á Ísafjörð og gekk það nú ekkert
allt of vel með farangurinn þinn og
fleira. Þú hést því þá að þú myndir
aldrei fljúga hingað aftur og stóðst
við það. En við vorum ekki sátt við
að fá þig ekki oftar til okkar og
ákváðum því eitt árið að ná í þig.
Mikið varstu glaður þegar ég
hringdi og sagði þér að við Pétur
ætluðum að keyra norður og ná í
þig og keyra svo aftur með þig til
baka eftir nokkurra daga stopp hér
á Flateyri. Það var gaman að sjá
hvað þú naust þess að rifja upp
minningar þínar úr æsku þinni, þeg-
ar við Pétur keyrðum með þig hér
um Önundarfjörðinn.
Hjá mömmu þótti þér alltaf gott
að vera en hafðir orð á því hvað þú
þyngdist alltaf mikið hjá henni og
sagðir oft „nú er ég orðinn allt of
feitur“.
Kjartan minn, það eru margar
góðar minningar sem ég á um þig
og mun geyma vel. Við töluðum oft
saman í síma og nokkrum sinnum
eftir að hún Sif mín dó. Þá ráðlagðir
þú mér oft að fara til miðils því það
myndi gera mér svo gott. Þú varst
nefnilega alltaf að hugsa um hvern-
ig aðrir hefðu það og vildir að öllum
liði vel.
Elsku Kjartan, þú varst orðinn
veikur og mér skilst alltaf jafn ró-
legur og yfirvegaður þrátt fyrir það.
Ég trúi því að nú líði þér ekki illa og
sért kominn í englahópinn. Megir
þú hvíla í friði og blessuð sé minn-
ing þín.
Gróa G. Haraldsdóttir.
KJARTAN
GUÐMUNDSSON
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í
Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fædd-
ist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks
hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana
á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og dóttir
GUÐRÚN FANNEY ÓSKARSDÓTTIR
kennari,
Rauðagerði 65,
Reykjavík,
sem andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi sunnudaginn 16. október, verður jarðsungin
frá Seljakirkju miðvikudaginn 26. október kl. 13.00.
Þráinn Sigurbjörnsson,
Karl Óskar Þráinsson, Íris Ingvarsdóttir,
Gunnar Már Þráinsson, Jóhanna Hauksdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir.
Minningarathöfn um ástkæra móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRU STEINUNNI STEFÁNSDÓTTUR
frá Keldunesi, Kelduhverfi,
síðast til heimilis
í Lönguhlíð 3, Reykjavík,
verður í Háteigskirkju miðvikudaginn 26. október
kl. 15.00.
Jarðarförin fer fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi laugardaginn 29. októ-
ber kl. 13.00.
Logi Helgason,
Kristín Helgadóttir, Erlendur Hauksson,
Oktavía Stefanía Helgadóttir, Bergþór Engilbertsson,
Bryndís Helgadóttir,
Jón Tryggvi Helgason, Hrönn Ísleifsdóttir,
Helgi Þór Helgason, Soffía Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR BJARNASONAR
vélstjóra,
Háaleitisbraut 79,
Reykjavík.
María Jónsdóttir,
Jón E.B. Guðmundsson,
Stefán Ó. Guðmundsson, Svanhvít Jónasdóttir,
Larissa Jónsdóttir,
María Stefánsdóttir, Hákon Stefánsson,
Elísabet Stefánsdóttir,
Fanney, Anna Elísabet
og Stefán Orri, langafabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa.
SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR
húsasmíðameistara,
Hrannarbyggð 19,
Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á dvalar-
heimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði.
Lilja Ólafsdóttir,
Tómas Sigurðsson, Rut Friðfinnsdóttir,
Kristján Sigurðsson,
Randver Sigurðsson, Helga Sveinbjörnsdóttir,
Lilja Ólöf Sigurðardóttir, Agnar Helgi Arnarson,
Ólafur Sigurðsson,
Jón Hjörtur Sigursson, Sigríður Ingimundardóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS HALLDÓRSSONAR,
Nesvegi 49,
Reykjavík.
Dætur, tengdasynir,
barnabörn og langafabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi.
EINAR PÉTURSSON
rafvirkjameistari,
Laufbrekku 14,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 28. október kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameins-
félagsins
Sigrún Sesselja Bárðardóttir,
Anna Stefanía Einarsdóttir, Jónas Þór,
Örn Sigurgeir Einarsson, Jóna R. Stígsdóttir,
Valgerður Einarsdóttir, Guðni Friðriksson,
Þórey Einarsdóttir, Hreiðar Þórðarson,
Ingibjörg Einarsdóttir, Hafsteinn Ingólfsson,
Helga Guðlaug Einarsdóttir, Bergþór Morthens,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og sonur,
KRISTINN ÓSKAR MAGNÚSSON
framkvæmdastjóri
Fráveitu Hafnarfjarðar,
Hjallabraut 43,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 23. október.
Jarðsett verður frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl 15.00.
Margrét B. Eiríksdóttir,
Berglind M. Kristinsdóttir, Ólafur K. Eyjólfsson,
Katrín J. Kristinsdóttir, Birgir Sólveigarson,
Sigríður Ólafía Ragnarsdóttir,
Guðrún Sveinsdóttir.