Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteignasali LAUS FLJÓTLEGA! HRÍSATEIGUR, 105 RVÍK - 4RA HERB. M/SÉRINNGANGI - VERÐ 16,9 MILLJ. Mikið endurnýjuð 82,4 fm íbúð á jarðhæð/kjallara. Þrjú svefnherb., stofa, eldhús, baðherb. og saml. þvottahús. Parket og flísar á gólfi. Eignin er staðsett í grónu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, þ.m.t sundlaug og skóla. Hrafnhildur Bridde, s. 821 4400. LAUS! EGILSGATA, 101 RVÍK - 3JA HERB. Á JARÐHÆÐ - VERÐ 16,9 MILLJ. Nýuppgerð og rúmgóð íbúð á jarðhæð á þessum frábæra stað. Íbúðin er 71,1 fm og skiptist í tvær samliggjandi stofur, svefnherb., hol og baðherb. m/sturtu. Sérhiti og -rafmagn. Sérbílastæði á baklóð. Stutt er í skóla, sundlaug, heilsugæslu, Landspítalann og verslun. Hrafnhildur Bridde, s. 821 4400. LAUST! SUÐURGATA, 101 RVK - EINBÝLISHÚS M/BÍLSKÚR Um er að ræða ca 235 fm einbýlishús, sem er á tveimur hæðum og kjallara. Bílskúr. 6 svefnherb. og tvær stofur. Glæsilegur garður. Sjón er sögu ríkari! Kristinn R. Kjartansson, s. 820 0762. HÆÐARGARÐUR, 108 RVÍK - VERÐ 15,3 MILLJ. Mjög góð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi. Íbúðin er með góðu svefnherbergi, stofu, baðherbergi með sturtu og fínu eldhúsi. Stutt er í alla þjónustu. Góður garður. Íbúðin getur verið laus með stuttum fyrirvara! Kristinn R. Kjartansson, s. 820 0762. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali, sími 821 4400 Mánalind 4 - Glæsieign 564 6464 Síðumúla 24 • 108 Reykjavík hof@hofid.is • www.hofid.is Guðm. Björn Steinþórsson lögg. fasteignasali Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala Glæsilegt 237 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Skiptist í stórar stofur, stórt eldhús, fjögur svefnherb. baðherbergi og gestasnyrtingu Glæsilegar sér- smíðar innréttingar og vönduð gólfefni. Suðursvalir og 120 fm sólpallur með góðri skjólgirðingu út af efri hæðinni. Verð 59,8 millj. Hraunbær 84 - Aukaherbergi Hvassaleiti 14 - Laus Mjög góð 4ra herbergja íbúð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er opin og björt með 2 til 3 svefnherbergjum. Eldhús er opið fram í hol og baðherbergi flísalagt með þvottaaðstöðu. Stofa björt og falleg með vestursvölum. Sérgervihnattardiskur fylgir. Íbúðin er laus. Verð 19 millj. Mjög góð 118 fm endaíbúð í nýlega viðgerðu húsi með aukaherbergi í kjallara. Hol og stofa með ljósum flísum á gólfi, rúmgott eldhús með upphafl. innr. Íbúðin er innréttuð með þremur svefnherbergjum en þau gætu verið fjögur, auk íbúðarherbergis í kjallara. Góðar suðursvalir. Fallegur verðlaunagarður í suður. Íbúðin er laus. Verð 19,8 millj. ÚT er komin bókin Hallormsstaður í Skógum eftir Hjörleif Guttormsson og Sigurð Blöndal ásamt sjö meðhöfundum sem lögðu efni til ritsins. Í bókinni er leitast við að draga saman og miðla fróðleik um náttúru og sögu þessa merka staðar og þjóðskógar sem nú hefur notið friðunar að heita má í heila öld. Hjörleifur, sem ritstýrði verkinu auk þess að vera annar aðalhöfundur þess, segist vona að bókin þyki fróðleg og einnig skemmtileg á köflum. „Í upphafi bókarinnar er að finna náttúrufars- legt yfirlit um Hallormsstaðarland og Skóga, en lengst af var staðurinn nefndur Hallormsstaður í Skógum, sem er einnig heiti bókarinnar,“ segir Hjörleifur. „Landlýsingin nær frá Vallaneshálsi inn í Hornbrynju, rakin er rannsóknasaga í tengslum við áhrif friðunar og skógrækt og saga skógræktarstarfsins síðustu hundrað árin. Þar er Sigurður Blöndal á heimavelli. Þá er sögð saga staðarins eins langt aftur og rýnt verður og fram um miðja 20. öld. Jarðfræðikafli er og í bókinni, en ég beitti mér fyrir jarðfræðirannsóknum á svæð- inu með ritið í huga, því að þarna var tilfinnanleg eyða. Dr. Haukur Jóhannesson vann það verk og er einn meðhöfunda ritsins. Sama á við um forn- leifaskráningu sem Guðný Zoëga annaðist og feng- um við styrk frá Fornleifasjóði í því skyni. Saga Hússtjórnarskólans og Hallormsstaðarskóla er rakin, ritað um svæðið sem ferðamannastað og sögulegar Atlavíkursamkomur svo og um Hall- ormsstaðarskóg sem uppsprettu skáldskapar og lista.“ Skrifa þarf um merka staði Hjörleifur fæddist árið 1935 á Hallormsstað og var faðir hans, Guttormur Pálsson, skipaður skóg- arvörður þar árið 1909. Hann skrifaði eina heild- stæða ritið sem áður hefur komið út um staðinn og heitir það Hallormsstaður og Hallormsstað- arskógur og var 25 ára afmælisrit frá upphafi skógræktarinnar, gefið út árið 1931. Hjörleifur segir nýjar og forvitnilegar jarð- fræðiupplýsingar vera í bókinni, ásamt merkum fornleifaþáttum. „Allar bækur af þessum toga þurfa að sameina það tvennt, að hafa þýðingu sem upplýsingarit fyrir nútíð og framtíð, en vera fólki einnig til ánægjuauka. Enn vantar tilfinnanlega rit um marga merka staði, sæmilega heildstæða frá- sögn bæði um náttúru og sögu. Það er eftirspurn eftir fróðleik um sögustaði og náttúruperlur og þá er undirstöðuatriði að skyggnst sé aftur í tímann og leidd fram vitneskja um það helsta sem náttúr- an hefur að geyma. Þetta var haft að leiðarljósi í aðdraganda þessa rits. Þar lögðu margir hönd á plóg.“ Auk þeirra Hauks Jóhannessonar og Guðnýjar Zoëga eru meðhöfundar að bókinni þau Gunnar Guttormsson, Loftur Guttormsson, Sif Vígþórs- dóttir, Sigrún Hrafnsdóttir og Þór Þorfinnsson. Hallormsstaður í Skógum er 351 bls. með við- aukum og skrám. Bókina prýða fjölmargar myndir úr ýmsum áttum, auk margra uppdrátta sem Guð- mundur Ó. Ingvarsson hefur séð um. Edda-útgáfa (Mál og menning) gefur út og var Ólöf Eldjárn helsti tengiliður við forlagið. Á döfinni í ritsmíðum Hjörleifur segist fátt eitt vilja segja um hvar hann beri næst niður í ritsmíðum. „Ég er með eitt rit sem er samningsbundið og mun fjalla um ut- anvert Hérað ásamt Borgarfjarðarsvæðinu. Það lítur væntanlega dagsins ljós innan þriggja ára sem árbók Ferðafélags Íslands. Það er margt sem kallar þar fyrir utan, en skynsamlegast væri lík- lega að kasta mæðinni um stund.“ Náttúra og saga höfuðbóls og þjóðskógar Hallormsstaður í Skógum Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hallormsstaður Teikningin sýnir húsakost á Hallormsstað um miðja 19. öld. Kirkju á Hallormsstað getur fyrst í heimildum frá um 1200. Torfkirkja stóð til 1869, en þá var byggð timburkirkja sem rifin var 1895. Síðan þá hefur ekki verið kirkja á staðnum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skyggnst um Hjörleifur Guttormsson við gamla kirkjugarðinn á Hallormsstað. „ÞETTA er eina altæka ritið um Hallormsstað sem til er og okkur þótti tímabært að setja það saman,“ segir Sigurður Blöndal, fv. skóg- arvörður í Hall- ormsstað, skóg- ræktarstjóri Skógræktar ríkisins í yfir áratug og annar aðalhöfundur Hallormsstaðar í Skógum. Hann segir ritið yfirgrips- mikið og miðað hafi verið við að það kæmi út samhliða aldarfriðun skóg- arins. „Ég vil sjá skóginn stækka og blómgast, fyrst og fremst upp til fjalls, sem var algjörlega skóglaust þegar ég man eftir,“ svarar Sigurður spurningu um hvers hann óski skóg- inum til handa í framtíðinni. „Nú er skógurinn að ná upp að girðingu og ég vil gjarnan sjá það svæði fyllast al- veg og að skógurinn færist eins langt upp eftir og hann getur hér lengra út frá. Ég vil jafnframt að þær erlendu trjátegundir sem hafa verið gróð- ursettar í Hallormsstaðarskógi og er meira af þar en annars staðar á Ís- landi dafni vel. Ég vil t.d. sjá ein- hverjar þeirra ná 30 metra markinu, þær eru ekki komnar nema í 22 til 23 metra eins og er, en þegar ég byrjaði að vinna í skógræktinni 1952 lét ég það í ljósi einhvers staðar að trén myndu kannski geta orðið 15 metra há. Mér hefur orðið meira en að ósk minni með það eins og fleira.“ Aldarfriðun Hallormsstaður að hausti. Sigurður Blöndal AUSTURLAND Egilsstaðir | Ellert Grétarsson opn- aði um helgina myndlistarsýningu í Níunni á Egilsstöðum. Þar sýnir hann á þriðja tug ljósmynda og staf- rænna verka og eru þau öll til sölu. Ellert, sem er Húsvíkingur, hefur unnið í prentiðnaði og verið mik- ilvirkur ljósmyndari, bæði á vett- vangi fjölmiðla og myndlistar, auk þess að kenna stafræna ljósmyndun og myndvinnslu. Ellert rekur vef- galleríið Gallerí Elg (www.eld- horn.is/elg) og sýnir þar verk sín. Mynd úr Gallerí Elg prýddi m.a. listatímaritið Art Business News í fyrra. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sýnir á Egilsstöðum Ellert Grét- arsson opnaði myndlistarsýningu í Níunni um helgina. Ellert sýnir í Marco

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.