Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 11 KVENNAFRÍDAGURINN BARÁTTUANDINN skein úr andliti fólks á Ingólfs- torgi og bersýnilegt var að samstaða og áhrifamáttur kvenna var þeim ofarlega í huga. Þrátt fyrir að færri hefðu komist að en vildu á Ingólfstorgi var gleðin í fyrirrúmi meðal gesta útifundarins, sem dreifðist um stóran hluta miðbæjarins. Margrét Hansen og Alda Magnúsdóttir eru tvær þeirra sem lögðu leið sína á Ingólfstorg, þær sögðust afskaplega ánægðar með að fá að taka þátt í þessu stóra verkefni kvennahreyfingarinnar, ekki síst í ljósi þess að þær hafi staðið í sömu sporum fyrir þrjátíu árum. „Ég læt mig ekki vanta núna frekar en þá og það er afskaplega ánægjulegt að sjá hversu mikið af fólki er hingað saman komið til að taka þátt,“ sagði Margrét og dásamaði veðrið sem lék við hátíðargesti. Hún sagðist þó ekki hafa tekið þátt í göngunni frá upphafi á Skólavörðuholti en gengið til liðs við hana á miðri leið. Margrét sagðist þó hafa gengið nóg „Já, ég þurfti að ganga afskaplega langt til að fá bílastæði.“ Skref í áttina að jafnræði Mörg fyrirtæki tóku vel í kvennafrídaginn og gáfu starfsfólki sínu frí, eftir hádegi eða klukkan 14:08. Rakel Kristjánsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Símanum, er ein þeirra sem gengu út af vinnustað sínum á slag- inu 14:08. Hún tók þátt í göngunni frá Skólavörðu- holti og leist vel á hvernig dagurinn tókst til. Rakel sagðist viss um að þetta stór fjöldasamkoma myndi áorka einhverju og væri skref í áttina að jafn- ræði kynjanna. Ef eitthvað þá væri kvennafrídag- urinn ágætis byrjun í átt að frekari aðgerðum og hugafarsbreytingu sem koma myndi öllum til góða þegar til lengri tíma er litið. Of lítið gerst á þrjátíu árum Það var ekki aðeins starfsólk fyrirtækja sem tók sér frí til að berjast fyrir bættum réttindum. Linda Rán Úlfsdóttir er heimavinnandi og hún sagðist hafa hætt öllum húsverkum klukkan tvö og skundað af stað í bæinn ásamt dóttur sinni, Unni Friðriksdóttur, og móður, Unni Karlsdóttur. „Mér líst rosalega vel á þetta og eflaust mun þetta laga stöðu okkar kvenna, ég vona það alla vega,“ sagði Linda. Móðir hennar tók í sama streng en hún tók þátt í göngunni fyrir þrjátíu árum og sagðist merkja sömu samstöðu milli kvenna í dag og þá. „En allt of lítið hefur komist í verk á þeim þrjátíu árum sem liðin eru og vonandi að horfi til betri vegar nú, ef ekki fyrir mig þá fyrir hana,“ sagði Unnur og benti á nöfnu sína. Aðspurð um meginmuninn á útifundinum nú og fyrir þrjátíu árum sagði Unnur: „Ja, ég er alla- vega þrjátíu árum eldri.“ Hugarfarsbreytingar þörf „Veðurguðirnir eru heldur betur með okkur og í til- efni dagsins verðum við að vera bjartsýnar,“ sagði Ásgerður Bergsdóttir sem var með son sinn Sölva Högnason með í för. Hún gladdist yfir mannfjöld- anum en sagði Sölva heldur graman yfir öllu saman. „Það er ljóst að til þess að ná árangri þarf hug- arfarsbreytingu hjá þjóðinni, líka hjá körlum í stjórn- unarstöðum,“ sagði Ásgerður aðspurð um áhrif úti- fundarins en hún taldi fullvíst að svo fjölmenn kröfuganga ætti að geta velt steinum. „Svona úti- fundir geta breytt miklu og vekja fólk alltaf til um- hugsunar.“ Heimtum jafnrétti Bryndís Ósk Pálsdóttir, leikskólakennari, ferðaðist frá Keflavík til að styðja málefnið. Hún, eins og starfskonur hennar, hætti störfum á leikskólanum Garðaseli á slaginu 14:08 og sagðist kominn í miðbæ- inn til að heimta jafnrétti. „Við viljum auðvitað hærri laun og með því staðfestingu á mikilvægi okkar í starfi. Þetta er ein leið til að fá áheyrn því við höfum nóg að segja.“ Mikilvægt að berjast áfram Margt hefur breyst á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá því að kvennafrídagurinn var haldinn, stærsti munurinn að mati Maríu Kristmanns er sá að nú sé víða lokað í fyrirtækjum og konum gefið frí en fyrir þrjátíu árum þurftu konur að ganga út af vinnustöð- unum til að heimta bætt kaup og kjör. Umburð- arlyndið sé talsvert meira í dag og þá finnst henni greinilega meira um karlmenn sem styðja baráttu kvenþjóðarinnar í dag. „Ég held að karlmönnum fyrir þrjátíu árum hafi fundist þessi dagur svolítil ógnun við þá og greinilegt að hugarfarið hefur breyst, sem betur fer,“ sagði María og benti á mikilvægi þess að kvenmenn haldi áfram að berjast og láti ekki deigan síga, þá fari að bera á árangri. Unnur Karlsdóttir, Linda Rán Úlfsdóttir og Unnur Frið- riksdóttir tóku þátt í útifundinum á Ingólfstorgi og létu þrengslin við torgið ekkert á sig frá. Morgunblaðið/Golli María Kristmanns sagði greinilegt að meira væri um karl- menn í miðbænum nú en fyrir þrjátíu árum og greinilegt að hugarfar þeirra hefði breyst í áranna rás. Bryndís Ósk Pálsdóttir keyrði af Suðurnesjum til að berj- ast fyrir auknu jafnrétti – og hærri launum. Ásgerður Bergsdóttir fagnaði hversu margir voru sam- ankomnir í miðbænum en sagði Sölva Högnason, son sinn, ekki vera jafn þolinmóðan við að komast leiðar sínar í mannmergðinni. Rakel Kristjánsdóttir var ein þeirra fjölmörgu kvenna sem lét af störfum á slaginu 14.08 í gærdag. Alda Magnúsdóttir og Margrét Hansen létu sig ekki vanta niður í miðbæ Reykjavíkur, frekar en fyrir þrjátíu árum. Sýnir samstöðu og áhrifamátt kvenna Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.