Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 25
KVENNAFRÍDAGURINN
A‹ BJARGA SÉR Á
Þri. og fim. 1.–24. nóv. kl: 20:15–22:15, 8 skipti
SPÆNSKU
Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is
Morgunblaðið/Sverrir
FJÖLDAMET var slegið á Siglu-
firði í gærdag þegar kvenfólk ungt
sem eldra gekk frá kirkjunni í bæn-
um, niður kirkjutröppur og út Að-
algötu. Talið er að fjöldinn hafi ekki
verið undir fjögur hundruð manns og
annar eins hópur mun ekki hafa sést
samankominn í einni göngu á Siglu-
firði frá því að fólk almennt tók þátt í
skrúðgöngum á 1. maí og 17. júní hér
áður fyrr. Þess er rétt að geta að afar
lítið fór fyrir þeim örfáu körlum sem í
hópnum voru. Allur hópurinn hélt að
göngu lokinni á kaffihús í bænum þar
sem mikið var rætt um jafnrétti og
baráttu kvenna í áranna rás.
Fjöldamet slegið
á Siglufirði
KONUR í Stykkishólmi héldu
kvennadaginn hátíðlegan og óhætt
er að segja að mikil samstaða og ein-
hugur hafi ríkt hjá þeim þegar þær
gengu fylktu liði frá Hólmgarði og
niður að veitingastaðnum Fimm
fiskum, en talið er að um 200 konur
frá Stykkishólmi hafi mætt í göng-
una.
Við veitingastaðinn fór fram fjöl-
breytt dagskrá og meðal annars boð-
ið upp á kaffi, kakó og rjómatertur.
Margar konur stóðu upp og fluttu
ávörp þar sem baráttuandinn leyndi
sér ekki. Gestabók frá kvennadeg-
inum fyrir 30 árum hefur varðveist
og skrifuðu konur nú í sömu bók.
Skipuleggjendur voru mjög ánægðir
með þátttökuna og þá gleði sem ríkti
hjá konum með að hafa látið verða af
því að halda upp á daginn.
Hvít jörð á
kvennadegi í
Stykkishólmi
KONUR fjölmenntu á Silfurtorg
á Ísafirði í dag til að minnast þrjátíu
ára afmælis kvennafrídagsins, þegar
konur sýndu hvers virði þeirra fram-
lag til atvinnulífs-
ins í landinu er
með því að leggja
niður störf. Hald-
ið var í kröfu-
göngu um bæinn
og sungnir bar-
áttusöngvar. Ófá-
ar konur voru
með kröfuspjöld
þar sem farið var
fram á jafnrétti.
Gengið var að Alþýðuhúsinu þar
sem haldin var baráttuhátíð rétt eins
og fyrir 30 árum þegar hátíðardag-
skrá fór þar fram.
Boðið var upp á erindi, upplestur,
tónlist, ljóð, ræður og kaffiveitingar.
Markmið dagsins nú sem fyrr er að
sýna fram á verðmæti vinnufram-
lags kvenna fyrir íslenskt efnahags-
líf, en hvergi í heiminum er atvinnu-
þátttaka kvenna jafn mikil og hér á
landi. Fjölmargir vinnuveitendur
lýstu stuðningi við kvennafríið og
gáfu starfskonum sínum frí.
Baráttusöngvar
sungnir á Þingeyri
Á Þingeyri komu um fimmtíu kon-
ur saman á Dúddakaffi í dag til að
minnast þess að 30 ár eru liðin frá
kvennafrídeginum svokallaða. Kon-
urnar drukku saman kaffi, borðuðu
kökur og þáðu pítsur og kók frá út-
gerðarfélaginu Vísi sem rekur fisk-
vinnslu á Þingeyri. Nokkrir karlar
tóku þátt í fögnuðinum en virtust
kunna illa við baráttusöngva kvenn-
anna og áttu því erfitt með að taka
undir þegar þær stóðu upp og hófu
söng.
Fjölmenni í
kröfugöngu á
Ísafirði
KVENFÓLK á Þórshöfn lét ekki
sitt eftir liggja á kvennafrídaginn
sem haldinn var hátíðlegur í gær.
Þar hættu konur að vinna kl. 14.08
og gengu saman gegnum bæinn með
kröfuspjöld. Þær sungu baráttu-
söngva kvenna fullum hálsi og end-
aði gangan í íþróttamiðstöðinni þar
sem spjallað var saman um málefni
kvenna og hvaða aðgerða þarf að
grípa til svo að fullkomið jafnrétti
náist.
Kröftug kröfu-
ganga
á Þórshöfn
MIKILL fjöldi kvenna á Blöndu-
ósi og í nágrenni lagði niður störf í
tilefni af kvennafrídeginum. Konur á
öllum aldri komu saman við stjórn-
sýsluhúsið og gengu þaðan að fé-
lagsheimili Blöndóss. Einstaka karl-
menn slógust með í för en nokkuð
var um það að karlmenn gengju í
kvenmannsstörf í þeim fyrirtækjum
sem ekki var lokað. Til að mynda sat
framkvæmdastjóri heilbrigðisstofn-
unar við skiptiborðið og verslunar-
stjóri Samkaupa hafði vart við að
henda vörum í hillur ásamt því að af-
greiða viðskiptavini.
Gríðarlega góð stemning mynd-
aðist í félagsheimilinu þar sem
mættir voru um 350 manns í kaffi og
bakkelsi og heimilið því sneisafullt.
Þar voru fluttar hátíðarræður en
þegar dagskráin var á enda risu kon-
ur, karlar og börn úr sætum sínum
og sungu saman af miklum krafti.
Félagsheimilið
á Blönduósi
sneisafullt
Á HVANNEYRI eins og annars
staðar á landinu var kvennafrídag-
urinn haldinn hátíðlegur og mættu
rúmlega hundrað konur og börn í
gönguna en að auki nokkrir karlar.
Þar sem íbúafjöldi á Hvanneyri, að
nemendum Landbúnaðarháskóla Ís-
lands meðtöldum, er einungis um
280 þá voru mætt hátt í 40% þorps-
búa.
Gengið var um þorpið með kröfu-
spjöld, potta og sleifar og mikil
stemning skapaðist í göngunni sem
lauk með ávörpum valinna kvenna
og baráttusöng fyrir utan heimavist
Landbúnaðarháskólans. Að ræðum
loknum stjórnaði Dagný Sigurð-
ardóttir, gjaldkeri LBHÍ, baráttu-
söng og svo fengu konurnar sér kaffi
í mötuneyti Landbúnaðarháskólans.
Pottaglamur á
Hvanneyri
Á SJÖUNDA hundrað konur og
stúlkur mættu á baráttufund í gær
á Egilsstöðum í tilefni kvennafrí-
dags. Halda átti fundinn á Hótel
Héraði og var byrjað að bera út
borð vegna örtraðar, en fljótlega
var fundurinn færður í íþróttahús
bæjarins þegar ljóst var hvert
stefndi í mætingu. Kvenkyns nem-
endur og kennarar við Mennta-
skólann á Egilsstöðum fóru í kröfu-
göngu í tilefni dagsins og mátti á
fundinum sjá fulltrúa flestra stétta
og atvinnugreina á svæðinu.
Stemningin var engu lík og bar-
áttuandinn sveif yfir vötnum í
ræðuhöldum og fjöldasöng.
Konur í Fjarðabyggð fjölmenntu
einnig á baráttufund, sem haldinn
var í Egilsbúð líkt og fyrir 30 ár-
um.
Mikil þátttaka var á fundinum og
fór mæting fram úr vonum skipu-
leggjenda, en talið er að um 300
konur hafi mætt til fundar.
Stella Steinþórsdóttir fisk-
verkakona flutti ávarp þar sem hún
lét m.a. í ljós áhyggjur sínar af
bakslagi sem henni finnst hafa
komið í jafnréttisbaráttu kvenna.
Hún hvatti yngri konur til að láta
til sín taka en í máli hennar kom
fram að bæjarstjórn Neskaup-
staðar hefði á sínum tíma verið
fyrst bæjarstjórna í landinu til að
skarta konum í meirihluta, en langt
er frá að svo sé í dag.
Víðar í fjórðungnum hittust kon-
ur í tilefni dagsins og hristu upp í
jafnréttisumræðunni á fjórðungs-,
lands- og heimsvísu.
Austfirskar konur fullar eldmóðs
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd.
Á sjöunda hundrað konur mættu á baráttufund kvenna á Egilsstöðum í
gær og þurfti að færa dagskrána í íþróttahúsið sökum mikils fjölda.
RÍFLEGA 200 konur komu saman
í Tryggvagarði á Selfossi í gærdag á
milli klukkan 15 og 16 til að taka þátt í
baráttunni fyrir jöfnum rétti kvenna
og karla en á fundinum voru flutt
ávörp, lesin ljóð og farið með hvatn-
ingu til kvenna og karla um að halda
áfram baráttunni.
Fundurinn var fámennari en ella
vegna þess hve margar konur frá Sel-
fossi og af Suðurlandi fóru til Reykja-
víkur til að taka þátt í útifundinum í
miðbæ höfuðborgarinnar.
Hvatning um
áframhaldandi
baráttu