Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Nýjar reglur um
merkingu matvæla“
Fyrirlestur hjá Umhverfisstofnun
í dag, þriðjudaginn 25. október, kl. 15-16
Aðgangur ókeypis.
Fyrirlesarar: Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun,
og Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi hjá Næringarstofu,
Landspítali - háskólasjúkrahús. Fyrirlesturinn verður haldinn
í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð.
Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is
Úr verinu á morgun
Mikil vinnsla á
kola á
Suðurnesjum
ÚR VERINU
Djúpivogur | Það má segja að sá
guli streymi á land á Djúpavogi
þessa dagana hjá Vísisbátunum.
Kristín GK landaði 35 tonnum á
föstudag eftir 2 lagnir, sama dag
landaði Jóhanna IS 65 tonnum eftir
4 lagnir. Þá kom Páll Jónsson GK
inn með um 70 tonn eftir 4 lagnir og
Hrungnir GK kom að landi í gær
með hátt í 70 tonn. Það er því mikið
líf kringum höfnina og vinnsluna á
Djúpavogi.
Morgunblaðið/Andrés SkúlasonÞeir fiska sem róa Gott hefur verið á línunni undanfarið.
Gott fiskirí á línuna
Á FYRSTU sjö mánuðum ársins 2005
var aflaverðmæti íslenskra skipa af
öllum miðum 41,8 milljarðar króna
samanborið við 41,7 milljarða á sama
tímabili 2004. Aflaverðmæti hefur því
aukist um tæpar 100 milljónir, á verð-
lagi hvors árs fyrir sig, eða um 0,2%
samkvæmt útreikningum Hagstof-
unnar. Verðmæti botnfiskaflans nam
28,4 milljörðum króna og jókst um
rúmar 400 milljónir frá fyrra ári
(1,5%). Verðmæti þorsks var 15,2
milljarðar króna og dróst saman um
rúma 1,9 milljarða (-11%). Verðmæti
ýsuaflans nam 5,2 milljörðum og hef-
ur verðmæti hans aukist um tæpan
þriðjung eða 1,2 milljarða króna.
Verðmæti karfa var 3,4 milljarðar
króna og jókst um tæpan 1,1 milljarð
(45%). Verðmæti úthafskarfaaflans
var 1,3 milljarðar króna og hefur
dregist saman um 600 milljónir króna
frá sama tímabili í fyrra (-31%). Verð-
mæti síldaraflans nam 2,5 milljörðum
króna og jókst um tæpan 1,1 milljarð
króna (76%). Verðmæti loðnuaflans
jókst einnig, var 4,7 milljarðar króna
sem er aukning um rúmar 800 millj-
ónir (22%) en verðmæti kolmunnaafl-
ans dróst saman um 600 milljónir,
nam 1,4 milljörðum króna (-31%). Þá
nam verðmæti skel- og krabbadýra-
aflans 1 milljarði króna en var 1,8
milljarðar á sama tímabili í fyrra
(-44%). Þar af nam samdráttur í verð-
mæti rækjuaflans rúmum 900 millj-
ónum (-66%).
Verðmæti afla í beinni sölu útgerða
til vinnslustöðva var tæpir 18 millj-
arðar króna og hefur dregist saman
um 1,8 milljarða eða 9,2%. Verðmæti
afla sem seldur er á fiskmörkuðum til
fiskvinnslu innanlands nam 5,8 millj-
örðum króna og dróst saman um tæp-
ar 300 milljónir (-4,3%). Á tímabilinu
var fluttur út ferskur fiskur í gámum
fyrir 4,1 milljarð króna sem er aukn-
ing um rúmar 600 milljónir (18%). Þá
hefur verðmæti sjófrystingar aukist
um 1,9 milljarða, nam 13,1 milljarði
króna (17%).
Á Suðurnesjum var unnið úr afla að
verðmæti 7,3 milljarðar króna sem er
sama aflaverðmæti og í fyrra. Á höf-
uðborgarsvæðinu var unnið úr afla að
verðmæti 7,1 milljarður króna og er
það aukning um 1,2 milljarða króna
(20%). Verðmæti afla sem unnin var á
Suðurlandi jókst um rúmar 700 millj-
ónir eða 18%. Mestur var samdráttur
hins vegar á Vesturlandi, þar dróst
aflaverðmæti saman um tæpa 1,6
milljarða króna eða 48%.
Aflaverðmæti síld-
ar eykst um 76%
(!
)!
*
+
,
-
$ .!
/
+00 12
3
%!4
!
56..7
8
954
5 :;
!<
&
&
& & &
& & & & &
& &
& &
&
3 = &
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
(5
&
ÞESS verður minnst á Flateyri
annað kvöld, miðvikudaginn 26.
október, kl. 20.00 að tíu ár eru lið-
in frá því að snjóflóð féll á þorpið
með hörmulegum afleiðingum.
Í minningarathöfninni, sem
haldin verður í íþróttahúsinu,
verður flutt tónlist, m.a. frum-
samin sem tengist atburðinum 26.
október 1995. Lesin verða ljóð og
frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, mun flytja
ávarp. Þá mun sóknarpresturinn,
séra Stína Gísladóttir, fara með
bæn. Að lokinni dagskrá mun Ísa-
fjarðarbær bjóða upp á kaffiveit-
ingar. Á göngum íþróttahússins og
í sal verða til sýnis ljósmyndir af
mannlífi á Flateyri á síðasta ára-
tug.
Flateyrarkirkja verður opin all-
an daginn þeim sem þangað vilja
koma og eiga hljóðláta bænar- og
minningarstund.
Í fréttatilkynningu segir að
Flateyringar voni að „hlýjar kveðj-
ur og þakklæti berist þeim fjöl-
mörgu sem veittu þorpsbúum lið
fyrir tíu árum þegar nátt-
úruhamfarirnar riðu yfir. Þá eru
þeim efst í huga björgunarsveit-
armenn, Rauði kross Íslands, fólk-
ið í nágrannabyggðarlögum og
landsmenn sem af örlæti lögðu fé í
söfnunarsjóðinn Samhugur í verki
– svo og aðrir sem studdu Flateyr-
inga á erfiðum stundum og við
uppbyggingu eftir snjóflóðið.“
Vona Flateyringar að sem flestir
sjái sér fært að koma vestur og
taka þátt í minningardagskránni.
Snjóflóðs-
ins 1995
minnst á
Flateyri
Björgunarmenn hefja leit í snjóflóðinu á Flateyri kvöldið eftir að það féll.
BÆNASTUND verður haldin í Nes-
kirkju við Hagatorg í Reykjavík 26.
október kl. 20 til að minnast þeirra
sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri
fyrir 10 árum.
Að bænastundinni lokinni gefst
fólki kostur á að kaupa kaffi og
meðlæti í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Séra Örn Bárður Jónsson
mun leiða bænastundina.
Bænastund
í Neskirkju
HVERNIG má móta stofnana-
menningu sem hvetur til árang-
urs? Þetta er meðal þess sem
reynt verður að svara á umræðu-
fundi í Norræna húsinu kl. 8:30-
10:30 á fimmtudaginn 27. október.
Fyrirlesari verður Mike
Richardson margverðlaunaður
ráðgjafi og fyrrverandi borgar-
stjóri í Christchurch á Nýja-Sjá-
landi, en borgin fékk margar við-
urkenningar fyrir árangur í starfi í
tíð Richardson og rannsóknir
sýndu að 93% íbúa voru mjög
ánægð með þjónustu borgarinnar.
Mike Richardson er m.a. þeirrar
skoðunar að í því verkefni að
byggja upp árangursríka stofnun
og stofnanamenningu felist að
gera hverjum og einum kleift að
nýta hæfileika sína sem best og í
þágu markmiða stofnunarinnar
Þátttökugjald er 3.500 krónur
og fer skráning fram á heimasvæð-
inu: http://www.stjornsyslustofn-
un.hi.is/page/stofnanamenning
Nánari upplýsingar um um-
ræðufundinn veitir Margrét S.
Björnsdóttir í síma 525-4928 eða
tölvupósti msb@hi.is
Árangursrík stofnanamenning?