Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hluthafafundur FL GROUP hf. Reykjavík, 23. október 2005 Stjórn FL Group hf. Fundarboð Hluthafafundur FL Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 1. nóvember 2005 á Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst hann kl. 14:00. Dagskrá fundarins: 1. Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. 2. Kjör stjórnar. 3. Önnur mál. Stjórn FL Group hf. leggur fyrir fundinn eftirfarandi tillögur, sem fela í sér breytingar á samþykktum félagsins: 1. Að heimilisfang félagsins verði að Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík. 2. Að hlutafé félagsins verði hækkað með eftirfarandi hætti: a. Að hlutafé félagsins verði hækkað um allt að 3.400.000.000 kr. með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar skulu falla frá forgangsrétti til áskriftar að hinum nýju hlutum, sem seldir verða í lokuðu hlutafjárútboði. Áskriftir skulu háðar því skilyrði að hver einstakur áskrifandi kaupi hlutafé fyrir a.m.k. 5 milljónir króna. Áskriftargengi hinna nýju hluta skal vera 13,6. Skal heimilt að greiða fyrir hlutina með reiðufé eða með hlutabréfum í Actavis Group hf., Bakkavör Group hf., HB Granda hf., Íslandsbanka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Marel hf., SÍF hf., Straumi - Burðarási Fjárfestingabanka hf. og Össuri hf. miðað við lokagengi þessara hluta miðað við skráð lokagengi þessara hlutabréfa í Kauphöll Íslands hf. síðasta viðskiptadag fyrir upphaf áskriftartímabils (viðmiðunardagur). Verði breyting á gengi hlutabréfa þessara félaga frá samþykkt þessari fram að greiðsludegi, þannig að gengi þeirra á greiðsludegi verði meira en 5% hærra eða lægra en það var á viðmiðunardeginum, skal stjórn FL Group hf. heimilt að hafna viðtöku viðkomandi hluta sem greiðslu og geta krafist peningagreiðslu í staðinn, en hafnað áskriftinni að öðrum kosti. Þá getur stjórn félagsins áskilið sér rétt til að hafna framangreindum hlutabréfum sem greiðslu ef það leiðir til þess að FL Group hf. eignast meira en 10% eignarhlut í viðkomandi félagi. b. Að stjórn félagsins verði heimilað að hækka hlutafé þess um allt að 330.000.000 kr. með útgáfu nýrra hluta. Skal gengi hinna nýju hluta verða 13,6 fyrir hverja krónu nafnverðs. Hluthafar skulu falla frá forgangsrétti til áskriftar, en hlutirnir skulu afhentir sem hluti kaupverðs í skiptum fyrir hluti í Sterling Airlines A/S, Sterling Icelandic ApS og Flyselskabet A/S. Skal heimild þessi gilda í 1 ár. c. Að stjórn félagsins verði heimilað að hækka hlutafé þess um allt að 73.000.000 kr. að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar skulu ekki njóta forgangs til áskriftar að þessum nýju hlutum, sem nýttir skulu til að uppfylla kaupréttarsamninga við starfsmenn. Útboðsgengi hlutanna og söluskilmálar skulu vera samkvæmt þeim samningum sem stjórn félagsins eða forstjóri gera við hlutaðeigandi starfsmenn. Skal heimild þessi gilda í 5 ár. 3. Að stjórnarmönnum verði fækkað úr sjö í fimm. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundinum skulu vera komnar í hendur stjórnar félagsins með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur, endurskoðaður ársreikningur félagsins fyrir árið 2004, svo og árshlutauppgjör fyrir tímabilið frá 1. janúar 2005 til 30. júní 2005, áritað um könnun endurskoðanda félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir hluthafafund. Enn fremur verður hægt að nálgast fundargögn á vefsíðu félagsins, www.flgroup.is eða á aðalskrifstofu FL Group hf. frá sama tíma. Fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 13:30 á fundardegi. EIGENDUR Fons eignarhalds- félags, Pálmi Haraldsson og Jó- hannes Kristinsson, munu segja sig úr stjórn Iceland Express innan tíð- ar og eins og greint hefur verið frá stefna þeir einnig að því losa um eignarhald sitt á félaginu. Spurður um hagnað Fons af sölu Sterling til FL Group svarar Pálmi því til að Fons hafi keypt Sterling á fjóra milljarða króna á sínum tíma. „Við keyptum Maersk Air með sérstöku samkomulagi við A.P. Møller í Danmörku, félag sem rekur helmingi fleiri þotur en Sterling, og floti Sterling fór úr tíu þotum í 30 við sameiningu þeirra. Við keyptum Maersk Air á ákveðnu kaupverði. Það var að ósk A.P. Møller gert sér- stakt samkomulag um að greina ekki frá kaupverðinu. Það sam- komulag verðum við að virða. En ég skal þó segja það með sérstöku leyfi frá þeim að við greiddum fyrir Ma- ersk Air. Hvað það var mikið kemur hins vegar engum við öðrum en kaupenda og seljanda enda var það ósk hans að ekki yrði greint frá því,“ segir Pálmi. Ekki 11 milljarða hagnaður Söluverð Sterling var tæpir 14,6 milljarðar og Pálmi segist ekki skilja hvernig menn geti fengið út 11 millj- arð söluhagnað þegar annað félagið hafi verið keypt á fjóra milljarða og auk þess hafi verið greitt fyr- ir Maersk Air. Þá bendir Pálmi á að FL Group kaupi Sterling á verði sem nemi 3-4 sinnum áætluð- um EBIDTA- hagnaði þess sem sé margfalt lægra en sambæri- leg félög séu seld á. Pálmi Haraldsson, eigandi Fons, um hagnað af sölu Sterling-flugfélagsins Kaupverð Maersk trúnaðarmál Pálmi Haraldsson Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is KAUPVERÐIÐ, sem FL Group greiðir fyrir Sterling, er ekki hátt þegar tekið er tillit til hlutfalls heildarvirðis (EV) og tekna fyrir fjármagnsliði (EBITDA) að mati greiningardeilda bankanna. Gert er í kaupsamningi ráð fyrir því að Sterling skili 3,4 milljörðum króna í EBITDA á næsta ári, en kaupverðið mun taka breytingum í samræmi við frávik frá þeirri tölu. Getur end- anlegt kaupverð því verið á bilinu 10-20 milljarðar. Í Vegvísi grein- ingardeildar Landsbankans segir að EV/EBITDA hlutfall Sterling við kaupin sé óvenjulega lágt, og sé hægt að túlka það á tvo vegu. Ann- ars vegar að FL Group sé að greiða hagstætt verð fyrir Sterling, eða að áhættan í rekstri Sterling sé meiri en hjá sambærilegum félögum. Segir í Vegvísinum að til að kaupin skili ásættanlegri arðsemi fyrir FL Group þurfi talsverð umskipti að eiga sér stað hjá Sterling. Greining- ardeild Íslandsbanka kemst að svip- aðri niðurstöðu, en í morgunkorni deildarinnar var bent á að um- breyting Sterling yrði mun áhættu- minni með FL Group sem bakhjarl, sérstaklega eftir hlutafjáraukningu félagsins. Gott verð, en talsverð áhætta ÞEIR stjórnarmenn í FL Group sem gengu úr stjórn í sumar og Morg- unblaðið náði tali af í gær vildu ekki tjá sig um ástæðu úrsagnar sinnar og ummæli Hannesar Smárasonar, forstjóra félagsins, í Kastljósþætti í fyrrakvöld. Þar þvertók Hannes m.a. fyrir að heimildarlaus millifærsla hefði átt sér stað út af reikningi FL Group „á reikning út í bæ“. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnar- formaður Saxhóls, segist hafa horfið úr stjórninni þar sem Saxbygg, sam- eiginlegt félag Saxhóls og Bygg, hafi selt hlut sinn í félaginu. Því hafi verið fullkomlega eðlilegt að hann væri ekki í framboði þegar kosið var í stjórn hinn 9. júlí sl. Hreggviður Jónsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Pálmi Kristinsson neituðu að tjá sig um málið og Árni Oddur Þórðarson vísaði til ræðu Ingu Jónu á áður- nefndum hluthafafundi. Ekki náðist í Gylfa Ómar Héðinsson. Fv. stjórn- armenn tjá sig ekki NÚVERANDI eigendur Iceland Express geta ekki átt félagið áfram í kjölfar kaupa FL Group á Sterl- ing en Fons eign- arhalds- félag, sem á Sterling á einnig Iceland Express. Þetta kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Pálma Har- aldsson, annan eiganda Fons, í gær. Haft var samband við Pál Gunn- ar Pálsson, forstjóra Samkeppnis- eftirlitsins, og hann spurður hvort þetta mál kæmi til kasta eftirlits- ins. „Samkeppniseftirlitið mun fylgj- ast vel með þessu máli og við mun- um skoða stöðu eignarhalds Iceland Express í ljósi þessara nýju frétta,“ sagði Páll við Morgunblaðið. Á fréttavef mbl.is í gær kom fram að viðskiptahættir FL Group væru ekki til skoðunar hjá Fjár- málaeftirlitinu, að sögn talsmanns þess. Ekki var gefið upp hvort til stæði að rannsaka starfsemi félags- ins með einhverjum hætti. Samkeppn- iseftirlitið fylgist með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.