Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 40
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
...KANNSKI VILL HANN
BARA FÁ EINN BJÓR?
ÞETTA
STEFNUMÓT
FÓR ILLA
ÉG BAUÐ HENNI ÚT AÐ
BORÐA Á FRANSKAN
VEITINGASTAÐ
ÉG PANTAÐI HANDA HENNI
TENNISSKÓS „SOUFFLE“
EF ÞEIR ERU RÉTT
ELDAÐIR ÞÁ ERU
ÞEIR MJÖG
GÓMSÆTIR
HAFNABOLTI ER EKKI ÞAÐ
EINA SEM SKIPTIR
MÁLI Í LÍFINU
ÞETTA EYÐILAGÐI
EINBEITINGUNA
GJÖRSAMLEGA
ÞAR SEM AÐ
MAMMA ÞÍN
ER VEIK, ÞÁ
ÆTLA ÉG AÐ
ELDA Í KVÖLD
KANNT
ÞÚ AÐ
ELDA?
AUÐVITAÐ!
ÉG ÞURFTI AÐ LIFA Á EIGIN
ELDAMENNSKU Í TVÖ ÁR,
ÁÐUR EN ÉG KYNNTIST
MÖMMU ÞINNI
MAMMA
SEGIR AÐ ÞÚ
HAFIR BARA
LIFAÐ Á
DÓSAMAT OG
FROSNUM
VÖFFLUM
HÚN VAR
EKKI Á
STAÐNUM.
SVONA RÉTTU
MÉR SÝRÓPIÐ
HVAÐ ER ÞETTA? ÉG ER FASTUR! ÞÚ ERT HÉR MEÐ ORÐINN
GESTUR MINN
HEFURÐU HUGSAÐ
ÞÉR AÐ BYRJA AÐ
VINNA FYRIR SIGGU?
SATT BEST AÐ SEGJA
ÞÁ VAR ÉG EKKI AÐ LEITA
MÉR AÐ ANNARRI VINNU,
EN ÞAR SEM...
... AÐ SIGGA BAUÐ MÉR SVO
ÓTRÚLEGA GÓÐ LAUN ÞÁ...
EN ÉG SAGÐI HENNI AÐ ÉG ÞYRFTI
NOKKRA DAGA UMHUGSUNARFREST
LALLA -LA
LALLA- LA
TIL AÐ SJÁ
HVAÐ VIÐ
MYNDUM BJÓÐA
ÞÉR
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 25. október, 298. dagur ársins 2005
Víkverji er örugg-lega ekki einn um
það að þykja aðbún-
aður aldraðra á Ís-
landi lakur.
Ekki er langt síðan
amma Víkverja dó, en
hún hafði í nokkur ár
búið á hjúkrunarheim-
ili og þurfti vissulega
ummönnunar við. Hún
amma gamla var ótta-
lega sérstök kerling,
og orðin nokkuð heila-
biluð en þó ekki þann-
ig að hún væri ekki
með ágætum sönsum.
Það lýsti sér frekar
þannig að hún væri svolítið „erfið“
og örlítið rugluð (ekki ósvipað vand-
ræðaunglingnum sem Víkverji á fyr-
ir systur).
Aldrei fannst Víkverja vel farið
með vistmennina á því hjúkrunar-
heimilinu, heldur frekar ríkjandi sá
andi að beðið væri eftir að sjúkling-
arnir, vistmennirnir, hrykkju upp af
sem fyrst og að af þeim væri sem
minnst fyrirhöfn. Það var jafnvel
fundið að því þegar ömmu var færð-
ur matur og sætindi, en hún amma
var mikill matgæðingur og nammi-
grís. Það voru hennar bestu stundir,
árin sem hún dvaldi á hjúkrunar-
heimilinu, þegar ættingjarnir fóru
með ömmu í ökuferð
upp á Þingvelli, og
stöðvuðu á Kentucky
Fried þar sem hún
fékk að gæða sér á
gómsætu ruslfæði. Þá
var hátíð hjá konunni
sem annars varði dög-
unum sínum uppi í
rúmi, hlustandi á út-
varpið.
Það er raunar
skelfilegt til þess að
hugsa hvernig henni
ömmu hefur liðið í
þessu herbergi þar
sem hún var í reynd
bjargarlaus, innilokuð
og aðgerðarlaus svo árum skipti.
Getum við ekki öll verið sammála
um að svona eigi ekki að búa að öldr-
uðum? Getum við ekki gert átak í því
að gera elliheimilin að hlýlegum og
ástríkum stöðum, frekar en
geymslum? Víkverji veit ekki betur
en það sé meira að segja bannað að
taka gæludýr með inn á íslenskar
öldrunarstofnanir: jafnvel skaðlaus-
ustu og fyrirferðarminnstu páfa-
gaukar og gullfiskar mega ekki veita
gamla fólkinu félagsskap. Getur
þetta ríka land ekki orðið öðrum til
fyrirmyndar um að búa öldruðum
öllum með tölu sem hamingjuríkast
ævikvöld?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Myndlist | Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarmaður er á leið til Sydney í
Ástralíu til þess að taka þátt í myndlistarsýningum. Hún var valin til þátt-
töku í strandlengjusýningunni „Sculpture by the Sea“, sem opnuð verður
þann 3. nóvember næstkomandi, en einnig verður hún með verk á tveimur
öðrum sýningum sem tengjast strandlengjusýningunni. Sýnendur eru um
100 talsins frá ýmsum heimshornum og á síðasta ári skoðuðu hana um það bil
400 þúsund manns.
Á myndinni má sjá eitt verkanna sem Rósa fer með út. Um er að ræða út-
saumaðan fótbolta sem gengur undir nafninu „Kvennafótbolti“ eða „Soccer
for Sissies“.
Kvennafótbolti
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: En hann sagði við þá: „Gjaldið þá keisaranum það sem
keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ (Lúk. 20,25.)