Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 20
Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 899 9545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 Til sölu öll húseignin, sem er tilvalin fyrir samrýmda fjölskyldu. Húsið skiptist í mjög stórt sameiginlegt anddyri og 2 íbúðir á efri hæðinni. Hvor íbúð skipt- ist í skála, stóra stofu og borðstofu, eldhús með búri inn af, gestasnyrtingu, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru 2 þvottaherbergi, 2 litlar stúd- íóíbúðir og stórt gluggalaust rými, sem býður upp á ýmsa möguleika. Vel útbúinn tvöfaldur bílskúr fylgir húseigninni. Húsið getur losnað fljótlega. SELJAHVERFI - FJÖLSKYLDUHÚS Grímsey | Hörður Torfason söngvaskáldið góða var með stórskemmtilega tónleika í fé- lagsheimilinu Múla, eina ferðin enn. Hörður er einstaklega öt- ull við að heimsækja og gleðja íbúa hér í nyrstu byggð með söng sínum. Andinn var léttur, ljúfur og leikandi. Hörður var með fullt af nýjum frábærum söngvum í farteskinu, sem Grímseyingar kunnu sann- arlega að meta. En ekki nóg með það. Hörður hélt að beiðni Kvenfélagsins Baugs námskeið fyrir kvenfélagskonur til að styrkja þær í því að koma upp - flytja ræður og segja hug sinn á fundum. Námskeiðið tókst með eindæmum vel. Margar nýjar gáttir opnuðust konum að leiðinni í pontuna, sem mörgum þykir þung og ógreið- fær. Hörður bað kvenfélags- konur að líta á ræðupúltið sem góðan vin og skapa með sér „pontuþrá“. Morgunblaðið/Helga Mattína Skapa með sér pontuþrá Söngvaskáld Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það er þekkt að metnaður og svæð- isbundin velferðarhugsun er drifkraftur sem knýr fram menningarlíf og menningar- hugsun. Fólk vill sjá sinn stað og sitt svæði búa við sambærilegt umhverfi og best þekkist. Mikill árangur hefur náðst á mörg- um stöðum á landsbyggðinni og merk- isberar þess eru leikfélög, kórar, lúðra- sveitir, skátafélög, björgunarsveitir, að ógleymdum íþróttafélögunum. Í kringum þessa starfsemi fer fram mikil ólaunuð vinna fjölda fólks, sem í eru fólgin mikil samfélagsverðmæti. Enda er það svo að sveitarfélög keppast við að búa sem best í haginn fyrir starfsemi slíkra félaga, því í þeim og stofnunum sveitarfélagsins slær hjarta byggðarinnar.    Tónlistarskóli Árnesinga er stafræktur víðs vegar um Árnessýslu og hefur á 50 ára starfstíma lagt grunninn að mikilli tónlist- armenningu í sýslunni og alið upp tónlist- arfólk sem síðan hefur blómstrað í starfi og leik. Tónlistarskólinn vinnur gott starf, þar eru metnaðarfullir stjórnendur og kenn- arar sem hafa átti sinn þátt í að gera tón- listina að öflugum uppeldisþætti í hverju samfélagi sýslunnar. Þrátt fyrir þessa miklu áherslu þá hefur sú hugsun ekki náð alla leið að Árnesingar eignuðust sér- hannað tónlistarhús fyrir tónlistarviðburði þar sem áhersla er lögð á hljómburð. Það má vel færa rök fyrir því að rétt sé að taka það upp sem samfélagsverkefni að reisa slíkt hús með sömu rökum og við reisum íþróttahús undir kennslu og íþrótta- viðburði. Staðreyndin er raunar sú að á Sel- fossi hefur í áratugi verið til fokheldur 330 áhorfenda tónlistar- og leikhússalur. Hann hefur komist það langt að hafa verið full- hannaður með hljómburð í huga og bíður þannig hjá eigendum sínum. Margir láta sig dreyma um slíka aðstöðu og sjá fyrir sér metnaðarfulla viðburði á fjölunum. Ef vilji er fyrir hendi er ekki mikið mál að gera þennan sal að veruleika og lyfta þannig menningunni á nýtt stig. Það er alltaf þann- ig að bætt aðstaða gefur kraft í þá starf- semi sem nýtur hennar. Í þessu tilfelli yrði það tónlistarlífið, leikhúslífið og svo nyti vaxandi ráðstefnuhald góðs af framkvæmd- inni. Úr bæjarlífinu SELFOSS EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA barnafatnað, fræðirit, kennslubækur, kjóla, ljós- myndir, ullarvinnu, út- saum og uppskriftir svo fátt eitt sé nefnt. „Enn sem fyrr hættir mörgum til að horfa framhjá, vanmeta og lít- ilsvirða störf kvenna, Kvenfélagið Tilrauní Svarfaðardalvar stofnað árið 1915 og fagnar því 90 ára starfi á þessu ári. Í tilefni af afmælinu ákváðu fé- lagskonur að efna til sýn- ingar á hug- og hand- verki svarfdælskra kvenna. Sýningin var opnuð í skólastjóraíbúð og syðri-vistum Húsa- bakkaskóla fyrr í mán- uðinum. Tæplega 200 konur eiga verk á sýning- unni. Aldursforsetinn Ingibjörg Þórðardóttir frá Hofi var fædd árið 1869 en yngstu þátttak- endurnir eru fæddir árið 1991. Eitt helsta markmið kvenfélagskvenna með sýningunni er að draga fram þann margbreyti- leika sem fyrr og síðar hefur einkennt sköp- unarkraft kvenna. Á sýn- ingunni gaf m.a. að líta jafnt launavinnu, heim- ilisstörf svo ekki sé nú tal- að um sjálfboðastörf kvenfélagskvenna um land allt,“ segir um sýn- inguna og að þar hafi ver- ið varpað ljósi á líf og störf svarfdælskra kvenna síðastliðin 90 ár. Sýning svarfdælskra kvenna vakti athygli en þar var fjöldi muna. Sköpunarkraftur svarfdælskra kvenna Hansadagar voruhaldnir í Hafn-arfirði um helgina í tilefni af því að bærinn gekk í samtök gamalla Hansaborga. Kristján Bersi Ólafsson orti Hafnfirðingur orti af því tilefni: Hansadagar hugnast mér heldur betur, því núna er ölflóð um allar götur. Þýski bjórinn í bunum fer, svo betra er að gá að sér – og fanga strauminn í fötur. Hjálmar Freysteinsson las vísu Sigrúnar Har- aldsdóttur um ferðalag sex kinda úr Kjósinni yfir Hvalfjörð, en kindurnar fundust í réttum Borg- firðinga og Skagamanna og brutu því lög um sauð- fjárvarnir: Syndugasta sauðahjörð er sást á norðurhveli, er nú komin yfrum fjörð án þess að borga Speli. Af Hansa- dögum í Hafnarfirði pebl@mbl.is Ólafsfjörður | Búið er að sameina barna- skólann og gagnfræðaskólann í Ólafsfirði og verður eftirleiðis rekinn einn grunnskóli á staðnum. Í sumar var leitað eftir tilnefn- ingum frá bæjarbúum á heiti á hinum sam- eiginlega grunnskóla sem tók til starfa í haust. Fjöldi tilnefninga barst, samkvæmt dagur.net, og nú er óskað eftir því að bæj- arbúar taki þátt í að velja nafn á skólann á heimasíðu bæjarins. Eftirfarandi tilnefn- ingar bárust: Fjarðarskóli, Flæðaskóli, Grunnskóli Ólafsfjarðar, Grunnskólinn Ólafsfirði, Hornskóli, Múlaskóli, Tjarnar- skóli og Tröllaskóli. Eins og sjá má vilja margir að skólinn taki nafn af staðsetningu sinni. Aðrir leggja til látlausari nöfn eins og Grunnskóli Ólafsfjarðar. Kosið um nafn á skólann Hornafjörður | Miklar umræður sköpuð- ust um áætlunarflug á fundi bæjarráðs Hornafjarðar. Í bókun ráðsins er lögð rík áhersla á öruggar og áreiðanlegar flug- samgöngur til og frá svæðinu. „Borið hefur á að flugrekstraraðili sinni ekki skyldum sínum. Dæmin sanna að flugi til Horna- fjarðar hefur verið frestað vegna þess að flugvélar hafa ekki verið til taks í áætl- unarflug,“ segir í bókun bæjarráðs. Einnig leggur bæjarráð Hornafjarðar áherslu á að þeirri óvissu sem nú ríkir vegna útboðs á flugi verði aflétt sem fyrst. Bæjarráð óskar eftir að fá skýringar frá flugrekstraraðila um ástæður þess að flug hafi ítrekað fallið niður þrátt fyrir að vel hafi viðrað til flugs. Áhersla á öruggt flug ♦♦♦ Öxarfjörður | Á fundi sveitarstjórnar Öx- arfjarðarhrepps sl. föstudag, var rætt um niðurstöður sameiningarkosninganna. Kjósa þarf aftur í fjórum sveitarfélögum. Rætt var um hvaða afstöðu sveitarstjórn taki að afloknum þeim kosningum að því er fram kemur í vefmiðlinum Skarpi. Á fund- inum var samþykkt bókun þar sem segir að sveitarstjórn lýsi yfir jákvæðri afstöðu gagnvart sameiningu að minnsta kosti fimm sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, komi til þess að sveitarstjórn þurfi að taka um það ákvörðun eftir kosningar 5. nóv- ember nk., „en að sjálfsögðu vonast sveit- arstjórn eindregið eftir því að sameining allra sjö sveitarfélaga gangi eftir“. Vilja enn sameiningu ♦♦♦ Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.