Morgunblaðið - 29.10.2005, Page 1

Morgunblaðið - 29.10.2005, Page 1
Íþróttir, Enska knattspyrnan, Lesbók, Börn og Vetur Morgunblaðið í dag er í sex hlutum, samtals 152 síður STOFNAÐ 1913 293. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is STARFSMENN Náttúrufræðistofu Vestfjarða björguðu síðdegis í gær illa slösuðum haferni úr sjónum við Hafnartanga undir Súðavíkurhlíð og var hann fluttur í húsnæði Náttúrufræðistofunnar í Bol- ungarvík til aðhlynningar. Vegfarandi kom auga á örninn þar sem hann barðist um í sjónum við klettadranga. Segir Þorleifur Ei- ríksson, forstöðu- maður stofunnar, að líklega sé örninn vængbrotinn og hann hafi verið aðfram- kominn þegar starfs- menn komu að hon- um. Þó hafi hann ekki verið til í að láta handsama sig og bar- ist kröftuglega. „Hann sýndi mikinn mótþróa og barðist hart,“ segir Þorleifur og bætir við að meðal annars hafi hann tætt sig gegnum þykka hlífðarhanska og skorið starfsmann á hendi. „Þessi dýr eru með ofboðslega beittar og sterkar klær og hann ætlaði ekki að láta taka sig þótt hann væri þreyttur.“ Það tók starfsmenn Náttúru- fræðistofunnar og tvo lögregluþjóna rúman klukku- tíma að ná fuglinum og verður hann látinn róast enn um stund áður en meiðsli hans verða könnuð nánar. Örninn dvelur nú í búri á Náttúrufræðistofunni, „allur sjóblautur og ræfilslegur“, sagði Þorleifur. Þegar hann hefur róast verður hugað að sárum hans, en Þorleifur segir mjög tvísýnt um ástandið, því örninn sé mjög þrekaður og virðist í losti. „Ef hann er illilega brotinn er ekkert hægt að gera, en annars verður honum hjúkrað til heilsu.“ Við athugun á merkingu á erninum kom í ljós að hann var merktur sem ungfugl á Mýrum árið 1987 og segir Þorleifur hann því um átján ára gamlan. Sé þetta með elstu örnum sem náðst hafi. „Þetta er stórmerkilegur fugl,“ sagði Þorleifur. Illa slasaður haförn í aðhlynningu Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is I. LEWIS Libby, skrifstofustjóri varaforseta Bandaríkjanna, sagði af sér í gær eftir að hann var ákærður fyrir meinsæri og fleiri lögbrot í tengslum við rannsókn á upp- lýsingaleka úr Hvíta húsinu. Verði Libby fund- inn sekur á hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi og sekt að and- virði 1,25 milljónir dollara, 75 millj- ónir króna. Dick Cheney varaforseti kvaðst hafa fallist á afsagnarbeiðni Libbys „með mikilli eftirsjá“ og lýsti honum sem einum af „hæfustu og hæfileika- ríkustu mönnum“ sem hann hefði kynnst. George W. Bush Banda- ríkjaforseti lauk einnig lofsorði á Libby og lagði áherslu á að allir teld- ust saklausir nema annað sannaðist fyrir rétti. „Smánarblettur“ Ákærurnar á hendur Libby eru mikið pólitískt áfall fyrir Bush sem hefur átt mjög undir högg að sækja að undanförnu. Forystumenn demó- krata sögðu í gærkvöldi að ákærurn- ar á hendur Libby væru aðeins topp- urinn á ísjakanum. Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild þingsins, sagði að málið snerist um miklu meira en upplýsingaleka. „Það snýst um hvernig Bush og menn hans í Hvíta húsinu bjuggu til gögn og hagræddu upplýsingum til að rökstyðja stríðið og koma óorði á þá sem voguðu sér að andmæla forset- anum.“ Libby var ákærður eftir tveggja ára rannsókn á því hvort embætt- ismenn í Hvíta húsinu hefðu greint fjölmiðlum frá því að Valerie Plame væri starfsmaður leyniþjónustunnar CIA. Eiginmaður Plame, Joseph Wilson, fyrrverandi sendiherra, hef- ur sakað embættismennina um að hafa gert þetta vegna andstöðu hans við innrásina í Írak eftir að hann vé- fengdi þá fullyrðingu stjórnarinnar að Írakar hefðu reynt að verða sér úti um efni í kjarnavopn. „Þetta er sorglegur dagur fyrir Bandaríkin,“ sagði Wilson í gær. „Þegar ákæra er afhent við aðaldyr Hvíta hússins er það smánarblettur á forsetaembættinu. Enginn Banda- ríkjamaður getur glaðst yfir því.“ Libby á allt að 30 ára fang- elsisdóm yfir höfði sér Skrifstofustjóri varaforseta Banda- ríkjanna segir af sér vegna ákæru Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is  Lekamálið | 22 I. Lewis Libby Teheran. AP, AFP. | Rúm milljón manna tók þátt í mótmælum gegn Ísrael á götum Teher- an og fleiri borga í Íran í gær og fólkið lét í ljósi stuðning við þau ummæli forseta lands- ins að þurrka bæri Ísrael út. Mahmoud Ahmadinejad forseti tók þátt í mótmælunum í Teheran og kvaðst standa við ummælin þrátt fyrir hörð viðbrögð ráða- manna á Vesturlöndum. „Þeir reiðast þegar þeir heyra rödd sann- leikans. Þeir telja sig hafa alræðisvald í heiminum. Þeir tortíma palestínskum fjöl- skyldum og búast svo við því að enginn and- mæli þeim,“ sagði forsetinn á árlegum mót- mælafundi gegn Ísrael í tilefni af „Jerúsalem-deginum“ sem var í gær. Mót- mælin í gær voru óvenju fjölmenn. Öryggisráð SÞ fordæmir ummælin Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í gærkvöldi ályktun þar sem ummæli íranska forsetans eru fordæmd. Ráðið lýsti einnig yfir stuðningi við yfirlýs- ingu Kofis Annans, framkvæmdastjóra sam- takanna, um að Íran bæri að virða ákvæði stofnskrár Sameinuðu þjóðanna um að ekk- ert aðildarríkjanna mætti hóta árásum á annað land. Sendiherra Ísraels fagnaði ályktuninni sem var samþykkt einróma eftir að Alsír féll frá andstöðu sinni við hana. Stjórn Ísraels hefur krafist þess að Íran verði vikið úr Sam- einuðu þjóðunum eftir að íranski forsetinn lýsti því yfir að múslímaríkjum bæri að „þurrka Ísrael út af landakortinu“. Önnur ríki hafa ekki tekið undir þá kröfu Ísraela. Reuters Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad (fyrir miðju), á fjölmennum mótmælafundi í Teheran í gær. Hann var í fylgd fimm lífvarða. Milljón Írana efnir til mótmæla gegn Ísrael

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.