Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 18
HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins 2005 nam rúmum 16,2 milljörðum króna eftir skatta. Á sama tímabili í fyrra hagn- aðist bankinn um 11,8 milljarða króna, og segir í tilkynningu að af- koma bankans það sem af er árinu sé sú besta í sögu hans. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 5,1 milljarði en var 5,8 milljarðar á þriðja ársfjórð- ungi í fyrra. Hagnaður bankans á þriðja árs- fjórðungi var vel yfir væntingum greiningardeilda hinna bankanna, en Íslandsbankin hafði spáð 3,6 milljarða hagnaði á tímabilinu. Hreinar vaxtatekjur voru 15,7 milljarðar króna á fyrstu níu mánuð- um 2005, en voru 10,1 milljarður á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrar- tekjur námu 41,6 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við 28,3 millj- arða á sama tíma í fyrra. Heildareignir samstæðunnar námu 1.142 milljörðum króna 30. september 2005 og höfðu þá aukist um 55% frá áramótum eða um 405 milljarða. Eigið fé nam 98,8 milljörðum króna í lok september, sem er aukning upp á 162% frá því í ársbyrjun. Er það sam- eining bankans við hluta af Burðarási hf. sem skýrir það. Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 14,3%, þar af A-hluti 12,9%. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 48,3% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2005, en var 65,6% á sama tímabili í fyrra. Góð afkoma hjá Landsbanka Uppgjör Landsbankinn bjarni@mbl.is           - ! .   ! "    /  0   % ) 1         &!    23452 267'8 +363' +567' 2'95 28(4  6(69        # 1   2856387 7(457 282'5 2'857 +5724 +6'9' 42 8   '9'4    977569 64483 # !* )  :;. < .  !* / -   25=6> 5(=6> '='> 22=4> 93=9> '=9> !"#$%&!    "'()*)&!   $+,         18 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 0 + 1 23    4 4 56 7/8   4 4 9/9 :;8      4 4 < 8 0 &&#    4 4 =968 7>?#    4 4 /5. @A# % *&( $"'                  !" #  " /B , C (D  E && ,* C (D  $  C (D  FC (D  .EC +   $ +" &   ? '"    < (DG E &  <*(  F +" &  $ +  ; #$      (( E( ' H )H " &   I(   $ !% & '(  / & C (D  & & '(  $ +  . D ')   =B#$ + BC (D  ; B    0 # )   :) & D   3J /$  B3# $#( 5 %   '*'   A $(*'   ) (  ( *+ &#$+ 6%) ) '   $H( K$ ('( $ +, 5!& !   *, ( =96L -'  , '&,# '               E #%  H % , '&,# '          M4N M 4N M4N M 4N M4N M  4N M4N M 4N M4N M 4N M 4N M  4N .# $+ , '& D +   5 $"'-$&+ @ < (D $                                                                         A '& D -G&  /5.O/ (( $  )*$+ , '& D         ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVELTA í Kauphöll Íslands í gær nam tæplega 26,1 milljarði króna, þar af var velta með hlutabréf fyrir um 5 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Flögu, 9,7%, en mest lækkun varð á bréfum Kögunar, 1,3%. Hlutabréf Mosaic hækkuðu um 3,8% og hækk- uðu þau alls um 14% í vikunni. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,61% og er hún nú 4.705 stig. Flaga hækkaði mest ● JARÐBORANIR voru reknar með 510 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum árs- ins og jókst hagnaðurinn um 189 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra. Tekið skal fram að hagnaður af sölu dótturfélags Jarðborana, Einingaverksmiðjunnar, á tíma- bilinu skilaði félaginu 99 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár var nær 30% á móti 19,6% arðsemi í fyrra og hagnaður á hvern hlut var 1,30 krónur á móti 0,81 krónu í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) var 871 milljón eða 24,4% af tekjum á móti 699 milljónum og 26,1% í fyrra. Rekstrartekjur félagsins jukust verulega á milli ára eða um 30%, námu rúmum 3,5 milljörðum á móti tæpum 2,7 milljörðum á sama tímabili í fyrra en fram- kvæmdakostnað ur jókst úr 1,9 milljörðum í 2,6 milljarða eða um tæp 37%. Eigið fé Jarðborana nam 2,85 milljörðum í lok september og var eiginfjárhlutfallið tæp 33%. Tekjur Jarðborana aukast um 30% ● Í KYNNINGU FL Group á kaup- unum á Sterling er samanburður á verðkennitölum félagsins og annarra lágfargjaldaflugfélaga. Greining- ardeild Íslandsbanka hefur end- urreiknað svokallað heildar- kaupverð, eða EV, og segir að gangi spár um hagnað fyrir afskriftir og fjár- magnsliði Sterling eftir, þ.e. EBITDA, sé ljóst að kaupin á félaginu megi teljast hagfelld. „Áætluð EBITDA hjá Sterling á árinu 2006 er 345 millj- ónir danskra króna (DKK). Gefið er upp að kaupverðið sé 1,5 m. DKK en geti legið á bilinu 1-2 m. DKK allt eft- ir því hvort EBITDA framlegðin verður lægri eða hærri en stefnt er að. Út- reikningur Greiningar gefur að verði framlegðin við neðri mörk verðbils þá gefi það EV/EBITDA 6,2 en efri mörk- in gefi EV/EBITDA 5,5. Gangi þetta eftir er ljóst að kaupin mega teljast hagfelld. Þó verður að líta á að verð- mæti fyrirtækja ræðst af því hvers vænta má í frramtíðinni en ekki bara á næsta ári,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka. Hagstæðar kennitölur í kaupum á Sterling VERÐTRYGGÐIR útlánsvextir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til 20 ára eru nú lægri en vextir á útgefnum skuldbréf- um sjóðsins til um það bil sama tíma, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum grein- ingardeildar KB banka. Þar segir að ávöxt- unarkrafa Íbúðabréfa til um það bil 20 ára standi nú í 4,19% en út- lánsvextir til sama tíma séu 4,15%. Vextir á Íbúða- bréfum til um það bil 10 ára standi enn hærra, eða í 4,33%, en útboð í meðal annars þeim flokki hafi legið til grundvallar vaxtaákvörðunar Íbúða- lánasjóðs þegar vöxtum var haldið óbreyttum þann 11. júlí síðastliðinn. Greiningardeild KB banka segir að enn á ný hafi vextir á skuldabréfa- markaði hækkað og liggi ávöxtunar- krafa verðtryggðra bréfa á milli 3,96% og 4,33%. Að meðaltali liggi ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs nú í 4,13%. „Þetta þýðir því að hægt er að taka lán hjá Íbúðalánasjóði og fjárfesta aftur á hærri vöxtum á skuldabréfa- markaði í bréfum útgefnum af Íbúða- lánasjóði,“ segir deildin. „Hér er því um áhættulausan hagnað að ræða eða svokallað högnunartækifæri, þ.e. hægt er að hagnast án áhættu en slík tækifæri gefa til kynna að markaður- inn sé óskilvirkur. Fjárfestir þarf því ekki að leggja út fjármagn til þess að hagnast á vaxtamuninum.“ Bitlaus efnahagsstefna Greiningardeildin segir að þar sem Íbúðalánasjóður og bankarnir fjár- magni sig á skuldabréfamarkaði fáist ekki betur séð en ríkið sé að greiða niður útlánsvexti til almennings. „Slík aðgerð er þensluhvetjandi og gengur þvert á öll lögmál hagstjórnar við nú- verandi aðstæður. Á sama tíma reynir Seðlabanki Íslands til hins ýtrasta að slá á þensluna með því að hækka vexti. Seðlabankanum hefur tekist ætlunarverk sitt að hluta en raun- vextir á markaði hafa farið úr um 3,5% í vor upp í 4,13% nú og af þeim sökum ættu útlánsvextir til almenn- ings að vera komnir úr 4,15% upp í 4,75%. Slík hækkun fjármagnskostn- aðar mundi virka til lækkunar á fast- eignaverði og þar með til lækkunar á vísitölu neysluverðs. Hins vegar hef- ur Íbúðalánasjóður ekki kosið að fylgja markaðsvöxtum eftir, þrátt fyr- ir að slík aðgerð myndi að miklu leyti leysa fjárhagsvanda sjóðsins. Efna- hagsstefnan er því nær bitlaus á með- an ríki og Seðlabanki eru í reiptogi.“ Ríkið nið- urgreiðir útláns- vexti ÍLS METHALLI var á vöruviðskiptum við útlönd á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Hallinn nam 71,7 millj- örðum króna og jókst um 47,3 milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra en þá var hann 24,4 milljarðar. Þetta kemur fram í nýj- um tölum frá Hagstofu Íslands, sem birtar voru í gær. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu níu mánuði ársins var 52,6 milljarðar eða 32,8% meira á föstu gengi en árið áður og varð aukning í flestum liðum hans. Mest varð aukning í innflutningi á flutn- ingatækjum, sérstaklega fólks- bílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru. Þá hefur verðmæti olíuinnflutnings aukist mjög mikið, ekki síst vegna verðhækkunar er- lendis. Vöruskiptin í septembermánuði voru óhagstæð um 12,5 milljarða á móti 0,2 milljörðum í september í fyrra á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu níu mánuði ársins var 5,3 milljörðum eða 3,9% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Greining Íslandsbanka seg- ir lítið lát vera á neyslugleði lands- manna á innfluttum varningi, enda kaupmáttur almennings mikill og gengi hagstætt. Árferðið sé hins vegar óhagstætt útflutnings- greinum og ljóst að ýmsar þeirra þoli illa jafnhátt gengi krónu og raunin er nú. Leiðrétting á tveimur árum „Þetta ójafnvægi á viðskiptum við útlönd, sem einnig sér stað í tölum um neyslu Íslendinga erlendis og ferðalög útlendinga hingað til lands, endurspeglar þjóðarútgjöld umfram þjóðartekjur, sem á end- anum kallar á leiðréttingu á gengi krónunnar, en Greining spáir því að slík leiðrétting feli í sér um fjórðungslækkun frá núverandi gengi og eigi sér stað á næstu tveimur árum,“ segir í Morg- unkorni Íslandsbanka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil aukning Nærri 70% aukning varð milli ára í innflutningi einkabifreiða, samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Methalli á vöruskiptum við útlönd ● ANZA hefur keypt rekstur netafrit- .is sem hefur boðið þjónustu sína á samnefndri vefsíðu og séð um afrit- un tölvugagna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ANZA en þar segir jafnframt að með kaupunum hyggist fyrirtækið auka hlut sinn á markaði fyrir afritunarþjónustu fyrir fyrirtæki. Þjónusta netafrit.is verður eft- irleiðis kynnt undir nafninu „netafrit- un ANZA“ en hún verður eftir sem áð- ur í boði á vefnum í gegnum vefsíðuna netafrit.is. ANZA kaupir netafrit.is HAGNAÐUR KB banka á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 35,6 milljörðum króna. Þetta er ríflega 22 milljarða aukning miðað við sama tímabili á síðasta ári. Afkoma KB banka á fyrstu níu mánuðum þessa árs er besta af- koma í sögu bankans þó svo miðað sé við heilt ár, en á öllu síðasta ári var hagnaður bankans um 15,8 milljarðarkróna. Mestu munar um liðinn aðrar rekstrartekjur sem hækkaði um 21,8 milljarða frá síðasta ári en hreinar vaxtatekjur jukust um 11,4 milljarða á milli ára. Rekstrar- kostnaður jókst um 7,4 milljarða. Eignir bankans eru nú orðnar 2.310 milljarðar króna, 2,3 billjónir, og hafa þær aukist um 48,6% frá ára- mótum og munar þar mestu um kaupin á breska bankanum Singer & Friedlander. Til gamans má geta að eignir Ís- landsbanka og Landsbanka eru samanlagt 2.461 milljarður króna og því vantar ekki mikið upp á að KB banki sé stærri en hinir bank- arnir samanlagt í eignum talið. Í heild verður uppgjörið að telj- ast mjög gott þar sem tekjuflæði eykst verulega en kostnaður eykst ekki eins mikið. Eigið fé bankans eykst um nær 25 milljónir króna og eiginfjárhlut- fall samkvæmt CAD-reglum er 12,2%. Arðsemi eiginfjár er 32,3%. Mjög gott upp- gjör KB banka     #- -     - ! .   ! "    /  0   % ) 1             '62(8 53699 '69(5 '982 (4' +662   +4'28        # 1    '87'(46 2(6(93 22457 '6334 29'4( '(85 2(3 5   +'753      2673355 23(787 # !* )  :;. < .  !* 2'='> 6'=6> 25='> 69=4> !"#$%&!  "'()*)&!   #          Uppgjör Kaupþing banki hf. sverrirth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.