Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR It’s how you live Keflavíkurflugvöllur | „Þessi viðbót setur okkur í röð fremstu afgreiðslu- fyrirtækja á vellinum,“ segir Davíð Jóhannsson, framkvæmdastjóri Suð- urflugs ehf., sem gert hefur samning við bandaríska flugherinn um rekst- ur flugafgreiðslu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og afgreiðslu á herflugvélum sem um völlinn fara. Suðurflug ehf. sem er dótturfélag Air Atlanta, hefur á undanförnum árum byggt sig upp til að afgreiða flugvélar sem fara um Keflavík- urflugvöll og hefur hlutdeild fyr- irtækisins vaxið jafnt og þétt. Telur Davíð að á þessu ári nái fyrirtækið því takmarki að þjónusta helming al- mennrar flugumferðar. Þar er átt við flugvélar utan hefðbundins áætl- unarflugs til og frá landinu og her- flugs, alls um 2.600 á síðasta ári. Fyrirtækið var stofnað fyrir liðlega þrjátíu árum til að annast flug- kennslu og leiguflug, en sá þáttur starfseminnar lagðist niður fyrir nokkrum árum og það hefur að und- anförnu einbeitt sér að þjónustu við flugumferð og hefur í þeim tilgangi byggt upp eigin flugstöð á flugþjón- ustusvæðinu. Mikil vinna hefur farið í að afla þessa nýja verkefnis og hefur hún staðið sleitulaust í rúmt ár, eða frá því sjóherinn óskaði eftir áhugasöm- um aðilum í forvali á síðasta ári og bauð síðan verkefnið út. Eftir að flugherinn tók við þessu verkefni var afgreiðslan boðin út að nýju. Suðurflug sendi inn tilboð, eins og nokkur fleiri fyrirtæki, og komst í úrslit ásamt einu eða tveimur öðr- um. Varnarliðið gekk að þeirra til- boði fyrir skömmu. Verkið felst í rekstri flug- afgreiðslu varnarliðsins í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og afgreiðslu á flestum herflugvélum sem um Keflavíkurflugvöll fara. Starfsmenn Suðurflugs munu meðal annars annast flugumsjón og af- greiða farþega og varning og að- stoða áhafnir. Þetta eru flugvélar NATO og ýmissa annarra herja sem fara um völlinn í ýmsum erinda- gjörðum, til dæmis vegna flutninga á hermönnum og hergögnum og vegna æfinga. Um er að ræða vel á fjórða þúsund flugvéla á ári hverju. Hermenn varnarliðsins hafa að mestu unnið þessi verk hingað til en stofnanir hersins sem mannaðar eru íslenskum starfsmönnum hafa einn- ig komið að því, auk undirverktaka. Verkið nær ekki til herþotna, þyrlna eða eldsneytisvéla varnarliðsins sjálfs. Verðmæti samningsins er ekki gefið upp en ljóst er að það skiptir tugum milljóna á hverju ári. „Við höfum reynsluna og þekkinguna á þessum rekstri en vantar meiri mannskap,“ segir Davíð Jóhanns- son. Suðurflug hefur nú tíu starfs- menn en þarf að tvö- eða þrefalda þann fjölda vegna þessa nýja verk- efnis og veltan eykst sem því nemur eða jafnvel meira, að sögn fram- kvæmdastjórans. „Þetta er mjög gott innlegg í okkar rekstur,“ segir Davíð. Auðvelt að fá fólk Johan D. Jónsson, gamalreyndur maður úr flugþjónustunni, tók til starfa hjá Suðurflugi um síðustu áramót til að vinna að þessum samn- ingum og hann verður stöðvarstjóri Suðurflugs hjá hernum í gömlu flug- stöðinni frá og með 1. desember þeg- ar fyrirtækið tekur við verkefninu. Hann vann lengi hjá Flugfélagi Ís- lands og Flugleiðum og var meðal annars eitt ár í gömlu flugstöðinni fyrir nærri fjörutíu árum, eftir að fyrsta þota Íslendinga kom til lands- ins. „Ég var ekki lengi þarna og það hefur margt breyst síðan. En það vekur vissulega gamlar minningar að fara þangað aftur,“ segir Johan. Davíð segir að ekki verði vanda- mál að ráða hæfan mannskap í verk- ið. Verið sé að taka við umsóknum og þegar sé kominn góður listi. Verkefnið næstu daga sé að finna út hvaða menn hæfi best tilteknum stöðum. „Við höfum sett okkur það mark- mið að gera vel það sem við erum að gera og teljum að það hafi tekist. Þjónusta okkar hefur spurst vel út og það hefur skilað sér í sífellt aukn- um verkefnum. Enn eru mörg sókn- arfæri,“ segir Davíð. Þeir Johan hafa ekki áhyggjur af umræðum um samdrátt í umsvifum varnarliðsins. Segja að samningurinn sé til fimm ára og þótt umsvif varnarliðsins kunni að minnka hverfi hann ekki á brott á einni nóttu og að áfram verði þörf á þjónustu við þær herflugvélar sem um völlinn fara. Suðurflug ehf. tekur við rekstri flugafgreiðslu varnarliðsins og þjónustu herflugvéla á vellinum Komnir í fremstu röð afgreiðslu- fyrirtækja hér Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Aukin verkefni Davíð Jóhannsson framkvæmdastjóri og Johan D. Jónsson stöðvarstjóri á flughlaðinu við flugstöð Suðurflugs. Á bak við þá sést erlend sjúkraflugvél sem starfsmenn Suðurflugs eru að taka á móti og þjónusta. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SUÐURNES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.