Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Magnus Olafson kom að þessusinni til Íslands fyrst og fremsttil þess að mæta á aðalfundÞjóðræknisfélagsins þar sem hann var útnefndur heiðursfélagi. „Það er bæði heiður og mikil ánægja að vera hér í dag sem gestur ykkar og það er mikill heiður að taka við þessari útnefningu,“ sagði hann við athöfnina í Þjóðmenning- arhúsinu. „Ég átti ekki von á þessu.“ Björk Eiríksdóttir Olafson, eiginkona Curtis Olafsonar, formanns Íslendinga- félagsins í Mountain í Norður-Dakóta, og Richard Holland voru í Íslandsferðinni með Magnusi. Félagarnir Magnus og Richard fóru meðal annars í þriggja daga ferð til Akureyrar og Hofsóss, þar sem þeir heils- uðu upp á ættingja og vini. „Ég ákvað að skella mér með Magnusi og ferðin hefur verið frábær eins og hinar þrjár Íslands- ferðir mínar,“ segir Richard. Hann heim- sótti Ísland fyrst sem meðlimur leikhóps frá Norður-Dakóta 1999 og síðan í tvígang vegna byggingar sýningarhúss við Vest- urfarasetrið á Hofsósi, en hann er smiður á eftirlaunum og vann sem sjálfboðaliði við bygginguna. „Það getur vel verið að við komum aftur að ári,“ segir hann. Foreldrarnir landnemar Afi og amma Magnúsar í föðurætt, Krist- inn Ólafsson úr Eyjafirði og Katrín Ólafs- dóttir af Snæfellsnesi, fluttu frá Íslandi til Vesturheims 1873 og fæddist faðir hans, Jón Kristinsson Ólafsson, í lest á leið frá Quebec til Milwaukee 27. ágúst það ár. Eft- ir að hafa búið í sjö ár í Wisconsin og Minnesota flutti fjölskyldan til Norður- Dakóta 1880 og var með fyrstu Íslending- unum þar. Móðir hans, Kirstín Hermann, fæddist á Raufarhöfn og flutti með for- eldrum sínum, Hermanni Hjálmarssyni úr Mjóafirði og Magneu Guðjohnsen, vestur í Garðasveit árið 1880, þegar hún var 13 ára. Magnus ólst upp í Garðabyggð í Norð- ur-Dakóta og átti tvo eldri bræður. „Heim- ilið var mjög íslenskt og íslenska var málið en mamma, sem var kennari, kenndi okkur ensku áður en við fórum í skóla,“ segir hann. „Hún var vel menntuð og las gjarnan úr Íslendingasögunum fyrir okkur á kvöld- in. Pabbi þekkti sögu svæðisins manna best og þaðan er fróðleikur minn um það fyrst og fremst kominn.“ Félagsmálin mikilvæg Bændasamfélagið átti vel við Magnus og hann byrjaði að vinna fyrir sér sem bóndi. Síðan fengu stærstu kartöfluræktendur héraðsins, svonefndir Hall-bræður, J.G. Hall & Sons, hann til að starfa á skrifstofu fyrirtækisins og vann hann hjá þeim þar til hann fór á eftirlaun. Lois, kona Magnusar, lést 1984. Þau eignuðust þrjú börn og eru barnabörnin orðin fjögur. „Það eru engin barnabarnabörn enn, bara einn hundur og tveir kettir,“ segir Magnus. Íslendingarnir sem settust að í Norður- Dakóta og ættingjar þeirra hafa alla tíð ræktað garðinn heima og samskiptin við Ís- land og Íslendinga. Þar hefur Magnus verið í fararbroddi í áratugi og átt hlut að mörg- um merkum málum, jafnt innan sveitar sem utan. „Eftir að ég fór á eftirlaun hafði ég meiri tíma til að sinna þessum málum og dugnaðurinn til þess hefur alltaf verið fyrir hendi,“ segir hann. „Þetta hefur allt saman verið mjög skemmtilegt. Það var til dæmis mjög gaman að koma að uppbygg- ingu Íslandsgarðsins, Icelandic State Park, í Norður-Dakóta og það er alltaf jafn ánægjulegt að taka á móti einstaklingum og hópum frá Íslandi og fara með þeim sem fararstjóri um svæðið okkar.“ Ísland og allt sem íslenskt er hefur haft mikil áhrif á Magnus. Hann talar góða ís- lensku og hefur heimsótt Ísland átta sinn- um en fyrsta ferðin var reyndar ekki fyrr en fyrir tæpum 20 árum. „Ég hafði hvorki tíma né peninga til þess fyrr en hver ferð gerir mig að meiri Íslendingi og ekki síst viðurkenningarnar,“ segir hann og bætir við að fyrsta ferð sín til Íslands, 1986, hafi verið eins og að vakna í draumi frekar en vakna eftir að hafa dreymt. „Sögurnar sem mamma hafði sagt okkur forðum urðu ljós- lifandi og mér leið eins og heima hjá mér. Þannig hefur mér líka liðið í hverri ferð til landsins.“ Magnus er mikill lestrarhestur og les helst íslenskar bækur, annaðhvort á ís- lensku eða í enskri þýðingu. „Fólk er alltaf að senda mér góðar bækur,“ segir hann. „Ég hef til dæmis lesið þrjár af bókum Vil- hjálms Hjálmarssonar frá Brekku og ævi- sögu Péturs Ólafssonar á Hrannastöðum. Ég hef lesið bækur Böðvars Guðmunds- sonar og bækur Viðars Hreinssonar um Stephan G. Stephansson. Síðan hef ég lesið margar Íslendingasögur og bækur eftir Halldór Laxness, til dæmis Sjálfstætt fólk í enskri þýðingu. Og svo má lengi telja.“ Árið 1999 var Magnus sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til varðveislu íslenskrar menn- ingar og sögu í Norður-Dakóta. „Það er mesti heiður sem ég get hugsað mér,“ seg- ir hann. Í góðum hópi Samskipti fólks í Norður-Dakóta við Ís- land hafa aukist þó nokkuð á nýliðnum ár- um og segir Magnus að heimsókn íslenskra ráðamanna til ríkisins og samvinna við Vesturfarasetrið á Hofsósi hafi haft mikið að segja. Hins vegar fari 100% „Íslend- ingum“ fækkandi í ríkinu og því þurfi að vinna að því að halda þeim, sem ekki eru með eins mikið „íslenskt“ blóð í æðum, við efnið. Íslendingafélagið í Mountain geri það til dæmis með því að virkja ungu kynslóð- ina við árleg hátíðahöld fyrstu helgina í ágúst en meira þurfi til. Hann nefnir m.a. skipulagða íslenskukennslu í því sambandi. „Hún hefur verið framkvæmd og gengið vel.“ Ekki fer á milli mála að Magnus er mikill Íslendingur í sér og honum leiddist ekki að halda upp á afmæli sitt með ættingjum og vinum á veitingastaðnum Við Tjörnina. „Ég átti ekki von á því að halda upp á afmæli mitt á Íslandi fyrr en þessi ferð var skipu- lögð og ljóst að dagurinn félli innan henn- ar,“ segir hann. „Ég vissi heldur ekki hvað þetta yrði allt saman stórkostlegt. Þetta hefur verið mikið hátíðarhald og það er mikill heiður að vera sem heiðursfélagi Þjóðræknisfélagsins kominn í hóp með Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands, og Stefáni J. Stefánsyni í Gimli í Manitoba.“ Eins og að vakna í draumi Nýliðinn sunnudag varð Magnus Olafson frá Norður- Dakóta í Bandaríkjunum 85 ára og hélt hann upp á af- mæli sitt á Íslandi í fyrsta sinn. Hann var jafnframt út- nefndur heiðursfélagi Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í fyrri viku. Steinþór Guð- bjartsson fylgdi bónda eftir og spjallaði við hann. Magnus Olafson og Geir H. Haarde, en utan- ríkisráðherra hélt boð fyrir gestina sem sóttu Þjóðræknisþingið frá Norður-Ameríku. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sendinefndin frá Norður-Dakóta á þingi Þjóðræknisfélags Íslendinga, sem var í Þjóðmenning- arhúsinu. Frá vinstri: Richard Holland, Björk Eiríksdóttir Olafson og Magnus Olafson. steinthor@mbl.is UM helgina voru 130 ár liðin frá því Íslendingar tóku land sunnan við Gimli í Manitoba og byggðu það sem kallað hefur verið Nýja Ísland. Tíma- mótanna var minnst á ýmsan hátt vestra. Hópur Íslendinga kom til Winni- peg 11. október 1875 og þaðan lá leið- in norður. Til stóð að sigla á Winni- pegvatni að landi þar sem nú er Riverton og hafði það verið tekið frá fyrir Íslendingana. Veður gerði það að verkum að þeir komust ekki svo langt og tóku land á Víðinesi skammt fyrir sunnan Gimli 21. október 1975. Landnámið í Manitoba var hafið. Þessara tímamóta hefur verið minnst árlega 21. október með göngu frá Gimli að minnisvarða um land- nemana á Víðinesi og tóku margir þátt í göngunni í ár. Að henni lokinni flutti Guðrún Ágústsdóttir erindi í Gimli og kvöldið eftir var fjáröflunarkvöldverður til styrktar Safni íslenskrar menningar- arfleifðrar í Nýja Íslandi. Við það tækifæri fylgdi Atli Ásmundsson, að- alræðismaður Íslands í Winnipeg, vil- yrði Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra eftir og færði safninu 20.000 dollara að gjöf frá ríkisstjórn Íslands. Styrkurinn var veittur til minningar um dr. Leo Kristjanson í Gimli, en hann féll frá síðsumars. Svavar Gestsson, sendiherra, flutti erindi við Manitobaháskóla, og gestir skoðuðu sýningu Ásmundar Ás- mundssonar. Sýningin var sett upp í sýningarsal íslenska bókasafnsins við háskólann og er fyrst í röðinni í sýn- ingum sem þarna verða næstu þrjú árin. Röðin nefnist Visions eða Sýnir og er skipulögð af Sigrid Johnson, safnverði íslenska bókasafnsins, dr. Birnu Bjarnadóttur, prófessor við ís- lenskudeild háskólans, og Hannesi Lárussyni, sem er sýningarstjóri verkefnisins. Tímamótanna minnst Ásmundur Ásmundsson sýnir verk sín í Manitoba-háskóla til 10. nóvember. Opið um helgina Kosningaskrifstofan er opin laugardag og sunnudag milli kl. 13 og 18. Heitt á könnunni, vöflur og annað góðgæti. Allir velkomnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.