Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 71
Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd. Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6 Africa United Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn  S.V. Mbl. It´s all Gone Pete Tong • Sýnd kl. 2 Enskt tal/Ótextuð Inkasso • Sýnd kl. 2 Danskt tal/Ótextuð Solkongen • Sýnd kl. 4 Danskt tal/Ótextuð The King • Sýnd kl. 4 Enskt tal/Ótextuð Ringers: Lord of the Fans • Sýnd kl. 6 Enskt tal/Ótextuð My Summer of Love • Sýnd kl. 6 Enskt tal/Ótextuð Lords of Dogtown • Sýnd kl. 8 Enskt tal/Íslenskur texti Adams Æbler • Sýnd kl. 8 Danskt tal/Ótextuð Pusher lll • Sýnd kl. 10 Danskt tal/Ótextuð Kung Fu Hustle • Sýnd kl. 10 Enskur texti októberbÍófest | 26. október - 14. nóvember Miða­sa­la­ opn­a­r kl. 17.30 Sími 551 9000 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM  "“hörku spennandi barátta upp á líf og dauða þar sem öll tiltæk meðöl eru notuð...”"  S.V. MBL  EMPIRE MAGAZINE. UK Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 1.45, 3, 5.30, 8 og 10.30-POWER  VJV Topp5.is  Kóngurinn og Fíflið, XFM Tom Stall lifði fullkomnu lífi... þangað til hann varð að hetju. Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Sýnd kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40  TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið  ó.H.T. Rás 2 TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU400 KR. 400 KR.  H.J. Mbl. ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðagur sýnd. Sýnd kl. 2, 4 og 6 Ísl. tal (besti leik- stjóri, besta heimildarmynd, besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna POWER SÝNIN G KL. 10 .30 á s tærst a thx tj aldi l andsi ns Bráðfyndin og kolsvort kómedía sem virðir pólítíska réttsýni að vettugi. Á dönsku. Engin texti. Vinsælasta myndin í Asíu. Magnað sjónarspil og slagsmálasenur! Upplifðu upphafið af töffaraskap hjólabrettana. 400 kr. í bíó!* * Gildir á a­lla­r sýn­in­ga­r merkta­rmeð ra­uðu Þriðja myndin í hinum ofbeldisfullu og blóðugu Pusher myndaflokki. Pusher III Sýnd kl. 2 Ísl. tal 553 2075bara lúxus ☎ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 71 RAGNHEIÐUR Gröndal hefur á stuttum tíma náð að syngja sig inn í hug og hjarta margra Íslendinga. Í næstu viku kemur í verslanir ný plata með söngkonunni þar sem hún reynir jafnframt fyrir sér sem texta- og lagasmiður. Platan inni- heldur frumsamin lög og texta eftir Ragnheiði sjálfa, utan eins texta sem er eftir vinkonu hennar. „Hún samdi textann þegar við vorum 14 ára og ég er búin að geyma hann í öll þessi ár,“ segir Ragnheiður. „Lagið við textann hennar er jafnframt það fyrsta sem ég samdi.“ Ragnheiður segir lögin hafa orð- ið til á unglingsárum sínum og end- urspegli textarnir að miklu leyti það tímabil í lífi hennar. „Það gerist mikið á þessum aldri þegar maður er að ná persónu- legum þroska og oft er mikið um dramatík. Platan er einskonar upp- gjör við þetta tímabil,“ segir hún. „Textarnir eru margir hverjir mjög dramatískir, þeir eru per- sónulegir og blátt áfram. Það er ekki mikið um myndlíkingar. Bestu lögin verða til þegar maður er rosa- lega glaður eða sorgmæddur.“ Fékk að ráða mestu sjálf Ragnheiður segir það skemmti- lega tilbreytingu að flytja lög eftir sjálfa sig og segir tónlistina verða persónulegri fyrir vikið. Auk þess að semja fyrir sjálfa sig hefur hún einnig látið öðrum kollegum sínum lögin sín í té. „Regína Ósk hafði samband við mig og spurði hvort ég ætti einhver lög fyrir sig. Hún flytur eitt lag eft- ir mig á nýju plötunni sinni. Upp- haflega ætlaði ég að hafa lagið á plötunni minni en svo fannst mér það ekki henta stemmingunni nógu vel svo ég lét hana fá það,“ segir Ragnheiður og bætir við að það hafi glatt hana mikið að Regína vildi nota lagið á plötunni sinni. Væntanleg plata Ragnheiðar ber heitið After the Rain en með henni leika Guðmundur Pétursson, gít- arleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari, Einar Scheving á trommur og Kjartan Valdimarsson á hljóðgervil auk Hauks Gröndal sem leikur á klarinett auk þess að stjórna upptökum í samvinnu við Ragnheiði. „Ég fékk þó að ráða mestu sjálf en Haukur gaf mér góð ráð varð- andi útsetningar á lögunum,“ segir Ragnheiður. „Ég held að útkoman hafi verið fín, ég er allavega mjög sátt.“ Lögin eru öll á ensku og segist Ragnheiður eiga auðveldara með að semja texta uppá enska tungu. „Mér finnst textinn flæða betur þannig. Það er svo erfitt að semja flotta texta á íslensku, það eru ekki nema örfáir sem geta gert það vel,“ segir hún. Er platan þá jafnvel hugsuð fyrir erlendan markað? „Það er aldrei að vita. Ég veit að 12 Tónar ætla að senda hana til Skandinavíu og reyna að kynna hana eitthvað. Ég er að vonast til að henni verði dreift þar og að ég geti farið að spila þar í kjölfarið. En það verður bara að koma í ljós,“ segir Ragnheiður. Útgáfutónleikar af tilefni After the Rain eru áætlaðir 16. nóvember næstkomandi í Íslensku óperunni. „Svo förum við kannski eitthvað út á land í kjölfarið,“ segir Ragn- heiður og bætir við að lokum. „Ég vonast auðvitað til að platan fái góðar viðtökur en þetta gæti þó komið einhverjum á óvart. Þetta er ólíkt því sem ég hef verið að gera áður.“ Tónlist | Ný plata frá Ragnheiði Gröndal Persónuleg og blátt áfram Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Gröndal gefur frá sér nýja plötu með frumsömdu efni í næstu viku. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞAÐ BÍÐA eflaust margir Íslendingar í ofvæni eftir að fá að lesa nýjustu bók Arn- aldar Indriðasonar, Vetr- arborgina. Biðin er senn á enda en á miðnætti mánu- daginn 1. nóvember geta áhugasamir mætt í verslun Pennans í Austurstræti og tryggt sér eintak af bók- inni. Arnaldur er ókrýndur metsöluhöfundur Íslands en bækur hans hafa selst í yfir milljón eintök- um víða um heim. Hann er jafnframt sá núlifandi íslenski rithöfundur sem gefinn er út hvað víðast í heiminum. Eins og greint hefur verið frá hyggst nú leikstjórinn Baltasar Kor- mákur gera mynd eftir sögu Arn- aldar, Mýrinni, og er áætlað að tökur hefjist síðar í vetur. Á miðnætti á mánudaginn er það svo ekki einungis bókin góða sem stendur miðnæturgestum Pennans til boða heldur geta við- staddir skráð sig sem auka- leikara í kvikmyndinni Mýr- inni. Í Vetrarborginni fá góð- kunningjarnir Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg til rann- sóknar óhugnanlegan glæp þegar drengur finnst látinn á víðavangi. Hægt er að nálgast fyrsta kafla bókarinnar í upplestri Ingvars E. Sigurðssonar á vef útgefandans, edda.is, og hafa hátt í 2000 manns nýtt sér þann möguleika. Bækur | Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason kemur út Aukahlutverk í boði Arnaldur Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.