Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afkoma sveitarfé-laganna á síðastaári var mun betri en árið 2003 þegar þau voru gerð upp með 2,5 milljarða króna halla. Horfur eru á að fjárhags- staða þeirra haldi áfram að batna. Staðan er hins vegar misjöfn. Verst er hún hjá meðalstórum þétt- býlisstöðum á landsbyggð- inni. Skatttekjur sveitarfé- laganna hafa aukist mikið á síðustu árum. Á föstu verðlagi hafa þær aukist úr 50,5 milljörðum árið 1997 í 82,2 milljarða í fyrra. Ástæðan er tví- þætt. Í fyrsta lagi hefur meðal- útsvar hækkað á þessum árum úr 11,57% í 12,98%. Í öðru lagi hafa sveitarfélögin fengið meiri tekjur vegna hærri launa og þenslu í efnahagslífinu. Afgangurinn um 2,5 milljarðar Árið 2002 voru sveitarfélögin gerð upp með 657 milljóna króna afgangi. Árið eftir versnaði staðan hins vegar mikið og niðurstaðan varð halli upp á tæplega 2,6 millj- arða. Mun betri útkoma varð á síð- asta ári þegar sveitarfélögin skil- uðu um 2,5 milljarða afgangi. Gunnlaugur Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, gerði grein fyrir afkomu sveitarfé- laganna á fjármálaráðstefnu þeirra, sem lauk í gær. Hann benti á að afkoma sveitarfélaganna væri mjög misjöfn. Allur hagnaður af rekstri þeirra í fyrra hefði fallið til á höfuðborgarsvæðinu. Sveitar- félögin utan þess hefðu samtals verið gerð upp á núlli. Hann sagði að athyglisvert væri í þessu sam- bandi að skoða skiptingu rekstr- arútgjalda sveitarfélaganna. Í fyrra hefðu 42,4% útgjalda Reykjavíkur farið til fræðslu- og uppeldismála. Hjá sveitarfélögum með 300–999 íbúa hefði þetta hlut- fall hins vegar verið 57,3% og 63% hjá sveitarfélögum þar sem íbúar eru innan við 300. Í þeim tölum sem Gunnlaugur lagði fram á fjármálaráðstefnunni kemur fram að í fyrra voru um 20% sveitarfélaga með hærri rekstrarútgjöld en tekjur. Árið 2002 var rekstur um 35 sveitarfé- laga þannig að handbært fé var við eða undir núlli. Árið 2003 voru um 50 sveitarfélög í þessari stöðu, en í fyrra voru þau 25. Gunnlaugur sagði að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu og dreifbýlissveitarfélögin hefðu að jafnaði verið með yfir 5% hand- bært fé frá rekstri í fyrra. Þorp og meðalstórir þéttbýlisstaðir úti á landi hefðu hins vegar verið undir þessu 5% marki. Samtals hefðu 54 sveitarfélög sem skiluðu jákvæðri niðurstöðu verið rekin með sam- tals 3,9 milljarða afgangi, en 44 sveitarfélög sem voru með nei- kvæða niðurstöðu hefðu samtals verið rekin með 1,6 milljarða halla. Bilið fer vaxandi Gunnlaugur sagði að þótt flest benti til að fjárhagsstaða sveitar- félaganna myndi áfram fara batn- andi benti jafnframt flest til að bil- ið milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem þenslan er og fólki fjölgar og minni sveitarfélaganna færi vax- andi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, sagði á fjármálaráð- stefnunni að munurinn á afkomu sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu og sveitarfélaga á lands- byggðinni þar sem fólki fækkaði væri áhyggjuefni. Unnið hefði ver- ið að því að taka á þessum vanda með því að efla Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þessi sjóður væri gríðarlega mikilvægur. Nú væri að takast samkomulag um að auka tekjur hans um 700–800 milljónir. Það væri mikilvægt að breytingar á reglum sjóðsins, sem unnið væri að, leiddu til þess að þessar auknu tekjur færu til sveitarfélaga sem væru virkilega í erfiðleikum í sín- um rekstri. Jöfnunarsjóðurinn hefur vaxið mikið á síðustu árum. Tekjur hans eru í dag um 12 milljarðar, en ekki eru mörg ár síðan hann velti tveimur milljörðum. Hafa ber í huga að á síðustu árum hefur hann með lögum tekið að sér aukin verkefni, eins og t.d. húsaleigu- bætur, að veita sveitarfélögunum framlög vegna breytinga á álagn- ingarstofni fasteignaskatts og jöfnunarframlög vegna rekstrar grunnskólans. Áætlað er að út- gjöld sjóðsins vegna grunnskólans nemi fjórum milljörðum í ár. Efnahagsumhverfið er sveitar- félögunum að mörgu leyti hag- stætt um þessar mundir. Hag- vöxtur er mikill og atvinnuleysi lítið. Þetta hefur þau áhrif að tekjur sveitarfélaganna aukast og útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar ættu að dragast saman. Gunn- laugur benti á að þenslan hefði einnig þau áhrif að sveitarfélögin ættu í erfiðleikum með að manna stöður og þrýstingur væri á þau af hækka laun. Hann sagði að launa- greiðslur sveitarfélaganna á fyrstu sex mánuðum þessa árs væru 10% hærri en á fyrri helm- ingi síðasta árs. Ástæðan væri bæði hærri laun og fleira starfs- fólk. Fréttaskýring | Afkoma sveitarfélaganna Staðan er mjög misjöfn Afgangur af rekstri sveitarfélaganna féll allur til á höfuðborgarsvæðinu Frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Mikið tap er af rekstri félagslegs húsnæðis  Sveitarfélögin hafa mikil út- gjöld af rekstri félagslegra íbúða sem þau eiga og reka. Í fyrra var tap af rekstri þeirra um 960 milljónir og jókst frá árinu á undan. Horfur eru á að þetta tap minnki á þessu ári. Ástæða er sú að nokkur sveitarfélög á lands- byggðinni hafa á þessu ári selt talsvert mikið af félagslegu hús- næði. Eftirspurn eftir þessum íbúðum á almennum markaði hefur aukist mikið. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞEGAR gamlir kunningjar hittast á förnum vegi er oft- ast nær margt sem menn þurfa að ræða. Það var a.m.k. uppi á teningnum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins smellti mynd á Laugaveginum fyrir skemmstu. Búast má við líflegu mannlífi um Laugaveginn um helgina, en framkvæmdir við götuna við Stjörnubíósreitinn er lokið. Morgunblaðið/Kristinn Á förnum vegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.