Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 20
Clichy-Sous Bois. AP. | Nótt eftir nótt
hefur ungt fólk í innflytjendahverf-
um franskra borga efnt til óeirða,
brennt þúsundir bíla og eyðilagt
skóla, verslanir og önnur mann-
virki. Hefur óöldin að sjálfsögðu
vakið margar spurningar og til
dæmis þessa: „Hvað með foreldra
þessa unga fólks? Hver er ábyrgð
þeirra?“
Ástandið í frönsku innflytjenda-
hverfunum, réttnefndum fátækra-
hverfum, hefur ekki aðeins svipt
hulunni af þeirri spennu, sem ríkir í
frönsku samfélagi, heldur hefur það
einnig varpað ljósi á hina bágu
stöðu innflytjendafjölskyldunnar og
upplausnina innan hennar.
Flestar fjölskyldur eiga erfitt
með að láta enda ná saman og for-
eldrarnir hafa því oft lítinn tíma til
að tala við börnin. Oft eiga þau líka í
vandræðum með að skilja hvert
annað. Sumt af þessu fólki hefur
ekki einu sinni franskan ríkisborg-
ararétt og talar ekki frönsku og get-
ur því illa tjáð sig við börnin, sem
oft eru illa að sér í móðurmáli for-
eldranna.
Sumir foreldrar segja, að aga-
leysið meðal unga fólksins megi
rekja til þess, að í Frakklandi sé
bannað að flengja börn og tukta til
unglinga. Vegna þess séu þeir alveg
ráðalausir og geti enga stjórn haft.
„Lífið er erfitt“
Fatna, sem kom til Frakklands
frá Alsír, segist vilja trúa því, að 21
árs gamall sonur hennar hafi sak-
laus verið dæmdur í tveggja mán-
aða fangelsi fyrir að taka þátt í
óeirðunum.
„Lífið er erfitt,“ segir Fatna en
hún og maður hennar eru ólæs og
tala ekki frönsku þótt þau hafi búið í
Frakklandi í 27 ár. Hún segir, að
Khaled, sonur sinn, hafi verið heima
um kvöldið er óeirðirnar brutust
fyrst út en farið út kvöldið eftir og
ekki komið heim fyrr en daginn eft-
ir. Samt segist hún vona, að hann
hafi bara verið á röngum stað á
röngum tíma. Hún er þó augljóslega
ekki alveg viss:
„Auðvitað veit ég ekki hvað hann
var að gera. Ég er ólæs og óskrif-
andi og veit ekki neitt.“
Khaled flosnaði upp úr skóla og
er atvinnulaus.
„Ungt fólk fær enga vinnu og lög-
reglan kemur illa fram við það,“
segir Fatna, sem hefur aldrei unnið
utan heimilisins.
Foreldrar í innflytjendahverf-
unum kvarta um það, að börnin
hlusti ekki á þá, ljúgi að þeim og
hóti jafnvel að klaga til lögregl-
unnar fái þau ekki að fara sínu
fram. Mörgum finnst frelsið allt of
mikið og geri þeim ókleift að ala
börnin upp. Þá sé skipulega grafið
undan trúrækni og trúarlegum
táknum, sem oft séu beinlínis bönn-
uð.
Engin sektarkennd
Sonia Imloul, sem unnið hefur
með unglingum í úthverfinu Seine-
Saint-Denis þar sem óeirðirnar hafa
verið mestar, segir, að um 40% fjöl-
skyldna í úthverfunum séu í upp-
lausn. Afleiðingin sé sú, að börnin
hætti í skóla, leiðist út í fíkniefna-
neyslu og afbrot.
„Hvað er 12 ára gamalt barn að
gera úti á götu um miðja nótt? For-
eldrarnir hafa ekki lengur neitt vald
yfir börnunum,“ segir Imloul.
Marie-Noelle Botte, sem vinnur
með börnum og mæðrum þeirra í
Clichy-Sous-Bois, segir það eftir-
tektarvert, að unga fólkið, sem nú
hefur verið dæmt fyrir þátttöku í
óeirðunum, hafi enga iðrun sýnt.
„Yfirleitt er því bara alveg sama,“
segir hún. „Það finnur ekki til meiri
sektar en þótt það hefði hnuplað
einum sælgætismola.“
Þegar Fatna er spurð hvers
vegna hún hafi ekki lært frönsku í
þau 27 ár, sem hún hefur búið í
Frakklandi, svarar hún:
„Ég fer aldrei út fyrir hússins
dyr. Ég er alltaf heima og hitti ekki
nokkurn mann.“
Fátækt, agaleysi og
fjölskyldur í upplausn
Þrátt fyrir langa búsetu í Frakklandi tala sumir innflytjendur ekki frönsku og siðir samfélagsins
eru þeim framandi. Afleiðingin er firring og stjórnleysi og mikil gjá á milli foreldra og barna.
Reuters
Innflytjendaunglingar í Toulouse með léttar ögranir við lögreglumenn.
Foreldrar unglinganna segja þá stjórnlausa og oft er staðan þannig, að for-
eldrarnir tala ekki frönsku og börnin skilja vart móðurmál foreldranna.
HUNGURSNEYÐ vofir yfir í Mið-
Ameríkuríkinu Gvatemala, sem varð
illa úti er fellibylurinn „Stan“ reið
þar yfir 1. október sl. Beiðni Mat-
vælahjálpar Sameinuðu þjóðanna
um að alþjóðasamfélagið komi nauð-
stöddum íbúum landsins til hjálpar
hefur hlotið dræmar undirtektir.
Hundruð manna fórust í aurskrið-
um er „Stan“ gekk yfir landið. Að
sögn Trevors Rowe, sem starfar fyr-
ir Matvælahjálpina, óttast menn nú
að margir muni deyja til viðbótar
sökum vannæringar. „Við teljum að
við lok þessa árs verði matvæli
flestra gengin til þurrðar,“ sagði
Rowe í samtali við breska útvarpið,
BBC.
Ástandið er verst á þeim svæðum
þar sem bændur iðka sjálfsþurft-
arbúskap. Margir bændanna misstu
alla uppskeru sína í náttúruhamför-
unum og í mörgum tilfellum misstu
þeir einnig allt ræktunarland sitt.
„Við óttumst að hungurdauði vofi yf-
ir þessu fólki berist því ekki alþjóð-
leg neyðaraðstoð,“ sagði Rowe.
Matvælahjálpin hefur farið þess á
leit við alþjóðasamfélagið að lagðar
verði fram 14,1 milljón Bandaríkja-
dala til að lina þjáningar 285.000
manna á sex mánaða tímabili. Að
sögn Rowe hafa þrjú ríki nú lagt
fram 4,5 milljónir dala. Þar ræðir um
Bandaríkin (3,5 milljónir), Noreg og
Sviss. „Heimsbyggðin hefur enn
ekki gert sér ljóst hvílík áhrif felli-
bylurinn hafði,“ sagði Rowe.
Börnin líða næringarskort
Mjög algengt er að börn í Gvate-
mala líði næringarskort. Í sumum
hlutum landsins fá 50% til 80% barna
ekki næga næringu. „Þetta fólk mun
ekki geta dregið fram lífið hjálpar-
laust við lok þessa árs,“ sagði Rowe.
Kvað hann Sameinuðu þjóðirnar
vilja með ákalli þessu leitast við að
koma í veg fyrir að sama ástand
skapaðist í Gvatemala og í Afríkurík-
inu Níger fyrr í ár. Sameinuðu þjóð-
irnar höfðu varað við yfirvofandi
hungursneyð þar og farið fram á
fjárframlög en því ákalli var ekki
sinnt. Heimsbyggðin tók fyrst við
sér þegar skelfilegar sjónvarps-
myndir af sveltandi og deyjandi fólki
tóku að berast í júlímánuði. Þá var
um seinan að koma mörgum til
hjálpar. Rowe kvað ástandið í Gvate-
mala svipað því sem ríkti í Níger;
hungurdauði vofi yfir fólkinu líkt og
„tifandi tímasprengja“. Og nú þegar
hafi verið kveikt í tundurþræðinum.
Óttast hungursneyð í Gvatemala
Dræmar undirtektir við ákalli Sam-
einuðu þjóðanna um neyðaraðstoð
Washington. AFP. | Bandarískir vís-
indamenn hafa uppgötvað nýjan
hvata eða hormón, sem veldur lyst-
arleysi hjá rottum. Vonast þeir til,
að uppgötvunin geti komið að
gagni í baráttunni við offituna.
Rottur, sem var gefið hormónið,
misstu 20% líkamsþyngdar sinnar á
einni viku en vísindamennirnir, sem
sögðu frá þessu í tímaritinu
Science, lögðu áherslu á, að enn
væri of snemmt að slá því föstu, að
áhrifin yrðu þau sömu hjá mönnum.
Nýja hormónið er kallað obestat-
in en önnur hormón, sem eiga að
hafa áhrif á matarlyst, ghrelin,
leptin og melanocortin, hafa hingað
til litlu breytt fyrir þá, sem eru ým-
ist of þungir eða þjást af offitu. Á
það við um 65% Bandaríkjamanna
yfir tvítugu.
Miklar vonir eru bundnar við
obestatin og þá vegna þess, að það
er sami arfberinn, sem framleiðir
það og ghrelin, sem dregur ekki úr
matarlyst, heldur eykur hana.
Hann virðist því gegn miklu hlut-
verki við að hafa stjórn á matarlyst-
inni, auka hana eða minnka.
Hormón
gegn offitu
Ósló. AFP. | Norska stjórnin
hótaði í gær að loka þeim fyr-
irtækjum, sem ekki sæju til
þess að í stjórnum þeirra væri
hlutur kvenna að minnsta kosti
40%. Var þeim gefinn tveggja
ára frestur eða til ársloka 2007.
Lög um hlutfall kvenna í
stjórnum fyrirtækja voru sam-
þykkt í norska Stórþinginu
2002 og áttu að vera komin til
framkvæmda um mitt þetta ár.
Laila Dåvøy, fjölskylduráð-
herra í nýrri stjórn vinstri-
flokkanna, sagði hins vegar í
gær að á þessum tíma hefði
hlutur kvennanna ekki aukist
mikið, aðeins farið úr 6% í 11%.
Þess vegna væri ekki um ann-
að að ræða en að hóta lokun
þeirra fyrirtækja, sem streitt-
ust við.
Í norsku atvinnulífi bera
margir sig illa vegna laganna
en þrátt fyrir allt jafnréttið í
Noregi er hlutur kvenna að
þessu leyti betri í mörgum öðr-
um Evrópuríkjum.
Sigrun Vågeng, formaður í
samtökum atvinnurekenda,
sagði að hótanir um að loka
fyrirtækjum vantaði þar eina
konu í stjórn væru yfirgengi-
legar og hvatti hún til að farið
yrði hægar í sakirnar.
Fleiri
konur eða
lokað ella