Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 22
Vík | Þegar dimmasti tími ársins nálgast er nauð-
synlegt að góð lýsing sé í borg og bæ. Gunnar
Jónsson, rafvirki frá Kirkjubæjarklaustri, var að
skipta um ljósaperur á götum Víkur í Mýrdal á
dögunum. Ætti að verða tiltölulega bjart á götum
þorpsins á næstunni.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skipt um peru
Myrkur
Akureyri | Suðurnes | Landið | Árborg
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Sjávarútvegur í Stykkishólmi hefur
orðið fyrir miklum áföllum á síðustu árum.
Skelveiðar voru bannaðar fyrir tveimur
árum og rækjuveiðar hafa lagst af. Þessar
veiðar voru undirstaða í útgerð skipa og
vinnslu í Stykkishólmi
Nú eru afleiðingarnar að koma fram af
fullum þunga. Bátum yfir 15 lestum hefur
fækkað mikið í Stykkishólmi á síðasta
kvótaári. Fyrir ári voru gerðir út héðan 10
bátar samtals 1.555 brl, en nú hefur helm-
ingur þeirra verið seldur í burtu og eftir
eru fimm bátar samtals 850 brl.
Með sölu á þessum skipum fóru mörg
sjómannsstörf og hafnarsjóður missir af
miklum tekjum. Það munar um minna.
Hólmarar hafa verið hepnir með bæjar-
stjóra í gegnum árin og skipti hafa ekki
verið tíð.Það hefur komið í ljós að bæj-
arstjórarnir hafa haft sterkar taugar til
bæjarins, þótt þeir hafi flutt í burtu. Sig-
urður Pálsson, sem var sveitarstjóri, og
Ólafur Hilmar Sverrisson og Óli Jón
Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjórar,
hafa keypt sér hús í bænum til að eiga hér
athvarf. Sturla Böðvarsson, sem var bæj-
arstjóri í 17 ár, hefur aldrei farið og vill
hvergi annars staðar vera. Þeir vilja njóta
ávaxta verka sinna í bænum og fagna
heimamenn því.
Hér áður fyrr þótti stórum þjónustufyr-
irtækjum á höfuðborgarsvæðinu kostur að
hafa umboðsmenn á landsbyggðinni til að
ná betra sambandi við sína viðskiptamenn.
Má þar nefna flugfélögin, ferðaskrifstofur,
tryggingafélög. Nú er öldin önnur. Við-
skiptin eiga að fara fram á netinu, um-
boðsmenn óþarfir. Á þessu ári lokaði VÍS
sinni skrifstofu og hefur umboðið verið
innlimað í KB banka og Sjóvá lokar sinni
skrifstofu um áramót. Allar þessar ráð-
stafanir eru gerðar í anda hagræðingar og
sparnaðar. Það vekur þó athygli að TM
tryggingar opna skrifstofu á næstu dög-
um. Skyldi það þó vera að á þeim bænum
telji menn að mannlegi þátturinn í sam-
skiptum hafi dálítið að segja til að tryggja
og efla viðskiptin?
Úr
bæjarlífinu
STYKKISHÓLMUR
EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON
FRÉTTARITARA
Karlakór Rangæinga hélt haust-tónleika sína á Laugalandi íHoltum á dögunum. Karlakór-
inn hefur haldið þessum sið mörg und-
anfarin ár en tónleikarnir voru að
þessu sinni með öðrum svip því að nú
rann allur ágóði tónleikanna til ungs
manns, Pierres Davíðs Jónssonar, sveit-
unga kórfélaga, sem varð fyrir því
óhappi að velta vörubíl og slasast mik-
ið. Eðlilega hefur hann orðið fyrir
tekjumissi fyrir utan allt annað sem
fylgir svona slysum.
Fjöldi listamanna kom fram á tónleik-
unum, auk Karlakórs Rangæinga. Sér-
stakir gestir voru eldri félagar Karla-
kórs Reykjavíkur.
Halldóra J. Þorvarðardóttir prófast-
ur var kynnir. Fram kemur í tilkynn-
ingu að allir sem komu að tónleikunum
gáfu vinnu sína í þágu málefnisins. Um
400 gestir sóttu tónleikana.
Gáfu innkomuna til sveitunga
Rúnar Kristjánssoná Skagaströnd létfjarlægðina ekki
aftra sér frá því að fylgj-
ast með prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjavík:
Eftir prófkjörsleik og læti
langar marga í ró og frið.
Og það að lenda í þriðja sæti
þroskar kannski upp á við!
Og hann bætir við:
Sást í málum svanna spyrna,
sigur vannst í kvennahús.
Hæst þar náði Hanna Birna
en hinar fengu líka +.
Loks yrkir Rúnar með
tvöföldu endarími – ef-
laust ort eftir tapleik
Chelsea gegn United:
Klippi ei neitt af skeiði skára,
skerpan hugsun leiði klára.
Allt sé gott hjá Eiði Smára,
ekkert veki reiði sára.
Páll Vídalín lögmaður
orti til konu sinnar en á
því heimili voru hjóna-
erjur nokkuð tíðar:
Þótt þú lofir fögru, fljóð,
fer það sem er vani.
Sættin verður á svenskra móð,
sem þeir gera við Dani.
Af Eiði Smára
pebl@mbl.is
Sauðárkrókur | Á fjórða hundrað þúsund
gærur voru saltaðar á Sauðárkróki í haust.
Það var Skinnaiðnaður hf. sem tók að sér
söltun á gærunum fyrir fimm sláturhús og
voru þær saltaðar í húsakynnum sem áður
tilheyrðu Loðskinni.
Að sögn Jóns Hjartar Stefánssonar, verk-
stjóra hjá Skinnaiðnaði, komu gærurnar frá
Kópaskeri, Húsavík, Blönduósi og Búðar-
dal, auk Sauðárkróks. Þetta eru sömu slát-
urhús og saltað var fyrir árið 2004 nema
hvað Búðardalur bættist við. Ástæða þess
að gærurnar eru fluttar til Sauðárkróks
mun í flestum tilfellum vera plássleysi hjá
sláturhúsunum. Einnig hefur það áhrif að á
Sauðárkróki er búnaður sem sér um að strá
salti á gærurnar sem sparar verulega fólk
við söltunina miðað við þær aðferðir sem áð-
ur tíðkuðust. Þessi búnaður var notaður í
fyrra á Sauðárkróki en hafði áður verið í
notkun hjá Skinnaiðnaði á Akureyri.
Að sögn Jóns var bætt við fjórum starfs-
mönnum þessa tvo mánuði sem söltunin
stóð yfir en tveir voru í hálfu starfi. Þá unnu
þeir fjórir sem eftir voru af starfsliði
Skinnaiðnaðar á Sauðárkróki við gærurnar.
„Þetta var mun snarpari törn núna en í
fyrra því sláturtíðin hófst seinna í ár og hús-
in voru nú að slátra fleira fé á dag þannig að
vinnudagurinn var oft langur. Það voru
mest teknar 9.500 gærur á dag. Nú tekur
hins vegar við að afsetja þetta. Vonandi fer
eitthvað af þessu fljótlega því við höfum ekki
hús fyrir allt þetta magn þannig að nokkuð
af gærum er úti á brettum. Svo vonumst við
eftir að það verði haldið áfram að súta gær-
ur á Akureyri þannig að við fáum að klippa
eitthvað af gærum handa þeim þó svo að
engin ákvörðun um það liggi fyrir enn,“
sagði Jón Hjörtur.
Salta gærur
frá fimm
sláturhúsum
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Gærustafli Jón Hjörtur Stefánsson og
Hreinn Guðvarðarson, í gæruhúsi
Skinnaiðnaðar hf. á Sauðárkróki. Þar eru
nú um 200 þúsund gærur.
Eftir Örn Þórarinsson
LEIÐALYKILL
Nýja strætókortið
slær í gegn
höfuðborgarsvæðisins
Fáðu þér ókeypis eintak í næstu
verslun Bónus eða Hagkaupa
Hugarflug ehf. þakkar eftirtöldum aðilum stuðning við útgáfuna:
Einfalt og auðskilið kort
af nýja strætókerfinu
i l ili
j i