Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 25 MINNSTAÐUR tengslum við uppbygginguna í Naustahverfi. Framkvæmdastjór- inn benti á að með þessari tak- mörkum væri verið að hlusta á raddir örfárra íbúa á kostnað fjöldans og jafnframt væri verið að beina flutningum að hluta til inn á Þórunnarstræti og hluta Þing- vallastrætis. Við þær götur byggi líka fólk. Guðmundur, formaður umhverfisráðs, sagði að íbúar við Mýrarveg og í Naustahverfi væru mjög ósáttir við að Dalsbrautin yrði ekki byggð áfram frá Mið- húsabraut og norður að Þingvalla- stræti. Íbúar í Lundarhverfi hefðu lagst eindregið gegn því. Guðmundur Guðlaugsson sagði þetta alls ekki rétt en sjálfur býr hann í Beykilundi í Lundarhverfi. „Það er rakalaus þvættingur hjá formanni umhverfisráðs að segja að íbúar í Lundarhverfi hafi lagst eindregið gegn Dalsbrautinni. Það hefur mér vitanlega aldrei verið gerð könnun um vilja íbúa Lund- arhverfis. Það voru ekki bara íbúar í Lundarhverfi sem mættu á fund um málið, heldur líka kennarar við Lundarskóla, sem höfðu hvað hæst á móti, en þeir eru ekki allir bú- settir í hverfinu.“ Guðmundur sagði jafnframt að hefði formaður umhverfisráðs vilj- að fara að vilja íbúa hefði honum borið skylda til að kynna áhrif af því að Dalsbrautin yrði ekki byggð fyrir þeim íbúum sem það kæmi verst niður á, þ.e. íbúum við Þór- unnarstræti. „Það var aðeins hlustað á þá sem ekki vildu Dalsbrautina og þeir höfðu hæst. Ég get því tekið undir með framkvæmdastjóra GV grafa að það hafi aðeins verið hlustað á raddir örfárra og ekki gerð tilraun til að fá fram skoðanir annarra,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson. Eins og fram hefur komið hafa báðar tengibrautirnar, Dalsbraut og Miðhúsabraut, verið á skipulagi í rúm 30 ár, eða frá árinu 1973. Bæjarstjórn tók um það ákvörð- un fyrr á árinu að Dalsbraut yrði tekin út úr aðalskipulagi, sem gild- ir til 2018, og þess í stað gert ráð fyrir göngu- og hjólreiðastíg í veg- stæðinu. Framkvæmdir við Miðhúsabraut eru ekki hafnar. Morgunblaðið/Kristján Fimm ára | Verslunarmiðstöðin Glerártorg er fimm ára um þessar mundir og verður margt um að vera þar um helgina. Ellen Kristjáns- dóttir og Eyþór Gunnarsson taka lagið sem og Karlakór Akureyrar. Kristjana Arngrímsdóttir tekur einnig lög af væntanlegum diski sín- um, Friðrik V. töfrar fram gómsæta humarrétti og leikfangaland verður fyrir börnin. Á sunnudag verður les- ið upp úr bókum frá Hólaútgáfunni og Bókaútgáfunni Tindi og góð til- boð í gangi á Kaffi Torgi.    Kræklingar | Fundur með sérfræð- ingum í kræklingarækt verður á Borgum, húsi Háskólans á Akureyri á mánudag, 14. nóvember kl. 14.30. Rætt verður um vaxtarmöguleika á Íslandi, framtíðarsamvinnu frum- kvöðla á norðurslóðum og leitað eftir þekkingu frá svæðum sem lengst hafa þróað skelrækt.    VIÐ sem kröfðumst jafnréttis er þema Héraðsskjalasafnsins á Ak- ureyri á norræna skjaladaginn sem er í dag, 12. nóvember. Í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrídagsins var opn- uð sýningin … nú fylkja konur liði … Við þá sýningu hefur nú verið bætt skjölum frá fyrstu tímum jafnrétt- isbaráttu á Akureyri og t.d. minnst athafnakvennanna Vilhelmínu Lever, sem fyrst kvenna kaus í bæjarstjórn- arkosningum, og Kristínar Eggerts- dóttur, sem fyrst akureyrskra kvenna sat í bæjarstjórn. Sýningin er opin frá kl. 10 til 19 virka daga og 12 til 17 á laugardögum, en hún stendur út nóvember. Í dag verður gestum boðið upp á kaffi og konfekt og leið- sögn um sýninguna frá kl. 12 til 16. Við sem kröfðumst jafnréttis Heimkynni | Aðalsteinn Svanur Sigfússon opnar í dag, laugardag, kl. 14 sýningu í Populus tremula (í kjall- ara Listasafnsins á Akureyri). Sýningin heitir Heimkynni og er þriðja sýning Aðalsteins í sýninga- röðinni Heimkynni. Hún verður að- eins opin um helgina, frá kl. 14 til 18 báða dagana. Húsverndardagur | Í tengslum við sýninguna Af norskum rótum efnir Minjasafnið á Akureyri til húsverndardags í dag, laugardag- inn 12. nóvember, milli kl. 14 og 16. Magnús Skúlason, fram- kvæmdastjóri Húsafriðunarsjóðs ríkisins, verður á safninu til skrafs og ráðagerða varðandi viðhald og endurbætur á gömlum húsum og umsóknir í húsafriðunarsjóð, en frestur til að sækja um er til 1. desember næstkomandi. Hanna Rósa Sveinsdóttir, deildastjóri í muna- og húsadeild Minjasafnsins, verður einnig á staðnum.    UPPSTEYPU nýrrar viðbygging- ar við Dvalarheimilið Hlíð er nán- ast lokið. „Verkið hefur gengið al- veg ljómandi vel og er nánast á áætlun,“ sagði Guðríður Friðriks- dóttir, framkvæmdastjóri Fast- eigna Akureyrarbæjar. „Húsnæðið á að taka í notkun í september á næsta ári og ég geri mér vonir um að það takist.“ Guðríður sagði að steypuvinnan hefði verið erfiðust enda veðrið verið allavega undan- farna mánuði. Það voru tveir íbúar á Hlíð, þau Irene Gook og Alfreð Jónsson, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýbyggingunni í lok apríl sl. Þar verður hjúkrunarheimili með 60 einstaklingsherbergjum, eldhús, matsalur og aðstaða fyrir starfs- fólk. Alls er viðbyggingin tæpir 4.000 fermetrar að stærð og stað- sett vestan núverandi bygginga. Nýja húsnæðið mun bæta mjög úr brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými í bænum. Það er Trétak á Dalvík sem byggir húsið en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið og hljóðaði það upp á rúmar 653 milljónir króna. Kostnaðarskipting sam- kvæmt samningi milli heilbrigðis- ráðuneytisins og Akureyrarbæjar er þannig að ríkissjóður greiðir 30%, Framkvæmdasjóður aldraðra 40% og Akureyrarbær 30%. Viðbyggingin við Hlíð risin Verkið gengið ljómandi vel Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir Uppsteypu viðbygg- ingar við Dvalarheimilið Hlíð er að ljúka og verður hjúkrunarheimili fyrir aldraða tekið þar í notkun næsta haust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.