Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Þetta er áramótaheit hjá mér frá síðustu áramótum en þá hét ég sjálfum mér því að halda sýningu á myndunum sem ég hef tek- ið á Suðurlandi á síðustu 14 árum sem blaða- maður hjá Dagskránni á Selfossi. Ég veit að það er eins með mig og svo ótal marga að myndirnar eru inni í tölvunni þar sem enginn sér þær nema maður sjálfur og kannski kon- an,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson á Sel- fossi. Afkastamikill fréttaritari og blaðamaður landsbyggðarinnar. Á sýningunni eru 25 myndir sem eru teknar 2004 og á þessu ári. Þær sýna mannlífsbrot af Suðurlandi, náttúru og búfé þar sem sauðkind- in er áberandi, að sögn Magnúsar. Hann starfar sem verkefnisstjóri Grænna skóga hjá Landbúnaðarstofnun Íslands á Reykjum í Ölfusi en það eru 120 íslenskir bændur sem stunda þar nám í skógrækt. Blaðamennskan og fréttaskrifin eru frí- stundavinna hjá Magnúsi enda má sjá hann á fullri ferð síðdegis alla daga og á laugardögum. Bíll hans er áberandi vegna bílnúmerisins sem á stendur PABBI enda er hann mikill fjöl- skyldumaður sem gefur fjölskyldunni sunnu- dagana alfarið með því að slökkva á far- símanum. Er forvitinn að eðlisfari Magnús Hlynur er fæddur Suðurnesjamaður, frá Vogum á Vatnsleysuströnd og spilaði körfu- bolta í Njarðvík. Hann er stúdent af fjölmiðla- braut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búfræð- ingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og garðyrkjufræðingur frá Garð- yrkjuskóla ríkisins. „Jú, jú, ég á frístundir, þá spila ég körfu- bolta og svo syndi ég alltaf í hádeginu í sund- lauginni í Hveragerði. Ég hef mikla ánægju af fjölmiðlavinnunni sem helgast af því að ég hef áhuga á öllu því sem ég er að fást við og svo er ég forvitinn að eðlisfari. Það gefur manni ein- hverja lífsfyllingu að geta tekið myndir og fest góð augnablik á mynd,“ segir Magnús Hlynur og tekur fram að það séu auðvitað ekki alltaf skemmtileg atvik sem mæti honum sem frétta- ritara. Hinar alvarlegri fréttir þar sem mikil áföll hafa orðið grópast inn í hugann og festast þar eins og hann segir. „Og svo eru það augnablikin sem maður missir af eins og þegar ég sá í baksýnispegli bílsins allsberan mann hlaupa í kringum hring- torgið við Ölfusárbrú en varð of seinn að munda vélina. Ég legg mig fram um að vera jákvæður í fréttaflutningi og finna frétta- punkta sem eru á þeim nótunum. Eftir- minnilegasta fréttin er kannski af hænunum á Stokkseyri sem eru fóðraðar á pitsum. Mesti heiðurinn var þó að komast í áramótaskaupið sem mér fannst sýna að það væru einhverjir sem fylgdust með fréttunum mínum. Þetta byggist auðvitað allt á því að fréttastofa sjón- varps er mjög jákvæð í garð landsbyggð- arinnar og birtir fréttir þaðan. Svo er bara mikið að gerast á Suðurlandi,“ segir Magnús. Vil að menn láti vaða „Mér finnst mest einkennandi að það er mikill kraftur í Sunnlendingum en hér á svæð- inu í kringum Selfoss finnst mér Flóa- mennskan ráða of miklu. Ég vil að menn rífi sig upp og láti vaða á hlutina. Við megum al- veg vera öfgafyllri á stundum og setja kraft í hlutina, það skaðar ekki og hleypir málum á skrið ef það er gert,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, verkefnisstjóri og blaðamaður, og tekur fram að það sé gott að búa á Selfossi. Fjöldi fólks var viðstaddur opnun sýning- arinnar á fimmtudagskvöld þar sem hljómaði kröftugur söngur Karlakórs Selfoss og Guðni Ágústsson einn orðheppnasti ræðumaður landsins flutti hnyttin og skarpleg orð til heið- urs ljósmyndaranum og fréttamanninum af Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttaritari með ljósmyndasýningu í Nóatúni Man alltaf augnablikin sem ekki náðust Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fréttaritari Magnús Hlynur Hreiðarsson heldur hér á mynd af Dorrit forsetafrú í gróðurhúsi. Eftir Sigurð Jónsson SUÐURNES Reykjanesbær | „Það er mjög gam- an að syngja fyrir fólk,“ voru um- mæli ungs nemanda í Akurskóla í Reykjanesbæ sem hóf, ásamt öðr- um nemendum skólans, vígsluat- höfnina sl. miðvikudag. Kennsla hefur þó verið í skólanum frá því í haust og er kórsöngur meðal þess sem nemendum gefst kostur á að velja sér. Í vígsluathöfninni kom fram að bygging skóla í Innri-Njarðvíkur- hverfi hefði lengi verið baráttumál íbúa í hverfinu og því væri þetta stór dagur. Skólabyggingin varð ekki síður mikil lyftistöng fyrir hverfið, því í kjölfarið hófst þar mik- il uppbygging sem hefur dregið til sín fjölda fólks. Einkunnarorð skólans eru: „Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróð- leiksfús“, en að sögn Jónínu Ágústs- dóttur skólastjóra vill það oft gleymast að börn eru í raun rann- sakendur. „Það er hlutverk okkar að búa til umgjörð sem gerir þeim kleift að vinna sjálfstætt og vera skapandi. Í Akurskóla leggjum við áherslu á að læra í gegnum leikinn og tengja viðfangsefnin við raun- veruleika barnanna,“ sagði Jónína, en starfsemi skólans er einstak- lingsmiðuð. Gestum vígsluathafnarinnar gafst kostur á að kynnast nokkrum rannsóknarefnum nemendanna, m.a. úrlausn verkefnis í legókeppni sem nú stendur yfir í grunnskólum um allt land. Það er aldrei að vita nema nemendur Akurskóla leysi þrautina best af hendi, en úrslit verða kunngjörð í dag, laugardag. Akurskóli, grunnskóli í Innri-Njarðvík, formlega tekinn í notkun Viljum gera börnunum kleift að vera skapandi Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Legó Nemendur í Akurskóla vinna nú baki brotnu við að leysa verkefni í Legókeppni sem nú stendur yfir víða um land. Auk Ak- urskóla taka Njarðvíkurskóli og Myllubakka- skóli í Reykjanesbæ þátt. Skólfan Ellen Hilda Sigurðardóttir afhenti á vígsluathöfninni Jónínu Ágústsdóttur skóla- stjóra skófluna sem hún tók fyrstu skóflu- stungu Akurskóla með, ásamt Óðni Hrafni Þrastarsyni 20. mars 2004. Henni verður komið fyrir á góðum stað innan skólans. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Blásið verður til norrænnar bókasafnaviku á Bókasafni Reykjanesbæjar mánudaginn 14. nóvember kl. 18. Lesið verður við kertaljós úr bók Selmu Lagerlöf, „Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Sví- þjóð“, hlýtt á norræna söngva og fræðst um heima víkinga í Reykjanesbæ. Norræna bókasafnavikan er nú haldin í 10. sinn en markmið hennar er að vekja athygli á sameiginlegum arfi Norðurlandanna og þeirr- ar fornu menningarhefðar að lesa við kertaljós í baðstofum. Þemað í ár er „Á ferð í norðri“ og verður því sjónunum beint að ferðalögum í tíma og rúmi. Dagskráin hefst með því að slökkt verður á rafmagnsljósum, kertaljós tendruð og Fjóla Oddgeirsdóttir, nemi í Njarðvíkurskóla, les kaflann „Borgin á hafsbotni“. Sönghópurinn „The Engels“ úr Njarðvíkurskóla mun flytja nokkra norræna söngva og Árni Sigfússon bæjarstjóri kynnir bæjarbúum hugmyndina að Víkingaheimum á Fitjum. Á ferð í norðri Reykjanesbær | Bæjarsjóður Reykjanesbæjar verður rekinn með hagnaði á móti tapi á síðasta ári og hagnaður samstæðunnar verður tvöfalt betri en á síðasta ári. Kemur þetta fram í til- kynningu frá Reykjanesbæ um staðfesta endur- skoðun á fjárhagsáætlun bæjarins. Áætluð niðurstaða samstæðu er jákvæð um tæplega 160 milljónir kr. en var í fyrri áætlun 71 milljón. Gert er ráð fyrir umskiptum í rekstr- arniðurstöðu bæjarsjóðs úr rúmlega 30 milljóna kr. halla í 10 milljóna kr. hagnað. „Þetta er ánægjuleg niðurstaða, sérstaklega með tilliti til þeirrar miklu uppbyggingar sem nú á sér stað í bæjarfélaginu og kostnaðar sem af henni hlýst, s.s. búnaðarkaupa vegna nýrra og stærri grunn- og leikskóla, fjölgunar nem- enda í grunnskólum, launahækkana vegna kjarasamninga og hærri greiðslna vegna lífeyr- isskuldbindinga,“ segir í tilkynningu bæjarins. Meðal annars vegna mikillar fjölgunar íbúa aukast tekjur umfram kostnað en útsvars- prósentan er 12,7%, sem er undir meðaltali sveitarfélaga. Skatttekjur hækka um 179 milljónir kr. og framlög Jöfnunarsjóðs um 50 milljónir kr. Útlit er fyrir að fjármunatekjur verði einnig hærri en áætlað var, þ.e. arður af eignarhlutum, verð- bótatekjur og gengismunur. Jákvæð niðurstaða af rekstri bæjarins Stokkseyri | Bókasafnið á Stokkseyri fær á morgun, sunnudag, afhent til varðveislu og útlána ljósritaða útgáfa af Syrpunni, ljóðum Stokkseyr- inga sem Björgvin Jónsteins- son frá Hausthúsum skráði á árunum 1995 til 2003. Syrpan er handskrifuð og algjör dýrgripur, að því er fram kemur í frétt frá Stokks- eyringafélaginu á vefsíðu Sveitarfélagsins Árborgar. Bókin hefur verið í umsjá fé- lagsins í nokkur ár. „Það er samdóma álit allra sem séð hafa þessa bók að hún eigi heima á Stokkseyri og í fram- haldi af því hefur verið gengið í að ljósrita Syrpuna í tveimur eintökum.“ Afhendingin fer fram á Bókasafni Stokkseyrar klukk- an 15 á morgun. Í tengslum við athöfnina verður guðsþjón- usta í Stokkseyrarkirkju, klukkan 14. Syrpan afhent bókasafninu Selfoss | Trévinnustofan átti lægsta tilboð í undirbúning gervi- grasvallar á Selfossi, lagnir, stoð- veggi og fleira. Býðst fyrirtækið til að vinna verkið fyrir 39,5 milljónir kr. en kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á 50 milljónir. Lægsta tilboðið er því liðlega 10 milljónum kr. undir áætlun. Tveir aðrir verktakar buðu í verkið og voru báðir yfir áætlun. Lægsta tilboð í undirbúning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.