Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 29 MENNING „DEAR Hunter – Hjartans veiðimaður“ er yfirskrift sýningar sem Kolbrá Bragadóttir opnar í sýningarsal Gallerís Foldar í dag. Um er að ræða fyrstu einkasýningu Kol- brár en hún samanstendur af sex mál- verkum úr bátalakki, silfurþráðum og perl- um þar sem listakonan mátar sig í hlutverk stjarna eins og þær birtast m.a. í kvik- myndum og á ljósmyndum. Í sýningunni hugleiðir listakonan hvernig tilfinningar á borð við ást og ástarsorg eru mótaðar af birtingarmyndum ástarinnar í menning- unni allt í kringum okkur, en titill sýning- arinnar er útúrsnúningur af titli kvik- myndarinnar The Deer Hunter. „Upplifun okkar af ástinni mótast af því sem við sjáum í bíómyndum og hvernig við setjum sjálf okkur í þessi hlutverk. Þessar tilfinn- ing eru ekki endilega ósannar en það getur verið nauðsynlegt að endurskoða þær,“ segir Kolbrá en í verkunum setur hún sig í stellingar stjarna og frægs fólks sem á það sameiginlegt að hafa haft áhrif á hana. Þetta eru þau Humphrey Bogart, Clark Gable, Mae West, Judy Garland, móðir Ter- esa og Anais Nin. „Allar þessar stjörnur eiga sér setningar um ástina sem ég nota á sýningunni. Ég hef m.a. unnið sönglag með Fyrsta einkasýning Kolbrár Bragadóttur Morgunblaðið/Ásdís Kolbrá kannar menningarlega mótun ástar- innar í sýningu sinni „Dear Hunter – Hjartans veiðimaður“ í Galleríi Fold. Í spor stjarnanna texta sem er blanda af inntaki setning- anna og því sem ég hef fram að færa á móti. Ég flyt lagið síðan í gjörningi þar sem ég er nokkurs konar samblanda af stjörnu og sjálfri mér.“ Gjörninginn mun Kolbrá m.a. flytja við opnun sýning- arinnar í dag. Kolbrá Bragadóttir stundaði nám við Listaháskóla Íslands frá 1999–2003 og í kynjafræði við Háskóla Íslands árið 2001. Kolbrá hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum en meðal þeira má nefna Grasrótarsýningu Nýlistasafnsins og Formósus á Sólon Íslandus árið 2004. Nú í ár hefur Kolbrá m.a. tekið þátt í sýning- unum Afstaða í Klink og Bank, TilliT í Gallerí + á Akureyri, Gullkistunni á Laugarvatni og í Hafnarfirði með KLF Group. Sýningin Dear Hunter – Hjartans veiðimaður verður sem fyrr segir opnuð kl. 15 í dag og stendur til 27. nóvember næstkomandi. VAR Tsjekhov fyrsta stórskáldið til að gera landsbyggðavandann að sínu helsta yrkisefni? Allavega er hann áreiðanlega mikilvægasta leikskáldið sem hefur lífsleiða og örvæntingu út- kjálkafólks sem lykilatriði í öllum sín- um verkum. Hreinræktaðast er þetta samt í Kirsuberjagarðinum, þar sem allt hverfist um augljósa möguleika á að snúa vörn í sókn í niðurníðslunni – möguleika sem enginn megnar að nýta. Það er því frábær hugmynd hjá Sigrúnu Sól og Leikfélagi Kópavogs að færa atburði og persónur Kirsu- berjagarðsins inn í íslenskan nútíma. Kirsuberjagarðurinn er orðinn að skógræktarlundi uppi í hlíð fyrir ofan villu kvótakóngsins sem flúði með lífs- björg þorpsins. Og þegar hann snýr aftur skuldum vafinn er kominn nýr kappi, sem hefur eflst upp úr engu með tvær trillur, vídeóleigu, essó- sjoppu og annað smálegt. Stóra gamanið í sýningunni felst í að velta þessum hliðstæðum fyrir sér, svo og að dást að kraftmiklum og ótta- lausum leikhópnum sem kastar sér út í iðukast spunaleiksins og heldur lang- oftast haus. Hitt er verra að sýningin skilur eftir þá tilfinningu að hafa ekki verið fullunnin, að þessari snjöllu hug- mynd hafi ekki verið gerð ýtrustu skil. Það vantar að slíta sig betur frá frum- verkinu og skoða ekki bara hliðstæð- urnar heldur líka það sem á milli ber og kasta burt þeim efnisþáttum frum- verksins sem ekki nýtast við þessar aðstæður. Og það vantar sterkara handrit, spuninn verður of oft of ómarkviss til að halda uppi spennu all- an tímann. En það eru auðvitað kostirnir sem lifa í minningunni. Brynja Ægisdóttir virðist mér til að mynda vera mikið efni, og hún geislaði af sjálfsöryggi og orku í hlutverki Dúnu. Sama má segja um Sigstein Sigurbergsson sem eflist við hverja raun þessi misserin. Arnar Ingvarsson var hlægilegur sem skríp- ið Símon. Þá verður að hrósa hinum mjög svo hljómþýða trúbador Hilmari Garðarssyni fyrir hans framlag, þótt tónlistarnotkun þætti mér almennt vera fremur tilviljanakennd og alla jafna ekki þjóna sýninguni. Ég hefði til að mynda heldur kosið að fá að sjá Elínu Björgu Pétursdóttur og Fannar Víði Haraldsson glíma við að trúlofast ekki heldur en að hlusta á lokalagið sem átti einungis bláþráðótt tengsl við efnið þótt fallegt væri sem slíkt. Útlistun vankanta sýningarinnar má þó ekki skyggja á að þetta er hin besta skemmtun. Það er mikið leik- fjör, mikið grín og kraftur á sviðinu í Hjáleigunni. Leikfélag Kópavogs hef- ur gengið í gegnum hraða endurnýjun á síðustu misserum en nýgræðingarn- ir hafa greinilega tekið helstu kosti þess inn með vatninu úr krönunum. Metnaður og áræði einkenna þessa sýningu og listræn alvara í bland við ærslin. Aldrei fór ég suður Þorgeir Tryggvason LEIKLIST Leikfélag Kópavogs Spunaverk byggt á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov. Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Hjáleigunni, Félagsheim- ili Kópavogs, 5. nóvember. Það grær áður en þú giftir þig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.