Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Hún Guðrún Bjarney Bjarnadóttirvar aðeins sextán ára þegar húnkynntist eiginmanninum tilvon-andi, Viðari Halldórssyni. Hafn- arfjörður hefur síðan verið þeirra heimabær og Kaplakrikinn nánast þeirra annað heimili. Viðar var á fullu í boltanum á þessum árum. Auk þess að vera orðinn formaður knatt- spyrnudeildar FH í eitt ár tuttugu og eins árs gamall spilaði hann með FH upp alla flokka og lék með íslenska landsliðinu. Viðar lagði skóna á hilluna árið 1987, þá 34 ára gamall, rétt áður en yngsti sonurinn af þremur fæddist þeim hjónum. Allir synirnir atvinnumenn Viðar og Guðrún eiga þrjá syni, sem allir hafa fetað í fótspor pabbans og náð lengra því allir eru þeir komnir í atvinnumennsku hjá fé- lagsliðum úti í heimi auk þess að hafa spilað fjölmarga landsleiki með öllum íslensku lands- liðunum, hvort sem þau heita A-landsliðið, U-21, U-19 eða U-17. Þess má geta að tveir yngri synirnir léku saman með U-21-landsliðinu gegn Svíum í síð- asta mánuði. Annar var fyrirliði liðsins og hinn skoraði mark í sínum fyrsta landsleik með U-21. Elsti sonurinn, Arnar Þór, er 27 ára gamall og hefur verið á samningi hjá Lokeren í Belgíu undanfarin rúm átta ár. Hann er kvæntur belgískri konu, Saskiu að nafni, og eiga þau fimmtán mánaða gamla dóttur, Sunnu Líf. Arnar hefur verið fyrirliði Lokeren í þrjú ár og er bæði vinsæll og vel liðinn meðal félaga og forráðamanna og á móðir hans ekki von á að hann flytjist heim á ný enda er hann búinn að koma sér vel fyrir og talar orðið flæmskuna eins og innfæddur. Miðsonurinn, Davíð Þór, 21 árs, kom heim í sumar til að spila með FH eftir tveggja ára dvöl hjá Lilleström í Noregi og stefnir á að komast aftur út í nánustu framtíð. Yngsti sonurinn, Bjarni Þór, 17 ára, hefur verið á samningi hjá enska félagsliðinu Ever- ton í bænum Liverpool síðan í júní í fyrra og líkar vistin vel. Hann býr í stóru húsi hjá ensk- um hjónum, sem sjá um ellefu unga stráka í akademíu félagsins, og stundar mennta- skólanám í bænum samhliða atvinnumennsk- unni. Bjarni er auk þess með þrjú fög utan skóla á sínum snærum við Fjölbrautaskóla Garða- bæjar. „Við höfum heimsótt Bjarna Þór nokkr- um sinnum í boði Everton eftir að hann fór út, en félagið telur það nauðsynlegt að drengirnir séu ánægðir og hluti þess er að vera í góðu sambandi við mömmu og pabba,“ segir Guð- rún. Kjarngóður íslenskur matur „Ég er auðvitað stolt af strákunum mínum,“ segir fótboltamamman Guðrún í samtali við Daglegt líf. „Það er ekkert launungamál að ég hef fylgt sonum mínum eftir alla tíð og sinnt þeim mjög vel. Ég hef verið svo heppin að hafa verið heimavinnandi og því hafði ég alltaf tíma fyrir þá í uppvextinum. Það þurfti að keyra og sækja á æfingar oft á dag og oft var ég með fullan bíl af skemmti- legum strákum þar sem margir foreldrar voru útivinnandi á æfingatímum.“ Þegar Guðrún er spurð á hverju hún hafi al- ið synina svarar hún því til að kjarngóður ís- lenskur matur hafi gjarnan verið á borðum á heimilinu. „Þeir eru ekki aldir upp á pítsum eða öðru ruslfæði. Grjónagrautur, íslensk kjöt- súpa og allur fiskur á upp á pallborðið og ekki má gleyma íslenska lambakjötinu, sem er í sér- stöku uppáhaldi. Íslenska lambið er því gjarn- an með í för þegar ég er að heimsækja þá til út- landa. Þeir hafa alltaf fengið lýsi og fara vopnaðir hákarlalýsispillum í atvinnumennsk- una. Rakt loft í útlöndum gerir menn við- kvæma fyrir kvefpestum, en það bítur ekkert á menn sem taka íslenskt hákarlalýsi.“ Þekkir ekki unglingavandamál Þegar litið er til þess hve strákarnir hafa all- ir náð langt í boltanum er ljóst að drengirnir búa yfir hörkukarakter og eru miklir foringjar. „Þeir eru miklir vinir og allir eru þeir sér- staklega góðir við mig. Af eigin reynslu þekki ég engin unglingavandamál enda hefur allt farið fram með ró og spekt í gegnum tíðina. Þeir eru líka mjög jarðbundnir og eru ekkert að monta sig þótt vel gangi. Ég virðist bara vera svona heppin með strákana mína. Þeir eru eins og hugur manns og ég fæ lof- samleg ummæli frá kennurum og þjálfurum ytra. Stundum fer maður bara hjá sér yfir þessu.“ Að sögn Guðrúnar hafa synirnir líka staðið sig vel í námi því Arnar Þór og Davíð Þór af- rekuðu það samhliða atvinnumennskunni að ljúka tveimur síðustu árunum í Verslunarskóla Íslands utanskóla og það áður en fjarnám kom til sögunnar. Prófin voru einfaldlega send frá skólanum í nærliggjandi sendiráð þar sem þeir voru látnir þreyta þau. „Það er nú orðið tómlegt á heimilinu hjá okkur eftir að strákarnir flugu úr hreiðrinu og ég lít til þessara ára með vissum söknuði. Nú pantar enginn vöfflur á sunnudögum. Við er- um hins vegar í góðum samskiptum með nú- tímatækni og tölum saman á skype á hverjum degi, en óneitanlega væri voða gaman að geta fengið að ruslast dálítið meira með barnabarn- ið, sem býr úti í Belgíu og er æðislega sæt stelpa með kolsvört augu.“ Viðar og Guðrún hafa ásamt sonum sínum stofnað fyrirtæki, sem á og rekur leiguíbúðir. Ein blokk í Reykjavík með 22 íbúðum er í slíkri leigu auk sjö íbúða í Reykjanesbæ og í bygg- ingu er tuttugu íbúða blokk á Völlum í Hafn- arfirði sem fyrirtækið stendur að. Bara ágætis dansari Að lokum er Guðrún spurð út í önnur áhuga- mál. „Lífið hefur bara verið fótbolti og aftur fótbolti. Strákarnir byrjuðu í FH tæplega fjög- urra ára og síðan hef ég verið á hliðarlínunni. Á mínum yngri árum lærði ég hins vegar dans í Dansskóla Hermanns Ragnarssonar og bæði sýndi og keppti í dansi. Ég lagði dansskóna á hilluna 23 ára gömul, rétt áður en frumburð- urinn kom í heiminn, en ég næ samt eig- inmanninum út á dansgólfið af og til við góð tækifæri. Hann er bara ágætis dansari.“  ÁHUGAMÁLIÐ | Allir synirnir þrír eru atvinnumenn í fótbolta og eiginmaðurinn spilaði líka „Ekkert bítur á hákarlalýsið“ Þótt sjálf hafi hún ekki gefið sig út fyrir að sparka í bolta hefur fótboltamamman Guð- rún Bjarnadóttir verið þeim mun virkari á hliðarlínunni. Jóhanna Ingvarsdóttir for- vitnaðist um mennina fjóra í lífi hennar sem allir eru sannir tuðrusparkarar. Morgunblaðið/Þorkell Fjölskyldan í sumarfríi á Íslandi. Frá vinstri: Viðar Halldórsson, Bjarni Þór, Sunna Líf, Guð- rún, Arnar Þór, Saskia og Davíð Þór ásamt kærustunni Sigríði Erlu. Davíð Þór Viðarsson í baráttunni með Ís- landsmeisturum FH í leik gegn Keflvík- ingum í sumar. Morgunblaðið/ÞÖK Guðrún Bjarnadóttir með barnabarnið sitt, Sunnu Líf, sem á heima í Belgíu. join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.