Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 31 DAGLEGT LÍF PRESTAR, FYNDNASTA STÉTT LANDSINS Efast þú? Lestu þá um Vigfús Þór, Agnesi M. Sigurðardóttur, Sigurð Ægisson og sjáðu hvernig Hjálmar Jónsson baunar á Pálma Matt. Keyrði Þór Hauksson á nunnu? Hvað var með Cecil K. Haraldsson? Hver er mannsins versti limur? Ómissandi bók öllum er vilja komast til hárrar elli því hláturinn lengir lífið. KÓPAVOGSSKÁLDIÐ Jón úr Vör var öreigaskáld og brautryðjandi. Magnús Bjarnfreðsson hefur fært sögu skáldsins í letur í þessari einstaklega hreinskilnu og á köflum sáru viðtalsbók. Þorpsskáldið, áhrifamikil bók um efasemdarskáld. Frábær aldarspegill. SÉRA BIRGIR Séra Birgir Snæbjörnsson lítur til baka á langa ævi og rifjar upp farinn veg. Hann er sögumaður fram í fingurgóma og einstaklega næmur á spaugilegar hliðar tilverunnar. Því ekki að brosa, er einstök bók, sveipuð hlýju, glaðværð og mannkærleika. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Fróðlegar og skemmtilegar – og alltaf svolítið meira ÖRLAGARÍKUSTU ORUSTUR SÖGUNNAR Konungurinn sem flengdi hafið. Orustan sem breytti Islam í heimstrúarbrögð. Þórhallur Heimisson fer á kostum og gæðir söguna lífi eins og honum er einum lagið. Blóðbaðið í Jerúsalem. Stalíngrad, leyniskytturnar dýrkaðar sem knattspyrnuhetjur. Hvað gerðist á ströndinni í Normandí? Bók mannlegra hamfara. „STÓRKOSTLEGUR STÍLL, FRÁBÆR BÓK“ – Björn Eiríksson í Skjaldborg ,,Einu skiptin sem gat slitið mig frá lestrinum, var þegar ég var kominn með svo mikinn hláturkrampa að ég varð að standa upp." – Magnús Kjartansson ,,Stórkostlegur stíll, frábær bók. Ekki var hægt að finna betri mann en Kristján Hreinsson til að skrifa bók um Pétur Kristjáns." – Björn Eiríksson í Skjaldborg ,,Fyndnasta bók aldarinnar." – Lárus Jóhannesson í 12 tónum Örfáar dulur hanga enn á sérmerktumherðatrjám á sérmerktum fataslám íverslun H&M við Kungsgatan í Gauta-borg kl. 14 fimmtudaginn 10. nóvember. Frekar flottir toppar bara eftir í large, nokkrir jakkar, buxur og bikini. En þarna hangir einn kjóll í mínu númeri og hann er að sjálfsögðu mátaður, þetta er nú einu sinni eftir hana Stellu McCartney. Sænski fatarisinn Hennes & Mauritz á nú í ann- að skipti samstarf við hátískufatahönnuð en í fyrra var það Karl Lagerfeld sem hannaði föt fyrir fjöldaframleiðslu á vegum H&M. Í ár er það Stella McCartney sem gerir hið sama og línan inniheldur allt frá sundfötum til yfirhafna þótt lítið hafi verið eftir til að þreifa á fyrst maður mætti ekki við opn- un fyrsta söludaginn. Línan er til sölu í 400 völdum verslunum H&M í 22 löndum í Evrópu og N-Ameríku. Hluti af línunni verður til sölu á vef H&M, www.hm.com, frá og með miðnætti aðfaranætur 14. nóvember. Í sænsk- um fjölmiðlum var greint frá örtröð í verslun H&M við Hamngatan í Stokkhólmi þar sem nokkur hundruð söfnuðust saman fyrir utan verslunina áð- ur en hún var opnuð. Nú hefur komið í ljós að nú þegar eru föt úr línunni komin í sölu á eBay- uppboðsvefnum og talið að einhverjir hafi keypt sem mest þeir máttu í H&M til þess að hagnast á netsölu. Það kom í ljós í mátunarklefanum að kjóllinn var eins og náttsloppur úr satíni og þar að auki með járnhlunkum hangandi í keðjum niður af erm- unum. Fjárfesti í járnarmbandi í staðinn. Satínkjóll- inn hennar Stellu mátaður  TÍSKA Ljósmynd/Andreas Larsson fyrir H&M Það er ekki bara flótta-legt augnaráð semkemur upp um lygara. Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að maginn getur verið ágætis lygamælir. Þetta kemur m.a. fram í Svenska Dagbladet. Hefðbundinn lygamælir mælir breytingar á púlsi og svitamyndun en er ekki alltaf áreiðanlegur þar sem mann- eskja sem segir sannleikann getur samt sem áður verið stressuð. Niðurstöður rannsókna við Texasháskóla benda nú til þess að breytingar í maganum gefa áreiðanlegri niðurstöður við lygamælingar en fyrri mælingar. Þátttakendur í rannsókninni voru látnir gangast undir hjartalínurit annars vegar og hins vegar svokallað EGG, þ.e. raf- eindamælingu á starfsemi í maganum. Í ljós kom að hið síðarnefnda gaf áreiðanlegri niðurstöður. Rannsóknin tók þó aðeins til sextán sjálfboðaliða og mun stærri rannsóknar þörf til að fá marktækar niðurstöður. Maginn kemur upp um lygara  RANNSÓKN Þið ráðið hvort þið trúið því eða ekki ensamkvæmt frétt www.forskning.no þásyngja ástfangnar karlkyns mýs ást- arsöngva. Þær syngja að vísu á hátíðni sem mannlegt eyra getur ekki numið en nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að þær syngja. Með sérstökum búnaði hefur vísindamönnum tekist að breyta hátíðnihljóðum músanna þannig að heyra má laglínu. Haft er eftir Timothy Holy hjá Washington School of Medicine í St. Louis að söngurinn hafi komið honum verulega á óvart í fyrsta sinn sem hann heyrði hann. Söngurinn líkist einna helst fuglasöng en mýs eru reyndar ekki eins músíkalskar og fuglar. Rannsóknin leiddi í ljós að karlmúsin kallar til kvenmúsarinnar þegar hún er ástfangin og endurtekur sömu tónana í sífellu. Næsta skref er að rannsaka hvort mýs í náttúrunni syngja og þá hvort það séu sömu tónar og mýs á tilraunastofum gefa frá sér. Þá væri gaman að vita hvort sönghæfileik- arnir séu meðfæddir eða hvort mýsnar læri af eldri músum. Sé svo eru mýs komnar í hóp með fuglum, hvölum og mönnum hvað söng varðar. Ástfangnar mýs syngja  NÁTTÚRAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.