Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NORRÆNN skjaladagur er í dag. Hvað er nú það? spyrja sjálf- sagt margir. Svar: Dagur í nóvem- ber ár hvert þegar skjalasöfn Norðurlanda, sem hafa samvinnu um málið, reyna að vekja athygli fólks á starfsemi sinni og hvetja það til þess að nota sér þessi söfn, hug- leiða tilgang þeirra og leggja þeim lið. Það gera söfnin með sýn- ingum og ýmsu öðru frumkvæði eftir því sem efni standa til. Sú venja hefur skapast að sam- vinnunefnd þeirra vel- ur „þema“ eða íhug- unarefni skjala- dagsins hverju sinni og einkunnarorð hans, en hvert safn leitar síðan að gögnum sem það á í fór- um sínum og reynir að blása þann- ig lífi í safnkostinn og skírskota með því til þeirra sem vilja kynna sér hann eða nota. Í ár er „þemað“ fornafn 2. pers. flt., við, að við- bættu nafnorðinu sem haft er um alla íbúa lands eða sveitarfélags, t.d. Kópavogsbúa. Það á að minna þá sem búsettir eru í því landi eða sveitarfélagi sem skjalasafnið þjónar á að hugleiða hver sé sjálfs- vitund þeirra, hvað geri þá t.d. að Kópavogsbúum, og hvernig slík stað- og samkennd tengi þá skjala- safni í heimabyggð. Héraðsskjalasafn Kópavogs er ekki gamalt. Bæjarstjórn Kópa- vogs ákvað stofnun þess haustið 2000 og skipaði því stjórn í byrjun næsta árs. Formlega var það opn- að 5. desember 2001 og hefur frá upphafi verið til húsa á 3. hæð í Hamraborg 1. Áður var það ein- göngu skjalasafn bæjarskrifstof- anna og er það enn, en fékk auk þess við breytinguna í héraðs- skjalasafn það menningarhlutverk sem svo er lýst: Að safna og varðveita skjöl um sögu Kópavogs og Kópavogsbúa, að rannsaka og kynna sögu Kópa- vogs, t.d. með sýningum, fundum, kynningum og þannig efla þekk- ingu á sögu bæjarins og stuðla að auknum rannsóknum almennings og fræðimanna á sögu Kópavogs og öllu því er hana snertir. Þetta teljum við sem sitjum í stjórn safnsins að sé hið eiginlega hlutverk þess ef það á að standa undir nafni. Starfsemin fór af ýms- um ástæðum hægt af stað, en ætla má að senn verði á því nokkur breyting. Því er norrænn skjala- dagur safninu kjörið tilefni að minna á sig og hvetja Kópavogs- búa til að gefa því gaum. Hvernig geta þeir gert það? Með því að hafa augu og eyru op- in þegar safnið efnir til sýninga eða stend- ur að einhverjum við- burðum í samræmi við hlutverk sitt og með því að koma þangað sér til fróðleiks og skemmtunar ef þá grunar að safnið lumi á einhverju sem þá langar til að kynna sér eða leita heimilda um. Þá standa þeim til boða stóll og borð og leiðbein- ingar starfsfólks. Mest er okkur þó í mun að brýna fyrir Kópavogsbú- um, gömlum og ungum, að fleygja ekki umhugsunarlaust í glatkist- una neinum þeim gögnum sem þeir eiga eða hafa umráð yfir og gætu hugsað sér að láta ganga til safns, heldur hugleiða hvort þau geti ekki verið fróðlegar eða merki- legar heimildir um eitthvað sem betur væri geymt en glatað. Rétt er að muna í því sambandi að það getur jafnt átt við um persónuleg gögn (sem þurfa alls ekki öll að vera bundin við Kópavog), s.s. bréf, dagbækur, ljósmyndir og margt annað og gögn sem varða opinbert líf samfélagsins, félög og fyrirtæki, sögu þeirra, starfsemi og rekstur. Sú vísa verður ekki heldur of oft kveðin að ekki er á færi einnar eða tveggja kynslóða að setja sig í dómarasæti og þykj- ast geta séð fyrir, hvað fólk síðari tíma kann að vilja sjá og vita um það sem áður var. Þess vegna er sú regla góðra gjalda verð að varð- veita heldur meira en minna af hugsanlegum heimildagögnum þegar fólk tekur til í skápum sín- um og skúffum, í geymslunni og á háaloftinu. Fyrir nokkrum árum komu til mín roskin hjón sem ég þekkti og vildu fá að brenna hjá mér blaða- dóti í arni. Þau höfðu unnið fyrir sér af miklum myndarskap, byggt tvö hús og voru samhalds- og reglusöm. Erindið var auðsótt, því að vitaskuld ræður hver hvað hann gerir við sín einkaplögg. Meðan hárnákvæmt heimilisbókhald og launa- og kostnaðarreikningar hálfrar aldar urðu að ösku hugsaði ég sem svo: Ekki hefði nú verið ónýtt fyrir hagfræði- eða við- skiptafræðinema að hafa aðgang að þessum frumheimildum við ritgerðarskrif um kjör alþýðu, framfærslu- eða byggingarkostnað í landinu á ævi þessa fólks, hefði það falið þær safni í eldsins stað. Þetta er aðeins eitt dæmi um eina tegund heimilda, en vanda- laust væri að bregða upp fleiri myndum til skýringar. Í ár tekur Héraðsskjalasafn Kópavogs þátt í norrænum skjala- degi með útgáfu póstkorts með ljósmynd af húsmæðrum í eldhúsi og hópi verkamanna og með því að sýna á netinu ljósmyndir úr lífi Kópavogsbúa sem það hefur valið úr safnkostinum. Til þess að sjá þær þarf að fara inn á vef Þjóð- skjalasafns, www.skjaladagur.is, beina þar ör að skjalasöfnum og þar undir Héraðsskjalasafni Kópa- vogs (eða öðrum). Þar getur fólk líka skráð hugleiðingar sínar um „þema“ skjaladagsins. Ljósmyndir líkar og þar sjást eru ágætt dæmi um eitt af mörgu sem bæjarbúar geta látið af hendi rakna til þess að gera Héraðsskjalasafn Kópavogs að lifandi menningarstofnun. Við Kópavogsbúar! Hvað er það? Hjörtur Pálsson skrifar í tilefni af norrænum skjaladegi, sem er í dag ’Það á að minna þá sembúsettir eru í því landi eða sveitarfélagi sem skjalasafnið þjónar á að hugleiða hver sé sjálfs- vitund þeirra …‘ Hjörtur Pálsson Höfundur er skáld og íslenskufræð- ingur og á sæti í stjórn Héraðs- skjalasafns Kópavogs. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga ætlar að skipuleggja hópferð til Victoria í Kanada í tengslum við þjóðræknisþingið þar upp úr miðjum apríl, að því gefnu að næg þátttaka verði í ferðina. Undanfarin ár hefur Þjóðræknis- félagið skipulagt nokkrar ferðir til vesturheims árlega og í fyrra voru til dæmis farnar þrjár ferðir. Í lok júní var farin hópferð til Utah í til- efni þess að 150 ár voru liðin frá því fyrstu Íslendingarnir settust að í Spanish Fork. Í fyrri hluta júlí- mánaðar var ferð til Saskatchewan og Alberta með viðkomu í Manitoba og Norður-Dakóta. Í lok júlí var síð- an ferð til Norður-Dakóta og Mani- toba og þar tóku ferðafélagar meðal annars þátt í árlegum hátíðum í Mountain og Gimli. Mikil samskipti Fólk í Norður-Ameríku af íslensk- um ættum hefur sótt ársþing Þjóð- ræknisfélags Íslendinga undanfarin ár og á nýafstöðnu þingi í Þjóð- menningarhúsinu í Reykjavík voru til dæmis 10 gestir að vestan. Íslend- ingar hafa líka verið á meðal gesta á þingum Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Norður-Ameríku, sem er syst- urfélag ÞFÍ, og á þinginu í Wynyard í Saskatchewan sl. vor fór Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra fyrir fríðum hópi. „Það er alltaf gaman að koma til Ís- lands, hitta gamla vini og kynnast nýju fólki,“ segir Eric Stefanson frá Winnipeg en hann sótti nýafstaðið þing í Reykjavík ásamt bræðrum sínum Kris og Tom. „Það styrkir líka tengslin að fá Íslendinga á þing- in vestra,“ bætir hann við. Ársþing INL/NA 2006 verður haldið í Victoria á Vancouvereyju í Bresku-Kólumbíu dagana 20.–23. apríl næstkomandi. Iceland Natur- ally (www.icelandnaturally.com ) verður með Íslandskynningu í Van- couver um svipað leyti og því ljóst að Ísland og íslensk málefni verða áberandi á svæðinu upp úr páskum. Almar Grímsson, sem er að hefja sitt þriðja starfsár sem formaður ÞFÍ eftir að hafa verið varaformað- ur um árabil, segir að á dagskrá fé- lagsins hafi verið að bjóða upp á hópferð til byggða íslenskra land- nema á vesturströnd Norður- Ameríku og því hafi stjórn félagsins ákveðið að kanna hvort grundvöllur væri fyrir hópferð sem miðast við þátttöku á þinginu í Victoria. Ef af verður tekur ferðin um 12 daga. Flogið verður til Seattle og ís- lenska félagið þar heimsótt. Síðan verður farið með rútu til byggðanna í Blaine, Bellingham og Point Ro- berts og þaðan til Vancouvereyju og Vancouver. Lágmarksþátttaka er 25 manns og er áhugasömum bent á að hafa samband við félagið (www.inl@utn.stjr.is) eða einstaka stjórnarmenn. Almar Grímsson er formaður, Wincie Jóhannsdóttir er varaformaður, Þóra Hrönn Njáls- dóttir ritari, Baldur Valgeirsson gjaldkeri og Eric Stefanson með- stjórnandi. Varamenn eru Hrafnkell A. Jónsson, Jón Hlöðver Áskelsson og Kent Lárus Björnsson. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Bræðurnir Eric, Kris og Tom (lengst til hægri) frá Winnipeg voru á þjóð- ræknisþinginu og hittu meðal annars utanríkisráðherrahjónin Geir H. Haarde og Ingu Jónu Þórðardóttur. Stefnt að hópferð til Victoria Morgunblaðið/Sverrir Á nýafstöðnu þjóðræknisþingi var Magnus Olafson (lengst til hægri) frá Norður-Dakóta gerður að heiðursfélaga og kom hann við þriðja mann til landsins vegna þingsins. Stefan Stefanson frá Gimli var útnefndur heið- ursfélagi í fyrra og kom aftur á þingið í ár ásamt syni sínum og tengdadótt- ur. Á milli þeirra er þriðji heiðursfélaginn, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, en til vinstri eru Almar Grímsson, formaður ÞFÍ, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is AÐALFUNDUR Þjóðræknis- félags Íslendinga samþykkti tillögu stjórnar þess efnis að áskrift að Lögbergi-Heims- kringlu verði innifalin í fé- lagsaðild. Þátttakendur í ferðum ÞFÍ í sumar voru skráðir áskrifendur að Lögbergi-Heimskringlu í eitt ár og segir Almar Gríms- son, formaður ÞFÍ, að þetta fyrirkomulag hafi mælst vel fyrir. Því hafi verið ákveðið að stíga næsta skref og vekja frek- ari athygli félagsmanna á blaðinu með því að hafa áskrift innifalda í félagsaðild. Þannig legði félagið sitt af mörkum til að efla blaðið og veitti um leið félagsmönnum möguleika á að fylgjast með lífi og starfi fólks af íslenskum ættum vestra. Meðlimir fá LH NÚ UM helgina fer fram í Reykja- vík landsþing Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingar- innar, undir yfirskriftinni frelsi => jöfnuður => tækifæri. Frelsishugtakið er eitt grunnhugtaka í hug- myndafræði jafn- aðarmanna. Í hugum okkar stendur það þó ekki eitt og sér heldur er það samofið jafn- rétti, samhjálp og bræðralagi. Hér er um að ræða eina heild þar sem hvert hugtak styður við hin og veitir þeim jafnframt aðhald. Íhaldsmenn vilja gjarnan láta fólk halda að þeir séu hinir sönnu boðberar frelsis. Þeir slíta hugtakið þó jafnan úr öllu samhengi, en við það skekkist myndin. Og það er þessi skakka mynd sem íhaldsstefnan boð- ar. Frelsi íhaldsins þýðir fyrst og fremst viðskiptafrelsi, frelsi fjár- magns, frelsi til þess að nýta innflutt láglaunavinnuafl, frelsi frá skatt- greiðslum og séreign- arréttur. Þessu fylgir svo takmarkaður áhugi á mannréttindum, hin- um ófrjálsu í samfélag- inu og öðru sem ekki hefur beint efnahags- legt gildi. Áherslur stjórnvalda í skatta- málum, sem fyrst og fremst koma hinum efnameiri til góða, sýna glögglega að íhaldinu er frelsi í raun ekki sér- staklega hugleikið, að minnsta kosti ekki frelsi almennings. Tilburðir til einkavæð- ingar í heilbrigðis- og menntakerfi og veiking sjálfstæðra eftirlitsstofn- ana á borð við Samkeppnisstofnun draga upp sömu mynd af hinu sönnu merkingu frelsis í hugum íhalds- manna. Frelsi jafnaðarmanna byggist aft- ur á móti á því að allir þegnar sam- félagsins séu frjálsir. Í því felst að allir fái mannsæmandi laun fyrir vinnu sína, dregið sé úr fátækt, því hinir tekjuminni hafa minna frelsi í markaðsþjóðfélagi nútímans, og allir fái menntun án tillits til fjárhags- stöðu. Frelsi kvenna er einnig lykil- þáttur í þessu sambandi og í því felst að nauðsynlegt er að samþætta vinnu og heimilislíf og jafna kjör kynjanna. Mannréttindi eru í háveg- um höfð því nauðsynlegt er að jafna stöðu minnihlutahópa í íslensku sam- félagi. Einnig skipta hlutir eins og nýsköpun, frelsi til viðskipta, ómeng- uð náttúra og fjölmenning höfuðmáli í því frjálsa samfélagi sem við viljum byggja. Í huga jafnaðarmanna er enginn vafi á að framangreind atriði leiði til aukins frelsis til þátttöku í samfélaginu, sem aftur mun draga úr afbrotum og skapa grundvöll fyrir fjölbreytilegt fjölmenningarlegt samfélag. Jöfnuður og samhjálp eru besta leiðin til þess að samfélagið allt, einstaklingar og fyrirtæki, njóti frelsis. Jafnaðarmenn standa nú í harðri pólitískri baráttu fyrir hag þjóðar- innar allrar, baráttu sem háð er af virðingu fyrir öllum einstaklingum, óháð samfélagslegri stöðu þeirra. Öflugt heilbrigðis- og menntakerfi er sterkasta vopnið í frelsisbaráttu nú- tímans, baráttu hverrar tími er kom- inn, baráttu sem ekkert okkar hefur efni á að tapist. Frelsi => jöfnuð- ur => tækifæri Heiða Björg Pálmadóttir fjallar um landsþing ungra jafnaðarmanna Heiða Björg Pálmadóttir ’Jöfnuður og samhjálperu besta leiðin til þess að samfélagið allt, ein- staklingar og fyrirtæki, njóti frelsis.‘ Höfundur er lögfræðingur og stjórn- armaður í Ungum jafnaðarmönnum. ÚR VESTURHEIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.